Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 3
Vorvaka ’82 „Hvet sem flesta til ao hafa samband hafi þeir eitthvað i pokahorninu“ — segir Haukur Sigurðsson N.k. fimmtudag hefst e.t.v. einhver menningarlegasti mánuður í sögu Akureyrar með nær daglegum listvið- burðum og menningaruppá- komum ýmiskonar. „Vor- vaka‘82“ verður hann kall- aður og er einhverskonar Iist- aahátíð á Akureyri. Til að forvitnast nánar um hátíðina var Haukur Sigurðsson gripinn glóðvolgur á ritstjórn Dags nýverið og hann látinn svara nokkrum brennandi spurningum, en Haukur hefur umsjón með „Vorvöku" af bæjarins hálfu ásamt Hermanni Sigtryggssyni. - Hver eru tildrög þess að ráðist er út í þetta stórvirki? Forsaga málsins er sú að stjórn Listahátíðar í Reykjavík hafði samband við bæjarstjórn Akureyrar og grennslaðist fyrir áhuga á að fá hingað einhver atriði Listahátíðar. Einnig hafði félag íslenskra myndlistamanna sýnt því mikinn áhuga að setja hér upp sýningu á sama tíma. Bæjaryfirvöld tóku þessum til- boðum vel og þegar svo kom í ljós að fleiri aðillar s.s. Tónlist- arskólinn og Passíukórinn stefndu að hljómleikum og sýn- ingum um þetta leyti sbr. „Tón- listardagar í maí“ var öllu steypt undir einn hatt og efnt til Vor- vöku ‘82. - Hver sér um kostnaðarhlið- ina á hátíðinni? Akureyrarbær sér um þau atr- iði sem koma að sunnan og borg- ar ferðir, uppihald og þóknun til listamanna. Bærinn nýtur góðs af því að taka við lista- mönnum í Reykjavík og þurfa ekki að borga millilandaferðir. Einnig sér bærinn um sýningu Félags íslenskra myndlistar- manna en bærinn sér einnig um sölu aðgangseyris og hirðir ágóðann af því. Aðrir sjá um sig sjálfir. Auglýsingakostnaður verður sameiginlegur póstur hjá öllum. - Verður mikið af heimatil- búnu efni? Nei, ég get ekki sagt það. Af 15 atriðum sem á dagskrá eru eru 3 alfarið úr bænum. Það eru tónleikar hljómsveitar Tónlist- arskólans, Passíukórsins og sýn- ing í vinnustofugallery Guðm- undar Ármanns og Ragnars Lár. Þá tekur skólahljómsveit Tón- listarskólans þátt í landsmóti skólahljómsveita og Örn Ingi verður á verknámssýningu FÍM. Nokkur Akureyrísk börn fá að taka þátt í trúðskóla Rubens og þá eigum við von á að einhverjir listamenn í bænum vilji notfæra sér þá aðstöðu sem fyrir hendi er í Skemmunni þ.e. hljómsveita- pallur og aðstaða fyrir áhorfend- ur og hafi þeir þá samband við okkur, ég hvet sem flesta til að gera það hafi þeir eitthvað í poka- horninu. - Er þetta hugsað eingöngu fyrir Akureyringa? Nei, þetta er hugsað sem ein- hverskonar listahátíð Norðlend- inga og raunar er þetta hugsað fyrir allt landið. Hér verða ýmis atriði sem ekki eru á Listahátíð í Reykjavík og við munum senda auglýsingaplagöt um allt norðurland og til Reykjavíkur auk þess sem í prentaðri dagskrá Listahátíðar í Reykjavík verður sérstakur kafli um Vorvöku á Akureyri. Forsala aðgöngumiða hefst 3 dögum fyrir flutning hvers atriðis þannig að það ætti að auðvelda utanbæjarmönnum að fá sinn skerf. Ekki verður far- ið með atriði af hátíðinni út úr bænum að þessu sinni hvað svo sem síðar verður. - Er stefnt að því að Vorvaka verði árviss hér eftir? Það fer náttúrulega eftir því hvernig til tekst. Ef þetta gengur vel verður það auðvitað hvatn- ing til að halda þessu áfram. Þetta er m.a. liður í þá átt að teygja Listahátíð í Reykjavík út á landsbyggðina og viljum við Akureyringar leggja okkar af mörkum að sem víðast verði fa- rið með þau mörgu stórfenglegu atriði sem þar eru á dagskrá. Ég vonast til að Akureyringar og nágrannar sýni þessu sem mestan áhuga og fjölmenni á Vorvökuna. Það er það sem mestu ræður um hvort haldið verður áfram eða ekki. Fermingar- afmæli Undanfarin ár hafa þau sem fermdust fyrir 10 og 20 árum verið boðuð í Akureyrarkirkju á hvíta- sunnudegi til þess að minnast fermingarafmælis síns. í ár eru þetta árgangarnir sem fermdust 1962 og 1972, þ.e. þau sem fædd eru 1948 og 1958. Áð þessu sinni hvetjum við áðurgreinda hópa, með milligöngu blaðanna, til að mæta í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, hvítasunnudag, kl. 11 f.h. til þess að minnast fermingar- innar. Allir aðrir eru velkomnir í þessa hátíðarmessu. Sóknarprestarnir. Þetta verður þú að sjá með eigin.. .fe* Fermingar- barnamót Fermingarbarnamót verður að Stóru-Tjörnum 5. júní nk. og lýk- ur með guðsþjónustu í Drafla- staðakirkju. Þátttakendur þurfa að taka með sér Nýja testament- ið, vera með nesti til dagsins og vera klædd til útileikja. Sundlaug- in verður opin. Mótsgjald verður kr. 50, en fargjald er enn óákveð- ið. Þátttakendur úr Akureyrar- prestakalli mæti til skráningar í kapellu Akureyrarkirkju nk. föstudag (28. maí) kl. 3-5 eða hringi í síma 23665, en þátttak- endur úr Glerárprestakalli mæti í Glerárskóla á sama tíma eða hringi í síma 22263. Farið verður frá Akureyrarkirkju kl. 9.30 að morgni mótsdags. Sóknarprestamir._ Leiðrétting í viðtalinu við Helga Símonarson sem birtist í síðasta Helgardegi var rangt farið með nokkur atriði og barst blaðamanni bréf frá Helga þar sem hann fór fram á að mistökin yrðu leiðrétt. í bréfinu segir: „Ofsagt er að ég sé búinn að vera 50 ár fulltrúi á aðalfundi KEA, en rétt er milli 40 og 50 ár. Þá er skakkt að ég hafi komið í Velli um fermingu. Loks hefur föðurnafn tveggja manna, er ég nefni orðið rangt, þeirra Jóns og Angantýs sem voru í Ungmenna- félagi Svarfdæla, þegar ég gerðist þar félagi. Jón var Björnsson og Angantýr Arrtgrímsson. Annað skiptir ekki verulegu máli en þetta eru meinlegar villur, hvernig sem þær eru til komnar.“ Sumarfatnaðurinn streymir inn þessa dagana. Stórglæsilegur fatnaður frá topp framleiðendum enda gæðin þau allra bestu. Vefnaðarvörudeild Þýsk herraföt, stakkar og jakkar. Aldrei meira úrval af skyrtum. Líttu við, það svíkur ekki. Herradeild Fyrír sa umaskapinn Ný efni röndótt, köflótt Þunn gardínuefni, 3 metrar á hæð. Buxna khakíið loksins komið Garðhúscröcmin ^níÍTfn^ fást hjá okkur. Ótrúlegt úrval á einstöku verði. Sportvörudeild Myndsegulbónd VHSogBETA Greiðsluskilmálar Hljómdeild Gólfteppi, Gangadreglar Plastdreglar Ný sendincr Teppadeild HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 25. maí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.