Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 6
Valgerður Bjarnadóttir: „Ekki búnar að útiloka neinn möguleika“ „Við erum mjög ánægðar með þessi úrslit, þau eru samkvæmt okkar björtustu vonum. Síð- ustu dagana fyrir kosninguna var ég orðin vongóð með það að við fengjum tvo fulltrúa kjörna og það varð svo,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, sem skipaði efsta sætið á lista kvennaframboðsins á Akur- eyri, er Dagur ræddi við hana í gær. - Það sem liggur fyrir núna er að ræða um hvers konar samstarf verður í bæjarstjórninni og um- ræður um það eru í gangi hjá okkur. Við munum halda stuðn- ingsmannafund og taka þar ein- hverja ákvörðun um okkar stefnu í þeim málum, en erum ekki komnar með neinar fastar línur í þeim efnum enn. - Má ekki samkvæmt málflutn- ingi ykkar fyrir kosningarnar varðandi atvinnumálin og orku- frekan iðnað útiloka vissa mögu- leika á samstarfi ykkar við ákveðna flokka? - Ég vil ekki útiloka neinn möguleika á þessari stundu. f*að sem við leggjum aðaláherslu á eru jafnréttismálin og í því sambandi má nefna hluti eins og t.d. að kon- ur eigi auðveldara með bæði að vera heima og vinna úti og á ég þá við sveigjanlegan vinnutíma og svoleiðis hluti. í sambandi við atvinnuupp- bygginguna erum við ákveðið á móti álveri sem bæði Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur segja í dag að þeir séu ákveðið með. Við höfum hins vegar ekki rætt til hlít- ar hvaða Samkomulagi er hægt að ná. í fljótu bragði virðist því svo sem við eigum ekki samleið með þessum flokkum en það eru ekki allir sammála um það og við erum ekki búnar að útiloka neitt ennþá. Sigríöur Stefánsdóttir í 2. sæti á Eista Alþýóubandalagsins: Teljum okkur geta vel við unað miðað við aðstæður „ Aö sjálfsögðu erum við óhress með að missa manninn, aftur á móti teljum við okkur geta mjög vel við unað miðað við þær aðstæður sem eru hér á Akureyri. Þrátt fyrir að kvennaframboðið kæmi til sög- unnar héldum við okkur at- kvæðum að mestu.“ sagði Sig- ríður Stefánsdóttir, sem skip- aði annað sæti á lista Aiþýðu- bandalagsins. Alþýðubanda- lagið hafði tvo menn í bæjar- stjórn, en fékk nú einn fulltrúa. „Ég tel að kvennaframboðið sé komið í lykilaðstöðu hvað meiri- hlutann varðar. Alþýðubandalag- ið hefur alltaf sagt að sá meirihluti sem var, sé heppilegasti kostur- inn. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að kvennaframboðið gangi- til liðs við þennan meirihluta. Eftir málefnum ætti Alþýðu- bandalagið ekki að vera í miklum vandræðum að semja við Kvenna- framboðið, en ef þær neita að vera í umræddum meirihluta er afskaplega lítið eftir annað en að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn fari saman. En nú stendur Kvennaframboðið frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu, sem hlýtur að byggjast á þessari hefð- bundnu pólitík, sem þær hafa ekki viljað viðurkenna að sé nauðsynleg! í sjálfu sér kom mér fátt á óvart í þessum kosningum, Kvenna- framboðið fékk heldur meira en ég hafði gert ráð fyrir. Það var sorglegt að þær skyldu ekki taka meira af Sjálfstæðisflokknum, en það var varla við því að búast, enda höfðuðu málefni Kvenna- framboðs ekki eins mikið til stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins eins og t.d. Alþýðu- bandalagsins. Fylgi Alþýðuflokks minna en við höfðum reiknað með - segir Freyr Ófeigsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins „Úrslitin komu mér á óvart, eins og öllum öðrum,“ sagði Freyr Ofeigsson, sem skipar fyrsta sætið á lista Alþýðu- flokksins á Akureyri. Alþýðu- flokkurinn hafði tvo menn í bæjarstjórn, en fékk nú einn mann kjörinn. „Við Alþýðuflokksmenn kom- um ver út úr þessum kosningum en við höfðum gert ráð fyrir og kvennaframboðið fékk meira fylgi en ég hafði gert ráð fyrir. Að öðru leyti voru úrslitin ekki mjög óvænt frá mínum bæjardyrum séð. Ég get ekkert um meirihluta- myndun sagt á þessu stigi málsins. Hún verður eflaust í höndum Sjálfstæðisflokksins eða Fram- sóknarflokksins og spurningin er hvar þessir flokkar þreifa fyrir sér. Mér sýnist að kvennafram- boðið geti haft úrslitaáhrif á það hvers konar meirihluti verður myndaður að lokum.“ Sigurður J. Sigurðssson fjórði maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: „Fólk vill að meiri- hlutasamstarfi vinstri flokkanna Ijúki,, „Viö sjálfstæðismenn erum mjög ánægðir meö niðurstöðu kosninganna. Ég held, að hún endurspegli það sjónarmið sem kom fram hjá mér í kosninga- baráttunni, að kjósendur vilja að meirihlutasamstarfi vinstri flokkanna ljúki,“ sagði Sigurð- ur J. Sigurðsson, sem skipar fjórða sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri. Sjálf- stæðisflokkurinn vann á - fékk fjóra fulltrúa í stað þriggja síð- asta kjörtímabil. „Við erum sá flokkur í bæjar- stjórn Akureyrar sem eykur fylgi sitt í þessum kosningum. Þess vegna tel ég það skyldu okkar að reyna að vinna að þeim stefnu- málum, sem við settum fram fyrir kosningar, þ.á.m. myndun nýs meirihluta. Meirihlutaþreifingar eru þegar hafnar af öllum flokkum, en ég vil ekki spá neinu um, hver niðurstaðan verður að Iokum. Ég held þó að óhætt sé að segja það, að við erum ekki með neina fastmótaða mynd í þessu dæmi, við ætlum að ræða við alla flokka í bæjarstjórn og at- huga, hvort eitthvað næst saman. Það ætti að skýrast á næstu dögum, hvort er vilji hjá öðrum fyrir samstarfi.“ „Sárt að missa mann“ — segir Ármann Þórðarson á Ólafsfirði Sjálfstæðismenn juku fylgi sitt á Olafsfirði og náðu einum manni frá vinstri mönnum. Meirihlutinn stendur þó enn og skiptust at- kvæðin á þessa leið: H - 346 atkvæði, 4 menn kjörnir D - 293 atkvæði, 3 menn kjörnir. „Við erum eftir atvikum ánægð þótt náttúrulega sé sárt að missa einn mann úr bæjarstjórninni,“ sagði Ármann Þórðarson, efsti maður á lista vinstri manna. „Ef við miðum við kosningarnar 1974, þegar D-listinn fékk 303 atkvæði en H-listinn 283, sjáum við að við höldum enn heilmiklu af því for- skoti sem fékkst 1978. En það verða svo sem engar breytingar á gangi mála hér á Ólafsfirði eftir kosningarnar.“ Tryggvi Finnsson á Húsavík: „Ánægðir með þessi úrslit“ Á Húsavík urðu úrslitin þau að Alþýðuflokkurinn hlaut 240 at- kvæði, Framsóknarflokkurinn 432 atkvæði, Sjálfstæðisflokk- urinn 274 atkvæði og Alþýðu- bandalag og óháðir 342 at- kvæði. Alþýðuflokkurinn vann þarna einn mann af óháðum og Alþýðubandalagi og hefur nú 2 fulltrúa, en Framsóknarflokk- urinn hefur 3, íhaldið 2, - en G- listinn 2 fulltrúa í stað 3 áður. „Við erum mjög ánægðir með þessi úrslit,“ sagði Tryggvi Finnsson, sem skipaði efsta sætið á lista Framsóknarflokksins. „Við áttum í sjálfu sér von á einhverri aukningu en gerðum okkur ekki grein fyrir því, hversu mikil hún yrði og héldum satt að segja að hún yrði ekki svona mikil, og kosningin er því betri fyrir okkur en við áttum von á. í kosningun- um 1978 náðum við þremur full- trúum inn mjög naumt en nú hlaut þriðji maður á lista okkar mjög örugga kosningu, og við erum komnir nokkuð vel á veg með að fá fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.“ Framsóknarmenn og sjálfstæð- ismenn hafa farið með meirihiuta- stjórn á Húsavík. Við spurðum Tryggva, hvort á því yrði einhver breyting. „Það eru allar líkur á því að það verði óbreytt, en fulltrúaráð okk- ar á þó eftir að taka endanlega ákvörðun í því máli.“ - „Sjalfstæöis- menn eiga næsta leik“ - segir Bogi Sigurbjörnsson á Siglufirði „Hér var talið aftur í gær,“ sagði stæðistlokksins en við höldum í Bogi Sigurbjörnsson efsti maður á horfinu. lista Framsóknar á Siglufirði, „og Það er ómögulegt að segja þá féll annar maður á lista Al- hvernig framhaldið verður. Þeir þýðuflokks út fyrir fjórða mann flokkar sem voru í meirihluta fyrir sjálfstæðismanna.“ Úrslit á Siglu- kosningar eru það enn en ekkert firði urðu því sem hér segir. er farið að ræða meirihlutamynd- A -106 atkvæði 1 maður kjörinn un enn. Núverandi bæjarstjóri B - 138 atkvæði 2 menn kjörnir ætlar ekki að halda áfram þannig D - 413 atkvæði 4 menn kjörnir að ekki verður myndaður meiri- G - 289 atkvæöi 2 menn kjörnir hluti um samstöðu við hann. Sjálfstæðismenn eiga næsta leik, „Þetta er nokkurn veginn í sam- þeirra er ábyrgðin og henni mega ræmi við þá hægrisveiflu sem alls- þeir ekki bregðas't því það eru staðar virðist vera, Aiþýðubanda- ekki kosningarnar sjálfar sem lagið og Alþýðuflokkurinn missa skipta megin máli, heldur það hvor um sig einn mann til Sjálf- semáeftirkemur.“ Hrísey: Aðeins einn úr gömlu hreppsnefndinni í Hrísey voru óhlutbundnar kosn- ansson. 41 atkvæði, Björgvin ingar og situr nú aðeins einn Pálsson. 36 atkvæði, (Hann sat í maður úr gömlu hreppsnefndinni gömlu hreppsnefndinni) Sigurður í þeirri sem kjöri náði í kosning- Jóhannsson. 34 atkvæði og Ásgeir unum. Tveir gáfu ekki kost á sér Halldórsson 33 atkvæði. til endurkjörs og var því breytinga Vera sagði það brýnast mála í von, sagði Vera Sigurðardóttir I Hrísey að gera eitthvað fyrir hita- hreppstjóri þegar hún var innt veituna dælan væri ónýt og gott ef eftir úrslitum kosninganna. Þau ekki holan líka. „Og svo þyrft- urðu sem hér segir: Árni Krist- um við að fá betra veður,“ sagði innsson. 53 atkvæði, Örn Kjart- Vera að lokum. Skagaströnd: Kosið um menn „Hér var kosið meira um menn en B - 62 atkvæði 1 maður kjörinn málefni, sagði Magnús B. Jónsson D -127 atkvæði og 2 menn kjörna sem var efstur framsóknarmanna G - 88 atkvæði og 1 mann kjörinn á Skagaströnd. Hlutföllin breytt- Stærsta mál á dagskrá nýju ust ekkert á milli flokka frá síð- hreppsnefndarinnar er ákvörðun ustu kosningum og urðu úrslit um fyrirhugaða skipalyftu á þessi: Skagaströnd. A - 49 atkvæði 1 maður kjörinn Glæsilegur kosningasigur framsóknarmanna á Dalvík: „Munum axla þá ábyrgð sem okkur hafa verið lagðar á herðar Á Dalvík unnu framsóknar- menn sinn glæsilegasta kosn- ingasigur í þessum kosningum. Flokkurinn bætti verulega við sig af atkvæðum og tókst að vinna hreinan meirihluta í bænum. Hefur Framsóknar- flokkurinn nú fjóra bæjarfull- trúa af fékk 342 atkvæði.Flokk- urinn fékk 210 í kosningunum 1978. Alþýðuflokkurinn hlaut 148 atkvæði og einn fulltrúa, tapaði einum og Alþýðu- bandalagið hlaut 123 atkvæði og einn fulltrúa, tapaði einnig einum. Tap Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandaiagsins var því mikið og sigur Framsókn- arflokksins glæsiiegur. „Það sem ég vil fyrst og fremst segja um þessi úrslit er það að málefnastaða okkar var mjög góð. Þrátt fyrir það komu þessi glæsilegu úrslit okkur talsvert á óvart, en ég tel að íbúar á Dalvík hafi sýnt okkur mikið traust með þessum úrslitum," sagði Kristján Ólafsson sem skipaði efsta sæti á lista Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki á þessari stundu hvort ég á nokkuð að vera að leita annarra skýringa á úrslitunum. Þetta er vilji fólksins í bænum og við munum axla þá ábyrgð sem okkur hafa verið lagðar á herðar og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna vel að málum bæjarins! Við munum fara einir með stjórn bæjarins næsta kjörtímabil eftir þessi úrslit og munum leggja okkur alla fram um að standa undir því trausti sem okkur hefur verið sýnt. Það er ljóst að fólki hefur líkað sá mál- flutningur sem við höfðum í frammi fyrir kosningarnar um framkvæmdir og stefnu á næsta kjörtímabili." - Hver verða helstu verkefni sem hinn nýi meirihluti mun beita sér fyrir? „Það má nefna hafnarfram- kvæmdir, gatnagerð, skólamál og bygging íþróttamannvirkja, þetta eru þau mál sem við munum vinna að af alefli á næstu mánuðum. Við höfum unnið í meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og fjárhagsáætlun bæjarins er auðvitað sniðin eftir okkar vilja að miklu leyti. Það verður því engin kúvending í þeim málum enda hafði stefnan verið mörkuð og það var hún sem lögð var fyrir kjósendur. Ég vil endilega að fram komi þakklæti til bæjarbúa fyrir það mikla traust sem þeir hafa sýnt okkur. Þá vil ég þakka öllum þeim sem stuðluðu að þessum glæsilega sigri með mikilli vinnu,“ sagði Kristján. „Leggjum áherslu á að veita nýjum meirihluta forstöðu“ — segir Magnús Sigurjónsson efsti maður B-listans á Sauðárkróki Framsóknarflokkurinn vann góðan kosningasigur á Sauðár- króki, flokkurinn vann þar einn mann og hefur nú 4 bæjarfuli- trúa. Úrslit kosninganna urðu þau að A-listi Alþýðuflokksins hlaut 100 atkvæði og fékk eng- an mann, B-listi Framsóknar- flokksins hlaut 406 atkvæði og fjóra menn sem fyrr sagði, D- listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 369 atkvæði og 3 menn, G-listi Alþýðubandalagsins hlaut 153 atkvæði og einn mann. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þessi úrslit,“ sagði Magnús Sigurjónsson sem skipaði 1. sætið á lista Framsóknarflokks- ins. „Við vorum mjög óánægðir með það í kosningunum 1978 að þá vantaði okkur aðeins örfá at- kvæði til þess að fá fjóra fulltrúa, við vorum óheppnir þá en heppnir núna hvað skiptingu atkvæða varðar. Hér var óháð framboð sem við vissum ekki nákvæmlega hvaða áhrif myndi hafa, en þrátt fyrir það að við misstum eitthvað af fylgi á þann lista bættum við talsvert við okkur af atkvæðum og okkur tókst að vinna 4. manninn. Það er ljóst að sá meirihluti sem hér hefur starfað (Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna) hefur ekki lengur meiri- hluta. Þar sem við unnum góðan sigur og höfum flesta fulltrúa munum við leggja áherslu á að veita nýjum meirihiuta forstöðu og viðræður eru hafnar um það mál þótt ég geti ekkert sagt meira um það að svo stöddu," sagði Magnús að lokum. ,Anægður og þakklátur4 — segir Hilmar Kristjánsson efsti maður H-listans á Blönduósi Það var því miður gengið Á Blönduósi voru tveir listar í kjöri, D-listi Sjálfstæöisflokks- ins og H-listi vinstri manna og óháðra. Er skemmst frá því að segja að H-listinn vann mjög góðan sigur, hlaut 304 atkvæði á móti 224 atkvæðum D-listans og mátti ekki miklu muna að vinstri meirihlutinn yki full- trúafjölda sinn í hreppsnefnd Úr3í4. „Þetta er geysilega góð trausts- yfirlýsing fyrir okkur," sagði Hilmar Kristjánsson sem skipaði fyrsta sætið á H-listanum. „Ég lít svo á að fyrst og fremst hafi verið hér á ferðinni traustsyfirlýsing á þau vinnubrögð sem við höfum haft í frammi á síðasta kjörtíma- bili. Ég vil fyrst og fremst skýra þessi úrslit út frá því og þau verða enn glæsilegri þegar litið er á þá sveiflu sem átti sér stað í kosning- unum víðast um landið þar sem straumurinn virðist liggja til hægri. Ég er mjög ánægður og þakklátur fyrir þessi úrslit. var lengra í þessari kosningabaráttu en áður hefur verið af andstæð- ingum okkar. D-listamenn gáfu hér út blað daginn fyrir kjördag þar sem ýmislegt var sett á prent sem betur hefði ósagt verið látið, en þegar til kom græddu þeir ekk- ert á því nema síður væri,“ sagði Hilmar að lokum. „Atvinnu- ° málin brýnust" Á Þórshöfn buðu 3 listar fram til kosninga að þessu sinni, H-listi óháðra kjósenda, I-listi samtaka óháðra kjósenda og J-listi fram- farasinnaðra kjósenda. Úrslit urðu á þessa leið: H - 94 atkvæði, 2 menn kjörnir 1-48 atkvæði, 1 maður kjörinn J - 105 atkvæði, 2 menn kjörnir. Dagur hafði samband við Jó- hann A. Jónsson, efsta mann á J- lista og sagði hann að enginn þeirra sem nú hafa verið kjörnir hefðu átt sæti í síðustu hreppsnefnd. Ekkert hefði enn verið rætt um framhald mála en líklegast yrði ekki myndaður neinn meirihluti heldur tekin af- staða til hvers máls um sig. Jó- hann sagði að brýnust væru atvinnumálin á Þórshöfn. - „Atvinnumálin em mál málanna á Raufarhöfn“ — segir Gunnar Hilmarsson Á Raufarhöfn unnu Framsókn- armenn stórsigur en þeir urðu lægstir í síðustu kosningum. Úr- slit urðu þessi: B - 76 atkvæði 2 menn kjörnir D - 56 atkvæði 1 maður kjörinn G - 47 atkvæði 1 maður kjörinn I, óháðir - 54 atkvæði 1 maður kjörinn Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóri var annar maður á lista Framsóknarflokks og sagði hann að þeir stefndu að því að mynda meirihluta með þeim sem takast vildu á við þau vandamál sem glíma þyrfti við. Atvinnumálin eru mál málanna á Raufarhöfn og snerust kosningarnar mest um þau. „Við erum að vonum ánægð- ir með úrslitin,“ sagði Gunnar, „en gleðin er blendin því það eru erfiðleikatímar framundan og við höfum dregist aftur úr með félags- lega þjónustu, gatnagerð o.fl. Gunnar Hilmarsson. 6 - DAGUR - 25. maí 1982 25. maí 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.