Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSIMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Traust fylgi Framsóknarflokksins Mikil hægri sveifla varð í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum um helgina. Sjálfstæð- isflokkurinn jók fylgi sitt verulega, úr 40% í tæplega 47%, eða nánar tiltekið um 6,6%. Mestur hluti þessarar fylgisaukningar Sjálf- stæðisflokksins virðist koma frá Alþýðu- flokknum, en hann tapaði samtals um 5%, þ.e. fór úr 17% árið 1978 í 12% nú. Mest varð þó fylgistapið hjá Alþýðubandalaginu, en það tapaði 7,8% fylgis síns, sem hrapaði úr 25,5% í 17,7%. Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt lítil- lega eða um 0,8%, úr 14,1% í 14,9% af heildar- fylginu. Stórsigur kvennaframboðanna í Reykjavík og á Akureyri setti mjög mark sitt á niðurstöðuna á þessum stöðum. Mest hefur þetta komið niður á Alþýðubandalaginu í Reykjavík, en á Akureyri sýnist kvennaframb- oðið hafa haft víðtækari áhrif, m.a. töluverð á fylgi Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn fengu ekki góða kosn- ingu 1978 og miðað við það er þessi niðurstaða ekki nógu hagstæð. Þó ber að hafa það í huga, að landsmálin spila töluvert inn í sveitar- stjórnarkosningar og hingað til hefur það ekki þótt vænlegt til vinsælda að eiga aðild að ríkis- stjórn, sérstaklega þegar illa árar eins og nú gerir á svo mörgum sviðum. í grein sem Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, skrifar í Dag um kosningaúrslitin segir hann m.a. á þessa leið: „Eins og fylgis- sveiflur tengjast mjög sjálfstæðisflokknum á það einnig við um Alþýðubandlagið og Al- þýðuflokkinn, a.m.k. á síðari árum. Hins vegar staðfesta þessar kosningar að fylgi Framsókn- arflokksins er afar traust. Það sveiflast ekki á milli öfga eins og er um hina flokkana, enda beita framsóknarmenn ekki skrumáróðri í kosningabaráttu . . . Kosningaúrslitin á Norðurlandi sanna þetta mikla traust sem Framsóknarflokkurinn hefur hjá kjósendum, þ.á.m. úrslitin á Akureyri, sem vissulega hefðu þó mátt vera betri. Framsókn- armenn unnu mikilsverðan varnarsigur á Ak- ureyri, þeir héldu sínum þétta kjarna, sem ver- ið hefur kjölfestan í bæjarmálum á Akureyri í áratugi og heldur áfram að vera það. Kvenna- framboðið hafði mikil áhrif á kjörfylgi Fram- sóknarflokksins að þessu sinni.“ Mat Ingvars Gíslasonar á úrslitum kosning- anna er eftirfarandi, eins og fram kemur í lok greinar hans: „Ég vil að lokum leggja áherslu á að Framsóknarflokkurinn er óumdeilanlega sterkasta forystuaflið á Norðurlandi í heild. Það kom skýrt fram í þessum kosningum. Á Dalvík vann flokkurinn frábæran kosningasig- ur og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum hélt hann mjög vel sínum hlut. Sama er að segja um landið allt. Framsóknarflokkurinn kom vel út úr kosningunum". Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Kosningarnar leiddu í Ijós traust fylgi Framsóknarflokksins Mikið er nú rætt um góðan ár- angur Sjálfstæðisflokksins í nýaf stöðnum bæjarstjórnarkosning- um. Ekki er því að neita að Sjálfstæðisflokkurinn fagnar sigri, en það á fyrst og fremst við í Reykjavík. En úrslitin voru honum víðar í hag að þessu sinni, öfugt við það sem var í bæjarstjórnarkosningunum og alþingiskosningunum 1978 og desemberkosningunum 1979, þegar báglega gekk hjá flokknum. Það kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur tilhneigingu til að sveiflast afar mikið til frá einum tíma til annars, enda alkunna að Sjálf- stæðisflokkurinn ástundar skrumkennda áróðurstækni sem oft heppnast, en bregst honum líka stundum. Þrátt fyrir inn- byrðis ósætti hefur skrumið dug- að Sjálfstæðisflokknum í þess- um kosningum. Eins og fylgis- sveiflur tengjast mjög Sjálfstæð- isflokknum á það einnig við um Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkinn, a.m.k. á síðari árum. Hins vegar staðfesta þessar kosningar, að fylgi Framsókn- arflokksins er afar traust. Það sveiflast ekki á milli öfga eins og er um hina flokkana, enda beita framsóknarmenn ekki skrum- áróðri í kosningabaráttu. Við framsóknarmenn rekum alhliða málefnabaráttu á breiðum grundvelli, en búum ekki til nein glansnúmer, hvorki glansfígúrur fyrir veggspjöld og sjónvarps- skerma né einhliða kosninga- mál, sem rúmast geta í einu slag- orði. Framsóknarmenn eru lé- legustu slagorðin í heimi. Við leggjum allt upp úr raunsærri málefnabaráttu og uppskerum yfirleitt traust og gott fylgi út á þá aðferð. Kosningaúrslitin á Norðúr- landi sanna þetta mikla traust, sem Framsóknarflokkurinn hef- ur hjá kjósendum, þ.á.m. úrslit- in á Akureyri, sem vissulega hefðu mátt verða betri. Fram- sóknarmenn unnu mikilsverðan Ingvar Gíslasoa varnarsigur á Akureyri, þeir héldu sínum þétta kjarna, sem verið hefur kjölfestan í bæjar- málum á Akureyri í áratugi og heldur áfram að vera það. Kvennaframboðið hafði mikil áhrif á kjörfylgi Framsóknar- flokksins að þessu sinni. Við því er ekkert að segja nú. Þetta hreina kvennaframboð V-list- ans höfðaði mjög til kjósenda - af einhverjum ástæðum -, og okkur framsóknarmönnum tókst ekki að sýna nógu vel fram á að okkar listi var ekki síðri en kvennalisti með tvær ágætis konur, Úlfhildi Rögnvaldsdótt- ur og Sigfríði Angantýsdóttur, í 3. og 4. sæti. En þetta breytir engu um traustleika Framsókn- arflokksins á Akureyri. Miklu fremur er augljóst hversu fylgi flokksins er traust og stöðugt hér í bænum. Ég vil að lokum leggja áherslu á að Framsóknarflokkurinn er óumdeilanlega sterkasta forystuaflið á Norðurlandi í heild. Það kom skýrt fram í þess- um kosningum. A Dalvík vann flokkurinn frábæran kosninga sigur, og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum hélt hann mjög vel sínum hlut. Sama er að segja um landið allt. Framsóknar- flokkurinn kom vel út úr kosn- ingunum. Ég vil þakka framsóknarfólki á Norðurlandi fyrir vel unnin störf í þessum kosningum. Ég minni á, að alþingiskosningar verða í síðasta lagi eftir eitt ár. Ekki er ástæða til annars en vera bjartsýnn þegar þar að kemur. Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum og framsóknar- stefnan á góðu fylgi að fagna víðu um land. Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson, alþingismaður: „Viðunanleg úrslit á Norðurlandi£C — telur að heildarniðurstaða geti haft áhrif á kjarasamninga og hugsanlega á stjórnarsamstarfið „Miðað við framkvæmda- stefnu Framsóknartlokksins út um allt land hefði mátt vænta þess að niðurstaðan yrði okk- ur enn hagstæðari. Því er þessi niðurstaða mér viss von- brigði, einkum þegar haft er í huga að við höldum aðeins okkar hlut miðað við 1978, en það var vont kosningaár fyrir Framsóknarflokkinn“, sagði Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, um kosningaúrslitin. Stefán benti þó á að fram- sóknarmenn hafi t.d. fengið mjög góða kosningu á Dalvík, Húsavík og Raufarhöfn. Taka verði tillit til þess, að á Akureyri kom fram nýtt framboð, þar sem hann teldi að hafi verið hlutfalls- lega mjög margir fyrrum stuðn- ingsmenn Framsóknarflokksins. „Það er enginn vafi að þetta átti sinn þátt í því að við fengum ekki hagstæðari kosningu á Ak- ureyri. En miðað við allar að- stæður og útkomuna annars staðar má segja að heildarút- koman á Norðurlandi sé viðun- anleg. Sú hægri sveifla sem varð yfir landið í heild gæti haft áhrif til hins verra í kjarabaráttunni framundan, þannig að þróun verðlagsmála verði óhagstæðari. Ef við getum ekki dregið enn frekar úr verðbólgunni, sé ég ekki hvaða möguleika þessi Stefán Valgelrsson. ríkisstjórn hefur til að sitja út kjörtímabilið", sagði Stefán Valgeirsson. Þess má geta, að á Dalvík fengu framsóknarmenn fjóra menn kjörna og hreinan meiri- hluta í bæjarstjórninni. Þeir fengu 342 atkvæði, sem er 48,2% af greiddum atkvæðum. í kosningunum 1978 fengu fram- sóknarmenn 32,9% greiddra at- kvæða. Á Húsavík jókst fylgi framsóknarmanna úr 28,4% greiddra atkvæða í 33,5%. Fyrir þessar kosningar var Framsókn- arflokkurinn minnsta stjórn- málaaflið á Raufarhöfn, en er nú stærst. Hann fékk 32,6% at- kvæða á móti 19,2% árið 1978. Á Sauðárkróki fengu framsókn- armenn svipað atkvæðahlutfall núna og í kosningunum 1978, en þeir bættu við sig fulltrúa og fengu fjóra menn. Á Ólafsfirði töpuðu vinstri menn einum full- trúa og fengu fjóra. Atkvæða- hlutfall þeirra lækkaði úr 65,2% í 54,1%. 4-DAGUR-25. maí 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.