Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 9
Allt sem átti skylt við knattspyrnu kom frá KA en Skagamenn sem léku stórkarlalega knattspyrnu fóru samt með annað stigið frá Akureyrí Markvörður Skagamanna má taka á honum stóra sfnum og tekst að bjarga naumlega. Hinrik Þórhallsson fylgist með og er við öllu búinn. (Mynd: KGA.) Þegar KA og Akranes léku á KA-velli á sunnudaginn, var það í fyrsta skipti sem KA Iék á sínum eigin heimavelli í Is- landsmóti meistaraflokks. Þar eð aðalleikvangurínn á Akureyri er ekki kominn í keppnishæft stand, né aðrir grasvellir, fór þessi leikur fram á malarvelli KA að við- stöddum fjölda áhorfenda. Þrátt fyrir stórkarlalega knattspyrnu og há spörk gest- anna, fóru þeir með annað stigið, en leiknum lauk með jafntefli, ekkert mark var skorað. KA hefur aldrei sótt neitt verulega af gulli í greipar Ak- urnesinga, en að þessu sinni voru þeir betri aðilinn. Allt sem skylt átti við knattspyrnu í þess- um leik var verk KA-strákanna. Lið Akraness kom mjög á óvart í þessum leik fyrir lélega knatt- spyrnu, samleikur var enginn, en boltinn sendur hátt upp í loft, þegar reyna átti að leika saman. Það var ef til vill ekki nema von að þeir reyndu það, því að þeir voru flestir höfðinu hærri en andstæðingarnir og flestir nokkrum kílóum þyngri. Þó voru einstaka menn sem ógnuðu með hraða og mjög góðri skall- tækni, en þar er sérstaklega átt við Sigþór Ómarsson. Ef litið er í minnisbók íþrótta- fréttaritara kemur í ljós að á 10. mín. átti Jón Alfreðsson hörku- skot af löngu færi á KA-markið, en Steini varði örugglega. Átta mín. síðar grípur Steini vel inn í langa sendingu sem kom fyrir KA-markið. Á 23. mín. kom góður bolti fyrir KA- Þórsarar sóttu Þróttara frá Neskaupstað heim á sunnu- daginn í annarri deildinni í knattspyrnu. Þórsarar sigr- uðu í leiknum með einu marki gegn engu, og var það Jónas Róbertsson, sem skoraði fall- egt mark í fyrri hálfleik. Að sögn Ragnars Þorvalds- sonar, fararstjóra Þórsara, var leikurinn nokkuð jafn og erfið- ur. Hann sagði að völlurinn hefði verið blautur og þungur. Sums- staðar voru stórir pollar. Þórsarar voru mun betri í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var leikurinn jafnari og sigur Þórs verðskuldaður. Ragnar hélt að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir sigruðu Þrótt í annarri deildinni, en áður hefðu þeir best náð jafn- tefli. Það setti nokkurt mark á leikinn, að Örn var í leikbanni og Bjarni Sveinbjörnsson markið og Sigurður Halldórsson skallar en Steini ver. Á 28. mín. var Sigurður Lárusson í góðu meiddur, en þeir hafa verið aðalmenn liðsins undanfarið. Örn verður einnig í leikbanni, þegar Þór leikur gegn Völsungi á laugardaginn. Að tveimur um- ferðum loknum hafa Þórsarar hlotið fjögur stig, og er það mjög góð byrjun í mótinu. Jónas Róbertsson færi, en Steini varði örugglega laust skot hans. Að loknum fyrri hálfleik höfðu Akurnesingar sótt meira, en eins og áður segir byggðust flestar sóknarlotur þeirr a á löng- um spörkum, og reyndu fram- herjar þeirra að skalla, en þeir gleymdu því að í KA-vörninni var m.a. Erlingur Kristjánsson, sem hafði sömu líkamsburði og þeir, en mun betri boltameð- ferð, og átti því yfirleitt ekki í vandræðum með háu boltana. í síðari hálfleik snerist dæmið nokkuð við, að KA fór að sækja meira, en ávallt vantaði herslu- muninn á að þeim tækist að skora. Fyrsta góða marktækifæri KA Á sunnudaginn léku í annarri deild í knattspyrnu Völsungar og Einherjar frá Vopnafiröi, og var leikið á Húsavík. Ein- herjar eru nýliðar í deildinni en hafa mörg undanfarin ár verið á toppi þriðju deildar. Leikurinn á Húsavík var ekk- ert sérstaklega góður, og áttu bæði liðin frekarslakan dag. Það kom á 10. mín. Þá tók Gunnar Gíslason langt innkast út við vítateig Skagamanna og Donni skallar að markinu og í bláhorn- ið stefndi boltinn, en á síðasta augnabliki tókst markmanni að slá boltann í horn. Á 24. mín. var Ásbjörn í nokkuð góðu færi en skaut framhjá. Á 31. mín. hafði KA pressað mikið að ÍA- markinu, og lauk sóknarlotunni með hörkuskoti frá Ásbirni, sem þó lenti í hliðarneti. Á síðustu mín. leiksins sóttu liðin til skiptis en ekkert mark var skorað og liðin skiptu því með sér stigunum. Þegar á heild- ina er litið verða þessi úrslit að teljast sanngjörn, en ítrekað er að mun betri knattspyrna var voru Einherjar sem voru fyrri til að skora, og var það hálfgert klúðursmark að sögn heima- manna. í hálfleik var staðan eitt mark gegn engu fyrir Einherja. Strax á annarri mín. síðari hálf- leiks jafnar Jónas Hallgrímsson fyrir Völsunga og skömmu síðar bætir Hörður Benónýsson öðru marki við og tryggir Völsungi bæði stigin. leikin hjá KA, en ekki ef til vill árangursrík sem skyldi, þar eð ekki tókst að skora. Flestir leikmenn KA skiluðu sínu hlutverki vel, en vonandi er á engan hallað þótt Erlingur verði talinn maður leiksins. Dómari var Þóroddur Hjaltalín og línuverðir Kjartan Tómasson og Rafn Hjaltalín. Þóroddur virtist svolítið óörugg- ur til að byrja með en þegar á leikinn leið var hann mjög rögg- samur, og skiluðu því allir hlut- verki sínu með prýði. Fleiri mörk voru ekki skoruð, en að sögn viðmælanda blaðsins á Húsavík hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit, en að sjálf- sögðu væru Húsvíkingar ánægð- ir að fá bæði stigin. Völsungar hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu, en eiga næst úti- leik við Þór á Akureyri, en fyrir þann leik eru bæði liðin taplaus. Fyrsti sigur Þórs gegn Þrótturum Völsungarnir voru heppnir 25. maí 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.