Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1982, Blaðsíða 8
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Til sölu fjórar hæðir í Glerárgötu 26, hver hæð er 455 fm. Selst í einu lagi eða í hlutum. Norðurverk h.f. Akureyri, sími 21777. AKUREYRARHÖFN PÓSTHÓLF 407 - 602 AKUREYRI Skemmtibátaeigendur. Ákveöiö hefur veriö að útbúa legufæri fyrir 15—20 báta í Torfunefsdokk og eru þau fyrst og fremst ætluð fyrir skemmtibáta. Umsóknum skal skila til Akureyrarhafnar fyrir 3. júní nk. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrif- stofu hafnarinnar, Strandgötu 25. Hafnarstjóri. AKUREYRARBÆR Frá Strætisvögnum Akureyrar Frá 1. júní fellur niður skólaferð í Glerárhverfi kl. 07.55. Þess í stað verður ekið kl. 08.05 frá Ráð- hústorgi leið 3 Oddeyri-Glerárhverfi. Skólamiðar falla úr gildi frá 1. júní. Forstöðumaður. AKUREYRARBÆR Frá strætisvögnum Akureyrar. Vitja má óskilamuna að Draupnisgötu 3 eða í bið- skýlið við Ráðhústorg alla virka daga. Uppl. í síma 24929. Forstöðumaður. AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir. Vegna lítillar notkunar á bifreið fyrir fatlaða fellur niður akstur á kvöldin og á laugardögum frá 1. júní nk. Verður því aðeins ekið virka daga frá kl. 07.30 til 18. Akstursbeiðni þarf að berast daginn áður en aka á. Pantanir i síma 24929 á tímabilinu 14-18. Strætisvagnar Akureyrar Gróðrarstöðin í Kjarna. Trjáplöntusala er hafin. Mikið úrval trjáa og runna. Opið frá kl. 8-18, laugardaga frá kl. 10-12. Upplýsingar í síma 24047 frá kl. 10-12. -------- —a--B--------------------------- Iðnskólinn á Akureyri áætlar þessar námsbrautir skólaárið 1982-1983: 1. Allar iðnnámsbrautir, 1.,2. og 3. áfanga fyrir samningsbundna iðnnema. 2. Grunndeildir verknáms í málmiðnaði, rafiðn- aði og tréiðnaði. 9 mánaða skóli telst síðan 1 ár af samningsbundnu námi iðnnema. 3. Framhaldsdeild verknáms í málmiðnaði. 9 mánaða skóli telst síðan 2 ár af samnings- bundnu námi iðnnema. 4. Rafsuðudeild fyrir samningsbundna rafsuðu- menn. 5. Fornám fyrir nemendur sem ekki hafa fullnægt lágmarkskröfum um einkunnir á grunnskóla- prófi. 6. Vélstjórabraut, 1. og 2. stig. 7. Tæknifræðibraut, undirbúnings- og raun- greinadeild sem aðfaranám að tæknifræði. 8. Tækniteiknarabraut, síðari hluti. 9. Meistaraskóli fyrir húsasmíði, múrsmíði og pípulagnir, 2. hluti. Haustönn stendur frá septemberbyrjun til 15. janúar. Vorönn stendurfrá 15. janúar til maíloka. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Nýjar umsóknir skal skrifa á eyðublað um náms- vist í framhaldsskóla og skila ásamt afriti af próf- skírteini. Eldri nemendur skólans, sem stunda ætla nám næsta skólaár, þurfa að sækja um skólavist. Umsóknum verður veitt móttaka á skrifstofu skól- ans alla virka daga til 4. jún í klukkan 14,00-17,00. Skólaslit á þessu vori verða föstudaginn 28. maí kl. 20,30. Skólastjóri. Félag verslunar- og skrifstofufölks: Afkoma allgóð Félag verslunar- og skrifstofu- fólks, Akureyri og nágrenni, hélt nýverið aðalfund. Endurkjörin var Jóna Stein- bergsdóttir, formaður, aðrir í stjórn: Gunnlaugur Guðmunds- son, Þórður Rist, Erla Hallsdóttir og Guðmundur Logi Lárusson. í varastjórn: Davíð Jóhannsson, Laufey Pálmadóttir, Sigurður Óli Sigurðsson. Afkoma félagsins er allgóð. Veittir voru styrkir til Náttúru- lækningafélags Akureyrar að upphæð kr. 100.000,00 og endur- hæfingarstöðvar Sjálfsbjargar kr. 10.000,00. Áður hafði félagið veitt kr. 20.000,00 styrk til starfs- mannafélags KEA eins og undan- farin ár. Nýlega hefur félagsfundur veitt stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. Menntaskólinn Akureyri I tilefni 100 ára afmælis skólans var gefin út bronsafsteypa af gamla skólahúsinu. Framleidd voru 200 númeruð eintök árituð af Leifi Kaldal. Enn eróráðstafað nokkrum myndum. Verð er hið sama og var eða kr. 800,00. Ef þér hafið áhuga á að eignast þennan fagra grip, þá hafið sam- band við Halldór Ólafsson, úr- smið á Akureyri, sími 23040, verslun og verkstæði í Hafnar- stræti. Myndaútgáfan, Kvisthaga 5, Reykjavík, sími 20252. bumarnjolbarðar í miklu úrvali verðið mjög hagstætt. Umfelgum og jafnvægisstillum. Gúmmíviðgerð Strandgötu 11 b, sími 21400. 8 - öAdtifi - 25ýmaí'i,982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.