Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 3
Þorvaldur Þorsteinsson
Mundurinn sagðl:
/
Þessa dagana eru fjölmiðlar um
allan heim stútfullir af fréttum af
Falklandseyjastríðinu svokall-
aða. Þar sem hér er á ferðinni
hernaðarbrölt sem er dæmigert
fyrir heimsku og tilgangsleysi
hverskonar vopnaviðskipta
langar mig að spjalla svolítið um
hlut okkar íslendinga í hinum
stríðandi heimi. Kemur hann
okkur við? Erum við svo einstök
þjóð meðal þjóða að stríð eða
styrjaldir fái ekki nærri okkur
komið? Verðum við ekki alla tíð
áhorfendur? Verður ekki nóg
fyrir okkur að segja: „Látið
okkur í friði. Við höfum ekkert
gertykkur . . .“ogþarmeðsvífi
allir kjarnaoddar og eiturský í
tígulegum boga fram hjá okkar
saklausa landi?
Það virðist sem mörgum finn-
ist þessi Falklandseyjaátök hið
ákjósanlegasta skemmti- og af-
þreyingaefni í þeirri frétta-
ládeyðu sem oft er á vorin.
A.m.k. virðast sumir fjölmiðlar
gangast upp í því hlutverki sínu
að vera í senn skemmtilegir og
fræðandi. í útvarpinu er sagt frá
því að nú sæki Bretar fram „með
tangarsókn“ og að í þessari árás
hafi verið reynd alveg splunku-
ný vopn og tæki sem reynist svo
og svo vel. í sjónvarpi fáum við
reglulega að sjá stórmerkilegar
fréttamyndir frá stríðsaðilum
þar sem skip, flugvélar, vopn og
fórnarlömbin sjálf, - hermenn-
irnir eru kynnt sem forvitnileg
tæki sem nái þessum bæki-
stöðvum á morgun, urðu að
höfra í gær en verði örugglega
búin að strádrepa ^llt hinn
daginn. Reynt er að hafa upplýs-
ingar sem líflegastar og umfram
allt spennandi; - Þessi sprengja
er sérstaklega hönnuð til að
eyða lífi en ekki mannvirkjum
og þykir sérlega hentug til
notkunar í smábæjum . . . þessi
flugvél getur borið svo og svo
mikið af sprengjum og flogið
þúsund km. leið án þess að
blikna,- o.s.frv. Allt er þetta
sett upp sem um saklausan tin-
dátaleik sé að ræða,- kjörinn til
að skemmta þeim sem heima
sitja.
Við hér uppi á íslandi erum að
sjálfsögðu í stúkusæti eins og
venjulega og njótum öryggis að
„vera í burtu,“ langt frá öllu
stríði og stórvandamálum. í ljósi
þess getum við látið okkur nægja
að hafa orð á því öðru hvoru að
„þetta sé nú alveg agalegt1' nú
eða að „það sé spennandi að vita
hvernig nýju XA15 vélunum
reiði af eða hvernig K16 sprengj-
urnar nýtist í votlendi ..." Við
getum sannarlega kært okkur
kollótt um það hvort einn eða
tíuþúsund liggi í valnum þegar
vitleysan tekur loks á enda.
Raunar hefur það sáralítið snert
okkur hingað til hvort eða hvar
stríð hefur geysað í heiminum,
ef síðari heimstyrjöldin er
undanskilin. Meðvitund okkar
um stríðshryllinginn er því
engin, við erum aðeins sljóir
áhorfendur sem trúum því að
ólánið elti aðeins hina . . . En
þegar að að því kemur að við
verðum hrifsuð með í hildarleik-
inn verður allt um seinan, því
hvað er ekki hægt að gera við
viljalausa þjóð? Það verður ekki
fyrr en of seint að við tökum af-
stöðu. Það verður ekki fyrr en
þessi stríðsleikur sem er svo
hressandi er að fylgjast með í
sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum,
fer að snerta okkar eigin þjóð,
okkar eigin fjölskyldur að við
tökum þá afstöðu sem hverjum
manni hlýtur að vera eiginleg:
gegn vígbúnaði, gegn stríði.
Nútímatækni hefur skapað
vopn sem eru í eðli sínu svo
hryllileg að furðu gegnir að
nokkrum manni skuli detta í hug
að framleiða þau, - hvað þá að
nota þau. En hvort tveggja hefur
verið gert. Nú eru til í heiminum
gereyðingavopn sem nægja til að
eyða lífi á jörðinni hátt í tuttugu
sinnum að því ég best veit: Að-
eins lítið brot af þeim vopnum
sem framleidd hafa verið hefur
enn verið notað, en það er full-
víst að við þurfum ekki lengi að
bíða eftir því að ríflegum
skammti þeirra verði beitt í
hernaði. Líkurnar hafa líklega
aldrei verið meiri en nú- hættan
aldrei meiri. Á örlagastundu
geta stríðandi aðilar í fjarlægum
löndum myrt milljónir manna á
örskammri stundu, á landsvæð-
um sem eru órafjarri heimalönd-
um stríðsaðila. I slíkum átökum
erum við íslendingar sannarlega
ekki undanskildir frekar en
hverjum og einum gereyðinga-
herra sýnist. Við erum svo sann-
arlega engar heilagar kýr þegar
slík vopn eru annars vegar.*
Eiturský og geislavirkar gufur
munu taka lítið tillit til þess
hversu merkilegar fornsögurnar
okkar hafi verið. Hinum stríð-
andi öflum er nokkuð sama
hvort við erum mikil bók-
menntaþjóð eða góðir fiskveiði-
menn þegar að því kemur að j
tekin verði ákvörðun um hvaða
svæði eru hemaðarlega mikil-
væg og hver ekki.
Þegar að því kemur að stríðs-
myndin í sjónvarpinu verður að
veruleika hér á landi, e.t.v. í
nokkra mánuði líklega þó að-
eins í nokkrar klukkustundir, þá
verður of seint að naga sig í
handakrikana. Þá verður of
seint að leggja friðarhugsjóninni
lið. Um daginn voru fulltrúar
allra framboðsflokka á fram-
boðsfundi á Hótel KEA. Þar
voru þeir m.a. beðnir að greina
frá áliti sínu á hinni nýstofnuðu
friðarhreyfingu hér í bæ vígbún-
aði í heiminum og fleiru í þeim
dúr. Fulltrúi ónefnds stjórn-
málaflokks svaraði því til að
þetta mál væri ekki bæjarmál og
að tekin yrði afstaða til þess þeg-
ar þar að kæmi. Það er einmitt
þetta sem herrar hins viðbjóðs-
lega vígbúnaðar vilja. Þetta er sá
hugsunarháttur sem starfsemi
þeirra nærist á. Þeirra þríréttaða
máltíð er þekkingaleysi, sinnu-
leysi og blinda þess almennings
sem vopnunum er ætlað að
granda. Við hljótum að leggja
friðarmálstaðnum lið, ekki að
eins með innantómum jáyrðum
heldur í verki. Við megum ekki
sýna komandi kynslóðum þá
lítilsvirðingu að láta vígbúnað
óáreyttan. Vígbúnaðurinn er á
ábyrgð allra því honum er beint
gegn öllum, þar með töldum ís-
lendingum, og merkilegt nokk
Akureyringum líka.
Vissir þú það?
”jlver
reiknadi
þadút?”
Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað
verðið á nýja Skodanum var hlægilega lágt.
Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í
ljós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og
afganginn á 6 mánuðum.
Þetta fannst Jóni
betra lagi.
v v
Skálafell sf.
Draupnisgata 4F Akureyri Sími 22255