Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 12
mm
Akureyri, föstudagur 4. júní 1982
Hvernig var árið 1962? Sá sem
þetta ritar man ekki eftir því
herrans ári af þeirri einföldu
ástæðu, að hann var ekki fædd-
ur þá. En Dagur man aö sjálf-
sögðu þá tíð, enda þá á besta
aldri, 44 ára.
Metafli eða hvað?
Spyr blaðið hljóðlega á forsíðu
fyrsta tölublaðs ársins. Um er
að ræða að Víðir II, sem allir
kannist við sem mikið aflaskip,
hafi á liðnu ári dregið hvorki
meira né minna en 9100 tonn af
flski úr sjó. „Áhöfn er 11
manns og aflinn því 825 tonn á
mann. Skipstjóri er hinn kunni
aflamaður Eggert Gíslason.“
Nefnt er að afli bátsins sé talið
íslandsmet, og af sumum jafn-
vel heimsmet, sé miðað við
stærð bátsins.
Elsta rjúpnaskytta
landsins.
Úr Reykjahverfí berast í sama
blaði tíðindi af því, að Reyk-
hverfíngar telji sig eiga elstu
rjúpnaskyttu landsins. „Hin
aldna rjúpnaskytta heitir Ámi
Sigurpálsson og á heima í
Skógum. Hann er að verða 84
ára. Árni er ekki stór maður,
en knár er hann og kvikur á
fæti, og fáir myndu trúa því,
sem sæju hann, að hann væri
svo gamall sem raun er á.“ Það
er nefnt til marks um léttleika
Árna, að hann hafí farið í fjár-
leit á liðnu hausti, fundið eina
kind og hlaupið hana uppi. Og
ekki er Árni viðvaningur með
byssu. Átta ára skaut hann sína
fyrstu rjúpu, en þá með aðstoð
föður síns. Og 12 ára gekk
hann til rjúpna, farinn að valda
byssu sæmilega. Fimmtán ára
vann hann á illvígum bitvargi,
sem margir höfðu gengið frá að
vinna, og fyrir vikið var Árni
kosinn refaskytta sveitar
sinnar. Frægðarskotið varð
honum eftirminnilegt, ekki síst
fyrir það, að byssan sló hann í
rot, þegar hann . hleypti af.
Refaskyttustarfínu gegndi
Árni í 52 ár, og þótti jafnan
sjálfkjörinn til starfans.
Ablúlla Súlliman
Þann 10. janúar greinir frá
Súdanbúa einum, Ablúlla
Súlliman, sem varð 170 ára að
aldri og talinn elstur manna í
heimi. Hann eignaðist 7 konur,
og lést sú síðasta þeirra fyrir
aldamót.
Snoppungar í skóla
Enn erum við stans þann 10.
janúar. í greinarkomi á inn-
síðu eru refsingar í skólum
teknar til umfjöllunar. „Nú
mega kennarar tæpast löðr-
unga nemendur sína, ekki
flengja þá eða klípa í eyrað.
Hætt er líka að slá þá á gómana
með reglustiku. Þegar kennara
verður á að grípa til einhverra
þessara gömlu aðferða, mynd-
ast ógnþmngin ský yfír höfði
hans af reiði almenningsálits-
ins, málarekstur rís og stund-
um eru dagar kennarans allir
sem barnafræðara.“ Sagt erfrá
máli er reis á Austfjörðum,
þegar kennara varð á að gefa
nemanda sínum svo vel útilát-
inn snoppung, að verksum-
merki sáust eftir. Mikið mál
varð úr þessu, málarekstur,
læknisvottorðskrafa, vitna-
leiðslur og fleira í þeim dúr.
Ekki var enn vitað um endalok
þess máls. Margt berí að at-
huga, þegar kennari nái ekki
árangri með „leyfílegum“ að-
ferðum. „Talið er, að þá sé
kennara ábótavant ef nota þarf
líkamlegar refsingar við börn á
bamaskólaaldri. Aðrir telja
börn vera til í flestum skólum,
sem nauðsyn geti verið að beita
hörðu. Hins vegar virðist
mörgum unglingum hinar
„áþreifanlegu“ refsingar tölu-
vert geðþekkar, samanber þau
atvik, þegar nemendur veita
kennurum sínum líkamlega
hirtingu.“ Loks er getið um at-
kvæðagreiðslu meðal foreldra í
skólahéraði einu í Englandi,
um hvort leggja ætti niður
reglustikuaðferðina við refs-
ingar. Foreidrar vildu halda
hinum gamla sið - töldu hann
vænlegan til áhrifa.
Krúnurakaðir
í Degi þann 31. janúar er þessi
frétt alla leið frá Líbanon: „í
Líbanon eru harðsvíraðir öku-
fantar krúnurakaðir í refs-
ingar- eða uppeldisskyni. Og
þessari aðferð er líka beitt við
fótgangandi vegfarendur, sem
ekki hlíta settum reglum. Kon-
ur eru undanskildar þessari
refsingu. Þessi aðferð þykir
gefa góða raun og gæti e.t.v.
leitt huga valdhafa að öðrum
refsingum fyrir umferðarbrot
en nú eru í tísku. Hins vegar
hafa menn brotið heilann um
hliðstæða refsingu kvenna, en
ekki orðið á eitt sáttir. Ja,
hvernig ætti að venja konurnar
af umferðarafglöpum, svo að
ekki hallist á?“ Væri þetta ekki
athugandi?
SMIÐJAN AUGLYSIR:
Viljum minna matargesti okkar á að panta
borð tímanlega fyrir helgar. Einnig má
reikna með að fullbókist fljótlega dagana
15r-17 júní.
Dalvík er
dogmikill bær'
- Rætt við Aðalstein Gottskálksson firystihússtjóra
Við lestur Dags undanfarin ár
er ekki ólíklegt, að menn hafi
rekið augun í fréttaklausur frá
Dalvík merktar A.G. og e.t.v.
velt fyrir sér fyrir hvað stafirn-
ir stæðu. Það skal því upplýst
hér, að fréttaritari Dags á
Dalvík heitir Aðalsteinn
Gottskálksson og er auk þess
frystihússtjóri á staðnum.
Blaðam. hringdi í hann fyrir
skömmu og spurðist nánar
fyrir um hagi hans.
- Ég er fæddur og uppalinn í
Reykjavík, Sunnlendingur í húð
og hár en flutti hingað tii Dalvík-
ur 1977. Ég vann áður hjá Sjáv-
arafurðadeild SÍS og var einmitt
hér fyrir norðan sumarið 1976 í
því starfi. Það sumar skein sólin
stanslaust hér á Norðurlandi og
veðrið var með stórkóstlegasta
móti. Ég var þess vegna ekkert
að hika við að flytja mig norður,
þar sem ég áleit að alltaf skini
sól, en síðan hefur varla komið
hér almennilegt sumar.
Annars kann ég mjög vel við
mig hérna á Dalvík. Hér hrærist
maður meira í mannlífinu og er í
betri tengslum við athafnalífið.
Maður skynjar árstíðirnar ein-
hvern veginn miklu betur hérna
en í Reykjavík. Þar er maður
einn af fjöldanum sitjandi í bíln-
um sínum eða einhæfu starfi. En
hér sér maður þegar grásleppu-
karlarnir fara að leggja netin á
vorin og þegar bændurnir smala
og slátra á haustin og tilbreyting-
in meiri. Dalvík er líka ágætlega
í sveit sett með það að héðan er
stutt til Akureyrar ef mann lang-
ar í meiri menningu, og sam-
göngur eru góðar. Ekki þar
fyrir, að hér sé dauft menningar-
líf. Hér er t.d. mjög gott leikfé-
lag en íþróttalífið mætti vera
blómlegra og stendur það von-
andi til bóta. Skíðaaðstaða er
hér mjög góð og mikið gert fyrir
skíðamenn, en aðrar íþrótta-
greinar s.s. boltaíþróttir hafa
setið á hakanum. Sjálfur er ég
starfandi í Ungmennafélaginu
og Kiwanisklúbbnum, en hef
þess utan lengi haft áhuga á að
starfa með í leikfélaginu og hef
m.a. tekið þátt í námskeiðum á
þess vegum, en hef ekki treyst
mér sökum tímaskorts. Það er
svo einkennilegt, að þegar
Aðalsteinn Gottskálksson
maður fer að búa svona úti á
landi, þá fer maður að gera
hluti, sem maður myndi aldrei
gera í Reykjavík, fara á tónleika
og listsýningar og ég held, að ég
fari oftar í leikhús í Reykjavík
eftir að ég flutti þaðan.
- Hvernig gengur frystihús-
reksturinn?
- Ja, þessa stundina gengur
hann ekki alveg nógu vel. Það er
vegna þess að nú erum við nær
eingöngu með svokallaðar
skraptegundir, þ.e. karfa og
grálúðu, þar eð ekkert veiðist af
þorski. Skrapfiskinn þarf allan
að frysta og er útgerð hans og
vinnsla því rekin með tapi. Ann-
ars fer venjulega 50% í frystingu
hjá okkur og hitt í salt og skreið,
þegar aflinn er venjulegur að
samsetningu og þá gengur rekst-
urinn vel.
- Hvernig getið þið rekið
frystihús með hagnaði á meðan
meirihluti frystihúsa í landinu
sýnir dúndrandi mínus?
- Það byggir á því að við
erum með alhliða vinnslu, bæði
frystingu, skreiðarverkun og
söltun og höfum verkað þorsk-
hausa. Við getum dreift aflanum
á þessa þætti með eins hag-
kvæmu móti og mögulegt er
hverju sinni. Þá eru gerðar hér
rekstraráætlanir sem miða að
sem mestri hagkvæmni. Daglega
er haldinn sameiginlegur fundur
með verkstjórum og vikulega
eru haldnir svokallaðir fram-
leiðslufundir, þar sem fulltrúi
starfsfólks getur lagt fram tillög-
ur um tilhögun vinnslunnar. Síð-
ast en ekki síst höfum við á að
skipa ágætu starfsfólki og góð-
um vinnukrafti.
- Og að lokum.
- Ég ætla bara að vona, að
tíðin, aflabrögðin og efnahags-
ástandið fari að batna. íslenskur
sjávarútvegur á ennþá marga
ónýtta möguleika og á enn eftir
að þróast og eflast. I dag er horft
á markaðinn annars vegar og
veiðarnar hins vegar og vinnslan
kemur einhvers staðar þar á
milli. Á meðan litið er á vinnsl-
una sem afleiðingu veiðanna, en
ekki á veiðarnar sem orsök
vinnslunnar, er ekki við miklu
að búast. Það þarf að vinna að
því að tengja veiðarnar, vinnsl-
una og markaðinn í samverk-
andi heild og miða veiðarnar við
þarfir vinnslunnar og markaðs-
ins, auk þess sem stefna þarf að
auknum verðmætum og gæðum
afurðanna.
Að lokum er kannski allt í lagi
að láta fljóta eina vísu um Dal-
vík í sparifötunum:
Dalvík er dugmikill bær
dvalarstaður góður.
Sjávarflötur speglast tær.
sumrin ilmar gróður.
Fjölbreytt úrval af
barnafatnaði
nýkomið.