Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 6
sérstaklega frjór fyrir rokk- hljómsveitir, að því er virðist. - Það hefur einhvern veginn ekki verið áhugi fyrir því að flytja frumsamda tónlist hér í bænum. Hér hafa verið hljóm- sveitir á þessum klassíska þorra- blótagrundvelli sem moka inn seðlum stuttan tíma á ári og spila dægurflugur eða þessar hljóm- sveitir sem hafa verið að spila í S j allanum, sem margar haf a ver- ið mjög efnilegar í byrjun. En það er bara svo erfitt að spila á böllum, því að með tímanum verða menn svo heilaþvegnir að ekkert kemst annað að en pen- ingar. Öldin er hins vegar önnur núna. Það spretta upp bönd hér og þar og sú tíð kemur, jafnvel strax á næsta ári, að hér verða starfandi a.m.k. fjögur bönd, sem spila eigið efni. Þar eru á ferðinni mjög efnilegir strákar og er óhætt að segja, að fyrir þá höfum við rutt brautina. Akur- eyri verður eftir stuttan tíma orðin gott tónlistarbæli. Þessum hljómsveitum er bara ekki veitt nóg aðhlynning. Húsin hérna eru alveg vonlaus og allt of fá. Það er helst að fá Skemmuna eða íþróttahöllina þegar hún kemst í gagnið. Nýja bíó er lok- að fyrir hljómsveitum, sviðið í Borgarbíó er allt of lítið og Sam- komuhúsið er aðeins hægt að fá á sumrin. Hér er sem sagt lítil sem engin aðstaða til hljóm- leikahalds og það er hlutur, sem við ætlum að reyna að bæta með einhverjum ráðum. Það er kosn- ingaloforð B ARA-Flokksins, Það er fjandi dýrt - Hvernig fjármagnið þið fyrir- tækið? (Hlátur og fliss) - Þetta er óttalegt basl. Þessa dagana getum við ekkert æft vegna tækjaskorts. Við höfum ekkert söngkerfi, höfum bjarg- ast við lánssöngkerfi í vetur. Við viljum nota tækifærið til að þakka þeim, sem hafa gert okk- ur mögulegt að æfa hingað til. Svona græjur eru svo ótrúlega dýrar. - Er þá tónlistin farin að gera svo miklar kröfur til tækjanna, að það sé farið að há tónlistinni? - Það má e.t.v. segja það, en þar ræður mestu þessi geðveikis- lega tollalagning á hljómtæki. - Hvað kostar að gefa út breiðskífu þessa dagana? - Það vitum við ekki. Það er fjandi dýrt. Alls kyns smotterí þarf að borga, miða á plöturnar og alls konar þannig smáatriði sem rífa verðið upp úr öllu valdi. Við þurfum sem betur fer ekki að hugsa allt of mikið um það. Við erum á samning hj á Steinum h/f um þrjár plötur á þrem árum og fáum borgað fyrir það, ef gróði verður á sölunni. Eftir að platan hefur borgað sig, fáum við svo 75% sölutekna á innan- iandsmarkaði og 50% á utan- landsmarkaði. - Breytast lögin í stúdíóinu? - Nei, lögin breytast ekkert og ekki heldur útsetningarnar. Það eina sem breytist eru smáat- riðin. Maður fínpússar músík- ina, getur bætt inn fleiri hljóð- færum o.þPh. En auðvitað er heilmikill munur á lögum, sem spiluð eru með hálfónýtum græj- um á hljómleikum eða í full- komnum tækjum í stúdíóinu. Suður? - Hvað starfið þið utan þess að spila? - Atvinnulausir, - í skóla, - í vinnu. - Hvað gerið þið í framtíð- inni? Flytjið þið suður? - Við verðum líklega með annan fótinn í Reykjavík og hinn á Akureyri. Við eigum lög- heimili hér og hér verðum við í nánustu framtíð. - En annað hvort verða allir að flytja eða enginn. - Það er ekkert mál. Við lát- um það ekki verða neitt mál. Ef einhver fílar ekki að flytja, þá bara förum við ekki neitt og eng- inn mórall. En við ætlum að halda áfram í músíkinni og verð- um að prófa fyrir okkur. Vanda- málið er ekki að geta ekki starf- að sem ein heild. Við erum sam- heldinn hópur, höfum starfað og munum starfa saman sem ein sál. Við þolum hvern annan mjög vel. (Æ, góði haltu kjafti, þú ert leið- inlegur.) Enginn foringi - Hvernig verða lög til? - Það er mjög misjafnt. Stundum verða þau til á einni æfingu. Stundum kemureinhver okkar með lag í hausnum, búinn að vinna allar grunnhugmyndir. Þá gengur útsetningin og æfingin mjög fljótt fyrir sig. Og stundum kemur einhver með einhverja óljósa hugmynd í kollinum sem við hjálpumst allir að við að vinna úr. - Er enginn foringi í hópnum? - Nei, sumir semja meira en aðrir og einn kannski mest. Einn semur alla texta, en það er eng- inn foringi. - Æfið þið mikið? - Já, við æfum mjög mikið, meira en allar aðrar hljómsveitir sem við höfum spurnir af. Æf- ingar eru yfirleitt ca. 4 sinnum í viku, langar æfingar, oft 3-4 tímar og jafnvel lengur um helgar. - Hugsa rokkarar öðru vísi en annað fólk? - Við höfum ekki prófað að hugsa fyrir annað fólk. Við erum náttúrulega alltaf með hugann við tónlist. Það fer líka mikill tími í að hlusta á tónlist. - Hafið þið farið í tónlistar- skóla? - Einhverjir okkar hafa ein- hvern tíma dúllað eitthvað í tónlistarskóla. Einn fór í þrjá tíma í gítarkennslu, annar í aðra þrjá í blokkflautuleik, hann spil- ar á trommur núna, einn lærði tvo vetur á píanó. En við höfum flestir verið lengi í músík án þess að hafa lært í skóla. - Samrýmist það ekki að læra í tónlistarskóla og spila rokk? - Það er eins og það passi ekki í tónlistarskólanum hérna. Þegar gítaristinn fór í þessa þrjá tíma þarna um árið, fór kennar- inn fram á að hann hætti að spila í hljómsveit á meðan. Hann hætti auðvitað í skólanum. Þetta er náttúrulega misjafnt. Strák- arnir í Messoforte eru t.d. allir tónlistarskólagengnir. Sumir okkar eru að huga á nám í tónlist. Frjáls samtök áhugamanna um list - Hlustið þið á aðra tónlist en rokk? - Já, við pælum í jass og kiassík svo framarlega sem hún er ekki í útvarpinu. Þeir eru snillingar í að velja lélega tónlist þar. - Fáist þið við einhverjar list- greinar aðrar en tónlist? - Við erum mjög áhugasamir um aðrar listgreinar og störfum mikið við þær, en aðeins við að miðla þeim, ekki sköpun - ekki opinberlega. Við erum_ allir starfandi í Rauða húsinu, sem eru frjáls samtök áhugamanna um list á Akureyri. Platan Rokkbransinn á Akureyri hefur löngum verið fátækleg- ur og frumsamin dægurtónlist af skornum skammti. Ey- dalsbræður hefur mönnum fyrst dottið í hug þegar talað er um hljómsveit á Akureyri og ekki að ástæðulausu þar eð hljómsveitir þeirra bræðra eru líklega þær einu hér í bæ sem náð hafa vinsældum á landsmælikvarða um langt skeið. Þó gerðist það fyrir einu og hálfu ári að nokkrir ungir menn í bænum stofnuðu hljómsveit, æfðu saman um stund, fóru suður, spiluðu á konsert og slógu í gegn. Og nú dettur mönnum BARA- Flokkurinn fyrst í hug þegar minnst er á hljómsveitabrans- ann á Akureyri - Þetta byrjaði eiginlega allt í partýi. Ein stofan var full af hljóðfærum og við byrjuð- um að djamma saman. Bræð- urnir voru þá í hljómsveit sem hét Grjótnemar en við hinir í BARA-Flokknum gamla. BARA-Flokkurinn er sko búinn að starfa saman í fimm ár, en aðeins í eitt og hálft ár í þeirri mynd sem hann er í nú. En við sem sagt rugluðum saman reytum okkar þarna í partýinu og við höfum síðan haldið hópinn og æft saman. - Svo gáfuð þið út plötu? - Jásvogáfum viðútplötu. (Þögn). Spilum bara rokk Þetta samtal fer fram í herbúö- um fimmmenninganna niður við Torfunefsbryggjuna gömlu sem smátt og smátt er nú að breytast í breiðgötu. - Það er algjör óþarfi að hver svari fyrir sig, - B AR A-Flokkur- inn er ein heild og við erum sam- mála um allt sem máli skiptir. - Nei, blessaður láttu mynda- vélina eiga sig. - Hvað heldurðu að þurfi að skrifa hvað við heit- um, ef fólk hefur áhuga á því sem við erum að gera, kemst það að því. - Af hverju heitir BARA- Flokkurinn BARA-Flokkurinn? - Bara. (Þögn). einu sinni spila montrokk af því okkur þótti það fyndið. Það átti nú eiginlega að vera djók á allar þessar skilgreiningar. Við spil- um bara rokk. - Af hverju syngið þið ekki á íslensku? - Því má svara á mjög ein- vegna og það má eiginlega segja að þetta sé okkar lifibrauð, maður er orðinn svo hrikalega háður þessu. Það er alveg pott- þétt að þessi grúppa splittast Jafnvel Bítlarnir - Er tónlist ykkar sprottin úr - Hverskonar tónlist spilið þið? - Við spilum bara rokk. Við viljum ekki skilgreina það neitt nánar. Þessi flokkun á rokktón- iist niður í stefnur er farin að ganga út í öfgar. Við erum búnir að fá nóg af skilgreiningunum. Það er einhver nýyrðanefnd poppskríbenta sem tekur sig til og vill flokka alla rokktónlist niður í heavy rokk, heavy metal rokk, bárujárnsrokk, nýróman- tík, tölvupopp og ég veit ekki hvað og hvað. Við sögðumst faldan hátt. Við einfaldlega fíl- um hitt betur. Enskan finnst okkur passa betur við tónlistina okkar og skemmtilegra að vinna hana þannig. Þetta er bara spurning um smekk. Okkur finnst þetta og eftir því förum við. Okkur kemur bara svo veí saman - Hverju eruð þið að koma á framfæri? - Músíkin okkar segir nátt- úrulega heilmikið, öll tónlist hefur boðskap. Fyrst og fremst erum við að spila ánægjunnar ekki hér eftir fyrr en „in the end of the world“. Við erum komnir yfir bílskúrsstigið, orðin alvar- leg, starfandi hljómsveit og það er staðreynd að á meðan hljóm- sveitir eru á bílskúrsstiginu er lang mest hætta á að þær splundrist. - En það er nú samt raunin með hljómsveitir á íslandi að þær tolla ekki saman nema í mesta lagi nokkur ár. Eruð þið einhver undantekning frá þeirri reglu? - Já, við störfum svo mikið saman, ekki bara í tónlistinni, heldur líka á öðrum sviðum og erum svo miklir félagar að öðru leyti. Kannski höfum við það fram yfir aðrar hljómsveitir. Okkur kemur bara svo vel saman. því umhverfi sem þið hrærist i eða á hún rætur að rekja til þeirrar tónlistar sem þið hlustið á? - Líklega hvorutveggja. Hún hlýtur náttúrulega að spretta úr þeim jarðvegi sem við erum vaxnir úr auk þess sem hún mót- ast af þeim karakter sem býr í okkur. En við erum undir sterk- um áhrifum frá ótal hljómsveit- um. - Hverjum? - Mörgum, t.d. David Bow- ie, Cure, Japan AC/DC, Joy Di- vision, Peter Gabriel, Ultravox, Bill Nelson, Gary Numan, Duran Duran, Rolling Stones, Jim Croce, jafnvel Bítlunum o.fl. o.fl. Og tónlistin er menguð af öllu þessu. En við reynum ekki að stæla neinn. Öldin er önnur - En nú hefur þessi jarðvegur hér á Akureyri ekki verið neitt - Og nú eruð þið að gefa út plötu. - Ja, Steinar h/f eru að gefa út plötu með okkur. (Þögn) - Og svo eruð þið að bæta æf- ingaraðstöðu ykkar. - Já, við gengum til liðs við Rauða húsið, eða öllu heldur að- standendur þess fyrir skemmstu þannig að nú er BARA-Flokk- urinn og Rauða húsið orðin eitt. Við erum þessa dagana að vinna að því að koma okkur upp æf- ingaraðstöðu í Rauða húsinu. Pólitík - Hvar standið þið í pólitík? - Við erum allir flokks- bundnir í BARA-Flokknum. Náttúrulega erum við allir með pólitískar skoðanir en við erum ekki eins miklir galgopar og margir sem álíta pólitík byggja á því að rausa sem mest. Við erum fremur ópólitískir en við höfum okkar ákveðnu lífsskoðanir sem við reynum að koma á framfæri. - Er það ekki ábyrgðarhlutur að framleiða tónlist sem hefur eitthvað að segja fólki og fólk hlustar á? - Ja, Ignis þvottavélar eru af- skaplega vinsælar um þessar mundir og fyrirtækið sem fram- leiðir þær hlýtur að bera heil- mikla ábyrgð. - Er það markmið hjá ykkur að ná vinsældum? - Nei, það hefur ekki verið markmið hjá okkur að ná vin- sældum, heldur að koma því á framfæri, sem við erum að gera og leyfa öðrum að njóta þess sama og við. En þetta er eins og með aðra vöru, ef við sendum frá okkur plötu sem fólk vill ekki kaupa, þá erum við ekkert að gefa út fleiri plötur. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til. - Hefur tónlist ykkar breyst frá því fyrri platan kom út? - Persónulega finnst okkur það. Þessa mynd og myndina af Bara-Flokknum á forsíðu tók Ómar Örn Ágústsson. 6- DAGUR-4. júní 1982 4. júní 1982- DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.