Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 04.06.1982, Blaðsíða 5
Guðmundur Heiðar Frímannsson veldi í alpagreinum og átti sterk- asta hóp skíðamanna í landinu í næstum áratug. Þeir, sem urðu þekktastir úr honum voru Hauk- ur Jóhannsson og Árni Óðins- son. En það kom fleira til á þessum árum en kraftmiklir einstakling- ar og hæfileikamiklir. Hér var reist fyrsta stólalyfta í landinu og önnur aðstaða batnaði. Um leið og það gerðist sköpuðust mögu- leikar til að gera skíðaiðkun að almenningsgrein. Sú þróun, sem átti sér stað á fyrri hluta síðasta áratugar, í þá átt, að almenning- ur nýtti sér tækifærin til útivistar og hæfilega holls lífernis, hefur verið sérstaklega ánægjuleg. Það sama hefur verið að gerast í Reykjavík nú hin allra síðustu ár. Þeir menn, sem höfðu forystu um þessa bættu aðstöðu, voru hinir sömu og fóru fremstir í flokki þeirra, sem þreyttu keppni. Atorkumennirnir í hópi skíðamannanna komu á legg starfsemi, sem síðan laðar til sín almenning. Nú er svo komið málum í Hlíðarfjalli um vetur, að þær lyftur, sem þar eru, anna ekki þeim mannfjölda, sem fer á skíði. Á góðviðrisdögum getur það kostað rúmlega hálftíma bið að komast í stólalyftuna. Þetta hefur í för með sér, að það dreg- ur úr aðsókn. Það er því orðið brýnt að auka afköst lyftanna og nýta betur þá möguleika, sem svæðið í Hlíðarfjalli gefur. Um þetta þarf að taka ákvörðun hið bráðasta. Það varð gæfa Skíða- staða að verða ekki að pólitísku bitbeini í nýliðinni kosninga- baráttu. Það ættu því allir nýkjörnir bæjarfulltrúar að skilja þörfina á uppbyggingu í Hlíðarfjalli. Ef eitthvað eitt gæti glætt slíkan skilning, er það bók Haraldar Sigurðssonar, Skíða- kappar fyrr og nú. Það þykir eflaust illa til fallið að rifja upp áhugamál frá í vetur nú í 7. viku sumars. Það er ekki gert, vegna þess að ég eigi von á, að sumarið verði snjóþungt. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma getur brugðið til beggja vona með það. En ástæðan til þess, að mig lengaði að fara fá- einum orðum um veturinn og hluti, sem hæfa honum, er sú, að í vetur kom út bók hér hjá Skjaldborg, sem er sérstæð. Það er bókin Skíðakappar fyrr og nú. Haraldur Sigurðsson safnaði og skráði. Þótt nokkuð sé um liðið, síðan bókin kom út þá er ástæða til að vekja á henni athygli. Hún stendur enn fyrir sínu, þótt jólin séu löngu liðin og vetrarsnjórinn að hverfa. Og menn gætu varið frítíma sínum verr en við að lesa þessa bók. Bókin skiptist í þrjá hluta. í þeim fyrsta er fjallað um skíða- íþróttir erlendis og hvaða hug- myndir menn gera sér um til- komu þeirra. Annar kaflinn seg- ir frá upphafi og viðgangi skíða- íþrótta ■ á íslandi. Þessa kafla hefur Haraldur Sigurðsson að mestu samið sjálfur. í annan kaflann leggja einnig til efni Ein- ar B. Pálsson um fyrstu skíða- iðkanir í skólum og um það, þegar hann sá mann fara á tunnustöfum í Ártúnsbrekk- unni, og Hreggviður Jónsson greinir frá hlutverki og áformum Skíðasambands Ísíands. í þriðja og síðasta hluta þessarar bókar eru stuttir þættir um íslands- meistara á skíðum, flestir eftir þá sjálfa. Auk þessa eru í bók- inni töflur yfir Islandsmeistara í alpagreinum og norrænum greinum frá upphafi til ársins 1981, töflur yfir heimsmeistara og olympíumeistara og þá, sem hafa sigrað heimsbikarkeppnina Í Hlíðarfjalli. Innfellda myndin er af Haraldi Sigurðssyni. ast í þessari bók, er að sj á, h vaða áhrif iðkun íþróttarinnar hefur haft á líf þessara einstaklinga. Eitt dæmi slíks er áhrif fordæmis á allt þetta fólk á þeim aldri, sem það er næmast fyrir áhrifum frá öðrum en sá aldur er einmitt, þegar menn leggja mest kapp á íþróttina. Mér sýnist á fjölmörg- um, að þeir hafi haft fordæmi, kosti, taki algerum stakka- skiptum, þá er merkilegt, hve margir af skíðamönnum héðan frá Akureyri, sem kepptu á ára- bilinu frá 1965 og fram undir 1980, nefna áhrif frá Magnúsi Guðmundssyni. Og ég hygg, að þar sé engum ofsögum sagt af framlangi hans til þess viðgangs skíðaíþrótta í þessum bæ, sem bóndi, ætlaðist til þess, að menn legðu sig fram, legðu hart að sér. Honum tókst að fá nokkurn hóp til að líta á þetta nánast sem sjálfsagðan hlut, og það hvarfl- aði ekki að neinum að malda í móinn. Hver og einn reyndi að bæta sig eins og honum var frek- ast unnt. Ávöxtur þessa starfs varð, að Akureyri gerðist stór- frá því hún hófst. Myndir eru margar í bókinni, margar fróð- legar og stórskemmtilegar. Eins og sj á má af þessu yf irliti, þá er saman komin í þessari bók mikill fróðleikur. Málið á bók- inni er yfirleitt gott en misjafnt þó. Það, sem mér finnst fróðleg- sem hafi verið þeim holl og heilladrjúg. Ef lesendur skoða þetta atriði, kemur líka í ljós sú hefð, sem skapast í íþróttinni. Þótt margir hlutir breytist, að- staða til að fara á skíði verði öll önnur og betri en áður var og út- búnaður, svigmanna að minnsta átti sér stað á þessu árabili. Hann bjó lengst af í Sun Valley í Bandaríkjunum og gerir enn. En dvaldi hér á landi suma vetur og lá þá ekki á liði sínu. Við, sem vorum ungir skíðamenn á þess- um árum, nutum þess ríkulega. Hann var kröfuharður hús- Snjór á miðju sumii Valdlmar Brynjólfsson heilbrigðisfulltmi: Hundurinn má ekkí skipa hærri sess í fjöLskyldimni en mannfólkid Við almenna atkvæðagreiðslu um hvort leyfa skyldi hundahald í Kópavogi og Hafnarfirði, kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda var andvígur hunda- haldi. Nú þegar eru farnar að heyr- ast raddir um að rétt væri að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu á Ak- ureyri (t.d. í S&S í Degi 27/5). Undirritaður er sannfærður um að hér á Akureyri er meiri vilji fyrir hundahaldi en í áður- nefndum bæjum, en viss and- staða er fyrir hendi gagnvart hundahaldi. Þessi andstaða skapast eingöngu vegna þess að sumir hundaeigendur virða ekki settar reglur og eru tillitslausir gagnvart öðrum. Flestir hundaeigendur kapp- kosta að hundar þeirra valdi ekki ónæði og sýna með því að hundahald getur átt fullan rétt á sér í þéttbýli, En því miður eru alltaf ein- hverjir sem eyðileggja fyrir heildinni með því að láta hunda sína ganga lausa, með því að leyfa þeim að gera þarfir sínar hvar sem er (án þess að þrífa upp óþverrann) og líða þeim að vera með spangól í tíma og ótíma. Lágmarkskrafa til þeirra sem ætla sér að hafa hund er að þeir viti grunnatriðin í hundaupp- eldi. Hundurinn má ekki skipa hærri sess í fjölskyldunni en mannfólkið, hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Hundinum er það eðlislægt að berjast til valda í hundahóp og sama gerir hann í fjölskyldunni fái hann að ráða. En hundinum ber að vera lægst settur og allt hans uppeldi á að byggjast á því. Ef hundinum er gert þetta ljóst í uppeldinu þá sættir hann sig mjög vel við það, verður góður félagi og hlýðir boðum mannsins. Það er því ekki við hundana að sakast, þótt hundur nágrannans geri þarfir sínar í garðinn þinn, heldur hefur ná- granninn brugðist, hann er til- litslaus og hefur ekki vit fyrir hundinum. Grundvöllurinn fyrir hunda- haldi í bæjum er að hundaeig- endur virði settar reglur, sýni öðrum bæjarbúum tillitssemi og umfram allt, að þeir sýni að þeir hafi meira vit en hundurinn. Bresti þessi grundvöllur, má búast við því að raddir um at- kvæðagreiðslu varðandi hunda- haldið verði háværari og ekki myndi ég vilja veðja á, að meiri- hluti kjósenda á Akureyri sé meðmæltur hundahaldi. Því skora ég á hundaeigendur að sýna að þeir séu trausts verðir og bið þá að sýna öðrum tillitssemi. Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi. íslenskur hundur. 4; 'júní <1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.