Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 3
DAGDVELJA Bragi V. Bergmann Eldspýtnaþraut Hvaða sex eldspýtur ættir þú að fjarlægja, án þess að breyta stöðu hinna, þannig að eftir standi þrír rétthyrningar? Lausn bls. 10 Vefðimaimasögur Veiöimaðurinn við lögregluþjóninn: - Ég hélt að þetta væri elgur. - Og hvenær uppgvötvaðir þú að þetta var ekki elgur? - Þegar hann skaut til baka. ☆ ☆☆ - Nei Halli gamli, sæll og blessaður. Hvernig gengur sportfiskeríið? - Ég hætti við fiskveiðarnar og snéri mér að golfinu - Nú hvers vegna? - Ég uppgvötvaði að golflygarar þurfa aldrei að sýna neitt þegar þeir koma heim... ☆ ☆☆ - Hefur skjólstæðingur þinn orð fyrir að vera sannsögull, spurði dómarinn. - Já herra dómari, sagði lögfræðing- urinn. - Hann er einn af fáum fiski- mönnum sem getur komið heim úr veiðiferð og sagt að hann hafi ekkert veitt og engan stóran misst... ☆ ☆☆ - Nei, halló Nonni, ertu að veiða? - Nei nei. Bara drekkja ormum ... ☆ ☆☆ Kona sportveiðimannsins var að tala við vinkonu sína í fyrradag: - Ég gerði vist allt vitlaust í gær. Ég talaði of hátt, setti vitlausa beitu á öng- ulinn, dró færið of hratt inn - og veiddi fleiri laxa en hann. ☆ ☆☆ - .. ,og þeir voru meira að segja svo gráðugir að ég varð að fela mig bak við stóran stein á meðan ég beit á öngul- inn...! ☆ ☆☆ Fiskimaðurinn: Ég laug aldrei, þegar ég var strákur. Sonur hans: - Hvenær byrjaðir þú þá að Ijúga...? ☆ ☆☆ Veiðimaðurinn mikli var að segja frá afrekum sínum: - Ég hafði misst byssuna mína og nú kom heljarstórt Ijón vaðandi. Þá mundi ég að ég hafði einhver tíma heyrt að hægt væri að stöðva villidýr með því að horfa nógu hvast í augun á þeim. Og ég gerði það. Ég sat og starði á Ijónið. Og það starði á mig. Og stóð. - Er þetta mögulegt? Hvernig á að skýra þetta? spurði einn áheyrandinn. - Égveitengaskýringuáþví.nemaer vera skyldi þá, að ég kúrði uppi í tré, sjö metrum yfirjörðu ... ☆ ☆☆ - .. .Og þegar ég sá þetta svaka Ijón, þá kastaði ég mér á það, alls óhræddur og skar af því skottið. - Skottið? Hvers vegna ekki höfuðið? - Það var einhver annar búinn að því. ☆ ☆☆ Þeir voru á veiðum, en höfðu ekki feng- ið neina bráð. Þeir þrömmuðu heim með byssurnar um öxl og þá sagöi annar: - í rauninni gerir ekkert til að við veið- um ekkert, því eiginlega finnst mér að- eins sósan góð, en lítið varið í kjötið... ☆ ☆☆ Fiskimaður hafði sent konuna slna á fæðingardeildina. Þegar stundin nálg- aðist, fór hann þangað og var á vappi á ganginum. Loks kom hjúkrunarkonan fram og segir að hann hafi eignast son. - En það er ekki allt búið enn, bætti' hún við. Eftir nokkra stund, kemur hún aftur og segir: - Þér hafið líka eignast dóttur, enþað er ekki allt búið enn. Stuttu síðar kemur hún enn einu sinni fram og segir fiskimanninum að hann hafi eignast annan son í viðbót. Þá æðir þrlburafaðirinn inn á sjúkra- stofuna og kallar: - Tja, mikið fjandi Guðríður mín! Þú hefur bara lent í torfu ...! Myndaþraut Skiptu þessari mynd í tvennt, þannig aö annar hehningurinn sé nákvæm eftirmynd hins. Lausn bis 10 Ertþú á réttri línu? 2. júlí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.