Dagur - 02.07.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÖRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Að sveitar-
stjórnarkosningum
loknum
Nú þegar sveitarstjórnarkosningar, hinar
síðari, eru afstaðnar, er einkum tvennt, sem
vekur athygli. Hið fyrra er hið lýðræðislega
form, sem kosningarnar byggjast á og þau
nánu tengsl, sem verða á milli stjórnmála-
manna og íbúanna í þessum fámennu stjórn-
areiningum, sem flestir hrepparnir eru. Það
síðara, sem vekur athygli, er sú augljósa stað-
reynd, að þessir fámennu hreppar eru ger-
samlega getulausir til allra átaka, ef um fjár-
hagsábyrgð vegna framkvæmda er að ræða. í
okkar samkeppnisþjóðfélagi, þar sem blandað
er saman einstaklings- og félagsframtaki
heimamanna annars vegar og ríkisvaldi hins
vegar, er ljóst, að réttur þessara smáu eininga
verður og er fyrir borð borinn.
Raunverulegt sjálfstæði þessara htlu sveit-
arfélaga er sáralítið og þau eiga mestallt undir
miðstjórnarvald ríkisins að sækja. Má í þessu
sambandi benda á, að ýmiss konar löggjöf er
byggð á kröfu íbúa stærstu og fjölmennustu
þéttbýlisstaðanna um þátttöku ríkissjóðs í
ýmsum félagslegum athöfnum, sem þar hafa
þróast, en koma dreifbýli naumast til góða,
eins og málum er háttað. Þá standa þessir litlu
hreppar illa að vígi í samkeppni um fjármagn
frá ríkissjóði til framkvæmda, þegar það er háð
mótframlagi heimamanna.
Það hlýtur því að vera brýnt að finna nýtt
form á skipan hreppanna, ef jafnræði á að vera
milli þegna landsins. Þegar litið er til lengri
tíma, er þetta ekki eingöngu hagsmunamál
strjálbýlisins heldur einnig þéttbýlisins.
Hvað Eyjafjarðarsvæðið áhrærir, er augljóst,
að hagsmunir strjálbýlis og þéttbýlis eru svo
nátengdir á sviði atvinnu-, heilbrigðis- og
menningarmála, að eigi verður að skilið. Þetta
er sveitarstjórnarmönnum á svæðinu eflaust
ljóst. Komið hefur verið á fót víðtæku samstarfi
um gerð skipulags- og landnýtingaráætlunar,
stofnað hefur verið Iðnþróunarfélag Eyjafjarð-
arbyggða og lög um heilbrigðiseftirlit taka
gildi á þessu sumri, en þar er um samstarf
nokkurra sveitarfélaga að ræða. Þessum mál-
um og fleiri verður að koma í fastar skorður, ef
eðlileg þróun á að eiga sér stað. Það er verk-
efni nýkjörinna sveitarstjórnarmanna að þróa
og efla þetta samstarf.
Eyfirðingar geta í þessu efni stuðst við þá
reynslu, sem þeir hafa öðlast í víðtæku félags-
starfi um margra áratuga skeið, félagsstarfi,
sem hefur orðið eyfirsku atvinnulífi og menn-
ingu til ómetanlegs gagns.
Áskell Þórisson.
4 - DAGUR -2. júíí' 1982
Saniið við þorsk
Eins og kunnugt er, standa nú
yfir samningaviðræður um það,
hvort eigi að semja. Snýst málið
um það, hvorir eigi fremur að
lepja dauðann úr skel, launþeg-
ar eða atvinnurekendur. Ein-
hvern tímann hefðu svona mál
þótt lítilvæg og varla talist samn-
ingsefni á tímum Egils heitins
Skallagrímssonar. En þá voru
aðrir tímar. Og enginn þorskur,
sem neitaði að láta veiða sig.
Til þess að freista þess að
bregða vísindalegu Ijósi á þessar
viðræður, brá HÁKUR sér á
vettvang og tók tali helstu for-
ystumenn samningsaðila, þá
Glásmund, forsvarsmann erfið-
isvinnumanna, kommúnista og
slæpingja, og Þjarkstein, sem er
fulltrúi hóglífismanna, kaupníð-
inga og stórbokka. Fyrst var
Þjarksteinn spurður um útlitið í
samningamálum:
„Ja, það hefur nú gerst, eftir
17 vikna linnulaust samninga-
þóf, að erfiðismenn, kommún-
istar og slæpingjar hafa fyrir-
varalaust slitið viðræðum, sem
þó voru komnar á lokastig. Við
hjá Stórbokkasambandinu
höfðum gert þeim tilboð, sem
fól í sér 13,77% launahækkun á
þriggja ára tímabili, ef miðað er
við meðaltalskaupgjaldsvísitölu
síðustu átján mánaða, með þeim
fyrirvörum, að ef samdráttur í
vergri þjóðarframleiðslu verður
meiri en 9,64% á framleiðslu-
einingu og þjóðartekjur minnka
í sama hlutfalli miðað við út-
flutningstekjur unninna sjávar-
afurða samkvæmt staðli útflutn-
ingsmiðstöðvar sjávarútvegsins
á undangengnu þriggja ára tíma-
bili, sjcerðist þessi hækkun sem
nernur 12% af áðurnefndri
hækkun, að viðbættum frá-
drætti, sem næmi 3 aurum á
hverja tunnu af grásleppuhrogn-
um, sem ekki næst upp úr sjó
miðað við meðaltalsafla áranna
1932—40. Þessi afstaða er okkur
algerlega óskiljanleg, og raunar
þýðir hún það, að þeir hjá Slæp-
ingjasambandinu afsala sér
þessum möguleika til þess að
bæta kjör umbjóðenda sinna, ef
litið er til meðaltalskaupmáttar
síðustu 18 árin."
HÁKUR: Glásteinn, hvað
vilt þú segja um þetta, er þetta
rétt með 13,77 prósentin?
Glásteinn: „Mér er algerlega
óskiljanlegt, hvernig viðmæl-
andi minn getur komist að þess-
ari niðurstöðu. Hann lætur al-
gerlega hjá líða að minnast á
saltfiskinn. Þeir hafa boðið, að
ef 12,14% lækkun verður á salt-
fiskkaupum Portúgala, muni
það hafa bein áhrif á laun erfið-
ismanna, þannig að verðbætur
munu skerðast um 2,53% á
þriggja mánaða tímabili, miðað
við þann kaupmátt, sem við
höfðum eftir síðustu samninga,
þegar tekið hefur verið tillit til
mismunar hinna ýmsu launa-
flokka og þess samdráttar í ráð-
stöfunartekjum heimilanna,
sem varð í kjölfar verðlækkunar
blokkarinnar á Bandaríkja-
markaði og þeirrar óheillaþró-
unar, sem verið hefur í matvæla-
iðnaði, sem nemur allt að
79,51% launaskerðingu, og er
þá ekki tekið tillit til aðgerða
ríkisvaldsins, sem hafa þýtt
18,38% kjaraskerðingu miðað
við meðaltal síðustu 14 mánuða.
Þegar þetta allt er skoðað, þýðir
tilboð kaupníðinga a.m.k.
8,65% kaupmáttarrýrnun að
meðaltali, miðað við þá samn-
ina, sem gerðir voru árið 1974,
að viðbættri þeirri kaupmáttar-
aukningu, sem varð fyrir 16
árum. Er þá reiknað með þeirri
þróun í gengismálum, sem verið
hefur síðustu mánuði og sýnir
svo að ekki verður um villst, að
kaupníðingar hafa svigrúm til
þess að hækka laun, a.m.k. um
jafnháa upphæð og þeir vilja
lækka þau, ef tekið er mið af
meðaltals sjávarafla og þeirri
verðþróun, sem verið hefur að
jafnaði síði;st*12V2 mánuð.“
HÁKUR: Þetta eru þungar
ásakanir, Þjarksteinn. Viltu
svara þeim í stuttu máli?
Þjarkstemn: „Það er ljóst
mál, að þessir menn vilja ekki
semja. Við höfum boðið upp á
raunhæfa kjarabót, raunar langt
fram yfir það, sem fjárhagur
fyrirtækjanna leyfir. Svo halda
þessir menn því fram, að það
komi þeim ekkert við, hversu
margir þorskar muni veiðast hér
á næstu mánuðum. Við höfum
að vísu gert að skilyrði okkar, að
til þess að þessir samningar verði
gildir, vprði að veiðast a.m.k. 2
þorskar á dag að meðaltali fyrir
Norðurlandi, en þessir menn
skella bara skolleyrum við þessu
boði. Þeir hafa á allan hátt sýnt
hin mestu óheilindi í þessu máli,
t.d. hafði Glásmundur greini-
lega rangt við í skákinni, sem við
tefldum í morgun og fékk sér
fleiri bollur í kaffinu, en samið
hafði verið um.“
Glásmundur: „Ég vísa þess-
um fullyrðingum algerlega á bug
sem fjarstæðukenndum og al-
gerlega órökstuddum. í fyrsta
lagi snerti ég aldrei manninn og í
öðru lagi var skákin hvort sem er
töppuð fyrir þig. Það er hins veg-
ar daglegt brauð, að þú takir upp
leik, enda þolirðu ekki að tapa.
Mér telst svo til, að í u.þ.b. 14%
allra skáka, sem við höfum teflt,
miðað við meðalskákafjölda
síðustu 3 árin, hafir þú haft
meira eða minna rangt við. Og
svo svaraðirðu þessu ekki með
saltfiskinn.“
Þjarksteinn: „Þessar yfirlýs-
ingar koma úr hörðustu átt. Eða
var hann Flagðmundur Jaki ekki
sífellt að hvísla að þér leikjum?
Svona málflutningur er furðu-
legur. Og hver var það, sem reif
af mér gleraugun og hótaði að
brjóta þau, ef ákvæðið um
12,55% hækkunina, sem þið
vilduð fá, ef Nígeríumenn
keyptu skreiðina, yrði ekki tekið
með í samningana? Og það mið-
að við, að vergar þjóðartekjur á
mann minnkuðu allt að 14,20%
miðað við síðasta samnings-
tímabil! Þetta eru forkastanleg
vinnubrögð af hálfu slæpingja.“
Þegar hér var komið sögu,
hafði Þjarksteinn rifið gleraug-
un af Glásmundi í hefndarskyni
og hótað að slíta fyrirhuguðum
þríhliða viðræðum með þátt-
töku þorskstofnsins. Var and-
rúmsloft nú orðið svo spennu-
þrungið, að aðstæður til vísinda-
iðkana voru ekki lengur fyrir
hendi. Vonandi hefur með þess-
um litla pistli tekist að upplýsa
lesendur Dags um þau erfiðu og
oft vanmetnu störf, sem hér eru
unnin í innsta hring samninga-
málanna og snerta okkur öll.
Enda hlýtur að skipta máli, að
enginn fari á hausinn, nema hafa
samið um það fyrst.