Dagur - 02.07.1982, Page 7
|j||)Hjj[ 11
..il . 11 , •.
• •
Rætt vid Om Magnússon,
píanólelkara á Ólafsfírði:
Orn Magnússon heitir piltur a
Ólafsfirði, sem að undan-
fömu hefur stundað nám í
píanóleik í Manchester í Eng-
landi. Örn er fæddur 1959 og
byrjaði ungur að fíkta við
híjóð og hljóðfæri og gekk
þeirra erinda í Tónlistarskól-
ann á Ólafsfírði. Leiðin lá til
Akureyrar í menntaskóla og
jafnframt honum lærði Öm á
píanó hjá Soffíu Guðmunds-
dóttur í Tónlistarskólanum.
Predikun og
pólitískur boðskapur
- Upphaflega átti tónhstarnám-
ið að vera nokkurs konar auka-
geta með menntaskólanum, en
það endaði með því að verða
aðaiatriðið og ég lauk 8. stigi um
leið og stúdentsprófinu.
Við erum staddir í stofunni í
Garðshorni í Ólafsfirði, þarsem
Örn býr ásamt móður sinni.
Loftið er þrungið músík. Á
plötuspilaranum snýst undurþýð
e-moll sónata Bachs flutt af
Manuelu og Helgu í Skálholts-
kirkju, en fyrir ofan píanóið
hangir Bach sjálfur og fylgist
grannt með öllu, sem fram fer í
stofunni.
- Tónlistin varð eins og ein-
hvers konar köllun fyrir mér. Ég
hafði mikið hugsað um pólitík
og taldi, að hægt væri að bæta
heiminn með pólitískum ráð-
stöfunum, þ.e. með réttri pre-
dikun og pólitískum boðskap.
En þegar fram leið, fór ég að
hugsa um, hvað margir hefðu nú
reynt þetta, predikararnir lík-
lega jafnmargir mannfólkinu og
allir væru að reyna það sama,
allir vissu betur. Upp úr þessum
hugrenningum fór ég að velta
því fyrir mér, að þó svo að vissu-
íega væri hægt að breyta og hefði
ýmsu verið breytt til batnaðar
eftir pólitískum leiðum og pre-
dikarar hefðu náð áhrifum, þá
tæki fólk meira mið af þeim, sem
breyttu rétt en þeim, sem boð-
uðu rétta breytni, jafnvel þótt sá
sem breytti rétt talaði aldrei um
það sjálfur. Ég ákvað það, að
með tónlistinni væri hægt að
breyta rétt án nokkurra orða og
gefa fólki einhvers konar fyrir-
mynd í þessari tónlist, sem
meistararnir hafa skrifað. í allri
mikilli list er kjarni, sem gerir
listina mikla. Það er einkenni
mikillar listar. Predikarinn nær
kannski til dómgreindar og
skynsemi fólksins, en hann nær
sjaldnast til kjarna manneskj-
unnar.
Kjarninn
Örn talar hægt með löngum
hléum, sem Manuela og Helga
fylla angurværum hljóðum.
Nafli alheimsins er ekki
síður á Ólafsfírði en í París
Bach hlustar af einbeitni,
þungbrýnn, en þó með glettni í
augum.
- Kjarni manneskjunnar er
það sammannlega. Hann er það,
sem allir hafa sameiginlega og
allir eiga eftir, þegar allt verald-
legt hefur verið frá þeim tekið.
Jesús Kristur vildi, að lærisvein-
arnir ættu ekkert, til þess að þeir
gætu í friði ræktað kjarna sinn.
Óll mikil listaverk, hvort sem
það er fónlist, myndlist, bók-
menntir eða hvað svo sem það
er, hefur að geyma í sér eitthvað
af þessum stórkostlega kjarna,
sem gerir listina mikla. í verkum
meistaranna er fólgin tilfinning
þeirra til mannkyns. Oftast
þeirra göfugasta tilfinning. Með
því að túlka tónlist þeirra er ég
að túlka þessa tilfínningu og
flytja mönnum þennan kjarna,
sem býr í verkinu. Menn tala
um, að klassísk tónlist eigi ekki
upp á pallborðið hjá alþýðu
manna og menningin eigi fremur
erfitt uppdráttar meðal hennar.
En kjarninn er jafnt í því fólki
eins og öðrum. Þetta er sam-
mannlegur kjarni, sem allirgeta
fundið. Spurningin er um
ákveðna jákvæðni og hvernig
menn nálgast listina. Kynning á
sígildri tónlist í gegnum íslenska
ríkisútvarpið hefur ekki verið á
neitt óskaplega háu plani, þótt
margt gott megi um útvarpið
segja. Líka hefur spillt fyrir það
viðhorf til klassískrar tónlistar,
að hún sé samin fyrir ákveðna
stétt manna - yfirstéttina. Þetta
er mikill misskilningur. Mikið
tónskáld semur tónlist af því að
það er fullt af tilfinningum, sem
hann þarf að tjá og notar tónlist-
ina til að koma sinni tilfinningu
út. Þá er ekki spurt um, fyrir
hvern verið er að semja. Þá
skrifar hann það, sem hann þarf
að skrifa og hann reynir að koma
því á það form, sem honum er
eðlilegast og eðlilegast er við-
fangsefninu.
„Safe way“
Við höldum áfram að diskútera
listina og kjarnann um stund.
Örn hitar te og snýr Manuelu og
Helgu við á plötuspilaranum.
Síðan fer hann að segja sögur úr
skólanum og hlær eins og Ölafs-
firðingum einum er lagið. En
áfram með alvöru lífsins.
- Það er bara tilfellið með
þessa tónlistarháskóla, að mest
af kennurunum þar eru þar af
því að þeir hafa ekki verið gjald-
gengir sem listamenn út á við og
hafa þess vegna sest að í skólum.
Það segir sig sjálft, að nemend-
urnir verða oft á tíðum ekki bet-
ur heppnaðir en kennararnir.
Eins er það að flestir prófessor-
arnir kenna það sem kallað er
„safe way“, þ.e. þá leið, sem
auðveldust er, án þess að þurfa
að taka neinar stórar áhættur í
túlkun verka. Þá er gjarnan farið
eftir því, sem vel heppnaðir
túlkarar hafa áður gert, en. með
misjöfnum árangri. Skólar
steypa menn eins og kunnugt er
oft í sama mótið, hvort sem
mönnum þykir það kostur eða
galli. Þess vegna er hætt við að
margir einstaklingar geti ekki
blómstrað sem siíkir, heldur
sem hluti af hjörðinni. Árangur-
inn er bundinn því að hafa góð-
an kennara, sem getur sýnt fram
á samhengi tónlistarinnar og
lífsins og hvernig þetta er í raun
og veru eitt og sama fyrirbærið.
Islendingar eiga
enga grímu
- Það er alltaf sjokk að koma til
útlanda í fyrsta skiptið og Eng-
land er e.t.v. ekki auðveldasta
landið fyrir íslendinga. Ensk
hefð fyrir því, hvernig menn
eiga að haga sér í lífinu, er afar
ólík þeirri íslensku. Bretar eiga
alltaf einhverja grímu, sem þeir
geta sett upp, þegar þeir þurfa
að fela tilfinningar sínar eða
kjarna. Maður áttar sig ekki á,,
hvort þeir eru feimnir eða
glaðir. Én íslendingar eiga enga
svona grímu. Ef þeir eru feimn-
ir, þá eru þeir feimnir og ef þeir
eru glaðir, þá eru þeir glaðir.
Hefðin og tilgerðin hefur ekki
fest eins miklar rætur hér.
Ameríkanisering
- Ég hef hjá mér nokkrar ís-
lenskar ljóðabækur í útlöndum
og í vetur fór ég að velta fyrir
mér, hvað það þyrfti mikið tií að
lyfta íslenskri tónlist upp á það
plan, sem ljóðlistin er á og bók-
menntirnar og ritlistin yfirleitt.
íslensk alþýðulist hefur í gegn-
um aldirnar verið á svo háu stigi
hvað varðar bókmenntirnar. Þar
er hefðin hvað sterkust og ræt-
urnar hvað dýpstar allt aftur til
íslendingasagna, dróttkvæða,
danskvæða og rímna. Það sem
við eigum af tónlistarhefð er að
mestu að finna í Þjóðlagasafni
Bjarna Þorsteinssonar, sem
dansksnobbuð yfirstétt ^íslandi
skammaðist sín svo mikið fyrir
hér í upphafi aldarinnar, að þeir
vildu ekki gefa það út og var það
á endanum gefið út af Carlsberg
bryggerierne í Kaupmanna-
höfn.
Á þessari öld hefur ameríkan-
iseringin haldið innreið sína í ís-
lenska menningu og er stöðugt
að sækja á . Skáldin verða mun
betur vör við hana en tónlist-
armennirnir, vegna þess að þau
byggja á sterkari þjóðlegri hefð
og hafa sterkari tengsl við rætur
menningar okkar. Tónskáldin
okkar gera sér ekki eins mikla
grein fyrir því, hvað er að hverfa
og kemur það fram í því, að verk
þeirra hafa oft á fiðum meiri
amerísk-akademískar. tón held-
ur en hljóm íslenskrar náttúru.
E.t.v. kemur þetta meira fram
sem bölsýni hjá skáldunum.
Þessi eitrun á sér stað að miklu
leyti í gegnum ameríska herinn á
Keflavíkurflugvelli.
Við íslendingar höfum stokk-
ið inn í nútímann. Það er því
hætta á að við missum tengslin
við fortíðina. Sem dæmi má
nefna, að báðir mínir foreldrar
voru fæddir í torfkofum héma
frammi í sveit, en ég er fæddur í
fyrsta flokks steinhúsi með mið-
stöðvarhitun og öllum þægind-
um. Hvernig á ég að skilja þenn-
an mun?
íslensk tónlist
Nú er Erni farið að hitna í
hamsi, enda kominn á viðkvæm-
ar brautir. Við diskúterum her-
setuna og Kanann og áhrif hans
á íslenska menningu.
- í öllum þessum skarkala í
íslensku þjóðlífi á þessari öld
hafa amerísk áhrif stöðugt auk-
ist. Maður fer t.d. varla svo í
kvikmyndahús hér, að maður
sjái ekki ameríska kvikmynd.
Dægurtónlistin er fengin frá
Ameríku eða Bretlandi. Þegar
maður hefur búið í Bretlandi í
nokkurn tíma, finnst manni
rokkið vera þjóðlegt þar í landi,
enda skynjar maður það um-
hverfi, sem það er sprottið upp
úr. Þetta er dægurtónlist hnign-
andi heimsveldis. í Bretlandi
stendur ennþá stór hluti þjóðar-
innar í þeirri trú, að þar sé enn
nafli alheimsins, þrátt fyrir það
ástand, sem þar ríkir í stjórn-
málum. Mikið af því rokki, sem
verið er að framleiða hér, er lé-
leg stæling á bresku rokki, sem
engan grunn á í íslenskri menn-
ingu. Disco-tónlistin er á hinn
bóginn amerísk, en þetta eru
þær tvær sveiflur í dægurtónlist,
sem íslendingar eru látnir ánetj-
ast í stað þess að skapa sína eig-
in. Menningarlega séð tilheyrir
ísland hvorki Ameríku né
gömlu Evrópu og ekki heldur
nýlendunum, þó svo að ísland
hafi verið nýlenda. ísland stend-
ur að þessu leyti sér á parti
menningarlega og ég held okkur
sé best að viðurkenna það og
byrja að skapa okkar eigin
menningu eftir okkar sérstöðu.
Fyrsti maðurinn, sem reynir
að skapa íslenska tónlist, er Jón
Leifs á fyrri hluta þessarar aldar.
Tónlistin sem hann bjó til var í
samhljómun við íslenska nátt-
úru. Én einhverra hluta vegna
virðist hann vera hálfgert feimn-
ismál hér á landi, því að tónverk
hans heyrast sárasjaldan flutt og
einhver feimni virðist ríkja í
kring um hans sköpun og hans
verk, hvernig svo sem á því
stendur.
Nafli heimsins
í Ólafsfirði
Við höldum áfram að tala dálítið
um Jón Leifs og íslenska tónlist.
Svo fáum við okkur meira te og
förum að tala um Ólafsfjörð.
Örn kann margar sögur af
skemmtilegum Ölafsfirðingum
og er óspar á þær. Hverri sögu
fylgja miklir hlátrar, svo að ekki
er laust við, að lyftist ögn brúnin
á Bach gamla á veggnum.
- Maður er nú alinn upp
hérna í fjörunni. Hér er það sem
maður tilheyrir og vill vera. Hér
er gott fólk og skemmtilegt, lif-
andi og upplífgandi. Það vinnur
kannski of mikið stundum, en er
gott engu að síður. Hér þekkja
allir alla og eiga flestir fiskinn
sameiginlegan sem lifibrauð. Ég
styð þá skoðun William Heine-
sen, rithöfundarins færeyska, að
nafli alheimsins sé akkúrat á
þeim stað, sem þú ert á hverju
sinni. Nafli alheimsins er því
ekki síður á Ólafsfirði en í París.
Spurningin er bara: Hefurðu
augu og eyru til þess að skynja
það og skilja.
Við klárum úr bollunum,
Manuela og Helga eru þagnaðar
á plötuspilaranum. Bach glottir
örlítið út í annað, þegar Örn sest
við hljóðfærið og spilar fyrir mig
í kveðjuskyni dillandi d-dúr
rondoið hans Mozarts.
HAFNARSTR.91—95
AKUREYRI
SlMI (96)21400
-DAGUR-2. júlí 1982
2. júlí 1982- DAGUR-7
GYLMIH 3.18