Dagur - 02.07.1982, Side 12
wmm
Akureyri, föstudagur 2. júlí 1982
Smiðjan er opin alla daga frá kl.
12.00-14.00 og frá kl. 18.30. Bautinn er
opinn alla daga frá kl. 8.00-23.30.
gömhun
Degi
Sjálfsagt finnst einhverjum að við seilumst ekki langt
aftur í tímann að þessu sinni. Árið 1966 er ekki svo
langt í burtu, segja menn, en tilfellið er að ryk er farið
að falla á æði marga markverða atburði, auk þeirra
sem teljast ekki ýkja merkilegir.
12. JANÚAR:
Ólafsfirði 10. janúar. Kominn er skautaís á vatnið.
Snjór rann í sundur í tveggja daga ágætri hláku. Byrj-
að er að róa. Guðbjörg fékk sæmilegan afla í sínum
fyrsta róðri. Guðbjörg, Anna og Sæþór ætla að róa hér
heima.
19.JANUAR:
Svonefnd kínalyf eru nú seld af miklu kappi í Reykja-
vík. Er þar um að ræða drottningarhunang, sem nátt-
úrulækningafólk hefur haft á boðstólum og rótar-
seyði. . . Hunangið örvar hárvöxt og frjósemi og rót-
arseyðið róar taugarnar, að því er fregnir herma.
5. FEBRÚAR:
Hér er fannfergi en orðið gott veður. Stöðugt er unnið í
Strákum og jarðgöngin lengjast dag frá degi. Göngin
eru orðin rúmlega 160 metra löng og mun láta nærri
að verkið gangi eftir áætlun.
19. MARS:
Fyrir nokkrum dögum rak ofurlítið af vænum kol-
krabba á fjörur Akureyrar. Muna sjómenn þeir, sem
blaðið hefur um þetta spurt, ekki eftir því, að slíkt hafi
áður gerst á þessum árstíma.
2. APRÍL:
Lægsta raforkuverðið er að fá á íslandi, sagði forstjóri
Sviss Aluminium eftir að iðnaðarmálaráðherra hafði
skrifað undir alúmínsamningana.
6. APRÍL:
Heitt vatn úr borholu á Húsavíkurhöfða. Sennilega
fjórði hluti af hitaþörf bæjarins.
23. APRÍL:
Síðasta vetrardag urðu átök og illindi í Lóni hér í bæ,
en að kveldi þess dags héldu iðnnemar bæjarins þar
dansleik. Brotnir voru þar stólar, borð og fleira. En sex
menn voru kærðir fyrir ölvun og illindi.
4. MAÍ:
Gunnarsstöðum 3. maí. Fyrst heyrðist í hrossagauk í
austri, þótti það fyrrum harla gott og var þá kallað
austgaukur.
2. JÚNÍ
í Loftleiðaflugvél þeirri, sem til Akureyrar kom með
nemendahóp gagnfræðinga og fleiri úr Noregsför á
hvítasunnu, fundu tollverðir 96 flöskur (fleyga) af
áfengi og tóku í sína vörslu.
10. ÁGÚST:
Minkurinn kominn í Vopnafjörð . . . Það var veiði-
maður einn við Selá, sem varð minka var í urð á efsta
veiðistað árinnar, við fossinn.
13. ÁGÚST:
Líkur fyrir hagnaði af sauðnautum, segir bandarískur
vísindamaður, sem hér var . . . Sauðnaut voru flutt til
landsins fyrir mörgum árum, en sú tilraun mis-
heppnaðist.
17. ÁGÚST:
Stálskipið Sigurbjörg ÓF 1 var afhent um síðustu
helgi. Þetta er stærsta skipið sem íslendingar hafa
smíðað og er mjög vandað, byggt í Slippstöðinni hf. á
Akureyri.
björguðu
málunum6 6
Sl. föstudag opnuðu félagarn-
ir Hörður Hafsteinsson og Ás-
geir Lórentsson skóvinnu-
stofu í kjallaranum að Hafn-
arstræti 88, Akureyri. Stof-
una kalla þeir Skóvinnustofu
Akureyrar og kíkti tíðinda-
maður Dags inn til þeirra í
vikunni og tók þá tali.
„Við gerum víð allt mögulegt,
bilaðar barnakerrur, töskur af
öllum stærðum og gerðum, við
erum með seglaviðgerðir og svo
náttúrulega skóviðgerðir og
aðra leðurvinnu. Þá ætlum við
að reyna að vera með mikið úr-
val af sprayvörum, reimum og
20-30 liti af skóáburði. Hérna
frammi er svo jafnvel meiningin
að versla með öryggisskó. Þeir
geta verið nauðsynlegir við ýmis
störf og út á þá fæst ódýrari
vinnutrygging. Við erum líka að
jSSSSagSí .
hugsa um að vera með umboð
fyrir innlegg í skó fyrir t.d.
skakka fætur, ilsig og tábergssig,
e.t.v. í samráði við spítalann
hérna. Þá er tekið mót af við-
komandi fæti og innleggið sniðið
eftir því.“
A vinnustofunni eru ýmis tæki
og vélar, sem tilheyra faginu og
segja þeir félagarnir þetta nokk-
uð fullkomnar græjur. „Þessar
vélar hafa ekkert breyst í áratugi
og standa alltaf fyrir sínu.“
Við spyrjum þá, hvernig við-
skiptin gangi, og þeir segjast
hafa fengið mun betri viðtökur
en þeir áttu von á. „Fólk er þeg-
ar farið að koma með bilaða skó
handa okkur. Sumir hafa bara
komið gagngert til að bjóða okk-
ur velkomna. Við erum mjög
bjartsýnir á, að þetta blessist hjá
okkur. Það hefur verið hálfgerð
lágdeyða í skóviðgerðum hér á
landi undanfarin ár. En svo
komu pinnahælarnir aftur og
björguðu málunum. Það er til
muna meira að gera í viðgerðum
á kvenskóm en karlmannaskóm.
Það virðist vera algengt, að fólk
fresti að fara með skóna sína í
viðgerð, þó svo að kominn sé
brestur í þá, þangað til ekki er
hægt að nota þá meira. Þetta
gerir viðgerðina mun erfiðari og
dýrari fyrir vikið, og er rétt að
benda fólki á að fresta ekki að
koma með bilaða skó.“
Og hvað kostar svo algeng
viðgerð á skóm?
„Það kostar 61 kr. að Iíma hæl
á skó, en getur kostað meira, ef
þarf að byggja undir hann fyrst,
t.d. þegar gengið hefur verið á
þeim, eftir að hælarnir hafa dott-
ið af.“
*
%í
Nú fara sumarfrí í liönci
-Allt í útilegruna.
&HSJSGD.