Dagur - 06.07.1982, Síða 4

Dagur - 06.07.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Hólaskóli og bætt búmenning Aldarafmælis Hólaskóla var minnst um síð- ustu helgi, en það voru Skagfirðingar sem settu bændaskólann á Hólum á laggirnar 1882. Síðar gerðust Húnvetningar aðilar að rekstri skólans og einnig Eyfirðingar og Þing- eyingar. Vorið sem bændaskólinn á Hólum var stofn- aður voru miklar þrengingar í landbúnaði. Það var reyndar kallað vorið sem aldrei kom. Þrátt fyrir það höfðu menn trú á landinu og að það gæti gefið af sér meira með réttri umgengni. Það var þetta jákvæða hugarfar og hugsjón sem varð hvatinn að stofnun bændaskólans á Hólum. Þetta var merkilegt framtak á sínum tíma og skólinn hefur haft mikil áhrif til bættr- ar búmenningar á Norðurlandi og víðar. Marg- ir nemendur skólans urðu bændur í fremstu röð og þeir höfðu áhrif og voru fyrirmynd ann- arra, sem ekki áttu þess kost að afla sér bú- fræðimenntunar. Árið 1980 beitti ríkisstjórnin sér fyrir því að hafin yrði endurreisn Hólaskóla og undanfarin tvö ár hefur verið unnið að þessari endurreisn. Meðal þess sem áunnist hefur er að sett hefur verið á fót laxeldisstöð, hitaveita tekin í notkun, unnið að endurbótum á heimavist og fyrsti áfangi glæsilegs hesthúss hefur verið reistur. Áfram þarf hins vegar að vinna að uppbyggingunni og færa þannig Hólastað til þess vegs sem hann á skilið. Meðal annars er ráðgert að koma á fót loðdýrabúi og verður þá hægt að veita kennslu í tveimur þeirra nýju búgreina, sem miklar vonir eru bundnar við, nefnilega fiskirækt og loðdýrarækt. Hólaskóli mun væntanlega á ný verða í fararbroddi með nýjar leiðir í landbúnaði og veitir raunar ekki af, því nú eins og oft áður eru þrengingar í landbúnaði. Þessar þrengingar eru þó ekki bændum að kenna, því fáar stéttir hafa brugðist eins vel við vandamálum, eins og markaðserfiðleikum og offramleiðslu á vissum tegundum landbún- aðarvara, og bændastéttin. Þeir hafa og brugðist skjótt við í viðleitninni til að breyta landbúnaðarframleiðslunni. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki staðið sig sem skyldi í þeim efnum. Framsóknarmenn hafa lagt á það meg- ináherslu að ekki verið fækkun fólks í strjálbýl- inu. Heldur verði megináherslan lögð á að halda áfram að nýta landsins gæði og fram- leiðslubreyting eigi sér stað. Hinn endurreisti Hólaskóli verður vonandi vel í stakk búinn til að stuðla að nauðsynlegum breytingum í framleiðslu landbúnaðarvara. En það þarf víðar að taka til höndum varð- andi landbúnaðinn. Fyrst hafin var bygging tilraunastöðvar á Möðruvöllum í Hörgárdal þarf að vinna að því að gera hana sæmilega úr garði, en það hefur dregist úr hömlum. Þar verður að gera átak, en aðstöðuleysi hamlar þar nú allri starfsemi. 4-DACIUR — 6. þúJj' 1,982. Holdatarfurinn Dragon, rúmlega hálfs annars árs. Holdanautastöðin í Hrísey: Langar biðraðir eflir kjöti í Holdanautastöðinni í Hrísey er unnið að því að rækta upp holdanautastofn fyrir íslenska bændur og bæta með því ís- lenska nautakjötsframieiðslu. í stöðinni vinna þrír starfsmenn, þau Guðjón Björnsson, bú- stjóri, Valdís Kristinsdóttir og Þorsteinn Ólafsson, dýralækn- ir, sem að mestu vinnur að kyn- bótarannsóknum að Keldum í Reykjavík. Blaðamaður Dags heimsótti stöðina ekki alls fyrir löngu og átti spjall við Þorstein: „Ég get því miður ekki boðið þér í bæinn eins og aðrir bændur," segir hann um leið og við tyllum okkur á þúfu utan við sóttvarn- argirðinguna, sem umlykur stöð- ina, en innan hennar híma þrír kjötbólgnir holdatarfar, samtals hálft annað tonn, og mæna á okk- ur eins og naut á nývirki, bölvandi og rótandi upp moldinni. „Við reynum að takmarka um- ferð inn á svæðið eins mikið og mögulegt er, og helst hleypa eng- um inn öðrum en starfsmönnum. Það getur auðvitað brugðist eins og þegar eitthvað klikkar í raf- magninu. Þá þurfum við náttúru- lega að fá rafvirkja á svæðið. Sem betur fer er hann Guðjón hérna afbragðs smiður og laginn við flest og höfum við því sloppið vel hing- að til, en það er mjög mikilvægt að hafa staðinn í algerri einangr- un. Nú síðast í morgun var ég að nota sæðissendingu frá Skotlandi, þannig að það er alltaf hætta á, að smit berist með þeim. Þá erum við líka á varðbergi gagnvart sjúk- dómum, sem kynnu að berast hingað úr landi s.s. garnaveiki. Mér finnst reyndar, að stöðvarnar á Hvanneyri og í Þorleifskoti ættu að taka upp sams konar einangr- un. Hvaða kosti hafa Galloway- nautgripir fram yfir önnur holda- nautakyn? „Það sem aðallega ræður því, að hér er ræktað Galloway, er að sá stofn var fyrir í landinu. Árið 1934 var fluttur inn hópur af Galloway-nautgripum, sem hafð- ur var í einangrun í Þerney. í þeim stofni uppgötvaðist hrings- kyrfi og var þeim öllum lógað nema einum nautkálfi. Út af hon- um eru svo komnar holdanauta- hjarðirnar á Hvanneyri og í Gunnarsholti. Reynsla okkar af þessum stofni er sú, að hann er harðgerður og lítið um burðar- örðugleika. Vissulega eru til teg- undir, sem eru mun fljótvaxnari og skila miklu meira kjöti, en hjá þeim eru líka afföll í burði mun meiri og skepnurnar allar við- kvæmari. Það er bundið í lögum, að hingað til lands megi flytja sæði úr Galloway-nautum en ekki öðrum. Þegar þessi stöð hóf starf- semi sína, voru fluttar hingað 10 hreinræktaðar íslenskar kýr og 10 af Gunnarsholtsstofninum. Þær voru sæddar með innfluttu sæði úr hreinu Galloway-nauti og fengust þá 50% Galloway-kálfar. Þessir kálfar hafa síðan vaxið úr grasi og er staðan nú þannig, að f stöðinni eru 23 bornar kýr, þar af 2 íslensk- ar mjólkurkýr, 7 holdablendings- kýr, 13 af í. ættlið, og 1 af 2. ættlið. Þar að auki eru í stöðinni 7 ársgamlar kvígur, 4 af 1. ættlið og 3 af 2. ættlið. Þá eru 4-5 naut til sæðistöku af 2. ættlið. í allt eru þetta 56 gripir.“ Er einhver mjólkurframleiðsla hjá ykkur? „Nei, hér ganga kálfarnir undir kúnum. Við leigjum 16 hektara af ræktuðu beitilandi af Hríseyjar- hreppi. Þar ganga kýrnar á sumrin og stjórnum við beitinni með svokölluðum kraftgirðingum, en það eru rafmagnsgirðingar, sem engin skepna fer í gegn um. Svo heyjum við gömul tún í þorpinu og hér í kring til vetrarins. Nautkálfarnir eru teknir inn 6- 7 mánaða gamlir, áður en þeir fara að gagnast kúnum. Álitleg- ustu nautkálfarnir eru valdir til sæðistöku en hinum slátrað. Allar kvígur eru látnar lifa. Við erum sjálfir með sláturhús og kjötið seljum við allt innan eyjarinnar, enda megum við ekki flytja það í land. Er kjötið ykkar betra en kjöt af íslenskum kúm, hreinræktuðum? „Til að byrja með gekk okkur illa að koma kjötinu út, en nú eru langir biðlistar eftir kjöti í hvert skipti, sem slátrað er. Svo gott er það. Við reynum að komast af með sem allra minnsta fóðurbæt- isgjöf. Fóðurbætinum bætum við á skepnurnar stuttu áður en þeim er slátrað. Þá notum við eins lítið vatn og hægt er, þegar við slátrum og getum látið skrokkana hanga ófrysta í 2-3 vikur, án þess að skaði hljótist af.“ Nú er blaðamaðurinn tekinn að tvístíga og gjóa augum til lands, enda Hríseyjarferjan í þann mund að leysa landfestar. Margt er enn ósagt um búskapinn í Hrís- ey, en það verður að bíða. Eins er ekki tími til að gæða sér á holda- nautahamborgurunum, sem mat- reiddir eru á veitingahúsi staðar- ins. Ferjan fylgir áætlun, og við rétt sleppum um borð, áður en hún leggur frá landi. Starfsfólk stöðvarínnar, Valdís Krístinsdóttir, Guðjón Björnsson og Þor- steinn Ólafsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.