Dagur - 06.07.1982, Side 8

Dagur - 06.07.1982, Side 8
Minning: Rannveig Þórarinsdóttir og Ólafur Ágústsson I dag er til moldar borin hér á Akur- eyri Rannveig Pórarinsdóttir, ekkja eftir Ólaf Ágústsson, húsgagna- smíðameistara, sem lést 21. des. 1976. Rannveig og Ólafur voru svo nát- engd æskuárum mínum á Oddeyri. að ávallt koma þau bæði upp í hugann, þcgar ég hugsa til þeirra tíma. Því finnst mér við hæfi, að ég minnist þeirra beggja samtímis, þótl síöbúin séu minningarorðin um hann. Ég og Ágúst, yngri sonur þeirra, vorum æskuvinir, jafn- aldrar og mjög samrýndir um tíma og þau kynni leiddu til mik- illar tryggðar þeirra hjóna við mig, sem m.a. kom fram í því, að á erfiðri stundu í lífi mínu sýndu þau mér slíka vinsemd, að ég fæ aldrei gleymt. Á þessum lífsglöðu og áhyggju- lausu æskuárum var aldeilis ekki ver- ið að velta fyrir sér eðliseigin- leikum þess fólks, sem mest sam- neyti var haft við. Mér nægði að hafa það á tilfinningunni, að ég væri gest- ur hjá góðu fólki, þegar ég var að drekka kakó eða mjólk ásamt með- læti meO Gústa, vini mínum, í eld- húsinu hjá móður hans, einu sinni sem oftar. Það var því löngu seinna, sem ég gerði mér grein fyrir, hvað þau Rannveig og Ólafur voru raunar ólík að skapferli. Hann var glaðvær, brosmildur og opinskár, hún dul að eðlisfari og fremur alvörugefin. Ég gæti ímyndað mér, að ókunnugum hafi þótt hún form- föst í viðmóti og seintekin. En það mun hafa verið kynfylgja ættar hennar. Entæki Rannveig tryggð við einhverja manneskju, stóð hún til æviloka. En þrátt fyrir ólíkt skapferli, áttu þessi bráðmyndarlegu hjón vel saman, sem best sést á því, að í hjóna- bandi voru þau í 60 ár, og milli þeirra ríkti kærleikur, samhcldni og virðing til hinstu stundar. í raun og veru verður ekki annað sagt, en að þau hafi verið lánsmanneskjur f öllu lífi sínu og starfi, þótt sorgin heim- sækti þau, eftir að eldri sonurinn, Þórarinn, lést í blóma lífsins. Rannveig Þórarinsdóttir var fædd að Æsustöðum í Eyjafirði 28. júlí 1891 og var því nærri 91 árs að aldri, þegar hún lést. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónas Jónasson, sonur Sigluvíkur-Jónasar, og Ólöf Þor- steinsdóttir, hreppstjóra að Öxna- felli, Einarssonar prests í Saurbæ í Eyjafirði, Thorlacius. Þórarinn og Ólöf eignuðust 10 börn, en sex þeirra náðu fullorðinsaldri og þau voru bræðurnir Jón Þór, málari, Jónas Þór, verksmiðjustjóri, Þorsteinn Thorlacius, bóksali og síðast prent- smiðjustjóri, og Vilhjálmur Þór, síð- ast bankastjóri, sem varyngstursyst- kinanna. Systurnar voru tvær: Rann- veig, setn hér um ræðir og Margrét, sem giftist Agli Jóhannssyni, skip- stjóra. Bræðurnir urðu allir þjóð- kunnir menn, hver á sínu sviði. Nú hafa öll þessi gerðarlegu systkini safnast til feðra sinna. Rannveigu þótti afar vænt um systkini sín, og mér er kunnugt um, hve illa hún þoldi köpuryrði í þeirra garð, t.d. um Vilhjálm Þór, sem var mikill athafna- og fjármálamaður og oft stóð styrr um, eins og verða vill um slfka menn. Hún var og frænd- rækin með afbrigðum, þegar hún kom því við. Ólafur Ágústsson var fæddur hér á Oddeyri 8. sept. 1891, en lést 21. des. 1976, svo sem fyrr er frá sagt, rúmlega 85 ára að aldri. Hann var einbirni foreldra sinna, Salvarar Ní- elsdóttur og Ágústs Jónssonar, sem bæði voru ættuð héðan úr Eyjafirði. Ungur að árum lærði Ólafur Ágústs- son húsgagnasmíði hjá Karli Hann- essyni, sem rak verkstæði hér í bæ um tíma. Svo að segja strax að námi loknu stofnaði Ólafur til eigin smíða- rekstrar, fyrst í smáum stíl að Grundargötu 6, en færði síðan út kvíarnar með verkstæðisbygging- unni að Grundargötu 1. Jafnframt byggði hann stórhýsið að Strandgötu 33. Þetta var árið 1924 og mikið í ráðist hjá ungum manninum. En þetta var upphafið að hinni lands- kunnu húsgagna- og innréttinga- smíði Ólafs Ágústssonar, sem stóð um áratugi. Handarverk verkstæðis hans sjást enn í ýmsum stórbygging- um Akureyrar og nágrannabæja, t.d. Siglufirði. Og nefnt gæti ég menn i Reykjavík, sem hvergi vildu kaupa húsgögn nema frá Ólafi. Slík- ur var orðstír hans. Ég er ekki í minnsta vafa um, að Ólafi Ágústs- syni verður helgaður kafli í iðnaðar- sögu Akureyrar, svo merkur var fer- ill hans í handverkinu. T.d. útskrif- aði hann 31 smíðanema, sem allir eru úrvals smiðir og kunnir af iðn sinni. Ólafur og Rannveig giftust 1. júlí 1916. Þau eignuðust tvo syni, Þórar- in og Ágúst. - Þórarinn lést fyrir aldur fram, aðeins 24 ára. Fráfall hans var mikið harmsefni foreldrum og öðrum ástvinum og það sár greri aldrei til fulls. Þórarinn átti unnustu, Bjargeyju Pétursdóttur. Ólafur og Rannveig reyndust henni sem for- eldrar eftir sonarmissinn. Bjargey lést svo 15 árum eftir lát unnustans og þau hjón treguðu hana mjög. Ágúst, yngri sonurinn, lærði hús- gagnasmíði af föður sínum, vann lengi á verkstæði þeirra feðga, en kennir nú iðn sína í Iðnskólanum á Akureyri. Þar er áreiðanlega réttur maður á réttum stað. Hann kvæntist Lilju Sigurðardóttur, ættaðri úr Skagafirði. Þau eiga fjögur mann- vænleg og myndarleg börn, Rann- veigu, Ólaf, Þórarin og Ingu Sigríði, sem öll hafa stofnað heimili og eign- ast börn. Lengst af ævinni bjuggu þau Rannveig og Ólafur að Strandgötu 33 og reistu þar stórglæsilegt heimili. Fram eftir árum var margmennt á heimili þeirra, því að auk sonanna tveggja dvöldu foreldrar Ólafs þar í umönnun til hárrar elli. Þá var það og til siðs, að smíðanemar væru í fæði ogþjónustu hjá meistara sínum, oftast einn og stundum fleiri. f heim- ilisstörfum var því í nógu að snúast, auk ofurlítils búskaparumstangs, sem varyndi Rannveigar. Af þessum ástæðum þurfti hún á aðstoðarstúlku að halda. Það hefur ekki verið borið á torg, en þeir vita, sem þekkja, að þessar stúlkur voru aldrei neinar hornrekur á því heimili, heldur ávallt litið á þær sem hluta af fjöl- skyldunni. Og ef þær seinna á lífs- leiðinni þurftu á einhverri aðstoð að halda, áttu þær alltaf hauk í horni, þar sem voru þau Rannveig og Ólaf- ur. Marga vinsemdina sýndu þau hjón mér í æsku, en mesta og besta þegar ég þurfti verulega á að halda. Þá buðu þau mér að dvelja á heimili sínu í tvo vetur, á meðan ég var við skólanám. Þá var ég orðinn gestur í fæðingarbænum og átti ekki í mörg hús að venda. Og við mig var breytt, eins og ég væri þriðji sonurinn. Svo miklar mannkostamanneskjur voru þau hjón. Á þessari stundu ríkir því gleði í huga mínum yfir bjartri minningu um þessi góðu hjón og ég kveð þau ekki með sorg í hjarta, slíkt væri ekki að skapi Rannveigar. Hún gerði sér fulla grein fyrir, að þau Ólafur voru komin á þann aldur, að stundin stóra nálgaðist. Og síðast þegar ég ræddi við hana, fann ég það á henni, að hún þráði raunar þá stund. Ef trú hennar reyndist rétt, hefur hún nú endur- heimt kæran eiginmann og soninn, sem hún tregaði alla tíð, sem og aðra ástvini, sem hugur hennar var ávallt bundinn við í lifanda lífi. Rannveigu Þórarinsdóttur og Ólaf Ágústsson kveð ég með þökk og virðingu. Ágústi, syni þeirra, Lilju, konu hans, börnum og barnabörnum þeirra votta ég samúð mína og minna. Akureyri á útfarardegi Rannveig- ar, 2. júlí 1982. Eiríkur Eiríksson. Skúli Magnússon var stórbrotinn höfðingi Föstudag 12. mars '82 kl. II, var llutt- ur þátturinn, Mér eru fornu minnin kær. Ég hef hlustað á marga þessa þætti og halt gaman af þeim. En ég er ekki sáttur við þennan þátt 12. mars. Mér fannst hann mjög ómerkilegur og ósannur. Þar sem mér finnst að Skúla lógeta sé þar lýst mjög rang- lega. Óll ævisaga Skúla ber honum aðrti sögu og betri. Ég tel Skúla cinn besta og merkasta Islending sinnar samtíðar, stórbrotinn höfðingja, serh lagði allt í sölurnar, til þess að styðja að betri hagsæld þjóðarinnar, á verstu og mestu hörmunga tímum hennar. Vinsældir lians lóru vaxandi með hverju ári sem hann var sýslu- maður Skagfirðinga, fyrir röggsama stjórn og réttláta dóma, meira en þá gerðist hjá llestum lagamönnum landsins. Þessi frásögn frá 12. mars verður að teljast að mestu uppspuni og ósannindi Irá hendi höfundar og engum kær, þess vegna ekki rétt að flytja þetta í þessum þætti. Viðskipti Skúla og Merar-Eiríks eru mjög rangfærð, enda munu þeir í raun og veru hafa verið góðkunningjar. Enda vildi Eiríkur ekki missa Skúla frá Skagalirði. þegar til stóð að Skúli flytti burt. Eiríkur var fjár og hrossa flestur allra Skagfirðinga, cnginn vissi hvað hann átti margt fé eða Itross. Og örugglega ekki talið alveg rétt fram. Útaf þessu varð þeim sundurorða. Þegar Skúli lét telja fé Eiríks í sntalamennsku gátu menn Skúla talið 300 fjár. en þá var féð rekið santan svo þétt að ekki var hægt að telja meira. en þeir sem töldu ætluðu að þá hefði um lh verið talið. Hvað taldi svo Eiríkur fram margt fé? Þá var í þættinum sagt að Eiríkur hefði brugðið Skúla um rangindi viðvíkjandi skípstrandi út- lendinga. Hafi eitthvað verið flutt til Akra varð að gera grein fyrir því til konungs. en ekki til neins Islendings. Hér var uni ólöglega verslun strand- ntanna að ræða og heyrði því strand- góss allt sem sakeyrir til konungs. Þessir menn áttu yfir höfði sér húðlát og Brimarhólmsvist, gáfu þeir sig á vald Skúla þó þeir hafi verið þar vel haldnir. Skúli vildi milda dóminn og sleppti þeim við húðlát, þar sem þeir höfðu gengið honum á vald af fúsum vilja. Sluppu þeir úr haldi frá Ökrum og þykir mér ckki ólíklegt að þeir hafi borið góðan hug til Skúla. Þess- um málum lauk svo þannig að danska stjórnin sendi Skúla álitlega peningaupphaið, sem verðlaun fyrir röggsamlega og viturlega stjórn þessara mála. Sagan um það að kom- ið hafi margir útlcndingar að Ökrum og ætlað að klekkja á Skúla fyrir illa mcðferð og að Skúli hafi farið í felur, Árni Evert Jóhannssun tel ég hlægileg ósannindi. Skúli var þekktur fyrir væga dóma ef fátækl- ingar áttu í hlut eða er menn voru bornir röngum sökum. Betri dómara gátu þeir ekki fengið. Sagan um Árna sterka. Hann var sakaður um þjófnað fyrir litlar sakir og lognar á Ströndum vestra, settur þar í hald en hann sleit af sér fjötrana og komst til Skagafjarðar þar sem hann var tekinn og færður að Ökrum. átti að dæma hann til húð- láts og jafnvel til Brimarhólsvistar. Þar var hann hafður í skemmu sterklegri. Eitt kvöld heyrði Árni að gengið er fram og aftur um skemmu hlaðið og sagt er: Ef ég væri þriggja manna maki, mundi ég slíta af mér fjötrana, hlaupa á skemmuþilið og brjótast út, taka böggul sem er hér í húsasundinu og halda til fjalla, halda stðan til nefnds manns í Þingeyjar- sýslu og biðja hann þar ásjár. Árni lét ekki segja sér það tvisvar. Þegar dimmt var orðið, sleit hann af sér fjötrana, braut skemmuþilið og hélt austur þangað sem nefnt var. Var hann þar um tíma, en síðan vísað austur á Langanes til séra Árna Skaftasonar. Séra Árni var allra manna stærstur og talinn óhemju sterkur, svo var hann þungur að varla bar hann nokkur hestur. Hélt sr. Árni nafna sinn í kirkjunni um vetur. Stúlka ein fór í myrkri að sækja þvott, sér hún þá ljós í kirkjunni, bregður henni illa, en þó varð forvitnin óttanum yfirsterkari, læddist hún að kirkjuglugga og horfir inn. Sér hún þá prest standa þar á gólfi, en fyrir framan hann stendur stæðilegur maður, en þó mikið minni en prestur. Nú gengur prestur að þessum manni og setur hendur (lóf- ana) undir iljar þessa manns og lyftir honum upp í axlarhæð, fannst stúlk- unni mikið til um þessa aflraun sr. Árna en hafði þó áður vitað að hann var talinn afarmenni í burðum. En nú bregður þessi óþekkti maður höndum undir iljar prests og virðist geta léttilega lyft honum í axlarhæð. Gapti stúlkan þá af undrun yfir feikna afli þessa manns þar sem hann var mikið minni maður, en prestur afar þungur. Æfðu þeir nafnar sér til gamans aflraunir. Af Árna sterka er það að segja að segja að hann giftist ekkju þar á nes- inu og nefndist þá að mig minnir Ein- ar sterki. Var hann velmetinn og góður bjargálna bóndi. Mætti máski kanna sannleiksgildi þessarar sögu (í prestþjónustubókum). Hin sagan er þannig. Fátækur og ræfilslegur bóndi fer í kaupstað og hefur með sér verð fyrir eitt borð sem hann ætlaði að smíða úr amboð (orf og hrífusköft). Hann fær borð, sem er með fúablettum, sprungið og kvistótt, fer hann til kaupmanns og vill fá betra borð, en fær þau svör, að þetta borð sé fullgott handa svona ræflum. Ranglarbóndi í ráðaleysi en mætir þá Skúla fógeta sem staddur var í þessum kaupstað, segir hann honum frá viðskiptum sínum við kaupmann. Skúli tók honum Ijúf- mannlega og segir - komdu með mér til kaupmanns. Þegar til kaupmanns er komið segir Skúli. - Þessi maður var búinn að borga gott borð en fær ónýtt borð, núgerirþú svovel oglæt- ur hann hafa gott borð. Kaupmaður segir - þetta er fullgott og annað fær hann ekki. Þá byrsti Skúlisigogsegir - þú lætur á stundinni þennan mann hafa gott borð eða þú skalt hafa verra fyrir. Þorði þá kaupmaður ekki annað en láta af hendi gott borð. Ætli þessir menn hafi ekki borið hlýjan hug til Skúla. Hitt er svo önnur saga af Skúla fógeta, að þeir sem beittu fátæka al- þýðu kúgun, svikum og ofbeldi, áttu yfir höfði sér reiði og aðför að lögum frá Skúla fógeta. Grímur Thomsen segir um Skúla. Innsigli kóngs fyrir kaupskemmu dyr, kænlega setti hann og þétt, af Miðnesi reið ekki fógetinn fyr, en fátækja hluta gat rétt. Hann skrifaði lítið og skráði fátt, en - skörungur var hann í gerð, og yfir rummung reiddi hann hátt, réttar og laganna sverð. Skúli fógeti kemur til sögunnar á hörmungatím- um. Viss öfl höfðu dæmt alþýðuna á pínubekk æfilangrar fátæktar og hungursdauða. Á nokkrum árum dóu um 9000 manns af hungri og harðrétti. Inní þessa aumu tilveru kemur Skúli fógeti, eins og fyrsti vor- boði um betra líf ogbjartari framtíð. En jörðin er harðfrosin og hugur fólksins kalinn og það gerir mörg hret og bannvæn mönnum og fé. Það líður heil öld þar til annar maður fæðist sem berst fyrir þjóðinni að sínu leyti eins cg Skúli fógeti. Þegar Skúli var sýslumaður í Skagafirði var í Hofsósi kaupmaður Pétur Ovesen, seldi hann eitt sumar kolryðgað járn, er varð að sora ein- um er það var borið í eld, lét Skúli þá bera saman járnið og kærði árið 1745 kaupmann fyrir ólöglega verslunar- hætti. Varð Ovesen nú að hlýða á kærur 40 vitra manna og sönnuðust þá mörg önnur svik á kaupmann. Hörmangarar kærðu aftur Skúla fyrir ofsóknir og fengu fyrir sig einn mesta málafylgjumann, Bjarna sýslumann Húnvetninga. En nú dugðu engin brögð eða klækir. Skúli vann málið. Varð kaupmaður að greiða háa upphæð í sektir. Voru þess engin dæmi áður að íslenskur maður inni mál á móti dönskum ein- okunarkaupmönnum. Skúli var af konungi skipaður í landfógeta embættið 9. desember 1749. Settist hann að í Viðey og rak þar lengst af stórbú. Fékkst þar við garðrækt og jarðabætur. Varð það rnörgum til eftirbreytni. Eitt af afrekum Skúla var að koma á fót iðnaðarstofnun- um, ullarverksmiðju, færaspuna, þóvaramillu, gærusútun og litun á dúkum. Við stofnanirnar vann oft 60-100 manns. Þaðan barst svo þekking á þessum nýjungum víða um land. Þá reyndi Skúli að stækka smábátaflota landsmanna og útvegaði betri veiðarfæri. Ég tel Skúla fógeta besta og merk- asta þjóðþarfa mann átjándu aldar- innar. Nú eru liðin 188 ár síðan þessi þjóðhetja hvarf af starfssviði lífsins. En þökk og virðing ætti jafnan að fylgja minningunni um hann. Árni Evert Jóhannsson, Hjarðarlundi 12, Akureyri. 8 - DAGUR - 6. júlí 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.