Dagur - 06.07.1982, Blaðsíða 9
KA átli ekki möguleika
gegn Breiðabliksmönnum
KA tapaði sínum þriðja leik í
röð á laugardaginn, þegar þeir
léku við Breiðablik. Svo virt-
ist sem eitthvert slen væri í
leikmönnum KA, en Blikarn-
ir voru alltaf frískari og dug-
legri, og þrátt fyrir að þeir
sýndu enga sérstaka knatt-
spyrnu, unnu þeir KA örugg-
lega með tveimur mörkum
gegn engu.
Fyrsta marktækifærið kom á
12. mín., en þá gaf KA-vörnin
Vigni Baldurssyni góðan tíma til
að leggja boltann fyrir sig á víta-
teigslínunni og hann skoraði
með föstu skoti. Blikarnir fengu
sitt annað marktækifæri á 32.
mín., en þá komst Hákon Gunn-
arsson í dauðafæri, en Steini
bjargaði með góðu úthlaupi.
Á 32. mín. átti Gunnar Gísla-
Bikarleikir
í kvöld fer fram á Akureyrar-
velli leikur Þórs og Breiðabliks í
Bikarkeppni KSÍ og hefst hann
kl. 20. Telja verður Blikana sig-
urstranglegri í þessum leik, en
þó gætu Þórsarar komið á óvart
ef þeir fá góðan stuðning áhorf-
enda.
Á fimmtudagskvöld leika svo
KA og ísafjörður í Bikar-
keppninni á Akureyrarvelli.
Báðir leikirnir hefjast kl. 20.
son góða rispu í gegnum Blika-
vörnina, en á síðustu stundu
hirti markmaður þeirra boltann
af tánum á Gunnari.
í síðari hálfleik lék KA undan
golunni og sóttu heldur meira,
en gekk illa að skapa sér mark-
tækifæri. Blikarnir áttu hins veg-
ar hættulegar skyndisóknir og á
10. mín. komst Birgir Teitsson
inn fyrir vörnina, en aftur bjarg-
aði Steini með úthlaupi.
Á 20. mín. átti Ásbjörn við-
stöðulaust skot að marki Breiða-
bliks eftir fyrirgjöf frá Eyjólfi,
en skot hans fór framhjá. Á 23.
mín. hljóp Helgi Bentsson af sér
KA-vörnina og skoraði auðveld-
lega, og kom Blikunum í tvö
mörk gegn engu.
Ekkert fleira markvert'gerðist
í leiknum, en eins og áður segir,
olli spil KA áhorfendum von-
brigðum. Jóhann Jakobsson gat
ekki leikið með KA vegna
meiðsla, og ef til vill hefur fjar-
vera hans úr liðinu valdið því, að
spilið datt niður.
Fyrir leik heiðraði stjórn
Knattspyrnudeildar KA þrjá
leikmenn fyrir að hafa leikið
marga leiki. Eyjólfur fékk blóm-
vönd og styttu fyrir 150 leiki og
Elmar og Gunnar Gíslason
fengu sams konar fyrir 100 leiki.
Dómari leiksins var Rafn
Hjaltalín og Iínuverðir Magnús
Jónatansson og Kjartan Tómas-
son og stóðu þeir sig með prýði.
Markvörður Blikanna hirðir knöttinn af tám Gunnars Gíslasonar á elleftu stundu. Mynd: KGA.
íslandsmót unglinga í golfi:
Hafþór Helgason afgreiðir boltann örugglega í netið, framhjá úthlaupandi markverði Þróttar. Mynd: KGA.
Enn tapar Þór
Gylfi varði
titilinn
Þrátt fyrir aragrúa góöra
marktækifæra náðu Þórsarar
aðeins jafntefli við efsta lið
annarrar deildar, Þrótt, á
föstudagskvöldið. Bæði liðin
skoruðu tvö mörk og bæði
skoruðu mörk úr víti.
Ekki hefði verið ósanngjarnt
að segja að Þórsarar hefðu átt að
vera þrem mörkum yfir, þegar
flautað var til hálfleiks, miðað
við öll þau marktækifæri sem
þeir fengu. Þróttarar höfðu hins-
vegar skorað úr öllum sínum
tækifærum.
Fyrsta marktækifæri leiksins
fengu Þróttarar á 10. mín. Þá
fengu þeir aukaspyrnu og var
skallað rétt yfir þverslá. A 13.
mín. kom fyrsta marktækifæri
Þórsara. Þá var allt í einu Óskar
Gunnarsson á auðum sjó í vít-
arteignum eftir misheppnaða
rangstöðutaktik Þróttara. Ósk-
ari tókst hins vegar ekki að skora
úr þessu færi, en laust skot hans
fór rétt framhjá.
Fyrsta markið kom síðan á 14.
mín. Þá fengu Þróttarar auka-
spyrnu og gefinn var saklaus
bolti inn í vítateiginn, en þar
var Úlfar Hauksson sem náði að
pota boltanum í netið. þremur
mín. síðar jöfnuðu Þórsarar.
Þá fékk Hafþór góða stungu
innfyrir Þróttarvörnina og af-
greiddi boltann örugglega í
netið.
Á 25. mín. komst Bjarni
Sveinbjörnsson í gott færi en
skot hans var varið í horn. Á 35.
mín. komst síðan Örn í dauða-
færi, enn eftir misheppnaða
rangstöðutaktik Þróttara, en
boltinn vildi ekki í netið og fór
rétt framhjá.
Markamínútan brást Þróttur-
um ekki. Þá var brotið á einum
sóknarmanna þeirra og dómar-
inn Úlfar Steindórsson dæmdi
vafasama vítaspyrnu - sem
Þróttarar skoruðu úr.
Unglingameistaramót íslands
í golfi var haldið á Akureyri
um helgina. Þar mættu á milli
40 og 50 ungir og efnilegir
kylfingar víðs vegar af landinu
til leiks og léku þeir 36 holur á
laugardag og aðrar 36 á
sunnudaginn.
Mikil keppni var í unglinga-
flokknum. Þar hafði Gylfi Krist-
insson frá Golfklúbbi Suður-
stigi
í síðari hálfleik náði Þróttur
betra valdi á leiknum og áttu
þeir mörg góð marktækifæri, en
þeim tókst ekki að skora. Á 35.
mín. var BjarnaSveinbjörnssyni
gróflega brugðið innan víta-
teigs og aftur dæmdi Úlfar víta-
spyrnu, sem Guðjón skoraði úr.
Þegar litið er á leikinn í heild
eru. úrslitin sanngjörn, en Þór
átti mun fleiri tækifæri í fyrri
hálfleik, en Þróttur í þeim
síðari. Þórsarar fengu þarna
dýrmæt stig í baráttunni um
fyrstu deildarsætið, en Þróttarar
eru efstir í deildinni.
nesja titil að verja frá í fyrra og
lengi vel leit út fyrir, að hann
myndi gera það átakalaust. En
síðari daginn höfðu nokkrir aðr-
ir blandað sér í baráttuna og
þegar síðustu 9 holurnar voru
óleiknar, má segja að fjórir hafi
átt raunhæfa sigurmöguleika.
Þetta voru þeir Gylfi Kristins-
son, Páll Ketilsson, Jón Þór
Gunnarsson, GA, og Magnús
Jónsson.
Gylfi var þó þeirra sterkastur
á lokasprettinum og sigraði á
310 höggum, Páll var annar á
314 og Magnús þriðji á 315.
Þessir unglingar eru allir úr GS.
Hafnfirðingarnir hirtu öll
verðlaunin í drengjaflokki. Þar
sigraði hinn stórefnilegi Úlfar
Jónsson á 311 höggum, Hörður
M. Arnarson var annar á 318 og
Sigurbjörn Sigfússon þriðji á
323.
Þrjár stúikur mættu til leiks í
stúlknaflokki og engin í yngri
flokkinn. Er þetta vissulega
íhugunarefni fyrir forráðamenn
klúbbanna, hvað þátttaka
stúlkna er lítil. En hvað um það,
Sólveig Þorsteinsdóttir, GR, bar
sigur úr býtum á 338 höggum,
Ásgerður Sverrisdóttir, GR,
önnur á 344 höggum og Þórdis
Geirsdóttir, GK, þriðja á 357
höggum.
6; júlí 1992 - DAGy$-9,