Dagur - 06.07.1982, Side 12

Dagur - 06.07.1982, Side 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER Samþykktu samningana Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri samþykkti nýgerða kjarasamninga á fundi í gærkvöld. Samningarnir voru samþykktir samhljóða. Atkvæði hafa enn ekki verið talin hjá Einingu, en búið er að greiða atkvæði á Akureyri, Grenivík, Hrísey og Dalvík. Fjallað verður um samningana á Ólafsfirði í kvöld og atkvæði lík- lega talin á morgun. Sem kunnugt er samþykktu Iðjufélagar samn- ingana með meginþorra atkvæða á fundi á föstudag. Eitthvað er um, að félög hafi frestað umfjöllun um nýgerða samninga. Svo var t.d. um Sveina- félag járniðnaðarmanna. Kristján með tónleika Kristján Jóhannsson, tenór- söngvari, er nú staddur hér á landi, nánar tiltekið á Akur- eyri. Meðan hann dvelst hér mun hann halda tónleika víðs- vegar um landið við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Fyrstu tónleikarnir verða næsta sunnudag, 11. júlí, á Neskaupstað og stðan sem hér segir: 12. júlí á Egilsstöðum, 14. á Reyðarfirði, 16. á Siglufirði, 18. á Hvamms- tanga, 20. á Blönduósi, 21. í Mið- garði, 23. á Raufarhöfn 25. að Idölum í Aðaldal, 28. júlí verður svo söngskemmtun á Akureyri og þann 31. júlí í Vestmannaeyjum. Áttasóttu um á Króknum í dag verður væntanlega tekin fyrir ráðning bæjarstjóra hjá bæjarstjórn Sauðárkróks. 8 hafa sótt um og hafa 3 þeirra óskað nafnleyndar. Hinir eru: Pirgir Þórhallsson Akureyri, riðrik Brekkan Sauðárkróki, Snorri Björn Sigurðsson Sauðár- króki, Guðmundur Benidiktsson Kópavogi og Þórður Þórðarson Kópavogi. ,v,v.vlví Óli G. Jóhannsson hélt á föstudaginn málverkasýningu á Ráðhústorginu. Bæjarbúar kunnu vel að meta þetta uppátæki Óla. Ofan í kaupið voru þeir duglegir við að kaupa myndir; sagðist Óli hafa selt 12 myndir á fyrstu tuttugu mínútunum. Mynd: KGA Landsmót hestamanna hefst á morgun Segja má, að öllum undirbún- ingi fyrir Landsmót hesta- manna, sem hefst á Vind- heimamelum í Skagafirði á morgun, sé nú lokið. Gífurleg vinna hefur verið lögð í það að skapa sem besta aðstöðu á svæðinu, og eru forráðamenn mótsins tilbúnir til þess að taka á móti 10-15 þúsund manns og þúsundum hrossa. Hreinlætisaðstaða verður öll til mikillar fyrirmyndar, sölubúðir verða starfræktar á svæðinu, og segja má, að á Vindheimamelum rísi upp heilt þorp þá daga, sem mótið stendur yfir. Sérstakar fjöl- skyldutjaldbúðir verða, einnig svæði fyrir hjólhýsi og tjaldvagna auk almennra tjaldstæða. Að- gangseyrir fyrir alla dagana er kr. 350, fyrir þá sem koma aðeins á sunnudag kostar 200 kr. og börn yngri en 12 ára fá frían aðgang. Landsmótið hefst á morgun, en þá verða stóðhestar og gæðingar í B-flokki dæmdir. Á fimmtudag- inn verða kynbótahryssur dæmd- ar og einnig gæðingar í A-flokki. Þann dag hefst einnig Evrópumót og fer þá fyrri hluti þess fram. Á föstudag er unglingakeppni, stóðhestar verða sýndir og kl. 13.30 hefst svo hin formlega setn- ingarathöfn, en Stefán Pálsson, formaður Landssambands hesta- manna, setur mótið. Þann dag verða kynbótahryssur sýndar, síðari hluti Evrópumótsins fer fram og undanrásir í 250, 350 og 800 metra stökki, auk þess sem fyrri sprettur í 300 metra brokki fer þá fram. Á laugardaginn hefjast milli- riðlar kappreiða kl. 10 um morg- uninn og síðan tekur við unglinga- keppni. Stóðhestar verða sýndir og dómum lýst, gæðingar í Á- og B-flokkum verða sýndir og kynnt- ir 10 efstu hestar í hvorum flokki. Þá verða kynbótahryssur sýndar og dómum lýst, hópsýning rækt- unarbúa er á dagskrá og fyrri sprettur í skeiði. Kl. 10.30 á sunnudagsmorgun er hópreið hestamanna inn á svæðið. Síðan er helgistund og þá ávörp Pálma Jónssonar, landbún- aðarráðherra, og Ásgeirs Bjarna- sonar, formanns Búnaðarfélags íslands. Á hádegi verður sýnt úr- val kynbótahryssa og verðlaun afhent, úrslit kynnt og verðlaun afhent í unglingakeppni, úrval stóðhesta sýnt og verðlaun afhent. Þá verður 10 efstu hestum í A- og B-flokki gæðinga raðað og verðlaun afhent. Síðan kemur röðin að sýningu ræktunarbúa, kl. 17 fara fram úrslit í skeiði og brokki og öðrum hlaupagreinum kappreiða og að kappreiðum loknum verður mótinu slitið. Þess má geta, að á föstudagskvöld og laugardagskvöld verður kvöld- vaka, sem hefst kl. 21 bæði kvöldin. Nokkur fjöldi fólks er þegar mættur á mótsstaðinn á Vind- heimamelum. Frést hefur af fjölmennum hópum hestamanna á reið víðs vegar um landið að undanförnu, og allir höfðu þeir sett stefnuna á Vindheimamela. Þar verður mikið líf og fjör næstu daga, og er vonandi, að veður- guðirnir láti ekki sitt eftir liggja til þess að hinn góði undirbúningur, sem unninn hefur verið fyrir mótið, fái notið sfn sem best. Veiði yfir- leitt mjög dræm á Norðurlandi „Það er ekki mikið að frétta héðan núna. Það eru komnir 124 laxar á land, sem er helm- ingi minna en í fyrra á sama tíma,“ sagði Helga ráðskona í veiðihúsinu við Laxá í Aðaldal, er við spjölluðum við hana fyrir helgina. Fyrir helgi voru nokkrir „stór- laxar“ úr Reykjavík við veiðar í ánni og létu vel af sér, þrátt fyrir að veiðin væri ekki upp á það allra besta. „Það er einhver reytingur af fiski í ánni, en hann tekur illa og það er enn ekki kominn nema 17 punda lax, sem er sá stærsti. Veðrið hefur verið of gott, mikið bjartviðri og það eru ekki bestu skilyrðin til veiða,“ sagði Helga. í hótelinu í Varmahlíð fengum við þær upplýsingar, að veiðin í Húseyjarkvísl hefði verið mjög léleg, það sem af væri. Þar voru komnir 4 laxar á land og byrjunin því álíka slök og í fyrra. Hins vegar er betra hljóðið í þeim, sem hafa verið við veiðar í Fnjóská að undanförnu. Þar voru komnir á land um 40 laxar, sem þykir gott á þessum tíma þar, og yfir höfuð var þar um vænan fisk að ræða, þetta 10-14 pund, og enginn undir 8 pundum. Aðrar fréttir, sem við höfðum af veiði, eru þær, að Blanda hefur gefið sæmilega vel miðað við aðr- ar ár í nágrenninu og þá kemur Laxá á Ásum að sjálfsögðu upp f hugann. Hún er oft nefnd „heims- ins besta laxveiðiá", en þaðan hafa ekki borist neinar aflasögur, það sem af er sumri. Þessi stutta úttekt bendir því til þess, að veiðin sé yfir höfuð ekki mjög góð, það sem af er, þótt undantekningar séu á því. Því veldur ýmislegt og má nefna sjáv- arkulda og kalt vatn í ánum. Laxinn, sem kominn er í árnar, hefur heldur ekki verið svo gráðugur, að veiðimenn hafi þurft að fela sig bak við stein, þegar þeir hafa verið að beita. # Sumarlokun sjónvarpsins Sumarlokun sjónvarpsins er nú komin til framkvæmda. Ef að Kkum lætur í síðasta sinn, því umræður hafa farið fram um það í útvarpsráði að leggja af þetta mánaðarlanga stopp á sjónvarpsútsending- um. Júlílokun þessi hefurfar- ið ákaflega misjafnlega fyrir brjóstið á fólki. Sumir eru þvf fegnir að losna undan ánauð kassans, læra að tala saman á nýjan leik. Þeir hinir sömu gætu að sjálfsögðu haft sína „prívat“-lokun hvenærsem er með þvf einfaldlega að opna ekki fyrir tækin sín. Sjónvarp- ið hefur hins vegar einskonar dáleiðandi áhrif á sumt fólk og margir njóta þess að slappa af og jafnvel að fá sér blund þegar augun fara að þreytast. Oðrum finnst þessi lokun forkastanleg og tala þá gjarnan fyrir aðra í þeim efnum, nefnilega sjúklinga og gamalt fólk. # Myndbönd til afþreyingar En nú hefur ný tækni rutt sér til rúms. Fjölmargir hafa eign- ast myndbandatæki, sem þeir síðan geta leigt snældur f. Aðrir búa í fjölmennum hverf- um þar sem komið hefur verið upp kapalsjónvarpi, sem sýnir kvikmyndir og annað léttmeti til afþreytingar. Þeir, sem þess njóta, eru hins veg- ar ekki þeir sem hér að ofan voru nefndir og þurfa mest á afþreyingunni að halda, sjúk- lingar og aldraðir. Einn kunn- íngja blaðsins kom á framfæri sniðugri hugmynd, nefnilega þeirri, að myndbandaleigur bæjarins (Akureyrar) tækju sig saman og útveguðu sjúkrahúsinu og jafnvel dval- arheimilum aldraðra mynd- bandatæki og snældur í sumarleyfi sjónvarpsins. Þannig gætu rólfærir sjúk- lingar og gamalt fólk með fótavist notið áfram þeirrar af- þreyingar, sem sjónvarpið er fjölmörgum. Þetta þyrfti ekki að kosta myndbandaleigurn- ar mikfð fé og sjálfsagt væru aðstandendur fúsir til að sam- einast um að greiða einhverja upphæð ef eftir því yrði leitað. Hugmyndin er góð og henni er hér með komið á framfæri. Framkvæmdamönnum sem standa í rekstri myndbanda- leiga ætti ekki að vera skota- skuld að hrinda henni 1 framkvæmd. # Sjallinn vinsæli Það er greinilegt að ekki var vanþörf á því að fá Sjallann í gagnið, því síðan staðurinn opnaði hefur verið þar troð- fullt hús á hverju kvöldi sem opið hefur verið. Hefur gengið svo langt að biðröðin fyrir utan hindraði eðlilega umferð ökutækja um göturnar og varð lögreglan að fá fólkið til að færa röðina til. En hvað skyldi mörgum vera hleypt inn í húsið?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.