Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 10
Dagbók Sund: Sundlaug Akureyrar: Sími 23260. Sundlaugin er opin fyrir almenning sem hér segir: Mánudaga til föstu- daga kl. 07.00 til 21.00, laugardaga kl. 08.00 til 18.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 15.00. Gufubað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 21.00 og laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufubað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudga og föstudaga kl. 13.00 til 21.00 og sunnudagakl. 08.00 til 15.00. Skemmtistaðir: Alþýðuhúsið: Sími 23595. Hótel KEA: Sími 22200. H-100: Sími 25500. Sjallinn: Sími 22770. Smiðjan: Sími 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar: Sjúkrahúsið á Akureyri: Sími 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugasslustöð Dalvíkur: Sími 61500. Afgreiðslan er opin kl. 9-16, mánudaga og fimmtudaga og föstu- daga kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: Sími 41333. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: Simi 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Þórshafnar: Simi 81215. Hérað8læknirinn Ólafsfirði: Lækna- stofa og lyfjagreiðsla, sími 62355. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: Sími 5270. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: Símar 4206 og 4207. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: Simi 22311. Opiðkl. 8-17. Lögregla, sjúkrabílar og slökkviliðið: Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabill 22222. Húsavik: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441. Brunasími 41911. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima 61322. Ólafsfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62196. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla4377. Neyðarsími 4111. Notist eingöngu í neyð. Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima 51232. Hvammstangi: Öll neyðarþjónusta 1329. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasöfn: Amtsbókasafnið: Mánuðina maí til september, verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga kl. 1-7 e.h., miðvikudaga kl. 1-9 e.h. Fimmtudaga og föstudaga kl. 1-7 e.h. Lokað á laugardö'gum. Bókasafnið á Ólafsfirði: Opið alla virka daga frá kl. 16 til 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bókasafnið á Raufarhöfn: Aðal- braut 37, jarðhæð. Opið á miðviku- dögum kj. 20.00 til 22.00, laugardög- umkl. 16.00 til 18.00. Apótek og lyfjaafgreiðslur: Akureyrarapótek og Stjörnuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekin skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 11-12 og 20-21. Á öðr- um tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Hvammstangi, lyfsala: 1345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. 10 - DÁGUR - 23. júlí Í982 BARNA VAGNINN Heiðdís Norðfjörð Sparígrísíim Vitið þið til hvers sparigrís er notaður? Já, vitanlega, en nú ætla ég að segja ykkur frá strák, sem vissi það ekki, og einnig hvernig hann lærði það. Þið þekkið ef til vill hann Villa. Það er strákurinn, sem alltaf vildi kaupa allt milli himins og jarðar. Hann gat aldrei átt krónu daginn til enda. Ef hon- um voru gefnir peningar, fór hann rakleitt í næstu búð og eyddi þeim þar. Nú spyrjið þið auðvitað, hvort drengurínn hafi ekki átt sparibauk. Jú, nú hefur hann eignast einn slíkan. Það er stór, bleikur grís, sem stendur uppi á hillu í herberginu hans og gónir út í loftið. Um daginn, þegar Villi átti fímm ára afmæli, gaf amma hans honum sparigrísinn í af- mælisgjöf. Villa þótti spari- grísinn skemmtilegur. Það hringlaði i honum. „Hvað er innan í honum?“ spurði Villi ömmu. „Það skal ég segja þér. Það eru peningar. Þetta er spari- baukur,“ sagði amma. „Hvað er nú það?“ spurði Villi steinhissa. „Hann geymir peningana þína. Svo átt þú að bæta við þá. í hvert sinn, sem þú færð aura, skaltu láta þá niður um rifuna, sem er á bakinu á sparigrísnum. Sko, hér er hún,“ sagði amma og sýndi Villa hana. „Ef þú ert dugleg- ur að safna, líður ekki á löngu, þar til grísinn verður fullur af peningum. Þá ferðu með hann í bankann og Ieggur pen- ingana inn á bók, því að sparnaður er upphaf auðs,“ sagði amma. „Hvernig er hægt að ná peningunum út úr sparigrísn- um?“ spurði ViIIi. „Þeir eru fastir þar inni.“ „Starfsfólkið í bankanum nær þeim út,“ sagði amma. „Mér þykir ekkert gaman að eiga peninga í einhverri bók. Er það kannski Tinna- bók?“ spurði Villi og var leið- ur á svipinn. Amma fór að hlægja. „Nei, ekki er það nú Tinnabók. Það er sérstök peningabók,“ sagði hún. „Já, en það er ekkert hægt að nota peningana, ef þeir eru í svona bók. Til hvers er þá að eiga þá?“ „Það safnast, þegar saman kemur, og margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði amma. Hún hafði svo gaman af spakmæl- um. „Peningarnir gætu komið sér vel síðar, og svo er ósiður að eyða og sóa í vitleysu.“ Villi varð hugsandi á svipinn. „Geta þá karlarnir í bankanum notað peningana mína?“ spurði hann. Þetta var allt saman heldur flókið fyrir lítinn dreng. „Sjáðu nú til,“ sagði amma. „Það tekur enginn peningana þína. Það bætast á þá vextir, og með tímanum verður upp- hæðin stærri og stærrí. Þegar þú verður eldri, geturðu ef til vill keypt þér hjól. Þú skilur þetta betur seinna.“ ViIIa leist vel á þetta með hjólið. Binni, bróðir hans átti tíu gíra hjól, en ViIIi fékk aldr- ei að hjóla á því. „Þú ert alltof lítill, greyið,“ sagði Binni. „Ef ég kaupi mér hjól, þá fær Binni aldrei að hjóla á því,“ sagði Villi. Svo kyssti hann ömmu fyrir sparigrísinn og lét hann upp á hillu. Þar stóð sparigrísinn svo bleikur og feitur og góndi út í bláinn, eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Þegar amma var farin, fór Villi inn í herbergið sitt og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér. Hann fór mjög laumulega. Mamma hans var að tala í símann og tók ekkert eftir því, hvað Villi var að gera. Hann tók sparigrísinn ofan af hillunni og settist með hann á rúmið. Sá var nú skrýtinn og skemmtilegur. Augun í hon- um voru svo undarleg. Annað þeirra horfði beint upp í loftið, en hitt góndi út um gluggann. Villi hló og hristi sparigrís- inn. Það hringlaði svo mikið í honum, að það hlutu að vera margir peningar þar inni. Hvernig gat hann náð þeim út? Drengurinn litaðist um í herberginu. Jú, þama sá hann áhald, sem kæmi að gagni. Og áður en löng stund var liðin, sat ViIIi með nokkra krónu- og fímmkrónupeninga í hönd- unum. En sparigrísinn virtist ekki vera sá hinn sami og áður. Það var hann heldur ekki, því að nú var peningarif- an hans orðin að stærðar gati. Eitt kvöldið hér um daginn var barið að dyrum hjá mér. Þegar ég opnaði, stóð þar strákur, sem bauð mér glað- lega gott kvöld. Hann rétti mér poka og kvaðst ekki mega vera að því að stansa, kvaddi og hljóp svo á brott. Ég var mjög forvitin og flýtti mér að athuga, hvað væri í pokanum. í honum voru tvö blöð. A öðru þeirra var vísa, sem Halldór, en svo heitir strákur- inn, gerði um systur sína. Vís- an er svona: Hann myndi líklega ekki halda neinum peningum lengur. „Þú ert nú meiri skemmd- arvargurinn,“ sagði Binni, bróðir hans, þegar hann sá verksummerkin. „Ég ætla að nota peningana mína strax og kaupa eitthvað skemmtilegt og vil þess vegna ekki geyma þá í sparigrís,“ sagði ViIIi og gaut augunum á bróður sinn. Binni fussaði og sveiaði. „Hvað ætlarðu svo að kaupa?“spurði hann. „Ég ætla að kaupa bfl með kerru aftan í, og svo ætla ég að kaupa fótbolta og fótbolta- skó, og, og,“ en lengra komst ViHi ekki, því að bróðir hans skellihló og sagði, að hann væri vitlaus. „Villi vitlausi,“ söng hann. Villi flýði til mömmu sinnar og sagði henni frá öllu saman stúrinn á svipinn. En mamma hans varð ekk- ert reið. Hún tók sparigrísinn og gerði við hann. Það var auðvelt verk. Hún minnkaði bara stóra gatið með plástrí. Villi fylgdist með af áhuga. „Þarf ég endilega að geyma peningana mína í sparigrísn- um? Ég vil miklu heldur geyma þá í efstu skrifborðs- skúffunni hjá pabba. Maður getur ekki notað peninga, sem eru lokaðir inni í sparigrís- um.“ „Nú skal ég segja þér eitt, ViIIi minn,“ sagði mamma. Helga litla lipurtá hún er létt á fæti. Hoppaði hún á hæl og tá, ef hún gæti. Á hinu blaðinu var svo saga, sem hann samdi. Goggi litli. Einu sinni var lítill kríuungi, sem var kallaður Goggi. Hann fannst úti á túni, og enginn vissi, hver mamma hans var. Siggi og Dísa fundu hann. Þau bjuggu til hús handa Gogga. Þau veiddu handa honum flugur og ánamaðka. En Dísa og Siggi fóru illa með Þú getur aldrei eignast neitt, ef þú eyðir alltaf peningunum þínum strax í einhverja vit- leysu. Þú verður að læra að spara. Sparibaukar, hvort sem þeir eru grísir eða eitt- hvað annað, hjálpa börnum til þess. Svo er bara gaman að fylgjast með því, hvað spari- grísinn þyngist með hverjum eyri, sem í hann er látinn.“ Villi tók sparigrísinn og hristi hann. „Það hringlar ekkert í honum.“ „Hvar eru peningarnir, sem amma gaf þér?“ spurði mamma. „Þeir eru hér,“ sagði Villi og sýndi mömmu í Iófa sinn. „Má ég ekki kaupa fyrir þá núna?“ „Þetta eru þínir peningar, en ef þú gerir það, þá sérðu þá heldur ekki meira og þá áttu heldur ekkert til að setja í sparigrísinn þinn.“ ViUi hugsaði sig um. Hvað hefðuð þið gert, krakkar? „Ég ætla að byrja að spara núna,“ sagði hann og lét pen- ingana detta niður í sparigrís- inn, hvem á eftir öðrum. Dunk, dunk, dunk, kvað við, er þeir skullu niður. Upp frá þessu var Villi duglegur að spara og ekki leið á löngu, þar til sparigrísinn varð þungur sem blý. Og nú stendur hann föstum fótum á hillunni í her- berginu hans Villa og er ríg- montinn á svipinn. HN. Gogga litla og létu hann labba yfir prik og léku sér með hann. Einn daginn, þegar krakk- arnir vöknuðu, var Goggi dáinn. Þau settu hann í lítinn kassa og jörðuðu hann. Eftir að þau vóru búin að jarða hann, sáu þau eftir því, hvern- ig þau fóru með litla ungann og hétu því að gera þetta ekki aftur. Halldór Jóhannsson, 9 ára, Eikarlundi 8, Akureyri. Og hér er svo mynd af honum Gogga litla, sem Halldór hef- ur teiknað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.