Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 2
Fyrir verslunar- mannahelgina Tjöld, himnarog svefnpokar. Fyrir einnota gashylki, Ijós, prímusar, hitarar. Einnig 2ja og 3ja kg gaskútar. KingSford grillkolin frábæru, engin olía, bara kveikja, langvinsælustu kolin í dag. Grin f úrva|j Verslunin G.B.J. sf. Skipagötu 13, sími 22171. Nú fæst PARTNER á Akureyri. Margar gerðir af buxum bæði á dömur og herra. Verslunin G.B.J. sf. Skipagötu 13, sími 22171 Smáauglýsingar S 96-24222. LESENDAHORNIÐ Skftalækurinn 5540-9862 hringdi: Mig langar að koma því á fram- færi til bæjaryfirvalda á Akur- eyri að fara nú að aðhafast eitt- hvað varðandi „skítalækinn" svokallaða hér rétt hjá Dals- gerði. Við sem búum í námunda við lækinn erum búin að kvarta yfir tilvist lækjarins ár eftir ár en ekkert dugir. Lækurinn er rétt hjá barnaleikvellinum í Gerða- hverfinu og því miður er það vinsælt hjá börnunum hér í hverfinu að leika sér í námunda við lækinn. Það er hinsvegar mjög óæski- legur leikstaður, því lækurinn er fullur af allskyns rusli eins og t.d. verjum og bindum. Þá eru glerbrot og fleira drasl mjög áberandi í og við lækinn og dótt- ir mín slasaði sig þarna í gær. Þessi lækur er viðbjóður og hneisa að yfirvöld skuli ekki hafa gert eitthvað til þess að koma þessu máli í viðunandi horf. Ekki TungnafellsjökuU I heiðruðu blaði yðar 13. júlí segir frá frækilegri ferð þeirra Bjarna á Möðruvöllum og Guðmundar á Staðarbakka til Hóla heim um Hólamannaleið hina fornu. Þeir félagar lögðu leið sína fram Barkárdal, upp í gegnum Hólamannaskarð og gistu í fjallaskála Ferðafélags Svarfdæla nóttina milli 3. og 4. júlí. Fengu dimma þoku og náðu ekki heim að Hólum fyrr en í lok hátíðahalda þann dag vegmóðir en hressir í anda í besta lagi. . blaðsins. Skálinn stendur alls ekki við Tungnafellsjökul. Jök- ull með því nafni er inni í miðju landi og skilur Vonarskarð hann frá sjálfum Vatnajökli. Skáli Ferðafí. Svarfdæla stendur á háum mel við jaðar Tungnahryggsjökuls. Sá jökull er í gríðarmikilli fjallahvilft fyrir botni Kolbeinsdals. Fjallshrygg- ur skiptir jöklinum í tvo hluta, eystri og vestri. Hryggur sá heit- ir Tungnahryggur og jökullinn eftir honum. Þetta bið ég menn að muna. Menn geta ekið í bíl sínum inn á Spr.engisand, suður í Nýjadal og gist í skála Ferðafélags íslands við Fjórðungskvísl, sem kemur úr Tungnafellsjökli. En til þess að gista í skálanum við Tungna- hrygg verða menn að leggja land undir fót og ganga úr Barkárdal, eða Skíðadal eða Hjaltadal eða Kolbeinsdal því allar leiðir mæt- ast við skálann í 1200 m hæð yfir sjó. Með þökk fyrir birtingu. H.E.Þ. Gróðursetning í „þotubeltí46 Trjávinur Hafði samband við blaðið, og sagði að sér þætti ástæða til að hnippa í þá menn sem standa fyrir því að gróðursetja tré út um allan bæ. „Því að þeir staðir sem þeir velja trjánum, eru margir hverjir einmitt þar sem mestur snjórinn verður á veturna. Við getum tekið dæmi brekkuna neðan við búð Kaupfélagsins við Byggða- veg, sú brekka var fyllt af trjám. Þetta var ein alvinsæl- asta þotu og skíðabrekkan hjá smáfólkinu, og maður sér hvernig trén hafa farið. Með- fram Mýrarveginum eru kom- in tré einmitt á þeim stöðum þar sem eitthvert pláss er, og snjóruðningarnir lenda. Það er auðvitað ljómandi gott að skreyta bæinn og auka gróð- urinn, en það verður svolítið að hugsa fyrir vetrinum líka.“ Þessar þrjár gerðir bíla verða til sýnis sunnudaginn 25. júlí frá kl. 10-18 á Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdemarssonar Óseyri 5, sími 96-22520. Lúxusbíll í hæsta sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur, en er þurftarlítill eins og fugl pm r m r nm Nýr bíll með ýmsum breytingum sem verða á árgerð 1983 Á verði sem flestum kemur á óvart með háu og lágu drifi Eigum nokkra bíla til afgreiðslu næstu daga . 2 7 DAGUR - 23, júlí 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.