Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 23.07.1982, Blaðsíða 8
Þessi óvenjulega tilkynning hékk uppi á vegg í skálanum. Ví'A S am k^’a-s f Wd cu'íse f/e j. i PJcmanu/y\ fitrna />ie Izui;’ é Sunnudagsbfltúrhestar slappa af yfir kaRisopa og léttu rabbi um veðrið. Það er margt að skoða hingað. Gjarnan eru það fjöl- skyldur frá Akureyri í sunnudags- bíltúr sem stoppa hér og fá sér kaffi. Einnig kemur hingað slang- ur af ferðafólki lengra að, fólk sem er í skoðunarferð um Eyja- fjörðinn. Hinsvegar er hér lítið um útlendinga. Þetta er ekki á þeirra leið. Hvaða staðir eru það sem helst eru skoðunarverðir hér fremra? - Það er algengt að fólk keyri hring um Eyjafjörð en fari þá bara fram að Möðruvöllum og þar yfir brúna og fari ekki lengra frameft- ir. Ég vil nú meina að þá sé mjög mikið eftir að sjá af Eyjafirði þar fyrir framan. Persónulega finnst mér miklu fallegra að keyra fremri hringinn, þ.e. fram að brúnni hjá Vatnsenda. Þá erkom- ið að Leyningshólunum sem margir eru búnir að uppgötva núna og tjalda þar gjarnan. Þar er ákaflega fallegt og víða gott út- sýni þegar keyrt er upp í Hólahól- ana. Líka er möguleiki að fara upp í Sölvadal og jafnvel upp á Hólafjallið og þaðan er útsýni gott yfir byggðina beggja megin. Annars hef ég látið mér detta í hug að gaman væri að gera veg upp á öxlina fyrir ofan Steinhóla- skála. Þaðan sést yfir allan Eyja- fjörðinn eins og landabréf alveg norður yfir Akureyri og Sval- barðsströnd og alla sveitina hér framan við. Eins og er þurfa menn að labba svolítið til þess að sjá þetta en það væri lítið fyrirtæki að gera þarna troðning til þess að hægt væri að komast þetta á bílum og ég veit að margir myndu hafa gaman að því að sjá þetta útsýni. Vegurinn upp á Sprengisand ligg- ur um hlaðið hjá okkur en hann er bara opinn stuttan tíma hvert ár. En þegar hann er. opinn er hér töluverð umferð af fjallafólki, bæði þeim sem eru að koma af öræfunum og þeim sem eru á leið upp. Þaðan er hægt að komast í Laugarfell og þaðan í Skagafjörð eða niður í Bárðardal og líka suður. Já, það er margt að skoða í Eyjafirðinum og kannski er skemmtilegast bara að skoða byggðina og búskapinn. Þetta er nú eitt blómlegasta landbúnaðar- hérað á íslandi og stórkostlegt að líta heim að mörgum stórbýlun- um. Eins eru fjöllin tignarleg og þess virði að þau séu skoðuð. Og það er alltaf að færast í vöxt að fólk leggi leið sína þarna frameft- ir. - Paðereiginlegabaraíca. 3'/2 mánuð á sumri sem eitthvað er að gera. Á öðrum tímum árs er þetta bara fokk. Við verðum samt með bensínsöluna opna allt árið þar sem við erum eini aðilinn sem sel- ur bensín fyrir byggðina hér fremra. Það ernáttúrulega vanda- mál hvað þetta kemur svona allt í einu og eins það að þennan stutta tíma á sumrin sem fólk kemur þá kemur það langmest um helgar. Auk okkar hjónanna vinnur dótt- ir okkar hjá okkur og 14 ára stúlka og um helgar bætum við annarri við. Ef við myndum reikna okkur fullt kaup myndi reksturinn ekki bera sig. En það dugir. ekki að leggjast með tærnar upp í loft og þetta er þó skárra en það. Hvaða fólk er það sem leggur leið sína til ykkar? - Að stærstum hluta eru það Akureyringar sem leggja leið sína — Rætt við Kristján Óskarsson í Steinhólaskála Það hefur færst í vöxt að Akur- eyringar noti helgarnar til bfl- ferða út úr bænum og leggja þá gjarnan leið sína um hinar blómlegu byggðir Eyjafjarðar. Má að nokkru líkja hringakstri Akureyringa um Eyjafjörð við Þingvallahringinn fyrir Reyk- víkinga. Ef ekinn er fremri hringurinn er tilvalið að koma við í Steinhólaskála og þiggja hressingu hjá hjónunum Krist- jáni Oskarssyni og Helgu Hermannsdóttur. Þar reka þau söluskála, bensín- og olíuvöru- sölu og selja auk þess kaffi og brauð gestum og gangandi frá 9 á morgnana til 11.30 á kvöldin. Dagur átti spjall við Kristján og spurði fyrst hvernig reksturinn gengi. Hjónin Kristján Óskarsson og Helga Hermannsdóttir stálu sér tíma frá ðnnunum til að stilla sér upp í myndatöku. í Eyjafírömum 8 - DAGUR - 23. júlí 1982 ... fv'j.OAC -• S02Í ?5m-{ ■'•ía

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.