Dagur - 30.07.1982, Page 7
Helgarvlðtal við „Hjalteyringana“
Henriétte van Egten og Jan Voss
- En hvað um leiðir ykkar í
myndlistinni? Hafið þið lært
mikið af öðrum, t.d. gömlu meist-
urunum?
Henriétte: Ég hef aldrei átt minn
fyrirmyndarmyndlistarmann sem
ég reyni að líkjast eða líkja eftir. í
kvöldskólanum var ég að sjálf-
sögðu látin teikna model og alls
kyns hluti í umhverfinu og í aka-
demíunni var mikil áhersla lögð á
að læra um liststefnur og einstaka
listamenn. Mér fannst þetta nám
fremur marklítið því maður skildi
ekki til hvers teikna þurfti allt það
skyldur eins og herþjónustu og
losna við að fara í nám sem mér
leiddist. Ég hef aldrei getað teikn-
að „snoturlega“ eða „snilldar-
lega“ og það tók mig langan tíma
þarna í akademíunni að losna við
þá sannfæringu að þetta væri ein-
hverskonar fötlun. Ég áttaði mig
þó að lokum á því að einmitt
vegna þessarar „fötlunar" þurfti
ég að einbeita mér betur að því
sem ég var að gera. Þannig hjálp-
aði þessi tregða mér að skilja
myndir betur, bæði mínar og ann-
arra. Ég get þannig sagt að það
Henriétte: Yið teikniborðið reyni ég að finna allan minn veikleika og styrk-
leika.
sem kennararnir létu teikna. Mér
fannst hins vegar mikilvægt að
hafa þarna tækifæri til að hugsa og
öðlast víðari skilning á tilverunni,
hafi verið mér til framdráttar að
vera ekki snilldarteiknari, í
venjulegri merkingu þess orðs.
Eldri myndlist sem sett er á söfn
þó svo að í pollinum á götunni sé ;
blái liturinn allt eins fallegur. Það
bara sér hann enginn þar.
Það sem hrífur mig helst er i
samtímalistin. Eldri list sem ekki i
er hægt að skoða í samhengi við
samtíð sína er svo afstæð.
Henriétte: Ég held að megninu af
hinni sönnu og fögru list sögunnar
hafi þegar verið ýtt til hliðar. Ég
held að viðhorfið hafi alltaf verið
svipað og nú; hin sanna list er ekki
viðurkennd. Það sem við fáum að
sjá á söfnum í dag er sú list sem
var viðurkennd af aðli og fyrir-
fólki.
Jan: Mín kenning er sú að nú á
dögum sé þetta heldur að lagast.
Viðhorfið er að breytast í þá átt
að fólk samþykkir frekar hina
djörfu og hugmyndaríku lista-
menn sem hér áður voru einfald-
lega kallaðir „bæjarfíflið“ eða
eitthvað í þá áttina.
Henriétte: Jú, það var t.d. einu
sinni ráðist í það stórvirki að
endurglerja stóra kirkju heima í
Hollandi. Glerið í hana var allt af
sömu stærð; í hundruð lítilla
glugga. Glerskurðarmennirnir
mældu gluggastærðina með spotta
sem sýndi rétta stærð. Einhvern-
veginn náði afi í „mælitækið“ og
klippti af því 5 millimetra. Það
uppgötvaðist svo ekki fyrr en búið
var að skera allt glerið að spottinn
var svikinn.
Jan: (Hlær dátt) Þetta er sönn list,
einskonar andstæða við hefð-
bundna kirkjulist - maddonnu-
listina.
Henriétte: Hann var að sjálf-
sögðu aldrei titlaður listamaður
fyrir vikið. Hann var skósmiður, -
en skósmiðir eru listamenn ekki
síður en aðrir.
- Eru þá allir listamenn?
„Island cr 1111
ieiimislnm
meira eld^allaland
en HoUand“
•f«r. \
ijj ðn fo
— < múm
Flestir kannast líklega við gamla útgerðarstaðinn Hjalteyri þar ;
sem yfirgefnar verksmiðjubyggingar, ryðgaðir kranar og tæki
segja okkur dapurlega sögu. Hér stóð athafnalíf eitt sinn í mikl-
um blóma, hávaði, líf og hamagangur og hjólin snerust öll sem
eitt. En nú horfir gamla verksmiðjan tómum gluggatóftum til :
hafs og bíður eftir afla sem aldrei kemur. Hjólin hafa ryðgað
föst og fátt er til að rjúfa þögnina. En ekki hafa allir geflst upp.
Enn er svolítil útgerð stunduð á Hjalteyri og lífgar það sannar-
lega upp á að heyra mótorskellina nálgast þó hvorki séu þeir há-
værir né margir í senn. Og allir virðast una glaðir við sitt, enda
staðurinn fallegur og vel í sveit settur; stutt á miðin og stutt í,
kaupstaðinn. Þetta vita ailir sem komið hafa til Hjalteyrar og
fínnst líklega flestum nóg upp talið. En þeir eru færri sem vita að
þarna er að fínna hálfgerða listamannanýlendu. Það hefur
semsé stöðugt færst í aukana hin síðustu ár að myndlistarmenn *
hafí þarna „sumarsetu“ og dvelji jafnvel árið um kring. Um
þessar mundir eru fímm slíkir búsettir á Hjalteyri, en eitthvað
mun þeim fækka með haustinu. Það vakti að vonum áhuga
minn hvernig á því stæði að Hjalteyri hefði meira aðdráttarafl
fyrir myndlistarmenn en aðrir smástaðir. Og þegar í Ijós kom að
mcirihluti þeirra er útlendingar hlaut aðkoma upp í huga manns
hin gamla góða spurning: Hvers vegna ísland?
Ég fór því um daginn og spjallaði við tvo erlenda „Hjalteyr-
inga“, Hollendinginn Henriétte van Egten og Þjóðverjann Jan
Voss. Þau búa í stóru húsi niður við sjó og var ég þar boðinn
velkominn í „Gamla hótelið“ en það segja þau að húsið heiti.
Þar hafa þau vinnustofur sínar og var greinilegt að mikið var
unnið; myndir upp um alla veggi og málverk bæði í eldhúsinu og
stofunni. Það var því nóg að skoða á meðan beðið var eftir te-
sopanum. Hann streymdi þó von bráðar í bollana og þá var ekki
eftir neinu að bíða.
Ég bað þau fyrst að segja mér
eitthvað af sjálfum sér, hvenær og
hvers vegna þau byrjuðu að vinna
að myndlist.
Henriétte: Ég held að ég hafi
byrjað á því að móta í leir þegar
ég var barn allt það sem mig lang-
aði til að eiga en gat ekki eignast.
Sérstaklega voru það dýr sem ég
skapaði þannig. Ég átti nefnilega
enga vini nema meðal dýranna og
ég ólstupp ísamneyti viðþau. Þar
sem ég hafði ekkert tækifæri til að
eignast öll þau dýr sem mig lang-
aði að kynnast, varð ég að búa
þau til sjálf og til þess notaði ég
leirinn. Auk þess var ég alltaf að
teikna. Þegarégvartólfáraákvað
ég síðan endanlega hvort ég vildi
verða dýralæknir, en það sótti
mjög á hugann, eða fara út í
myndlistina eingöngu. Það síðar-
nefnda varð ofan á, ekki síst
vegna þess að hinn hefðbundni
skóli hafði ekki náð að vekja
áhuga minn fyrir bóknámi og var
því ekki vænlegur vinnustaður,
Og sfðan ég tók þessa ákvörðun
hef ég eingöngu unnið að
myndlist, en lauk að sjálfsögðu
við skólaskylduna.
- En hvað um myndlistar-
skóla?
Henriétte: Þegar ég var 14 ára fór
ég að sækja kvöldnámskeið í
teiknun og 17 ára fór ég í akadem-
íuná og nam þar til tuttugu og eins
árs aldurs. Síðan þá hef ég ferðast
mikið, aðallega um Evrópu og
Bandaríkin og unnið að myndlist
á fjölmörgum ólíkum stöðum.
- En hvað hefur Jan að segja
um sína æsku?
Jan: Daginn sem ég fæddist (25.
apríl 1945) var Síðari Heimsstyrj-
öldin í algleymingi. Hörð átök
áttu sér m.a. stað í Hildesheim,
en þangað hafði móðir mín flúið
frá Berlín, þar sem ástandið var
heldur verra. Hún átti í nokkrum
erfiðleikum með að komast inn á
sjúkrahúsið, því nunnurnar höfðu
lokað sig þar inni í skelfingu sinni.
En það tókst henni þó um síðir og
þar fæddist ég inn í þessar hörmu-
legu aðstæður. Þegar móðir mín
komst á fætur og leit út um glugg-
ann á sjúkrahúsinu, sá, hún fólk
hangandi í trjánum allt í kring.
Það hafði verið hengt um nóttina,
um svipað leyti og hún ól mig. Og
þó svo að ég muni þetta ekki í
sjálfu sér, þá er það greypt inn í
huga minn alla tíð.
Og Jan heldur áfram að rifja
upp liðinn tíma:
Éin af fyrstu raunverulegu
minningum mínum er að ég stend
með móður min,ni í stórri, dimmri
og tómri verslun. Hún er að reyna
að kaupa handa mér trékubba
fyrir peninga sem allir vissu að
voru verðlausir því ný mynt átti
fljótlega að taka gildi. Verslunar-
eigendur höfðu þess vegna falið
þær fáu vörur sem þeir áttu og
vildu ekki selja þær fyrir þessa
verðlausu mynt. Þess vegna voru
allar hillur tómar og enga kubba
að fá. Verslunarstjórinn sér hins
vegar aumur á okkur og skipar
einum manna sinna að sækja
handa mér kassa. Á meðan rífur
hann niður hillu og sagar hana í
sundur þvers og kruss. Og út för-
um við með kassann fullan af alls-
konar byggingarkubbum. Ég hef
síðar áttað mig á því að þegar ég
byggði mín hús og reisti nýjar
borgir úr kubbunum var ég raunar
að byggja nýjan heim úr rústum
þess gamla sem brotinn var niður.
Ég ólst upp í eyðileggingunni, -
lék mér í rústunum en varð síðan
vitni að hinu gífurlega þýska efna-
hagsundri: Borgir voru byggðar
upp á ótrúlega skömmum tíma og
menn unnu eins og brjálæðingar
að endurbyggingu. Það er allt
þetta umrót sem einkennir öðru
fremur fyrstu 15 ár ævi minnar,
fyrst er allt brotið niður og síðan
byggt upp aftur.
- Hafði þetta ekki mikil áhrif á
þig sem listamann?
Jan: Ég geri mér nú ekki glögga
grein fyrir því. Það hlýtur þó að
hafa haft áhrif. Ég er með list
minni að reyna að öðlast skiln-
ing og það er óttinn sem rekur mig
áfram í leit minni að skilningi. Ég
hef fundið tvær leiðir frá óttanum
að skilningnum: Hæðnina ogsárs-
aukann.
Jan hugsar sig um svolitla stund
eins og til að leita frekari útskýr-
inga, en grípur því næst blað og
teiknar meðfylgjandi mynd sem
segir meira en mörg orð.
Henriétte: Teikning.
hér á íslandi. Það má segja að ég
innbyrði á meginlandinu og losi
hér. Alls ekki svo óeðlilegt þegar
það er haft í huga að ísland er nú
einu sinni miklu meira eldfjalla-
land en Holland!
- En hvers vegna Hjalteyri?
Jan: Það var bara heppileg tilvilj-
un að við enduðum hér. Og ég
kann vel við mig hérna. Þessi
„dauða“ verksmiðja truflaði mig
fyrst en gerir það ekki lengur,
a.m.k. ekki á sama hátt. Ég hef
smám saman fundi meiri samsvör-
un milli þessara verksmiðjurústa
og þeirra rústa sem ég ólst upp i í
Þýskalandi. Og nú heyrir maður
hvíslað um álverksmiðju sem geti
rifið upp staðinn, þannig að mér
finnst næstum að nú sé árið 1950
þegar efnahagsundrið fór að
skekja hið eyðilega Þýskaland.
Nú lifir fólkið á Hjalteyri fá-
brotnu lífi en eftir nokkur ár verð-
ur e.t.v. brostin á álmartröð.
Hættir þá fólk ekki að skilja hvað
það raunverulega er að gera?
Jan Voss: Sjálfsmynd.
en það sem ég skildi síðast var það
sem kennararnir höfðu að segja.
Jan: Ég var í listakademíunni í
Dusseldorf í 6-7 ár, kannski aðal-
lega til að losna við óþægilegar
er notuð til að einangra listina frá
manneskjunni, breikka bilið milli
mannsins og listarinnar. Safngest-
ir grípa andann á lofti yfir
„. . . þessum fallega bláa lit . . .“
Jan: Það eru allir listamenn á ein-
hvern hátt. Listin er til í öllum,
það er bara spurning um hvort
hún nær að brjótast fram hjá
hverjum og einum.
Jan: Ég stækka, sný, geri hvítt að svörtu og svart að hvítu og út úr þessu kemur
aragrúi smáatriða sem mynda eina heild, einskonar sögu.
Ljósmyndir og texti: Þorvaldur Þorsteinsson
Henriétte: Það má líkja þessu við
eldfjöllin. Það er hiti undir allri
jarðskorpunni, en hann kemur
ekki upp á yfirborðið nema á ein-
staka stað og einstaka sinnum.
- En hvar á að draga línu milli
listamanna og annarra manna?
Og hver á að draga línuna? Eru
raunverulega allir listamenn?
(Spyrill er nú orðinn býsna ákafur
en hann er afgreiddur með stuttri
setningu):
Jan: Látum listamennina um að
draga línur.
- Við þessu er ekki nema eitt
svar: Ég dreg íbygginn fram spari-
spurningarnar sem vikið var að
hér í innganginum: Hvers vegna
komið þið til íslands til að vinna?
Jan: Það góða við Island er að það
truflar mig mjög lítið. Hins vegar
hefur íslenska náttúran mjög góð
áhrif á mig og ég nýt þess sérstak-
lega vel að upplifa fjölbreytni
hennar.
Henriétte: í Amsterdam og Berl-
ín þar sem við vinnum líka er svo
margt sem truflar mann. Þú lendir
þar í hringiðu fjölmiðla, hraða og
spennu og það gefst ekki tóm til
að vinna. Maður verður bara rugl-
aður því viðfangsefnin hrúgast
upp í huganum og ekki er nægi-
legur friður til að vinna úr þeim.
Þann frið er miklu fremur að finna
6-DAGUR-30. júlí 1982
30. júlí 1982-DAGUR-7