Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 12
------------BAUTINN - SMIÐJAN AUGLÝSA:---------------
Graham Smith, fiðluleikari, og Jónas Þórir,
hljómborðsleikari, skemmta matargestum Smiðjunnai
á hverju kvöldi, (nema 2. og 3. ágúst), tímabilið 30. júlf
ti!8.ágúst.
Akureyri, föstudagur 30. júlí 1982
Bæjarstjóri
18. janúar. Bjarni Einarsson kosinn bæjarstjóri í gær.
Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn studdu hann. - Hinir
skiluðu auðu.
Geimfar
4. febrúar. Geimfar í Þistilfirði. Maður einn í Sauðanes-
hreppi keypti sér nýlega vélsleða, sem gárungarnir nefna
geimfar.
Frosti strandar
8. febrúar. Frosti II strandaði á Innstalandsskerjum á
laugardaginn, þegar báturinn var' á leið til Hofsóss í suð-
vestan strekkingi og dimmum hríðaréljum. Mönnunum
var bjargað yfir í annan bát og Frosti II náðist lítt skemmd-
ur af strandstað, morguninn eftir.
Atvinnulausir
25. febrúar. Nær 100 atvinnulausir á Akureyri. 24 verka-
menn og 75 verkakonur, alls hafa það sem af er árinu verið
greiddar í atvinnuleysisbætur 462 þúsund krónur.
Atvinnuleysið nú í vetur hefur verið meira á Akureyri en
oft áður.
KEA félagar
4. márs. í Akureyrardeild KEA eru nú 2589 félagar.
Fimbulkuldi
29. mars. íshrafl fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Nær
allir vegir landsins tepptust vegna snjóa. Víða eru ísjakar
á siglingaleiðum en sjást illa eða ekki í ratsjám.
Brennur á Grenivík
26. apríl. Símstöðvarhúsið á Grenivík brann til kaldra
kola. Stöðvarstjóri bjó einn í húsinu og slapp hann
ómeiddur. Þegar slökkvilið Akureyrar mætti á staðinn var
húsið að mestu brunnið. Ókunnugt er um eldsupptök.
Hafin síldarleit
5. maí. Síldarleit er nú hafin á miðunum norðan og aust-
an við landið. Við leitina eru notuð tvö skip og jafnvel bú-
ist við að það þriðja verði fengið að auki.
Allir úr Flatey?
5. mai. Flytja allir úr Flatey? Þar búa nú um 20 manns og
mun það vera of fámennt samfélag. Flateyingar munu
hugsa sér til hreyfings úr eynni næsta haust.
Kísilverksmiðjan
1. nóvember. Verksmiðja kísiliðjunnar í Bjarnarflagi
fullgerð. Var formlega afhent síðastliðinn föstudag. Af-
köst verksmiðjunnar eiga að geta orðið 25-27 þúsund
tonn á ári. Fyrst um sinn verða um 25 manns í fastri vinnu
við verksmiðjuna.
Hestar á fleka
2. desember. Fjórum hestum var bjargað á fleka, úr ár-
hólma sem var umflotinn djúpu krapi. Eitthvað voru
hrossin hvekkt, því með naumindum tókst að fá þau til að
koma á flekann. Eitt hrossið varð að skjóta af því ekki var
mögulegt að fá það á flekann.
í höfnina
13. desember. Ökumaður og bíll fóru í höfnina. Maður-
inn slapp en bíllinn er dálítið skemmdur. ísing á stýris-
gangi mun orsök þess að bíllinn lét ekki að stjórn, og rann í
höfnina.
99
Hver reitur þama
uppi er
heill heirnur
út af fyrir sig“
„Það er óhætt að segja að það
opnist nýr heimur fyrir manni
þegar upp á Vatnajökul er
komið og á svæðin þarna í
kring, enda ræð ég ekkert við
þá löngun að koma þangað
aftur og aftur“ sagði Sigurður
Baldursson, en Baldur Sigurðs-
son faðir hans, Sigurður og
reyndar fjölskyldan öll gengst
fyrir ferðum á Vatnajökul.
Fyrirtæki fjölskyldunnar ber
heitið Jöklaferðir, og í boði hjá
því eru helgarferðir. Farið er frá
Akureyri á föstudagseftirmiðdag,
og haldið í Gæsavötn en þar er
gist í tjöldum eða skála. Laugar-
dagurinn er notaður til ferða á
Jökulinn og sunnudagurinn í ferð
í Vonarskarð og Trölladyngju.
„Við erum 6 tíma að keyra
Grímsvötn en það er vinsælast af
þeim sem koma í þessar ferðir að
fara þangað," sagði Sigurður.
Annars er hver reitur þarna uppi
heill heimur út af fyrir sig og þegar
ekið er yfir Bárðarbungu sem er
annað hæsta fjall landsins sést yfir
a.m.k. 2/3 hluta landsins ef
skyggni er gott.“
Farartækin sem notuð eru á
jöklinum eru „Snjókötturinn"
sem tekur 13 manns í sæti og
„Bangsi“ sem er með 10 sæti. Þá
er jeppi á beltum og einnig erum
við með snjósleða og fleiri farar-
tæki. Það ermjög vinsælt hjáfóiki
að fara á skíði í þessum ferðum,
og getur það þá látið draga sig um
jökulinn annaðhvort af snjósleð-
um eða snjóbílunum. Við erum
með skíðaleigu sjálfir og þetta er
það sem fólkið sækir mest í.“
Ferðir Jöklaferða standa yfir
fram í ágústlok og það er Útsýn á
Akureyri sem sér um miðasöluna.
Þessar ferðir voru teknar upp á
síðasta ári eftir nokkurt hlé og var
aðsókn mikil. „Það eru aðallega
íslendingar sem koma í þessar
ferðir, fólk á öllum aldri og við
höfum ekki orðið varir við annað
en almenna ánægju hjá fólkinu.
Við viðurkennum fúslega að
verðið er í hærri kantinum, en
höfum við það fyrir sið að láta
fólkið ekki borga fyrr en í ferða-
lok og þá finnst engum mikið að
greiða það sem við setjum upp.
Við getum því óhræddir mælt
með þessum ferðum sem eru
mjög óvenjulegar og ólíkar
öðrum sem boðið er upp á“ sagði
Sigurður.
Sigurður Baldursson.
VERSLUNARFOLK!
I
Óskum ykkur góðrar helgar
og ánægjulegrar heimkomu.