Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Aukin samskipti við Grænlendinga Fjöldi íslendinga og annnarra Norðurlanda- þjóða fagna því nú með Grænlendingum að eitt þúsund ár eru liðin frá landnámi Eiríks rauða. Kynni og samskipti norrænna manna og íbúa landsins sem Eiríkur kallaði Grænland urðu hvorki ýkja löng né allt of góð. Þó er full ástæða til að fagna með Grænlendingum þess- um tímamótum í sögu þeirra, ekki hvað síst með það í huga að koma á varanlegri kynnum við þessa næstu nágranna okkar, heldur en urðu í kjölfar landnámsins. Samskipti íslendinga og Grænlendinga hafa farið vaxandi á síðustu árum bæði á sviði atvinnulífs og menningar. Fjárstofn Græn- lendinga er kominn frá íslandi og hingað hafa ungir Grænlendingar sótt þekkingu í skóla og á heimili, m.a. varðandi landbúnað og fisk- vinnslu. Sem betur fer virðist nú vera almennur skilningur á því að Grænlendingar og íslend- ingar hafi náin og góð samskipti. Hagsmuna- málin eru að mörgu leyti sameiginleg og vandamálin samskonar. Báðar þjóðirnar þurfa t.d. að standa á rétti sínum til að vernda fiski- stofnana í hafinu umhverfis löndin. Grænlendingar standa nú í virðingarverðri baráttu fyrir því að ráða sínum málum meira en verið hefur. íslendingar þekkja og ættu að skilja þessa afstöðu þeirra eftir að hafa sjálfir gengið í gegn um svipaða baráttu. Enn er bar- ist um auðlindir hafsins og fyrir þjóðir eins og íslendinga og Grænlendinga er það ekki bar- átta um fisk á diskinn í eitt mál, eins og ætla mætti að væri hjá stórþjóðum sem hafa úr fjölmörgu að spila, heldur lifibrauð um ókomna framtíð. Smáþjóðir á borð við íslendinga og Græn- lendinga þurfa á samstöðu að halda. Vonandi verða þessi hátíðahöld til þess að auka kynni og skilning milli þessara þjóða. Að greiða fyrir óhófið Þjóðhagsstofnun spáir nú 60% verðbólgu á ár- inu verði ekkert gert til að bragðst við þeirri öfugþróun sem orðin er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með sama áframhaldi gæti verð- bólgan verið orðin 75—80% um mitt næsta ár, sem hefði í för með sér verulega hættu fyrir atvinnulíf landsmanna, sem þegar á í erfiðleik- um. Ljóst er að til róttækra aðgerða verður að grípa á næstunni. Allt verður að gera sem unnt er til að viðhalda fullri atvinnu. Gífurlegur afla- samdráttur, langvarandi lægð í hagvexti og al- þjóðaviðskiptum og óhagstæð þróun útflutn- ingstekna samfara aukinni neyslu valda veru- legum halla í viðskiptajöfnuði Islands við um- heiminn. Bregðast verður við með aðhaldi í peningamálum, en jafnframt verður að gera hvaðeina til að stórauka framleiðslu og fram- leiðni. Nú þurfum við að fara að greiða fyrir óhófið. Mikill ferðamannastraumur Myndir: H.Sv. Sigurgeir ísaksson er útibússtjóri í Ásbyrgi. í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur „Ferðamannastraumurinn hef- ur verið mjög mikill í sumar. Hann byrjaði fremur seint, einkum hvað varðar útlending- ana, og hefur hræðsla við verk- föll vafalítið haft þar töluverð áhrif,“ sagði Sigurgeir ísaks- son, útibússtjóri Kaupfélags Norður-Þingeyina í Asbyrgi, en skammt frá innkeyrslunni í Byrgið er rekin glæsileg verslun sem tekin var í notkun árið 1974. „Verslun hér hefur verið sífellt vaxandi síðan útibúið var tekið í notkun. Þetta hefur vaxið svo ört að umsvifin eru að sprengja allt utan af sér. Það er orðið mjög knýjandi að bæta hér við,“ sagði Sigurgeir. Yfir háannatímann á sumrin skapast oft örtröð í versl- uninni um helgar. Þá er verslunin opin frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 11 á kvöldin. Unnin er vaktavinna og 9 manns hafa þarna atvinnu, auk útibússtjórans. Allt þetta fólk er úr Kelduhverfi og Öxarfirði og skapar verslunin þannig töluverða atvinnu á sumrin. Yfir vetrartímann er verslunin rekin þannig að opið er frá klukkan 1-6 e.h. fimm daga vikunnar. Á sumrin eru það einkum ferðamenn sem dveljast í Ásbyrgi og í Vesturdal við Hljóðakletta sem notfæra sér þjónustu verslun- arinnar í Ásbyrgi. Um verslun- armannahelgina var mjög fjöl- mennt á tjaldstæðunum í Asbyrgi og Hljóðaklettum, enda frábærir útivistarstaðir. Óvíða á landinu er fegurra en í Hljóðaklettum og Hólmatungunum, þótt oftar sé það Ásbyrgi sem dregur að, lík- lega fyrst og fremst fyrir það að fleiri þekkja til staðarins en hinna tveggja. Til skamms tíma voru ekki einu sinni til póstkort af Ás- byrgi og þjóðgarðinum í Jökuls- árgljúfrum. Sigurgeir fékk hins vegar Sólarfilmu til að annast gerð slíkra korta, sem ekki fékkst nema pöntuð væri 8 þúsund ein- tök. Það kom ekki að sök því þau hafa selst vel. Markaður reyndist sem sagt vera fyrir þessa vöru. Nú er verið að byggja þjónustu- miðstöð í mynni Asbyrgis, svip- aða og er í Skaftafelli. Grunnur er kominn að tveimur húsum og Mikið var að gera í versluninni í Asbyrgi um verslunarmannahelgina. Séð norður úr Ásbyrgi í átt að bænum Ási og útibúi K.N.Þ. búið er að slétta og rækta tjald- stæði. Verslun og sú þjónusta sem verið hefur í Ásbyrgisversluninni verður hins vegar áfram þar, en í þjónustumiðstöðinni verður m.a. hreinlætisaðstaða, upplýs- ingaþjónusta og sitthvað fleira. Stutt verður frá þjónustumiðstöð- inni í verslunina, en þar er reynd- ar vísir að veitingastað, þó enn sé aðeins hægt að fá kaffi og svokall- aðan sjoppumat og borðin til að sitja við séu ekki nema þrjú talsins. Að sögn Sigurgeirs eru nú fyrir- hugaðar framkvæmdir við vatns- veitu sem nýtist barnaheimilinu að Ástjörn, kaupfélaginu, íbúð- arhúsinu að Ási og íbúðarhúsi Skógræktar ríkisins og væntan- lega fleiri húsum á svæðinu. Nú er þarna sjálfrennandi vatn sem ekki nægir því öllu. Vatnið í nýju vatnsveituna verður tekið úr gili sunnan og vestan við Ás og hefur Haraldur Árnason, vatnsvirkja- ráðunautur Búnaðarfélags íslands, hannað vatnsveituna. Sigurgeir sagði að vegakerfið í byggð á þessum slóðum væri orð- ið mjög þokkalegt, en hins vegar hefðu ferðamenn kvartað sáran undan veginum um Hólssand, en hann liggur sem kunnugt er að Dettifossi. Engu fjármagni hefur verið veitt til vegabóta þar á síð- ustu árum og vegna óvenjulegra þurrka í júní og júlí hefur ekki verið hægt að hefla hann. Vegna þessa mikla þurrkasumars eru hey í lágmarki í Kelduhverfi en nýting þetta góð. Menn eru vel á komnir með heyskap og sumir búnir, að sögn Sigurgeirs ísaks- sonar. og Amór með KA — gegn Manchester United í kvöld Leikmenn 1. deildarliðs KA í knattspyrnu fá erfiða and- stæðinga til að glíma við í kvöld, en það eru engir aðrir en hinir heimsfrægu snillingar enska félagsins, Manchester Unitcd. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20 og Manchester United skartar öllum sínum þekktustu stjörn- um í þessum leik. Þar er, eins og þeir vita sem fylgjst með knatt- spyrnu, landsliðsmaður í nær hverri stöðu og ekki heiglum hent að komast í þetta lið. Tímabil enskra knattspyrnu- manna er nú að hefjast innan skamms og því mætir félagið í þessa æfingaferð til íslánds með allt sitt besta og menn eru að berjast um að vinna sér fast sæti í liðinu. Það er því hægt að ganga út frá því sem vísu að leikmenn United munu ekki gefa neitt eftir, og hætt er við að róðurinn geti orðið þungur hjá KA- mönnum. Af leikmönum United, sem leika á Akureyrarvelli í kvöld, má nefna markvörðinn Gary Bailey, ensku landsliðsmennina Steve Coppell, Ray Wilkins, Bryan Robson og Frank Staple- ton, skoska landsliðsmanninn Gordon McQueen og n-írska piltinn Norman Whitside. Hann lék í úrslitum HM með n-írska landsliðinu á dögunum og er yngsti leikmaðurinn sem leikið hefur í úrslitum HM. Geysilega efnilegur 17 ára piltur sem er sagður minna á snillinginn Ge- orge Best. Það verður því sannkallaður „stjörnufans“ á vellinum á Ak- ureyri í kvöld og á ferðinni eru leikmenn sem ekki gefst tæki- Annað kvöld fer fram einn leikur í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu á Akureyri, og eigast þar við tvö þeirra liða sem éru í baráttunni um sæti 1. í deildinni að ári, Þór og FH, en þessi lið féllu ein- mitt úr 1. deild á síðasta keppnistímabili. Leikurinn í kvöld er geysilega þýðingamikill fyrir bæði félögin, enda má segja að nú sé hvert stig færi til að sjá f leik hér aftur. Varla þarf því að hvetja fólk til að sleppa ekki þessu einstaka tækifæri og vissara mun að mæta tímanlega til að ná í gott sæti eða stæði. Eins og fram kemur í frétt á bak- síðu mun George Best leika með KA gegn sínu gamla félagi, Manchester United í kvöld. sem vinnst virði þyngdar sinnar í gulli. Það lið sem tapar annað kvöld missir um leið mikið af möguleikum sínum að komast í 1. deildina og það lið sem sigrar færist nær takmarkinu. Það ætti því ekki að þurfa að hvetja fólk til að mæta á völlinn og sjá þennan leik, og hvetja um leið Þórsliðið í þessari þýðinga- miklu viðureign. Stórleikur í 2. deild Jaðarsmótið í golfi: Páll varði titilinn AIIs mættu 114 kylfingar til leiks á Jaðarsvellinum á Ak- ureyri um helgina, og tóku þátt í þremur mótum sem haldin voru. Þetta voru Jað- arsmótið, Ragnarsmótið, og Stigamót Golfsambands Islands. Keppendur í Jaðarsmótinu voru 100 talsins, og komu þeir víðsvegar að af landinu. Leiknar voru 36 holur með forgjöf á 18 holu vellinum, og er óhætt að segja að margir hafi þar lent í miklu basli með kúluna sína. Úrslitin urðu þau að Páll Ketilsson frá Golfklúbbi Suður- nesja varði titil sinn frá í fyrra. Hann lék á 149 höggum, Sigurð- ur Pétursson GR var á 151 höggi og Magnús Ingi Stefánsson NK var á 146 höggum og Gunnar Þórðarson GA á 146 höggum. Ragnarsmótið er opið kvennamót en verðlaunin eru gefin af Ragnari Lár. í það mót mættu 14 konur og urðu úrslit þau að Þórdís Geirsdótir GK sigraði á 183 höggum, Ásgerður Sverrisdóttir GR var önnur á 185 höggum og Kristín Pálsdótt- ir GK á 86 höggum. í forgjafar- keppninni sigraði Sigríður B. Ólafsdóttir GH á 153 höggum nettó, Jónína Pálsdóttir GA var á 157 og Inga Magnúsdóttir GA þriðja á 165. Þessi tvö mót voru leikin á laugardag og sunnudag. Á mánudeginum héldu síðan meistaraflokksmennirnir sem höfðu tekið þátt í Jaðarsmótinu áfram og léku 36 holur til viðbót- ar á gamla hluta Jaðarsvallarins. Var hann lengdur eins og hægt Páll Ketilsson undirbýr síðasta púttið. Ljósm: K.G.A. var og gerður sem erfiðastur í alla staði. 36 holurnar úr Jaðars- mótinu töldust með í þessari keppni og þegar leiknar höfðu verið 36 til viðbótar hafði Sigurður Pétursson GR sigrað, lék á 306 höggum alls. Páll Ketilsson GS á 308, Magnús Jónsson GS á 310, Björgvin Þor- steinsson GA á 312, Óskar Sæmundsson GR á 315, Hannes Eyvindsson GR á 318, Hilmar Björgvinsson GS á 321, Geir Svavarsson GR á 322 og Ragnar Ólafsson GR og Magnús Ingi Stefánsson NK á 323 höggum. Þessir kylfingar hlutu allir stig til landsliðsins. 4 - DAGUR - 5. ágúst 1982 5. ágúst 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.