Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, flmmtudagur 5. ágúst 1982 83. tölublað Úr Hljóðaklettum í Jökulsárgljúfri. Mynd: H.Sv. Góð verslunarmannahelgi Lögreglumönnum á Norö- Austurlandi bar saman um það er við ræddum við þá eftir verslunarmannahelgina að helgin hafi verið mjög róleg. Umferðin gekk yfir höfuð vel og ekkert alvarlegt umferðar- slys átti sér stað. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík gekk Laugahátíð mjög vel. Þar voru milli 2 og 3 þúsund manns samankomnir og skemmtu sér hið vesta í góðu veðri. Ölvun var nokkur eins og alltaf er á há- tíðum sem þessum, em menn virt- ust sammála um það samt sem áður að hátíðin hafi farið mjög vel fram og hafi verið ein besta Laugahátíð sem haldin hefur verið. Árekstur varð á Tjörnesi á sunnudag. Þar rákust saman tvær bifreiðar en meiðsli urðu ekki alvarleg á fólki þótt nokkrir væru fluttir á sjúkrahús. Bílarnir skemmdust hinsvegar mikið. Þá var bíl ekið útaf veginum sunnan við Skjólbrekku í Mý- vatnssveit en engin meiðsli urðu. Þess má að lokum geta að frá því um miðja síðustu viku og þar til á mánudag tók lögreglan á Húsavík 8 ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Þrír ökumenn voru teknir ölv- aðir við akstur á Akureyri um helgina, en annars var fremur ró- legt hjá Akureyrarlögreglunni. Þó varð árekstur við Krossastaða- brú á Þelamörk en skemmdir urðu þar litlar og meiðsli sömu- leiðis. Þá kom upp eldur í bifreið við Lundargötu en hún skemmd- ist lítið. Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að verslunar- mannahelgin hafi verið góð. Um- ferðin gekk yfirleitt mjög vel, lítið var um hraðakstur og er þessi helgi ein rólegasta verslunarm- annahelgi í langan tíma. Borinn sat fastur í Ólafsfjarðará Borínn Narfi er nú að bora holu fyrir Hitaveitu Ólafsfjarðar. Fyrirhugað er að holan verði 1200-1500 metra djúp og áætl- aður kostnaður um kr. 3.000.000,00 Við komu borsins hingað voru Ólafsfirðingar minntir rækilega á það slæma ástand sem hér er í samgöngumálum og er þá átt við að engin brú, sem þvf nafni getur nefnst er yfir Fjarðará og verður því að fara með alla stærri bíla og tæki yfir ána á vaði. í þetta um- rædda skipti sat dráttarbíllinn sem flutti bormastrið fastur í ánni og kostaði mikinn tíma og fjár- muni að ná honum upp. Einnig hafa komið fyrir hér um- ferðaróhöpp sem hægt er að rekja beint til þessa ástands, þ.e. þegar bílar koma hálfbremsulausir upp úr ánni og beint út í bæjarumferð- ina, auk þess sem margur vöru- flutninga- og rútubílstjórinn hef- ur stórskemmt bílinn við að troð- ast í gegn um þá brú sem fyrir er. Ástand þetta er óþolandi og verður að krefjast þess að úr verði bætt sem allra fyrst. J.E.F. Borinn fastur við Ólafsfjarðará. Ljósm: J.K. Hörkuhuaur er í Sial- firðinaum „Segja má að bærinn hatl hreinlega tæmst um verslun- armannahelgina. Flestir ung- lingarnir fóru ■ Húnaver. Þeir fóru nánast beint úr rútunni á mánudagsmorgun til vinnu í frystihúsinu, en megnið af starfsfólki frystihússins er ung- lingar um þessar mundir þar sem fullorðna fólkið er í sumar- fríi. Óvissan vegna verkfalla varð til þess að fólk frestaði sumarfríum sínum og þegar þau mál leystust síðan þyrptust menn í sumarleyfi nær allir í einu. Þetta er bölvanlegt fyrir húsin því þó að unglingarnir geri sitt besta eru þeir óvanir og fiskur hefur verið nægur,“ sagði Sveinn Björnsson, frétta- ritari Dags á Siglufirði. Sigluvík landaði 130 tonnum á föstudag og Stálvík kom á mánu- dag með 80 tonn. Þá landaði Haf- þór vikuna fyrir verslunarmanna- helgina 107 tonnum eftir viku úti- vist og var það síðasta ferð skips- ins en það var leigt Siglfirðingum um tveggja mánaða skeið. Fer það nú til hafrannsókna á ný en á þessum tveimur mánuðum fékk það 700 tonn. Ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn eftir lönd- un og á mánudag varð að neita Runólfi frá Grundarfirði um löndum á 140 tonnum og einnig þurfti að neita honum um löndun í vikunni þar áður. Sama vanda- málið mun vera uppi á teningnum á heimaslóðum Runólfs, sumarfrí starfsmanna. „Almennt er gott hljóð í fólki en menn eru þó farnir að kvíða haustinu. Aflatregða hefur verið hjá smærri bátum og nánast ör- deyða áhandfæri. Þrírstórirbátar ætla á línu með haustinu og mönnum líst ekki á ástandið á heimaslóð miðað við það sem verið hefur. Hins vegar hafa stærri handfærabátar fengið ágæt- an afla þegar gefið hefur við Grímsey og Kolbeinsey. T.d. kom einn með 7 tonn eftir þrjá daga. Þó er eins og aðeins hafi glæðst á heimaslóð síðustu dag- ana og ætla menn að hlýindin hafi haft þar einhver áhrif á. Hafnarframkvæmdir hafa stað- ið yfir. Bæði hefur verið unnið við gerð smábátahafnar og einnig hefur verið gerður grjótgarður í vestur frá togarabryggjunni. Með honum voru lokaðar inni gamlar bryggjur og síðan verður fyllt yfir þær. í framtíðinni verður þetta viðlegukantur. Þegar á heildina er litið má segja að hörkuhugur sé í Siglfirð- ingum um þessar mundir og cngin uppgjöf í mönnum þrátt fyrir ástand þjóðarbúsins,“ sagði Sveinn Björnsson að lokum. Opinber gjöld hækkuðu um 63.4% milli Álagningu opinberra gjalda í Norðurlandskjördæmi eystra lauk um mánaðamótin og hefur skrá um opinber gjöld á árinu 1982 verið lögð fram. Sam- kvæmt álagningarskránni er heildarfjárhæð álagðra gjalda í umdæminu kr. 400.758.257, eða ríflega 400 milljónir króna, og gjaldendur eru 19.993. Heildarfjárhæð álagðra gjalda 1981 var kr. 245.173.814 og nemur meðaltalshækkunin milli ára 63,4%. Hæstu einstaklingar í umdæm- inu bera samtals gjöld sem hér segir, en þeir eru allir búsettir á Akureyri: Leó F. Sigurðsson, Oddeyrar- götu 5 kr. 381.624.-, Arnór ara Karlsson, Furulundi 15h kr. 365.689.-, Gauti Arnþórsson. Hjarðarlundi 11 kr. 347.998.-, Magnús Stefánsson, Helgamagra- stræti 23 kr. 330.885.-, Teitur Jónsson, Byggðavegi 123 kr. 321.647.-, Baldur Jónsson, Goða- byggð 9 kr. 305.514.-. Hæstu félög í umdæminu bera samtals gjöld sem hér segir: Kaupfélag Eyfirðinga, Akur- eyri kr. 13,336,480.-, Útgerðar- félag Akureyringa hf. kr. 3.453.317.-, Verksmiðjur SÍS, Akureyri kr. 3.276.015.-, Slipp- stöðin hf., Akureyri kr. 2.285.636.-, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Húsavík kr. 2.253.046.-, Kaupfélag Þingey- inga, Húsavík kr. 2.115.505.-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.