Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 05.08.1982, Blaðsíða 8
HÖGGDEYFÁR í FLESTA BÍLA Hljómversmálið: Pilturinn látinn laus Pilturinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Akureyri að undanförnu, vegna Hljómvers- málsins svokallaða, var látinn laus um helgina er gæsluvarð- haldstími hans rann út. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri er lilutur hans í þessu máli tal- inn fullrannsakaður en málið er að öðru leyti öupplýst. Það nýj- asta sem cr aö frétta varðandi þetta mál er að fleiri hljómflutn- ingstæki sem stolið var í Hljómveri á sínum tíma fundust á Oddeyri, og voru þau utandyra. Verslunarmiðstöðin í Glerárhverfi. Best og Arnór með KA! Það verður sannkallaður stjörnufans á Akureyrarvellin- um í kvöld er KA leikur þar gegn hinum heimsþekktu leik- mönnum Manchesther United. Ekki bara það að United mæti með alla sína bestu og frægustu leikmenn, heldur leika þeir George Best og Arnór Guð- johnsen með KA. Georg Best ætti að vera óþarfi að kynna, svo frægur sem hann var, er hann lék með Man. United. Hann þótti algjört undrabarn í knatt- spyrnunni og heillaði alla með sinni mikiu knattleikni. Arnór Guðjohnsen kemur gagngert frá Belgíu til þess að taka þátt í þessum leik. Arnþór er orðinn geysilega þekktur leik- maður í Belgíu og var einn besti maður í knattspyrnunni þar á st'ð- asta keppnistímabili. Áður en leikurinn í kvöld hefst kl. 20 munu fallhlífastökkvarar koma af himnum ofan með bolt- ann sem leikið verður með, og í hálfleik skemmta Graham Smith fiðluleikari og Jónas Þórir orgel- leikari. Sjánánar um leikinnábls. 5. Verslunarmiðstöðin í Glerárhverfi: Opnað í október Eldur F | A ■ ihusi Eldur kom upp í húsinu Norður- götu 33 sl. laugardagsmorgun. Eldur var þar í vegg við rafmagns- töflu og gekk fljótlega að ráða niðurlögum hans. Skemmdir urðu því ekki miklar af eldinum, en nokkrar af reyk. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagns- kyndingu. Ljóst liggur fyrir að nýja versl- unarmiöstöðin sem er að rísa í Glerárþorpi mun ekki verða tekin í gagnið þann 1. septem- ber eins og áætlun hljóðaði upp á. Ekki er reiknað með því að hún verði opnuð fyrr en seinni hlutann í október eða í byrjun nóvember. Frestun á því að taka verslun- armiðstöðina í gagnið hefur nokkuð oft orðið og er verkið því orðið langt á eftir upphaflegri áætlun. Nú eru þeir aðilar sem koma til með að hafa verslanir í húsinu teknir við framkvæmdum, hver í sínu húsnæði, samkvæmt samn- ingi. Byggingaverktakinn, Smári hf., hefur hinsvegar á sinni könnu fullnaðarfrágang á sameiginlegu húsnæði og frágangi að utan. Frágangur á lóð er sameiginlega í höndum eigenda. Alls er í húsinu rými fyrir 22 verslunaraðila, en heildargólfflöt- ur hússins er um 4600 fermetrar. Mikill arfi og léleg Hrísey: Ekkert vatn úr nýjustu holunni spretta „Það hefur verið ágætis tíð upp á síðkastið, ekki hægt að neita því, en spretta er mjög léleg og liér er geysimikill arfi, einkum á Langancsi og í austanverðum Þistilfirði. Arfinn er einkum þar sem kól í vor og sumir telja að hann sé um 50% túnanna og allt upp í 90%,“ sagði Óli Hall- dórsson, bóndi á Gunnarsstöð- um í Þistilfirði og fréttaritari Dags. „Spurningin er hvort mcnn hirða arfann eða heyja ekki neitt. Arfinn er afbragðsfóður og kýrn- ar eru aldrei hraustari en þegar þær éta liann. Hins vegar verður mjög litið úr honum, bæði þegar hann cr votverkaður og þur- rkaður. Heyfengur er langt undir með- allagi, en við erum ekki óvanir því, því þetta er fjórða slæma árið í röð. Gjarnan er miðað við árið 1978 og heyfengur núna er ekki nema um 50% þess sem hann var þá. Ennþá er reyndar að spretta og menn eru misjafnlega langt komnir, sumir búnir en aðrir ekki búnir að heyja nema þriðjung. Margir eru auk þess með græn- fóður, þannig að ekki er útséð með niðurstöðuna ennþá. En það er ekkert vol í mönnum, enda ýmsu vanir hér um slóðir og við myndum örugg- lega búa vel í Eyjafirði þar sem landgæði eru meiri," sagði Óli á Gunnarsstöðum að lokum. Hrísey 24. júlí Enn hefur ekkert vatn komið úr holu þeirri sem verið er að bora fyrir hitaveitu Hríseyjar. Holan er orðin 790 metra djúp og hitinn í henni mælist 85,5 gráður. En ekkert vatn. Reikn- að er með að vatn verði að finna á um 950 metra dýpi. Snæfellið landaði í Hrísey þann 15. júlí 110 tonnum - þar af mest þorskur. Aðalvík, togari frá Keflavík landaði 150 tonnum þann 19. og á föstudaginn kom Snæfellið með 140 tonn - mest grálúðu. Mjög tregt hefur verið hjá smábátunum í allt sumar og eru þeir langt undir þeim afla sem fékkst í fyrra. Þá voru Hríseyingar að fá möl. Var henni dælt úr landi Syðri- Bakka í Arnaneshreppi og var dælt 6000 rúmmetrum. Hrísey- ingar voru orðnir gjörsamlega malarlausir og voru farnar að tefj- ast hjá þeim framkvæmdir af þeim sökum. Verið er að byggja sex íbúðir á vegum verkamanna- bústaðanefndar, Stuðlafell sér um bygginguna. Voru alls byggðar 8 íbúðir, tveim var skilað í vor. Áætlaður afhendingatími þeirra sem í byggingu eru, er í mars. Þá er Björgvin Pálsson að byggja eitt parhús - tvær íbúðir. Vegagerðin vinnur nú mjög gott verk, þar sem standa yfir framkvæmdir við Sýsluveginn. • Blásiðað glæðum óvildar I grein sem Gunnar Stefáns- son, fyrrum útvarpsþulur og starfsmaður á dagskrárdeild Ríkisútvarpsins skrifar i Tímann nýlega vekur hann máls á þeirri furðulegu fram- komu útvarpsráðsmannsins, þingmannsins og eins eig- anda Vídeósóns, Ellerts B. Schram, að taka þátt í að brjóta lög á útvarpinu með því að láta myndbandakerfi sitt sýna leiki úr heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hefði keypt einkarétt á flutningi þessa efnis. Gunnar segir: „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að blað Ellerts Schram útvarpsráðsmanns er andsnúið Ríkisútvarpinu. Dag eftir dag birta starfsmenn þess og dálkahöfundar óhróður um stofnunina. Fjaðrafokið vegna knatt- spyrnunnar var feginsfengur þessu blaði til að blása að glæðum óvildar og búa þann- ig i haginn fyrir þá sem bíða málþola eftir að geta gert sér „frjálsa fjölmiðlun" að gróða- lind, en þar munu eiga hlut að menn sem nátengdir eru þessu dagblaði.“ # Aðníðast á því „Það er pólitískt álitamál hvort ríkið skuli hafa einkarétt á útvarpi eða sjónvarpi eða hvort láta á gróðahákörlum eftir að sinna þeirri starfsemi og leyfa þeim um leið að grafa undan Ríkisútvarpinu fjár- hagslega, sem óhjákvæmi- lega fylgdi skerðingu á einka- rétti þess. Slík mál var ekki ætlun mín að ræða nú. Ég vil aðeins vekja athygli á þeim ódæmum að þingkjörinn út- varpsráðsmaður hefur geng- ið fram fyrír skjöldu til að brjóta lög á Ríkisútvarpinu. Slíkt hefði einhvern tíma ver- ið kallað að níðast á því sem manni er til trúað. Ég trúi því ekki að mönnum finnist almennt slíkt f ramferði sem þessi útvarpsráðsmaður hefur í frammi sæmandi. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að siðferðisblinda Ellerts Schram sé slík að hann sjái ekki að áframhaldandi seta hans í útvarpsráði er allt í senn: Gróf móðgun við Ríkis- útvarpið og forráðamenn þess, storkun við heilbrigða réttarvitund almennings og óvirðing við Alþingi sem fól honum forsjá þessarar stofn- unar.“ í grein sinni segir Gunnar Stefánsson ennfremur, að síðustu daga hafi hann beðið eftir tilkynningu um afsögn Ellerts B. Schram úr útvarps- ráði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.