Dagur - 06.08.1982, Side 12

Dagur - 06.08.1982, Side 12
--------BAUTINN - SMIÐJAN AUGLÝSA:----- Graham Smith og Jónas Þórir skemmta í Smiðjunni fimmtudag kl. 21.30, föstudag kl. 20 og 22 og laugardag kl. 20 og 22. gömlum MJeín CJ Það er best að byrja á að afsaka að síðasa föstudag féll niður ártalið. En þá vorum við á því herrans ári 1967, og förum nú tíu ár aftur fyrir það. Veiðitilraun 23. janúar. Stórmerk þorskveiðitilraun Húsvíkinga fyrir Norður og Norðausturlandi í vetur. Hagbarður og Hrönn afla vel. Hagbarður er nú gerður út frá sinni heimahöfn - Húsavík - og gefst með eindæmum vel. Ný mjólkurstöð 13. mars. Eyfirskir bændur undirbúa byggingu nýrrar mjólkurstöðvar á Akureyri. Mjólkurframleiðslan hefur fjórfaldast á 18 árum. Hreindýrastofninn í hættu 20. mars. íslenski hreindýrastofninnn í hættu. Fjöldi hreindýra fallinn úr hor. Haglaust er nú á stórum svæðum á hinum venjulegu hreindýraslóðum. Dýrin leita því til byggða og eru hörmulega á sig komin. í undirbúningi eru ráðstafanir til bjargar. Síðasta síldin 6. apríl. Síðasta íslenska saltsíldin flutt úr landi. Heildar- söltun Norðurlandssfldar var 264.533 tn. Sfldaraflinn var meiri á síðastliðnu ári en nokkru sinni fyrr í sögu sfldveið- anna hér við land. Byggt við tunnuverksmiðjuna 15. maí. Byggt verður geymsluskýli við tunnuverksmiðj- una á Akureyri. Ríkisstjórnin fær heimildtil að taka allt að 5 millj. kr. lán til þessarar byggingar og endurbóta á verk- smiðjunni. Svalbarðsstrandakirkja 31. maí. Vönduð kirkja á Svalbarðsströnd var vígð á upp- stigningardag með mikilli viðhöfn. Biskupin yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson vígði þetta nýja guðshús að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal marga presta. Gjörnýting 9. október. Verðmæt útflutningsvara unnin úr efnum sem áður var fleygt. Kjöt- og beinamjöl vegna gjömýtingar sláturfjárafurða. - Sláturhús KEA ryður brautina. Hvassafell strand 23. október. Hvassafellið strandaði á Siglufirði síðastliðið sunnudagskvöld. Ekki var slys á mönnum en skipið er eitthvað skemmt. Kísilnám 2. nóvember Botnleðja Mývatns Ótæmandi lísilnáma. Rannsóknir að auðlindum þessum sanna marga mögu- leika tfl hagnýtingar. Aðaldalsflugvöllur 17. desember. Nýr flugvöllur í Aðaldalshrauni. Áætlunar- ferðir verða vikulega. Völlurinn er talinn mjög góður og aðflugið er ágætt. Nýi Drangur hefur reynst vel • • — Rætt við Orlyg Ingólfsson sklpstjóra Nýi Drangur hefur verið mikið til umræðu á götuhornum og í heita pottinum að undanförnu. Sérstaklega hefur útlit skipsins verið fólki drjúgt umræðuefni og hafa þá oft fallið orð á borð við: „Ljótasta skipið í flotan- um, járnbrautarlest á sundi, | flugvélamóðurskip og allt á öðrum endanum. En hvernig hefur þetta um- deilda skip svo reynst? Þessa spurningu lögðum við fyrir skipstjóra Drangs, Örlyg Ing- ólfsson. „Hann hefur reynst vel sem af | er. Ég get að vísu ekki sagt um hvernig hann er í miklum sjó- ]gangi. Það hefur verið svo gott veður hingað til. Við sóttum á ! honum heila malbikunarstöð til ! Hafnarfjarðar í síðustú viku og Ihann er mjög góður í svona ; þungaflutninga. Það er mjög • þægilegt að lesta hann. Maður I keyrir bara á lyftara um borð auk ] þess sem bóman er einhver sú af- Ahöfnin á nýja Drangi. iliIiSlaHi kastamesta í flotanum með um 56 tn. lyftigetu." Hvenær er áætlað að hefja fast- ar ferðir á honum? „Ja, mér skilst að gamli Drang- ur hætti í næstu viku þannig að þá hlýtur sá nýi að eiga að hefja fast- ar ferðir. Annars er nú verið að innrétta farþegarýmið og það verður ekki til strax.“ Hvað verður um gamla Drang? „Hann hefur verið seldur til Keflavíkur og verður þar gerður út á þorskveiðar." Hefur það færst í aukana að túrhestar taki sér far með Drangi til Grímseyjar? „Já, það hefur orðið aukning frá því sem áður var en hinsvegar eru farþegaflutningar frá Siglu- firði og Ólafsfirði búnir að vera. Það er ekki nema þegar hvorki er hægt að komast á landi eða lofti sem íbúar þessara staða fást til að fara með okkur.“ t Nú er það samdóma álit flestra ' að nýi Drangur sé ljótasta skip flotans. Hvað vilt þú segja við því? „Hann er alls ekki Ijótur. Þetta er það byggingarlag sem skip eru smíðuð í í dag. Það er burðarþol- ið sem ræður en ekki straumlínu- lagið.“ “Hann fríkkar með hverj- um deginum,“ skýtur Einar stýri- maður inn í. Að lokum eru svo nokkrar upp- lýsingar um skipið sem Örlygur lét dynja á blaðamanni í þann mund sem hann gekk frá borði: Drangur er keyptur frá Noregi en smíðaður í Rúmeníu. Hann er 37 m á lengd og 10'm á breidd og lestar 250-70 tn. FuUhlaðinn ristir hann 2.75 m. Hann er knúinn tveim 300 hestafla Volvo Penta- vélum og Ijósavélin er af Ford- gerð. Að sögn skipstjórans er ganghraðinn ekki mikill og væri nálægt lagi að hann losaði 8 mílur. í skipinu eru góðir ballesttankar sem rúma 340 tn. af sjó og það er búið öllum venjulegum siglinga- tækjum. Sumarlínan ’82 Ný sending af sokkum, leistum og sokkabuxum í öllum regnbogans litum fyrir alla aldurshópa Það besta er ódýrast

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.