Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 8
Ódýrt ~ Ódýrt- Gallabuxur, str. 26-40, verð kr. 245.- Barnagallabuxur, str. 104-152, verð frá kr. 128 Kvenstígvél, verð frá kr. 150.- Barnastígvél, verðtrá kr.no.- Framvegis verður lokað á laugardögum. Eyfjörð sími 25222, Akureyri. AKUREYRARBÆR Laust starf Laust er til umsóknar starf afgreiðslugjaldkera á bæjarskrifstofunni. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í gjaldkerastörfum og/eða menntun á sviði verslunar eða viðskipta. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist á bæjarskrifstofuna fyrir 17. ágúst næstkomandi, en þar eru einnig veittar frek- ari upplýsingar um starfið. Akureyri, 6. ágúst 1982. Bæjarritari. AKUREYRARBÆR Húsvörður óskast til starfa við Oddeyrarskólann frá 1. sept- ember 1982. Lausar eru til umsóknar gangavarðarstöður við Lundarskóla og Oddeyrarskóla frá 1. september 1982 (1/2 stöður). Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Upplýsingar um störfin veitir skóla- og launafulltrúi í síma 21000. Bæjarstjórinn á Akureyri, Helgi M. Bergs. AKUREYRARBÆR Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar! Hitaveita Akureyrar vill vekja athygli á því ákvæði gjaldskrár sinnar þar sem kveðið er á um að hitaveitan stilli hemil að ósk notanda og breyti stillingu ef notandi ferfram á það. Hæsta stilling hemils gildir eitt ár í senn miðað við 1. september til 31. ágúst ár hvert, þótt notkun verði minni hluta úr ári. Þeim notendum hitaveitunnar er hyggja á breytta still- ingu hemils næsta vetur er bent á að hagkvæmast er að stilling fari fram 1. september nk. Hækkun á still- ingu hemils eftir þann tíma reiknast frá undangengn- um 1. september. Umsóknir um lækkun á stillingu hemils, sem ekki hafa borist hitaveitunni fyrir 1. september nk. leiða ekki tíl lækkunar á aflgjaldi til viðkomandi notanda fyrr en 1. september næsta árs. Sérstakar reglur gilda fyrsta árið eftir að tenging við hitaveituna hefur farið fram. Gjald fyrir að breyta stillingu hemils er sem samsvarar gjaldi fyrir notkun 1/2 mínútulítra á mánuði. Hitaveita Akureyrar. 8 - DAGUR -10. ágúst 1982 »>.. * -*-• v *''.vjöí .01* Mynd sem brúar kynslóðabilið — Kvikmynd Hrafns, Okkar á milli í hita og þunga dagsins, verður frumsýnd á Akureyri þann 14. ágúst Þann 14. ágúst næstkomandi mun verða frumsýnd á Akur- eyri kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Okkar á milli í hita og þunga dagsins. Mynd- in verður frumsýnd í Reykja- vík þennan dag í Háskólabíói og Laugarásbíói, en hér á Ak- ureyri verður hún sýnd í Borg- arbíói. Sýningar verða klukk- an 9 og 11 frá og með frumsýn- ingardeginum. Aðalhlutverkið í myndinni leikur Benedikt Árnason, sem er Akureyringum kunnur frá því hann á sínum tíma lék í Vandar- höggi, sem Hrafn gerði hér á Akureyri. Önnur stór hlutverk leika Andrea Oddsteinsdóttir, sem ekki mun hafa leikið áður, og Sirrý Geirs, sem í eina tíð var okkar þekktasta fegurðar- drottning. Þá leikur Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbbl- anna, stórt hlutverk (hvar hann er í gerfi mjög borgaralegs verk- fræðings). Kvikmyndatökumað- ur er Karl Óskarsson, sem hefur getið sér orð fyrir auglýsinga- myndir, má nefna AKÁI-aug- lýsinguna sem Karl tók á þaki Laugardagshallarinnar, og fleiri hefur hann gert. Myndin er tekin mjög víða, margar senur eru við virkjanir, mikið gerist á Hrauneyjarfoss- svæðinu, og á sínum tíma varð Geysir í Haukadal til umræðu þegar verið var að kvikmynda Minning: Hákon Eiríksson Fæddur 13. október 1942 — Dáinn 26. júlí 1982 með upphitunarkerfi eða öðru því sem hugsanlega hefði bilað. Þessi ferðafjöldi var langt fram yfir skyldur. Marga vetrarmorgna í hríð- arveðrum komum við að skólanum klukkan átta og þá hafði Hákon komið löngu áður og var búinn að moka slóðir frá mörgum dyrum og stundum langa vegalengd frá hverj- um fyrir sig. Oft ræddum við um þjóðfélags- mál, bæjarmál og annað það er upp kemur í samræðum fólks og ég fann að hann var bæði glöggur og rökfast- ur. Skopskyn hans var án hins beitta brodds og hversdagslegir, lítilvægir hlutir urðu að sólskinsblettum um- ræðanna. Slíkra ferðafélaga er sárt að sjá á braut í blóma lífsins. Hákon var gæfumaður í hjóna- bandi sínu og mér fannst ætíð að þau hjónin væru einkar samhent. Börn- um Mörtu var hann sem besti faðir og þótti mjög vænt um þau, enda var hann barngóður að eðlisfari og sér- staklega liðlegur og hjálpsamur við þá nemendur skólans sem til hans þurftu að leita, og þeir voru margir. Fráfall hans er mikill missir fyrir eig- inkonu og börn hennar svo og aldr- aða móður hans. Ég sendi þeim inni- legar samúðarkveðjur. Hákon var trúmaður og á hljóðum stundum ræddum við stundum um hið ókomna er allra bíður að leiðar- lokum. Ég minnist þess að við þau tækifæri sagði hann oftar en einu sinni við mig: „Ég er sannfærður um að framhaldslíf tekur við af þessu og dauðinn er aðeins vistaskipti. “ Nú hefur hann kvatt okkur og mörg eig- um við erfitt með að sætta okkur við þá niðurstöðu. Öll höfðum við von- að að njóta samfylgdar hans enn um skeið, því að aldurinn var ekki hár og áhugamálin mörg. En nú er æviskeið hans á enda runnið og ekki verður að gert. Samstarfsfólk hans við Oddeyr- arskóla mun ætíð minnast þessa góða drengs og glaðværa og greið- vikna félaga með virðingu og þökk. Indriði Úlfsson „Margra leiðir liggja um heim. Einn er endir á öllum þeim.“ Svo yrkir skáldið Hermann Hesse. Hákon Eiríksson, húsvörður við Oddeyrarskóla, var einn þeirra góðu drengja sem samtíðarfólk vill síst sjá á bak og það á unga aldri, eða aðeins 39 ára. Hann var frábær húsvörður, vinsæll hjá samstarfsfólki, greiðvik- inn og glaður í vinahópi, natinn heimilisfaðir og sanngjarn í um- ræðum, þó var hann kappsfullur og sannur liðsmaður þeirra málefna sem hann trúði á. Hákon fæddist 13. október 1942. Þriggja vikna gamall varð hann kjör- sonur hjónanna Eiríks Sigurðssonar fv. skólastjóra og rithöfundar og Jónínu Steinþórsdóttur. Síðar eign- aðist hann fóstursystur, sem er Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir, og er hún gift Hermanni Huibens, matreiðslu- meistara. Árið 1959 varð Hákon gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og hóf þá nám í hús- gagnasmíði, sem hann lauk árið 1962. í 11 ár vann hann á Valbjörk við smíði húsgagna og hlaut meist- araréttindi í greininni. Þá starfaði hann rúmlega ár með tveimur félög- um sínum að alls konar viðgerðum húsa og innréttinga, aðallega hjá KEA. Um áramótin 1973-1974 var hann ráðinn húsvörður Oddeyrar- skólans og gegndi því starfi til dauða- dags. Hákon kvæntist Mörtu Elínu Jóhannsdóttur 4. september 1970, en þau höfðu þá búið saman í eitt ár. Hún er Snæfellingur að ætt og var í mörg ár í Grundarfirði. Heimili þeirra hjóna var að Gránufélagsgötu 16, allt fram til ársins 1981, en þá keyptu þau, ásamt Jónínu móður hans, hluta í húseigninni Grænagata 10, en Jónína var þá nýlega orðin ekkja. Hákon gekk tveimur börnum Mörtu í föðurstað, þeim Rafnari Birgissyni og Örnu Tryggvadóttur. Sjálfur átti hann eina dóttur, Önnu Maríu fædda 23. des. 1965, og er hún alin upp hjá móður sinni. Hákon var mikill tónlistarunn- andi. Strax í gagnfræðaskóla var hann þátttakandi í stofnun hljóm- sveitar innan skólans, þá gerðist hann liðsmaður Lúðrasveitar Akur- eyrar og lék með henni í mörg ár og auk þess lék hann um nokkurt skeið með HH-kvartettinum. Á síðari árum lék hann aðeins í ígripum með hljómsveitum. Hann var mikill djassunnandi og áhugasamur um öll tónlistarmál. í félagsmálum starfaði hann af al- kunnum dugnaði, var um skeið formaður Félags ungra framsóknar- manna á Akureyri, og tók þátt í nefndarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn. Ég kynntist Hákoni fyrst sem hús- verði við Oddeyrarskólann 1974. Með hverju ári sem leið mat ég hann meir. Hann var frábærlega natinn við störf sín. Ef eitthvað gekk úr- skeiðis varðandi skólahúsnæðið leið honum verulega illa þar til allt var komið í gott horf að nýju. Væri hann beðinn einhvers, varðandi viðgerðir eða útvegun var maður varla búinn að ljúka setningunni áður en hann var farinn til þess að sinna því. Á kvöldin og um helgar var hann í sí- felldum ferðum í skólann til eftirlits þar. Hoppað er inn á ýmsa staði í Reykjavík, til dæmis Óðal og í Hljóðrita í Hafnarfirði. Ein- hverja erótík mun vera að finna í myndinni, í sambandi við heita lækinn þeirra Reykvíkinga. Stórar senur eru teknar úr þyrlu, og í ráðherrabústaðnum hvar Hjörleifur Guttormsson leikur sjálfan sig. Fleiri tökustaði mætti nefna. „Þetta er það langbesta sem ég hef gert, allt annað eru bara aukaatriði," sagði Hrafn Gunn- laugsson leikstjóri. „Maður er misjafnlega sáttur við verk þeg- ar maður stendur upp frá þeim, en ég finn að það sem ég hef ver- ið að gera hingað til skiptir engu þegar ég er staðinn upp frá þessu. Myndin fjallar eiginlega um kynslóðabilið, aðalpersónan er verkfræðingur um fimmtugt, sem er staddur á tímamótum í lífi sínu. Krakkarnir eru að fljúga úr hreiðrinu, og sjálfur er hann kominn á þann aldur þegar hann fer að átta sig á því að hann er kannski ekki alveg ómissandi í starfinu. Og á þessum tíma- mótum er spurningin þessi, er lífinu lokið eða er til einhver vilji, trú og fegurð í lífínu til að lifa eftir. Það má segja að þessi tímamót séu ekki síður erfið hverjum manni heldur en tán- ingaaldurinn. Og margt líkt með þeim, í raun og veru. Þetta er uppgjör, þegar menn allt í einu þurfa að staðsetja sig. Þannig að myndin lýsir „seinni táninga- aldrinum“ og um leið þeim fyrri, hjá krökkum verkfræðingsins. Þannig að það er kannski ekki alveg rétt að segja að þetta sé mynd fyrir alla fjölskylduna, heldur væri nær að segja að þetta sé mynd sem brúar kynslóða- bilið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.