Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPi SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65. árgangur íþrótta- húsið í notkun í haust Framkvæmdir við nýja íþrótta- húsið á Akureyri eru nú í full- um gangi, enda mun vera ákveðið að taka húsið í notkun í haust fyrir íþróttakennslu. Áformað er að nemendur Menntaskólans og Barnaskóla Akureyrar sæki kennslu í hús- inu. Að sögn Harðar Tuliniusar hjá Híbýli hf. sem er verktaki að byggingu hússins, er þessa dagana unnið við múrverk í húsinu, og einnig er unnið að uppsetningu á loftræstikerfi, hitakerfi, við tré- verk og við málningarvinnu. Gólfið í sal hússins mun verða sett niður í lok ágúst eða í sept- ember, og sem fyrr sagði er stefnt að því að húsið verði tilbúið til kennslu í haust. Hinsvegar er ekki vitað hvort kappleikir sem undan- farin ár hafa farið fram í íþrótta- skemmunni á Oddeyri munu flytj- ast í nýja húsið bæsta vetur. Nýja húsið er sérlega glæsileg bygging. Það mun leysa brýna þörf varðandi húsnæði fyrir íþróttakennslu á Akureyri og vit- að er að íþróttamenn bíða spennt- ir þess dags er þeir geta hafið æf- ingar og mætt til keppni í hinni glæsilegu byggingu. Útimarkaður á Akureyri? Kaupmannafélag Akureyrar hefur sótt um leyft til að reka útimarkað á miðbæjarsvæð- inu, fyrir meðlimi félagsins. Bæjarráð hefur falið bæjar- lögmanni, bæjarverkfræðingi og skipulagsstjóra að ræða við full- trúa kaupmannafélagsins og Kaupfélags Eyfirðinga um fyrir- komulag hugsanlegs útimarkað- ar. Akureyri, þriðjudagur 10. ágúst 1982 85. tölublað Byggingariðnaður á Akureyri: Nær engar opinberar bygg- ingarframkvæmdir í vetur Atvinnumálanefnd Akureyrar hélt á föstudag fund með þing- mönnum kjördæmisins, bæjar- stjóra og fulltrúum byggingar- manna þar sem rædd voru vandamál byggingariðnaðarins á Akureyri. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, formanns nefndarinnar, var þing- mönnum gerð grein fyrir athugun atvinnumálanefndar á stöðu opin- berra byggingaframkvæmda á Akureyri, en í ljós kom að af 130 sem við þær starfa verða um 100 manns verkefnalausir upp úr miðjum október og um áramótin verða ekki nema 15-20 manns í opinberum byggingaframkvæmd- um. Ýmist stafar þetta af verklok- um eða fjárþurrð til fram- kvæmda. Algjör samstaða varð um það á fundinum að leita sem fyrst ein- hverra bráðabirgðalausna á þess- um vanda. Atvinnumálanefndin mun gera nákvæma úttekt á stöðu opinberra framkvæmda í bænum og gera tillögur um það hvernig aukið fjármagn nýtist best til að skapa atvinnu. Nefnd tveggja al- þingismanna og tveggja manna úr atvinnumálanefndinni mun síðan fara á fund ríkisstjórnarinnar með tillögur og til að „herja út fé“ til áframhaldandi opinberra bygg- ingaframkvæmda, eins og Jón Sigurðarson komst að orði. Svo miklu fé er nú varið til opinberra byggingaframkvæmda í Reykja- vík að vart hefst undan og telja menn að skipting fjárins gæti ver- ið með öðrum hætti. A fundinum voru einnig um- ræður um atvinnumál almennt, en menn voru sammála um að vandamál byggingariðnaðarins yrðu ekki leyst með opinberum framkvæmdum einum saman. Við fískverkun í Hrísey. Ljósm. H.Sv. Bændur illa staddir fjárhagslega „Ástæðan er fyrst og fremst fjárhagsleg. Landbúnaðurinn skilar ekki nógu miklu af sér til að standa undir nýjum bygging- um,“ sagði Þorgrímur Sigurðs- son bóndi á Skógum II í Reykjahreppi S.-Þingeyjar- sýsíu, en fyrir skömmu auglýsti hann jörð sína til sölu. „Svo er einnig um það að ræða, að sauðfjárbúskapur hefur dregist aftur úr kúabúskap hvað tekjur varðar." Þorgrímur er með um 360 fjár. Hvað væri til úrbóta, sagði Þor- grímur að sér þætti helst tvennt koma til greina. í fyrsta lagi að létta greiðslubyrðina með því að lengja lánstímann, og í öðru lagi þyrfti að koma á verðjöfnunar- gjaldi milli bænda. Þorgrímur sagði að það væri töluverður hópur bænda sem væri orðinn illa staddur fjárhagslega, þótt ekki hefðu allir gripið til sömu ráða og hann. „En okkur líkar vel, og höfum enga löngun til að hætta.“ Akureyri: Föst starfsemi útvarpsins hefst á laugardaginn Næstkomandi laugardag klukkan 13.30 hefst í útvarpinu dagskrá í tilefni þess að nú er að hefjast föst starfsemi ríkis- útvarpsins á Norðurlandi með föstu starfsliði. Dagskráin stendur til klukkan 15 og um eða yfir 20 manns taka þátt f henni sem ýmist unnu að gerð hennar eða koma þar fram. Umsjónarmaður þessarar dag- skrár er Jónas Jónasson. „Dagskráin er sett saman í svip- uðum anda og gert er ráð fyrir að þessi starfsemi verði rekin. í henni kemur fram fólk frá Blönduósi, Sauðárkróki, Húsa- vík, Raufarhöfn og Akureyri. Þarna verður söngur, hljóðfæra- leikur, leiklist, upplestur og menntamálaráðherra og út- varpsstjóri munu flytja ávörp, auk þess sem viðtal verður við Hjört Pálsson, dagskrárstjóra, um þau nýju viðhorf sem skapast við þann árangur sem við eygjum nú brátt. Samtals koma fram um eða yfir 20 manns," sagði Jónas Jónasson í viðtali við Dag. Fyrst um sinn verður starfsemi útvarpsins á Ákureyri, sem nær yfir allt Norðurland, rekin í gamla hljóðhúsinu við Norðurgötu, en útvarpið hefur keypt húsið Fjöln- isgötu 3a, þar sem nú er trésmíða- verkstæðið Pan. „Það þarf að gera talsverðar breytingar á húsinu svo það henti þessari starfsemi og búið er að fara fram á að fá að gera nauð- synlegar breytingar við byggingar- yfirvöld á Akureyri. M.a. þarf að hækka þak hússins að hluta og byggja litla vélageymslu, einkum fyrir loftræstikerfið. Menn gera sér vonir um að hægt verði að taka húsið allt í notkun seint á næsta ári, en hugs- anlegt er að taka það í notkun í áföngum. Það er fullur hugur meðal ráðamanna útvarpsins að drífa í þessu, enda stendur það húsnæði sem nú er unnið í allri meiriháttar starfsemi fyrir þrifurn," sagði Jónas Jónasson. Gert er ráð fyrir að bæði hljóð- varp og sjónvarp fái aðstöðu í þessu nýja útvarpshúsi á Akureyri og að þar verði m.a. hægt að gera sjónvarpsþætti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.