Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 9
„Fórum of seint í gang“ „Við fórum ekki almennilega í gang fyrr en staðan var orðin þrjú mörk gegn engu fyrir IBK,“ sagði Órlygur Ivarsson liðsstjóri KA, eftir að KA hafði tapað fyrir Keflavík með þremur mörkum gegn tveim- ur á laugardaginn. Pað var Gunnar Gíslason sem skoraði fyrra .markið en nýliði Steingrímur Birgisson sem skor- aði það síðara og lagði einnig fyrra markið upp. Steingrímur lék nú sinn fyrsta leik í deildinni og skoraði strax mark. Keflavík skoraði fyrsta mark- ið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en á þeim mínútum höfum við fengið á okkur flest mörkin sagði Örlygur. Peir bættu síðan tveimur við í viðbót áður en KA fór að skora. Síðara markið sem KA gerði kom á 30. mín. síðari hálfleiks, en það sem eftir var leiksins sótti KA nær stanslaust. Þarna töpuðust dýrmæt stig í hinni erfiðu stöðu deildarinnar. Jafnt hjá þeim „gömlu“ Það var hörkuleikur í öld- ungakeppninni svokölluðu í knattspyrnu, en þar leika leik- menn 30 ára og eldri. A spegilsléttum grasvellin- um á Akureyri mættust efstu liðin í sínum riðli Víkingar og ÍBA. Þetta var skemmtilegur leikur þótt greinilegt væri að flestir leikmenn hafa ýmsu tapað niður síðan þeir léku í fyrstu deildinni. Á 16. mín. bjargaði Ragnar Þorvaldsson ÍBA-markinu með góðu úthlaupi. Á 24. mín. kom fyrsta markið. Þá fékk Benedikt Guðmundsson (Baddi Guð- munds) stungubolta inn fyrir Víkingsvörnina og hljóp hann af sér Víkingana, enda þó nokkuð léttari en þeir, og renndi síðan boltanum laglega fram hjá Dið- rik í Víkingsmarkinu. Nokkrum mín. sðar voru varnarmenn ÍBA heldur aðgangsharðir við fram- herja Víkings og var einn þeirra gróflega felldur innan vítateigs. Víti var dæmt á ÍBA sem Kári Kaaber skoraði örugglega úr. Þannig var staðan í hálfleik eitt mark gegn einu. í hálfleik kom inn á hjá ÍBA Sigbjörn Gunnarsson fyrir Bald- vin Ólafsson, og strax fór Sig- björn að sýna gamla takta. Strax á 2. mín björguðu Víkingar á línu eftir að hann hafði leikið í gegn um vörn þeirra og síðan skotið á markið. Framlínan frískaðist mikið við tilkomu Sigbjörns, og sérstaklega náðu hann og Stein- þór Þórarinsson vel saman enda alvanir samherjar. Á 15. mín endaði góður sam- leikur Bjössa og Steina með fyrirgjöf frá Steina og þar kom Árni Gunnarsson og skallaði í markið óverjandi fyrir Diðrik. Þremur mín. síðar jöfnuðu Víkingar eftir varnarmistök hjá ÍBA, og aftur var þar á ferðinni Kári Kaaber. Fleiri voru ekki mörkin í þess- um leik, og því ennþá alls óvíst hvort liðið sigrar riðilinn. Það tókst hjá Völsungum Völsungar voru fyrsta liðið í annarri deild til að sigra Þrótt á þessu keppnistímabili. Völs- ungar léku nú einn sinn besta leik á keppnistímabilinu og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fyrra markið kom á 23. mín. en það gerð Kristján Krist- jánsson fyrrum leikmaður hjá Haukum. Síðara markið kom síðan um miðjan síðari hálf- leik en það gerði Hörður Ben- ónýsson en mjög vel var að báðum mörkum staðið. Þróttarar sem ennþá eru á toppi deildarinnar töpuðu nú sínum fyrsta leik eins og áður segir, en þeir verða nú að fara að passa sig því allt getur ennþá gerst í deildinni. Völsungar sem á tímabili voru komnir í fall- hættu eru nú komnir í toppbar- áttu, og ætla ekkert að gefa eftir þar. Ekki er sopið kálið . . . ÞÓtt markverði FH tækist ekki að verja skot Hafþórs sluppu FH-ingar með skrekkinn þar eð boltinn sigldi framhjá marki. Ljósmynd: KG A. Ekkert skorað Þórsarar fengu að kynnast því á föstudagskvöldið að það er ekki nægjanlegt að eiga mest- allan leikinn, eins og kallað er, en skora ekki mörk. Það er nú einu sinni þannig með þennan blessaðan fótbolta, að í leikslok eru mörkin talin, og það lið sem skorað hefur fleiri mörk sigrar, hvort heldur sem þeir hafa átt eitthvað í leikn- um eða ekki. Þór lék gegn FH hér á Akureyrarvelli í topp- baráttu annarrar deildar, en hvorugt liðið skoraði mark þannig að eitt stig kom í hlut hvors liðs. Eitt stig er betra en ekkert sagði einn vallar- gesta í leikslok, og er íþrótta- fréttaritari sammála því. Hafþór var í miklum ham sér- staklega í fyrri hálfleiknum og komst oft í góð fa^ri. Á 8. mín. lék hann laglega upp hægri kantinn, lék á bakvörðinn, en skaut síðan framhjá. Á 14. mín. léku Hafþór og Bjarni vel saman sem endaði með skoti frá Hafþóri, en vel varið hjá markmanni FH. Aðeins þremur mín. síðar áttu Hafþór og Guðmundur Skarphéðinsson góða rispu í gegn um FH vörnina, en þá var skotið framhjá. Á 18. mín. kom fyrsta hættan við Þórsmarkið, en þar myndað- ist þá mikil þvaga. Eiríki hafði mistekist að handsama boltann, en FH-ingur skaut yfir úr dauða- færi og bægði þá um leið hætt- unni frá. A 22. mín. átti Pálmi Jónsson gott skot að Þórsmark- inu en framhjá. Á 25. mín. lék Bjarni Svein- björnsson á flesta varnarmenn FH og komst í dauðafæri en skaut í fangið á markmanninum. Stuttu síðar skaut Guðjón framhjá úr góðu færi. Hann skallaði að markinu skömmu síðar eftir hornspyrnu, en FH- ingur varði á línu. Síðari hálfleikur var nokkuð jafnari, og áttu bæði lið góða möguleika á að skora, en alltaf gekk illa upp við markið. Þórs- arar voru þó aðgangsharðari, en landsliðsmaðurinn Viðar Hall- dórsson var allt í öllu hjá FH, fremsti maður í sókn og aftasti í vörn ef svo bar undir. Þrátt fyrir það að ekkert mark væri skorað í þessum leik, var leikurinn skemmtilegur og oft á tíðum ágætlega leikinn. Bæði þessi lið eru í toppbaráttu deild- arinnar og eitt stig til eða frá get- ur þýtt sigur eða tap í þessari baráttu. Það er því ekki ein- kennilegt að leikið sé upp á að halda því stigi sem liðið hefur þegar leikurinn hefst. Hjá FH voru þeir Viðar Halldórsson og Pálmi Jónsson bestu menn, en hjá Þór áttu flestir ágætan leik, en ekki sakar að geta ágætrar frammistöðu Magnúsar Helga- sonar og Bjarna Sveinbjörns- sonar, en Bjarni er tvímælalaust einn besti leikmaður deildarinn- ar. KEA-golf á Ólafsfi rði Opna KEA-mótið í golfi var haldið á velli Golfklúbbs Ól- afsfjarðar um helgina. Þar mættu 40 kylfingar víðsvegar að til keppni, en leikið var á laugardag og sunnudag, alls 36 holur með og án forgjafar. Kristján Hjálmarsson sigraði tvöfalt í meistaraflokki karla, og það gerðu einnig þau Inga Magnúsdóttir í kvennaflokkn- um og Kristján Gylfason í ung- lingaflokki. Annars urðu efstu menn sem hér segir: Karlar án forgjafar: Kristján Hjálmarsson GH 148 Jón Halldórsson GÓ 161 Jón Steinbergsson GA 165 Axel Reynisson GH 165 (Jón sigraði í aukakeppni um 3. sætið). með forgjöf: Kristján Hjálmarsson GH 136 Sverrir Valgarðsson GSS 138 Haukur Hilmarsson GÓ 143 Konur án forgjafar: Inga Magnúsdóttir GA 162 Rósa Pálsdóttir GA 237 Ása Bjarnadóttir GÓ 261 með forgjöf: Inga Magnúsdóttir GA 136 Rósa Pálsdóttir GA 237 Ása Bjarnadóttir GÓ 203 (Ása var að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti og mun auk þess vera fyrsta konan sem spilar golf í keppni). Unglingar án forgjafar: Kristján Gylfason GA 169 Ólafur Þorbergsson GA 172 Ólafur Sæmundsson GA 174 með forgjöf: Kristján Gylfason GA . 121 Ólafur Þorbergsson GA 126 Ólafur Sæmundsson GA 140 KEA gaf mjög vegleg verð- laun sem afhent voru í mótslok. Þar afhenti TAK hf. á Akureyri einnig aukaverðlaun. Hörður Steinbergsson GA hlaut verð- laun fyrir að hafa verið næstur holu í upphafshöggi á 8. braut fyrri dag keppninnar, 1.25 m og fyrir fæst pútt síðari daginn. Olafur Þorbergsson GA var næstur holu á 8. braut síðari keppnisdaginn og Sverrir Val- garðsson GSS notaði fæst pútt allra fyrri keppnisdaginn. Þessi aukaverðlaun voru Lyle og Scott golfpeysur og John Letters golfkylfur en TAK hf. er um- boðsaðili fyrir þessi fyrirtæki á íslandi. 10. ágúst 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.