Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Ríkisútvarpið færír út kvíamar Næstkomandi laugardag verður dagskrá í út- varpinu í tilefni þess að nú er að hefjast föst starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri sem nær til Norðurlands alls. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hversu mikil þáttaskil eru hér á ferðinni, bæði hvað varðar starfsemi Ríkis- útvarpsins sjálfs og hvað varðar íbúa lands- byggðarinnar. Fastráðnir starfsmenn Ríkis- útvarpsins taka nú til starfa á landsbyggðinni í fyrsta skipti í sögu þess. Það hefur oft verið gagnrýnt að Ríkisútvarpið væri fyrst og fremst Útvarp Reykjavík. Nú er von til þess að þetta breytist. Það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta skref sem stigið er í sambandi við útvarps- rekstur á Akureyri er aðeins eitt af mörgum sem stigin verða í nánustu framtíð. Það hlýtur að koma að því að útvarpið færi einnig út kví- arnar í öðrum landshlutum. Það er sjálfsögð krafa íbúa á Vesturlandi, Austurlandi og Suðurlandi að þeir öðlist aukinn hlut í dagskrá og fréttum útverpsins á sama hátt og Norð- lendingar. Þetta skref sem nú er stigið á Akur- eyri á því vafalaust eftir að draga vænan dilk á eftir sér og er það vel. Mikilvægast fyrir fólk á landsbyggðinni er að koma fréttum og öðru efni á framfæri við landsmenn alla. Það er raunar ekki síður mikil- vægt fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að þeir geri sér grein fyrir því að ísland nær lengra en upp að Ártúnsbrekku. Mikill hluti þjóðarteknanna verða til á landsbyggðinni og þar er einnig að finna öflugt menningarlíf, sem allt of fáir vita um. Aukin starfsemi Ríkis- útvarpsins út um landið er vænleg til aukins skilnings manna á millum og getur stuðlað að öflugra menningarlífi. En þetta skref sem stigið er á Akureyri getur haft fleira í för með sér. Ekki er ósennilegt að þetta verði upphafið að þróun staðbundins út- varps sem miðlar upplýsingum til takmark- aðra svæða. Upplýsingar um veður og færð á götum Reykjavíkur og sjórok við Skúlagötuna er að sjálfsögðu staðbundið efni sem tæpast á mikið erindi við íbúa annarra landssvæða. Hins vegar geta slíkar og þvílíkar upplýsingar gagnast íbúum annarra landshluta og raunar enn frekar, þar sem samgöngur og samskipti eru meiri erfiðleikum háð. Ástæða er til þess fyrir Norðlendinga og raunar alla landsmenn að fagna því að Ríkis- útvarpið hefur nú fært út kvíarnar. Möguleik- arnir á þróun þessarar starfsemi eru óendan- legir. Aukin upplýsingamiðlun hlýtur að vera af hinu góða. Hver veit nema þessi breyting á rekstri útvarpsins marki einnig upphafið að því að útsendingar hefjist á annarri rás? I . I l,J. —— 4 - DAGUR -10. ágúst 1982 Félag íslenskra sérkennara: Ábyrgðarleysi að ganga fram hjá tveimur sérkennurum með margra ára starfsreynslu Hr. Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags Akureyri. Pann 13. júlí sl. birtist í blaði yðar svar Ingvars Gíslasonar, mennta- málaráðherra, við bréfi sem Félag íslenskra sérkennara sendi ráð- herranum vegna veitingu skóla- stjórastöðu við Bröttuhlíðarskóla á Akureyri. Þar sem menntamálaráðherra hefur kosið að birta svar sitt opin- berlega í blaði yðar telur FÍS eðli- legt að bréf þess birtist þar einnig, og fer þess hér með á leit við yður. Eftir að hafa lesið gaumgæfi- Iega svar ráðherra við bréfinu sér stjórn FÍS ekki ástæðu til frekari oröaskinta þar sem öll efnisatriði bréfs FIS standa óhögguð. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar FÍS Kolbrún Gunnarsdóttir. „Hr. menntamálaráðherra Ingvar Gíslason menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6 101 Reykjavík. í maímánuði síðastliðnum var auglýst til umsóknar skólastjóra- staða við fyrirhugaðan sérskóla á Akureyri fyrir nemendur með alvarleg hegðunarvandkvæði og geðræn afbrigði. Þrír kennarar sóttu um stöð- una. Tveir þeirra hafa aflað sér framhaldsmenntunar í sérkennslu afbrigðilegra nemenda og eiga að baki margra ára reynslu í sér- kennslustarfi, þriðji kennarinn hefur enga framhaldsmenntun í sérkennslu og ekki er heldur vitað til þess að hann hafi neina reynslu í slíku starfi. í júníbyrjun veitti mennta- málaráðherra - að fengnum um- sögnum fræðsluráðsins og fræðslustjórans í Norðurlands- kjördæmi eystra - þeim kennar- anum skólastjórastöðuna sem hvorki hefur framhaldsmenntun í sérkennslufræðum né reynslu í starfi á því sviði. Stjórn Félags íslenskra sér- kennara vítir harðlega þessa stöðuveitingu sem ber vott um átakanlegt skilningsleysi á hlut- verki þess skóla sem ætlunin er að koma á fót og ámælisvert vanmat á sérfræðilegri þekkingu og starfs- reynslu. Skulu nú færð rök að þessum staðhæfingum. Skóli sá sem ætlunin er að setja á laggirnar á Akureyri næsta haust er ekki almennur grunn- skóli heldur sérskóli á grunn- skólastigi handa nemendum með mjög alvarlegar félagslegar og geðrænar fatlanir. Svo alvarleg eru vandkvæði þeirra nemenda sem hér um ræðir að ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skólanna í Norðurlandsumdæmi eystra telur ekki gerlegt að veita þeim sér- kennslu í sérdeild innan almenns grunnskóla og því sé nauðsynlegt að sjá þeim fyrir meðferð og kennslu í aðgreindri stofnun þar sem sérstök uppeldisskilyrði séu fyrir hendi. Meginforsenda ofannefndra sérstakra uppeldisskilyrða er sú að skólinn hafi á að skipa starfsliði með nægilega sérfræðlega þekk- ingu og starfsreynslu til þess að beita á markvissan hátt nútíma aðferðum til leiðréttingar á af- brigðilegri hegðun og veita þá geðfræðilegu hjálp sem nauðsyn ber til í samráði við sérfræðinga ráðgjafar- og sálfræðiþjónustunn- ar. Sérkennarar er sá starfshópur sem fengið hefur tilskilda sér- menntun og starfsþjálfun til vinnu af þessu tagi. Þessi fáu orð verða að nægja um eðli hins nýja sérskóla á Akur- eyri og þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar stofnunar. Rétt er að taka þar fram að nemendur skól- ans munu verða 5-10 talsins og kennarar (að meðtöldum skóla- stjóra) væntanlega 2-4. Skóla- stjórastarf í skóla af þessu tagi er því fyrst og fremst fólgið í skipu- lagningu og stjórnun hinnar sér- hæfðu meðferðar og sérkennslu- starfinu - en ekki almennum stjórnunarstörfum eins og í venjulegum grunnskóla. Það er því að mati stjórnar FÍS fásinna að leggja slíka sérfræðilega ábyrgð á herðar almenns kennara án sérmenntunar og starfsreynslu á sviðinu. En víkjum nú að hinni lagalegu hlið málsins. í lögum um grunn- skóla frá 8. maí 1974 er í greinun- um 50, 51 og 52 kveðið á um rétt- indi þeirra nemenda sem sérskól- inn á Akureyri er ætlaður. Þar er m.a. tilskilið að „sérmenntaðir kennarar skulu annast kennslu, þar sem því verður við komið.“ í lögum um embættisgengi kennara og skólastjóra frá 5. maí 1978 seg- ir svo um menntunarkröfur til kennara (og skólastjóra) nem- enda hins væntanlega skóla á Ak- ureyri: ,,c) Sérkennarar afbrigðilegra nemenda á grunnskólastigi skulu auk almennrar kenn- aramenntunar, sbr. a-lið, hafa lokið fullgildu fram- haldsnámi í sérgrein sinni svo sem hér segir: 1) kennarar treglæsra og tor- næmra barna, 30 einingum, 2) talkennarar, blindrakennarar, heyrnleysingj akennarar, kennarar þjálfunar- og hæfing- arskóla, kennarar fjölfatlaðra barna og atferlistruflaðra barna, 60 námseiningum." Hér er um skýr fyrirmæli lög- gjafans að ræða sem ber tvímæla- laust að fara eftir að því marki sem gerlegt er. Þar kemur fyrst og fremst til skylda framkvæmda- valdsins að tryggja hinum af- brigðilegu nemendum eins hæfa kennslukrafta og kostur er. Því verður stjórn Félags ís- lenskra sérkennara að átelja harðlega það ábyrgðarleysi að ganga fram hjá tveimur sérkenn- urum með margra ára starfs- reynslu og setja í stöðuna kennara án viðbótarmenntunar í sér- kennslufræðum og án allrar starfsreynslu á því sviði.“ menntamálaraðherra: Valdís og Sigurbjörg hafa ekki réttindi framyfír Kristin G. Jóhannssom [ Felag islcnslu-a sérlíennara , liefurkosið að finna að þv, iefia K T 8ð Ég sk>'di ■etja Kristinn G. Jóhanns- f" fTrrv. skólastjóra, tj| fss að fiegna starfi for- /oðumanns nýstofnaðs Jkola.scm ætlaður cr nem- pendum með alvarleg heeð- Ijsnarvandkvaði. Að gcf„u 3essu tilefni hef ég ritað “eft,rfarandi bréf, sem ég bið Dag að birta. SS'SS9* Ég hef veitt viðiolr.i r ■S-'vSa;--).- Æ2farsjá skeið á sérkennslusviði Hin« vegar hafa þær ekki eáním komið er, aflað sér rée.tada til menn Jer,ðarskipaðarf0rs«ðu- grunnskólalaga3" AðkVhvf2Í .*£ MK.35.SSr3 5sa«i=* Serfræðiþjóni verður veit Ælla mætti af bréfi F sérkennara, að útiloka ,ks|ni”sluo«fagmannlel is eiðsögn í þessum n fiík! ef fJarri öllu lagi ráðfynrað sérkennari skrtli ",eð skólastjé : Zni6U rtð*Jafa' rræðiþjönustu fræðslu UfV!ar " Akureyri Á S?"'!ðlá,nannimeð k?n^,fcM.I>e“r Hluti greinar Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.