Dagur - 12.08.1982, Side 8

Dagur - 12.08.1982, Side 8
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR FRAMAN Á BÍLA. Glerárskólinn. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrum skólameistari M.A. er áttræður í dag. Nú er verið að gera bronsaf- steypu af brjóstmynd Gísla Guð- manns af Steindóri og verður hún afhjúpuð á lóð Menntaskólans í haust. Brjóstmyndin af Steindóri Stein- dórssy ni sem Gísli Guðmann gerði. Mynd: H.Sv. Miklar hafnar- framkvæmdir á Akureyri „Stærsta framkvæmdin sem unnið hefur verið við að undan- förnu er löndunarkantur fyrir togarana sem nú er verið að Ijúka við. Þetta er 75 metra langur kantur sem byrjað var á síðasta haust og framkvæmd- um á að Ijúka nú í haust,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri í sam- tali við Dag. „Þetta er stálþilskantur sem kemur í beinu framhaldi af gömlu togarabryggjunni við frystihúsið, og eftir að hann hefur verið tekinn í notkun batnar öll aðstaða við löndun úr togurunum verulega. Við Slippstöðina er í gangi fjárfrek framkvæmd. Það er verið að ganga þar frá rafmagnsiögnum í steypta kassa á bryggjukantin- um. I þessum kössum eru raf- magnstenglar og það er verið að ganga frá þessari tengingu núna. Þá eru einnig í gangi framkvæmd- ir við lýsingu á bryggjunni við Slippstöðina og malbikun. 1 Sandgerðisbótinni á Óseyri er verið að setja upp löndunarkrana fyrir trillurnar. Þangað hefur einnig verið ekið grjóti í viðlegu- garð, en litlar líkur á að það verði lagt út í haust. Þarna er aðstaða fyrir 45 báta og áformað að stækka þessa aðstöðu verulega. Þá er einnig unnið að skipulagi strandlengjunnar. Arkitektar hafa þegar gert tillögur varðandi það og þær eru til umræðu í hafn- arstjórn og verða afgreiddar þar áður en langt um líður,“ sagði Guðmundur. Vindmylla reist í Grímsey Aö undanförnu hefur Raunvís- indastofnun Háskólans í sam- ráði við Vélsmiðjuna Odda unnið að smíði vindmyllu fyrir Grímseyinga. Vindmyllu þess- ari er ætlað að framleiða hita með svokallaðri vatnsbremsu og getur hún í 7 vindstigum framleitt lh tonn af 70°heitu vatni á klukkustund. Grímseyingar hafa í sumar reist hús undir mylluna, 14 tonna vatnsgeymi og lagt tvöfaldar vatnslagnir í tvö syðstu húsin í bænum. Mastrið sem er 10 metra hátt og er í smíðum á Vélsmiðj- unni Odda verður flutt til Gríms- eyjar með Drangi og er áætlað að það verði reist þriðjudaginn 17. ágúst. 18-19. ágúst kemur síðan vindrellan, bremsubúnaðurinn og aðrir fylgihlutir s.s. tölva sem skráir vindhraða og allan gang myllunnar, til eyjarinnar og verð- ur fljótlega upp úr því hægt að hefja tilraunirnar. Fari svo að til- raunin heppnist og myllan fram- leiði nóg af heitu vatni fyrir húsin sem við hana eru tengd verður væntanlega reist vindmylla sem getur framleitt heitt vatn handa öllum Grímseyingum. Einnig ráða niðurstöður þessarar tilraun- ar úrslitum um það hvort fleiri slíkar myllur verði reistar á land- inu því „ef hún virkar ekki í Grímsey þá virkar hún hvergi". Að sögn Hafliða Guðmunds- sonar í Grímsey hafa eyjarskeggj- ar sjálfir kostað framkvæmdir við undirbyggingu mastursins, vatns- geyminn og lagnirnar í húsin en annað hefði verið kostað af ríkis- framlagi. Hafliði sagði að Grímseyingar byndu miklar vonir við þessa til- raun og biðu spenntir eftir niður- stöðum hennar. Af öðru sem fréttnæmt mætti teljast úr eynni væri það helst að almenn ánægja væri þar með nýja Drang þótt hann væri ekki mikið fyrir augað. Með tilkomu hans mætti segja að bylting hefði orðið í vöruaf- greiðslumálum til og frá eynni. Sumarið hefur verið þokkalegt en aflabrögð með minnsta móti. G lerár- skóli er yfir- fullur „Glerárskólinn er orðinn yfir- fullur og því verðum, við að grípa til þessa ráðs,“ sagði Páll Bergsson yfirkennari í Glerár- skóla á Akureyri er við rædd- um við hann. Tilefnið var að á fundi Skólanefndar Akureyrar þann 20. júlí lagði nefndin til að börn af svæði Glerárskóla yrðu látin fara í aðra skóla í bænum. Um er að ræða að nemendum sem í haust innritast í 9. bekk verður gefinn kostur á að sækja Oddeyrarskóla, nemendum sem innritast í 7. bekk í Gagnfræða- skóla Akureyrar og nemendur sem innritast í 2. og 3. bekk Gler- árskóla fari í Barnaskóla Akur- eyrar. Þá er gert ráð fyrir því að ein bekkjardeild sjö ára barna úr Síðuhverfi verði í Bamaskóla Ak- ureyrar og fái þau akstur á milli sem og börnin í 2. og 3. bekk. „Það verða nálægt 700 nemend- ur í Glerárskólanum í vetur og á milli 40 og 50 sem bættust við ef við tækjum við öllum sem sækja hér um. Gengið er út frá því að unglingarnir sem þurfa að fara annað verði að nota strætisvagn- ana. Ég tel engan vafa á því að það er eitthvað um það að nemendur sem vilja vera í Glerárskóla verði að fara annað, við þurfum að leita eftir velvilja foreldra í því sam- bandi. Það verður reynt að hafa aksturinn á yngstu börnunum sem bestan og öruggastan. Það hefur einu sinni áður þurft að keyra eina heila bekkjardeild f Barnaskóla Akureyrar og það gekk ljómandi vel,“ sagði Páll. - Hönnun á nýju skólahúsnæði í Síðuhverfi er hafin, en þar til hann kemst í notkun er fyrirsjáan- legt að nemendur sem eiga heima í Glerárþorpi þurfa að sækja skóla inn í bæ í einhverjum mæli næstu árin. 5 rij # Erveturinn að koma? Mönnum brá í brún í fyrradag er þeir vöknuðu og var litið til fjalla. Ekki þurfti að reisa höf- uðið meir en svo að sæist upp á Vaðlaheiði frá Akureyri, þá blasti það við að orðið er álfð- ið sumars. Vaðlaheiðin var nefnilega grá í toppinn sem og nærliggjandi fjölll Þetta varð svo ósjálfrátt til þess að menn leiddu hugann að síð- asta ári, en þá kom ekkert haust, heldur reið veturinn í hlaðið strax þegar komið var að hausti á almanakinu. Síð- an kom einn harðasti vetur í langan tíma og nú er það spurningin hvort sagan ætlar að endurtaka sig. „Hreinsunin“ komin langt „Skotastúkugestir“ hafa ver- ið hvimleitt fyrirbæri, en „skotar“ eru þeir kallaðir sem ekki tíma að kaupa sig inn á knattspyrnuleiki á Akureyri. Hreiðar Jónsson vallarstarfs- maður tók slg til í sumar og hóf að „hreinsa til“ í nær- liggjandi götum með því að senda „skotunum" kveðjur á leikjunum. Hefur þeim nú fækkað verulega og hefur heyrst að þessi fyrirbæri verði orðin útdauð áöur en langt um Ifður. Er það vel. @HMÍ # Meirivinna- lægri laun „Það er ekkert vit í að vera á þessum stóru togurum, vínn- an er miklu meiri og launin helmingi minni þrátt fyrir helmingi meiri afla,“ sagði háseti á einum stóru togar- anna hjá ÚA í spjalli við S&S. Nefndi hann dæmí um laun háseta í fyrra annars vegar á Sólbaki og hins vegar Kald- bakf. Hann fullyrti að hásetar á Sólbaki hefðu haft tvöfaldan hlut á við háseta á Kaldbaki, þrátt fyrir helmingi minni afla Sólbaks. Þá kæmi til viðbótar að smærri togararnir fengju veiðarfærin klár um borð en skipverjar á stærri togurun- um stæðu í sífelldum við- gerðum. # Ljótu samningarnir Hásetinn umræddi sagði að þetta stafaði fyrst og f remst af því að yfirmenn væru fieiri á stóru togurunum, t.d. fjórir í vél, tveir kokkar, loftskeyta- maður og svo væru skipstjór- ar og stýrimenn með hærri hlut en þeir á litlu togurunum. f áhöfn stóru togaranna væru upp ( 24 menn en 15 á þeim litlu. „Þetta eru Ijótu samning- arnir sem gerðir hafa verið fyrir okkur, enda er nú svo komið að enginn almennileg- ur maður fæst til að vera á stóru togurunum fyrir sunnan."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.