Dagur - 20.08.1982, Síða 11

Dagur - 20.08.1982, Síða 11
I Ál og tjor a Melgerðlsmelum Svokallað Melgerðismót verður haldið n.k. sunnudag 22. ágúst og hefst kl. 10 f.h. Að mótinu standa þrjú hestamannafélög við Eyja- fjörð, en þau eru Léttir á Ak- ureyri, Funi í Eyjafirði og Þráinn í Höfðahverfi og Grenivík. Keppt verður bæði í A og B flokki gæðinga, í 150 metra skeiði opnum flokki, 250 metra stökki opnum flokki, og 300 metra brokki. Eins og fram kemur í dagskrá er ekki um neina sérstaka ung- lingakeppni að ræða, en allir áhugasamir unglingar eru hvatt- ir til að skrá sig í þær greinar sem boðið er upp á. Stigahæstu ung- lingarnir út úr keppninni vinna til verðlauna. Einnig er búist við að eitthvað verði reynt að gera fyrir þá ungu, jafnvel boðið upp á nagla- boðreið, grillhátíð eða eitthvað sem ekki er fyrirfram ákveðið. Hópreið allra sem vilja vera með hefst kl. 13 og strax að hópreið- inni lokinni fer gæðakeppnin fram og loks verða svo úrslita- sprettir kappreiða. Hestamót- taka hefst á Melgerðismelum föstudaginn kl. 18 og eru hagar ágætir. Melgerðismótið er síð- asta hestamannamót Norður- lands á þessu sumri og því tilval- ið tækifæri fyrir hestaunnendur bæði unga sem aldna að njóta þess að fara á Melgerðismela annaðhvort ríðandi eða í bíl. Einnig má minna á að hesta- mannafélagið Funi heldur sína árlegu bæjarkeppni laugardag- inn 21. ágúst kl. 13 og unglinga- keppni á eftir. Það verður því mikið um að vera á Melgerðis- melum um helgina. Stelnsteypa er ekki allt — Fáeln orð um OKKAR Á MELLI Strax í byrjun myndarinnar fær áhorfandinn sterklega á tilfinn- inguna að Benjamín Eiríksson verkfræðingur, sé tæpt kominn til heilsunnar. Hann er á trimmi og það er engu líkara en hann sé að fá hjartaáfall. Og það kemur í ljós að Benja- mín hefur hreint ekki „allt á hreinu“. Hann er nálægt því að fá „andlegt" hjartaáfall. Sem verkfræðingur hefur hann verið önnum kafinn við að skipuleggja steinsteypu - virkjanir og stór- virki. Tilveran hefur að öðru leyti verið sjálfsögð og ekkert hugsað út í hana. Svo þegar vinnufélagi Benjamíns deyr - breytist bara allt í einu í slepju- legt lík - krakkarnir verkfræð- ingsins fljúga burt úr hreiðrinu, sonurinn fer að læra verkfræði en dótturinn tekur upp á því að striplast í skólaleikriti. Þá upp- götvar Benjamín allt í einu að einhvers staðar hafa krakkarnir fundið sér tíma til að þroskast og verða fullorðið fólk. Benjamín fer að velta lífinu fyrir sér. Til hvers það sé. Senni- lega sé það ekki bara til að hlaða steinsteypuhylkjum utan um fólk. „Allt sem við skiljum eftir eru milljón tonn af steinsteypu," sagði vinnufélagi Benjamíns. Merkilegt nokk. Og það er ekki lífið. Niðurstaða (NB, á tölvu- skermi): Lífið er til þess að lifa því. Eins og Benjamín sagði um Geysi að hann hefði hlaðið á sig og væri að kafna undir því, hefur Benjamín sjálfur hlaðið á sig þessu venjulega dótaríi lífsins og er að tilfinningalegri köfnun kominn. Það má kallast fáránleg hugdetta hjá honum að ætla að fá Geysi til að gjósa, en „það eru bara þessar óframkvæmanlegu hugmyndir sem eru einhvers virði.“ Og það tókst - Geysir gaus, losnaði undan þessu fargi sem var að kæfa hann. Og það skulum við skoða sem tákn að Benjamín losnaði undan sínu fargi. Hrafni hefur tekist mjög vel upp. Benjamín finnst eins og hann hafi „týnt lífinu“ og gerir í offorsi dauðaleit. Leit sem felst að mestu í því að finna eigin trú á lífið; hvort hún er einhver. Og þessa trú finnur Benjamín í stór- kostlegum atburði (Geysisgosi), sem hefði aldrei getað verið hannaður af verkfræðingi. Leikurinn í myndinni er yfir- leitt ágætur, stórgóður hjá Ben- edikt Árnasyni í hlutverki verk- fræðingsins. Til hnjóðs er helst að segja að myndin „keyrir“ of hratt, mjög stuttar senur (þótt góðar séu hver um sig) þannig að mikið er um „hopp“ í sögu- þræði. Kvikmyndatakan er í einu orði stórkostleg og klipping sömuleiðis góð. Kristján G. Arngrímsson. Stuðmeim í Sjallanum „Við ætlum að reyna að koma við á hverju landshorni áður en við förum hver í sína átt- ina,“ sagði Jakob Magnússon er hann hafði samband við okkur. Jakob er einn „Stuð- manna“ en um helgina gera Stuðmenn innrás í Sjallann á Akureyri og skemmta þar á sunnudagskvöldið. Stuðmenn hafa verið á ferða- lagi um landið í sumar og unnið við kvikmyndagerð. Mynd þeirra, „Allt á hreinu“ verður væntanlega frumsýnd í lok þessa árs. í myndinni er mikill fjöldi nýrra laga Stuðmanna en þeir munu kynna þessi lög í Sjallan- um á sunnudagskvöld. Þá munu þeir að sjálfsögðu ekki gleyma sínum gömlu aðdáendum og flytja lög sem þeir gerðu vinsæl hér á árum áður. Stuðmenn skipa þeir Jakob Magnússon, Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Tómas Tómasson, Þórður Árnason og Ásgeir Óskarsson. Fjórir þess- ara kappa eru einnig liðsmenn Þursaflokksins. Stuðmenn flytja eingöngu frumsamin lög og er ekki að efa að margar góðar minningar munu fá byr undir báða á sunnudagskvöld er þeir taka til hendi í Siallanum. Reynt að hefja Akur- eyrarmótið tíl vegs og virðingar „Við erum að gera tilraun með að auka áhuga fyrir þessu móti og höfum í því sambandi keypt mjög veglegan verð- launabikar. Með því teljum við að við gerum það eftir- sóknarverðara fyrir leikmenn KA og Þórs að sigra í þessu móti,“ sagði Marinó Viborg, formaður Knattspyrnuráðs Akureyrar, er hann leit við á ritstjórn Dags og sýndi okkur nýjan stórglæsilegan verð- launagrip sem keppt verður um í Akureyrarmótinu í ár. Fyrri leik mótsins er lokið og sigraði Þór þá 3:2 en síðari leik- urinn verður á þriðjudagskvöld kl. 18.30 á Akureyrarvelli. Það hefur viljað brenna við að forráðamenn liðana tefldu fram hálfgerðum varaliðum í þessa leiki' og hefur það orðið til þess að minnka áhuga fólks á þessari keppni. Nú vill Knattspyrnuráð leggja sitt af mörkum til þess að rífa þessa keppni upp að nýju, og er þá ástæða til þess að skora á forráðamenn KÁ og Þórs að láta ekki sitt eftir liggja. Segja má að leikurinn í kvöld sé hálf- gerð prófraun á það hvort tekst að hefja þetta mót til vegs og virðingar, en það gerist ekki ef félögin tefla ekki fram sterkustu leikmönnum sínum. Marinó Viborg með hinn nýja verðlaunagrip. Skátamót í Leyiungshólum Skátafélögin á Akureyri ætla að ur á laugardagskvöld. halda skátamót í Leyningshól- Tjaldbúðir á mótinu verða um helgina 20.-22. ágúst. Áætl- tvískiptar, skátabúðir annars að er að um 150 skátar taki þátt í vegar og fjölskyldubúðir hins mótinu. Ýmislegt verður á dag- vegar. Foreldrar skáta og eldri skránni s.s. gönguferðir, nátt- skátar eru hvattir til að koma og úruskoðun, ratleikir og varðeld- dvelja í fjölskyldubúðum. ar. Aðalvarðeldur mótsins verð-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.