Dagur - 24.08.1982, Qupperneq 3
Virkjun Blöndu auglýst
„Nauðsynlegt að grípa til
umfangsmikilla
efnahagsráðstafana“
Gengið er út frá því í hinum
nýju bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar að gengi íslensku
krónunnar lækki um 13% til að
bæta stöðu atvinnuveganna og
draga úr viðskiptahalla þjóðar-
búsins. Vegna minnkandi þjóð-
artekna er einnig talið nauð-
synlegt að draga úr verðbólgu.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
mótast af fjórum miginmarkmið-
um sem eru: - að draga verulega
úr viðskiptahalla þannig að á
næstu tveimur árum megi í áföng-
um ná hallalausum viðskiptum
við önnur lönd
- að treysta undirstöður
atvinnulífsins með aðgerðum til
að auka framleiðni og fram-
leiðslugetu þjóðarbúsins og
tryggja þannig öllum landsmönn-
um næga atvinnu
- að verja lægstu laun eins og
unnt er fyrir þeim samdrætti sem
orðið hefur í þjóðartekjum og
- að veita viðnám gegn verð-
bólgu.
Til þess að ná þessum mark-
miðum hefur ríkisstjórnin sett
bráðabirgðalög um ráðstafanir í
efnahagsmálum. Aðalatriði
bráðabirgðalaganna eru eftir-
farandi:
1. Dregið er úr víxlgangi kaup-
gjalds og verðlags með lækkun
verðbóta um 10 prósentustig 1.
desember n.k.
2. Aflað er tekna sem ráðstafað
er til að jafna lífskjör.
3. Umleiðoggengikrónunnarer
breytt til að styrkja stöðu atvinnu-
veganna og draga úr innflutningi
er helmingi gengismunar varið til
sérstakra ráðstafana í þágu sjáv-
arútvegs, einkum vegna erfið-
leika í togaraútgerð.
Þannig skal verja 80 milljónum
til loðnuvinnslustöðva, 10 millj-
ónum í orkusparandi aðgerðir í
útgerð og fiskvinnslu.
Með bráðabirgðalögunum fylg-
ir yfirlýsing frá ríkisstjórninni þar
sem m.a. er getið um það helsta
sem unnið verður að í framhaldi
af þessum bráðabirgðalögum.
Meðal þess sem þar er nefnt er að
að undangengnum viðræðum við
aðila vinnumarkaðarins verðu’
tekið upp nýtt viðmiðunarken.
fyrir laun með hliðsjón af hug-
myndum vísitölunefndar. 180
milljónir munu ganga til láglauna-
bóta á þessu og næsta ári, þar af 50
milljónir á þessu ári. Innflutning-
ur fiskiskipa verður stöðvaður í
tvö ár og verulegar kröfur gerðar
til eiginfjárframlags vegna ný-
smíða innanlands. Verkefnum
varðandi breytingar og viðhald
flotans verði beint til innlendra
skipasmíðastöðva eftir því sem
kostur er.
Þá er gert ráð fyrir að landbún-
aðinum verði veitt framlag til að
greiða fyrir samdrætti í kjötfram-
leiðslu, loðdýrarækt og aðrar nýj-
ar búgreinar verði efldar og stefnt
verður að því að búvörufram-
leiðslan í einstökum byggðarlög-
um verði í samræmi við landkosti
jarða og markaðsstöðu. Þá er gert
ráð fyrir að verðlagning á innlend-
um iðnaðarvörum sem eiga í
óheftri samkeppni verði gefin
frjáls.
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
segir m.a.:
„Sá vandi sem við er að glíma er
djúpstæðari og umfangsmeiri en
um langt skeið vegna þess hve
þjóðarbúið og atvinnuvegirnir
eru vanbúnir að mæta ytri áföll-
um. Langvarandi verðbólga hefur
smám saman skekkt og grafið
undan rekstrarskilyrðum fram-
leiðsluatvinnuveganna. Takist
ekki að draga verulega úr verð-
bólgu munu framleiðsluskilyrði
og afkoma þjóðarbúsins fara
versnandi á næstu árum.
Minnkandi afli, vandkvæði á
erlendum mörkuðum, langvar-
andi verðbólga ásamt misgengi í
flestum stöðum þjóðarbúsins ger-
ir það nauðsynlegt að grípa nú til
umfangsmikilla efnahagsráðstaf-
ana.“ Þá segir ennfremur: „Að-
hald í heildarútgjöldum samhliða
aðgerðum til að auka framleiðslu
þjóðarbúsins er því þungamiðja
efnahagsráðstafana ríkisstjórnar-
innar.“
Birt hefur verið í Lögbirtingar-
blaðinu auglýsing um virkjun
Blöndu frá iönaöarráðuneyt-
inu þar sem fyrirhugaðar virkj-
unarframkvæmdir eru kynntar
með hliðsjón af ákvæðum
vatnalaga. Er í auglýsingunni
skorað á þá sem telja fram-
kvæmd virkjunar varða hag
sinn að koma fram með athuga-
semdir fyrir 1. október nk.
Greinargerð með uppdráttum
liggja frammi á skrifstofum
Rafmagnsveitna ríkisins í
Reykjavík og á Blönduósi.
í auglýsingunni kemur eftirfar-
andi fram um virkjunartilhögun
við Blöndu:
„Blanda verður stífluð við Ref-
tjarnarbungu, þar sem hún er í
um 440 m hæð y.s. Hliðarstífla
verður í Lambasteinsdragi og
steinsteypt yfirfall í ásnum þar á
milli. Kolkukvísl verður stífluð
milli Kolkuhóls og Áfangafells.
Stíflumannvirki verða gerð
með það fyrir augum að unnt sé
að stækka uppistöðulónið í 400 G1
miðlun síðar meir, þegar nauðsyn
ber til vegna raforkukerfisins að
mati virkjunaraðila. Verði
ágreiningur um miðlun umfram
220 G1 skal honum skotið til Al-
þingis að fenginni tillögu ríkis-
stjórnar.
Frá miðlunarlóninu er vatni
veitt um 25 km leið að stöðvarinn-
taki. Fyrst um skurð með loku-
virkjum gegnum hálsinn milli
Kolkuflóa og Þrístikluvatns. Það-
an liggur veitan um Smalatjörn,
en útrennsli hennar(Fannlækur)
verður stíflað, og síðan um skurð
í Stuttalæk, sem fellur í Austara-
Friðmundarvatn. Frá Austara-
Friðmundarvatni liggur veitan um
skurð í inntakslón í Eldjárnsstað-
arflá.
Inntakslón virkjunarinnar
myndast með stíflu í Gilsá 2,5 km
neðan við Gilsvatn. Stíflað er upp
í 410 m hæð y.s. og með 5 m niður-
drætti er gert ráð fyrir 20 G1 miðl-
unarrými í lóninu.
Frá inntakslóni verður um 1300
m langur aðrennslisskurður að
inntaki í hallandi stálfóðruð
fallgöng. Fallgöngin greinast í
tvenn lárétt göng að vatnshverfl-
um. Stöðvarhús er neðanjarðar
með tveimur vélsamstæðum með
allt að 180 MW afli og aðkoma að
því verður um 850 m löng göng.
Tengibúnaður verður neðanjarð-
ar í sérstökum helli samsíða
stöðvarhellinum. Spennar eru
einnig neðanjarðar. Frárennsli
verður um 1700 m löng göng út í
Blöndu og 1200 m langan skurð í
farvegi Blöndu niður í um 120 m
hæð y.s.“
Anker á Akureyri
Anker Jörgensen og frú hans
komu í stutta heimsókn til Ak-
ureyrar í morgun og var það lið-
ur í opinberri heimsókn hans
hér á landi.
Forsætisráðherra Dana kom til
Akureyrar klukkan 10 og var síð-
an farið í skoðunarferð um bæinn.
M.a. átti að skoða sútunina í Sam-
bandsverksmiðjunum og Amts-
bókasafnið og/eða Lystigarðinn.
Síðan átti að vera matarboð á
Hótel KEA í boði bæjarstjórnar
Akureyrar. Frá Akureyri átti að
leggja af stað í Mývatnssveit
klukkan 14.
Það léttir lund að líta við
Vorum að taka upp karlmannaflókainniskó
einnig stígvél nýkomin
Skódeild _____________
Áhugafólk
um ljósmyndun
Agfa filmur og vélar
Kodak filmur og vélar
Tökum á móti öllum filmum til
framköllunar
Einnig filmumóttaka í Hrísalundi 5
neðri hæð
Reiðhjól
á góðu verði
Eigum enn nokkur reiðhjól á
góðu verði
Látið ekki happ úr hendi sleppa
og komið við strax í dag
Sportvörudeild
Ertþúíteppa-
hugleiðingum
Eigum stórkostlegt úrval teppa á
gamla verðinu
((
19
Mælum - sníðum - leggjum
Vanir menn - góð þjónusta
Teppadeild
Og nú
eru kjólföt
að komast aftur
1 tísku
Eigum takmarkað magn af kjólfötum
Verð aðeins kr. 2.735 m/vesti
Fyrir hagsýna
Barnapeysur frá kr. 125 í no. 4-14
falleg munstur
Gallabuxur frá kr. 295 - mörg snið
Alullarpeysur fyrir karlmenn á kr. 210
Herradeild
Frá Vefnaðar-
vörudeildinnni
Nýkomið
Barnapeysur og barnabuxur
á mjög góðu verði
Verð á buxum frá
kr. 125 í no. 4-12
Ullarkápur frá Gazella
ótrúlega gott verð
Hefur þú kynnt þér hvað þeir á neðri
hæðinni í Hrísalundi 5 bjóða upp á?
Seíkó
fataskápar
gefa mikla möguleika í innréttingum
íslensk úrvals vara á frábæru verði
Combiflex
raðhúsgögnin
sóma sér allsstaðar vel og á verði
sem kemur þér á óvart
Borð - stólar og kollar frá
Sóló
húsgögnum
fyrir eldhúskrókinn eru húsgögn
sem vert er að kíkja á
Kynnið ykkur greiðslukjörin
Hrísalundur 5 neðri hæð
24: ágúst 1982 - ÖAGÚR - 3