Dagur - 24.08.1982, Side 11
Frá Systraselssöfnun
Nú líður senn að því að bygging-
arframkvæmd við hjúkrunar-
deildina í Systraseli ljúki. Er
stefnt að því að deildin verði af-
hent fullbúin um mánaðarmótin
september-október, eða sem fyrst
úr því. Svo sem söfnunarlistar,
sem birtir hafa verið í blöðum
bæjarins bera með sér, hafa marg-
ir aðilar víðsvegar um Norður-
land, og víðar, rétt hér hjálpar-
hönd, og stutt þessa nauðsynlegu
framkvæmd með peningafram-
lögum smærri og stærri. Auk þess
eru þeir ótaldir, sem lagt hafa af
mörkum ómælt sjálfboðastarf, og
ekki er fært að tíunda frekar, en
þeim öllum eru hér með færðar
bestu þakkir fyrir áhuga og vel-
vilja. _
Nú er áætlað að hjúkrunar-
deildin kosti fullbúin, ekki undir
3.3. millj. króna eða tvöfalda þá
upphæð sem reiknað var með í
fyrstu kostnaðaráætlun, fyrir tæp-
um tveim árum. Á lokasprett-
inum stöndum við því frammi
fyrir því, að enn vantar nokkurt
fjármagn, svo endar nái saman.
Því vill framkvæmdarnefnd
Systrasels beina því til allra
þeirra, sem enn vildu rétta hjálp-
arhönd, og styðja að því að hjúkr-
unardeildin komist í not sem
fyrst, að láta ekki lengi dragast að
senda, eða tilkynna um framlög.
Sy straselssöfnunin.
Áðurbirt 1.668.527.85 kr.
Seltefni 2.800.00 kr.
Þórey Jóhannesdótti 400.00 kr.
N.N. 1.660.00 kr.
Minningarg. um Maríu
Kristjánsd. og Ingimar Jónsson,'
frá Ólöfu og Rut 2.000.00 kr.
K.HogG.K. 1.270.00 kr.
Ómar, Bjarki, Tinna, Hjörtur,
Óskar, Nanna 36.00 kr.
Olefina 1.160.00 kr.
Til minningar um Sigríði Róberts-
dóttur frá systkinum hinnar látnu
2.500.00 kr.
Kvennfél. Vaka, Dalvík
11.755.00 kr.
Til minningar um Sigríði Róberts.
og Jón Andrésson, frá Guðmundi
Bergssyni 1.000.00 kr.
Lárus Björnsson 710.00 kr.
Jóna Einarsdóttir 500.00 kr.
M.S. 100.00 kr.
Framlag úr Framkvæmdarsjóði
aldraðra 1000.000.00 kr.
Samtals: 2.694.418.85 kr.
Með þökkum móttekið.
Framkvæmdarnefndin.
-Odýrt-Odýrt~
Sokkabuxur barna
stærðir 2-10 verð frá kr. 35-47.
Vatteruð vesti
stærðir 36-46 verð 355.-
Röndóttar herraskyrtur
Ijósar, verð kr. 209.-
Eyfjörð,
Hjalteyrargötu 4,
sími 25222, Akureyri.
verður haldið sunnudaginn 29. ágúst nk. og hefst kl.
13.30.
Keppnisgreinar:
1. Fólksbílar í standardflokki
2. Fólksbílar í sérútbúnum flokki
3. Jeppar í standardflokki
4. Jeppar í sérútbúnum flokki
5. Mótorhjóiaflokkur frjáis útbúnaður
6. Opinn flokkur þ.e. útbúnir fólksbílar og jeppar ennfremur
mótorhjól keppa saman í flokki.
Skráning er í síma 24574 kl. 19-21 á kvöldin.
Sérstakur gestur og keppandi mótsins er hinn margkunni
Benedikt Eyjólfsson eða Benni eins og hann er nefndur manna
á milli. Hann kemur bæði með fólksbíl í sérútbúinn flokk og
jeppa í sérútbúinn flokk.
Nú er tækifærið fyrir unga sem gamla að sjá
skemmtilega keppni. Góða skemmtun.
B.A.
Rússnesku
samvinnuvörurnar
fást í
Kjörbúðum KEA
Hunang í glösum
Sultur í glösum
Grænar baunir í dósum
Rúsínur í lausu
Verðið mjög lágt
Lítið inn
Tilkynning
frá Stofnlánadeild landbúnaðarins
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu
1983 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnað-
arins fyrir 15. september næstkomandi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á
framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til-
greind stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar,
skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og
veðbókarvottorð.
Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjár-
mögnunarmöguleikar umsækjanda.
Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem
hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1983,
þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september
nk. svo þeir geti talist lánshæfir.
Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september
næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg
beiðni um endurnýjun.
Reykjavík, 18. ágúst 1982.
Búnaðarbanki íslands
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Háseta vantar
á Særúnu Litla-Árskógssandi. Upplýsingar í síma
63146.
SAMBANDISLENZKRA SAMVINNIIFÉIAGA
lónaóardeild ■ Akureyri
Ritari óskast
Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í skjala-
vörslu og meðferð telex.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra sími 21900
(220).
Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900
24.ágijst1982-pAGUR-11