Dagur


Dagur - 24.08.1982, Qupperneq 12

Dagur - 24.08.1982, Qupperneq 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR wji I FRAMAN Á BÍLA. Skl ■ Gull- smiðir víg- búast „Við höfum lengi vel treysí á Guðoglukkuna, eneftir þáat- burði sem gerst hafa í Reykja- vík er Ijóst að það er ekki hægt endalaust. Þess vegna pöntuð- um við þjófavarnakerfí ásamt hinum gullsmiðunum hér á Ak- ureyri og nokkrum aðilum í Reykjavík í samtali við Dag. Tilefni þess að við höfðum sam- band við Flosa var auðvitað hin tíðu innbrot í gullsmíðaverkstæði í Reykjavík. Þýfi fyrir milljónir Fjórðungsþing Norðlendinga: Atvinnumál og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga inrlinoo r__i _l_ i_ _ ___ r_..._i: i_ __ . Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst nk. Fundarstaður verður Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki. Þingsetning verður á fímmtudagskvöld 26. ágúst kl. 8 e.h. A fimmtudagskvöld verður fjallað á sérstökum fundi þingsins um atvinnumál á Norðurlandi. Framsögumenn verða Gunnar Ragnars, forstjóri sem ræðir um stóriðnað með tilliti til orkunýt- ingar sem undirstöðu stærri iðn- þróunar, Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins ræðir um matvæla- iðnað, nýjar leiðir í nýtingu af- urða til lands og sjávar. Páll Hlöð- versson, tæknifræðingurræðirum almennan iðnað og þá einkum framleiðsluiðnað. Guðmundur Sigvaldason, landfræðingur fjall- ar um þjónustu- oæg viðskipta- starfsemi og áhrif þessara starfs- greina og þá einkum ríkisgeirans á búsetu og atvinnuþróun. Ávörp munu flytja fulltruar vinnumark- aðarins, sem stóðu að atvinnu- málaráðstefnu Fjórðungssam- bands Norðlendinga í vetur. Síð- an verða aimennar umræður. Bjarni Aðalgeirsson formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga mun kynna tillögu, sem lögð verður fyrir þingið um atvinnumál og aðgerðir í þeim efnum. Eftir hádegi á föstudag 27. ágúst verður sérstakur fundur á fjórðungsþinginu, sem fjallar um verkefnaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Egill Skúli Ingi- bergsson, fyrrverandi borgar- stjóri, formaður samninganefnd- ar ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefnaskil ríkis og sveitarfélaga heldur fram- sögu um verkefni verkefni nefnd- arinnar og verkefnaskiptingu almennt. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, sem á sæti í nefnd er endurskoðar sveit- arstjórnarlögin hefur framsögu um sveitarstjórnarkerfið og þær hugmyndir, sem koma til með- ferðar við endurskoðun sveitar- stjórnarlaga. Jón G. Tómasson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun flytja ávarp á þessumfundi, semm.a. fjallarum störf sambandsins á þessum vett- vangi. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins mun hafa framsögu fyrir tillögu, sem lögð verður fyrir fjórðungsþing og fjallar um verk- efnamál og um samstarf sveitar- félaga. Fyrri hluta föstudags skila milli- þinganefndir áliti og flytja tillög- ur. Afgreiðsla mála fer fram á laugardag og lýkur þingfundi síðari hluta dags með kjöri fjórð- ungsráðs, milliþinganefnda og annarra stjórna sem kjörið er til á þinginu. Fjórðungsþingið munu sitja yfir hundrað manns fulltrúar og gestir. Á laugardagskvöld verður í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki boð fyrir þingfull- trúa og gesti á vegum bæjarstjórn- ar Sauðárkróks, ásamt kynning- arkvöldvöku. króna hefur verið hirt úr verslun- um í höfuðborginni, og kom í ljós að gullsmiðir þar höfðu alls ekki viðkunandi öryggiskerfi til að venast innbrotsþjófum. Eg gerði ráðstafanir áður ken þ etta þjófarvarnarkerfi kom upp, læsti alla dýrustu hlutina í skáp þannig að ekki var viðlit fyrir inn- brotsþjófa að komast að þeim. Kerfið sem búið er að setja upp er mjög öflugt og ég held að þeir sem hyggjast brjótast hér inn hafi ekk- ert annað upp úr því en það að þeirverði hirtirá staðnum," sagði Flosi. Nokkrir laxar hafa komið Veiðifélag Ólafsfjarðar slcppti í fyrra um 7 þúsund niöur- gönguseiðum (lax) í Ólafsfjarð- arvatn, og um 10 þúsund í sumar. Aðeins hefur orðið vart við það í sumar að eitthvað af þeim seið- um sem sett voru í vatnið í fyrra hafi skilað sér eftir að hafa verið í sjó, og þá sem 3-5 punda laxar. Ánnars er reiknað með að meg- inhluti seiðanna sem sett voru í vatnið í fyrra muni skila sér næsta sumar og þá sem 8-12 punda fiskar. Fyrirhugað að stofna samtök aldraðra „Það má segja að þetta mál sé í burðarliðnum og ekki hægt að segja mikið um það á þessu stigi,“ sagði Jón Björnsson fé- lagsmálastjóri á Akureyri er við spurðum hann hvað liði stofnun félagsskapar fyrir aldr- að fólk í bænum. „Félagsmálaráð sótti um það að halda einhverja sérstaka hátíð fyrir aldraða, í tilefni af ári aldr- aðra, og það voru ýmsar hug- myndir uppi í því sambandi. M.a. var rætt um að halda útihátíð í Kjarnaskógi en frá því var horfið vegna þess hversu áliðið er sumars og allra veðra von ef svo má segja. í framhaldi af þessu hefur Fé- lagsmálaráð lýst yfir vilja sínum til að standa fyrir stofnfundi sam- taka aldraðra í bænum og standa straum af kostnaði við það. Það er enginn vettvangur til fyrir aldr- aða, það eru alltaf einhverjir aðrir sem eru að gera eitthvað fyrir það fólk. Við höfum haldið einn fund með hópi sem við kölluðum saman og starfar sem einhvers- konar undirbúningsnefnd og í bí- gerð er að halda annan slíkan fund nú í vikunni. Pað eru allir mjög bjartsýnir á að hægt sé að gera þetta og hrinda málinu í framkvæmd, en þetta er allt óformað ennþá. En ef af þessu yrði þá viljum við reyna að gera þetta með pomp og prakt, stofna félagið á þann hátt að fólk yrði vart við þetta og kæmi sem flest. En ég vil undirstrika það að málið er í burðarliðnum og það hafa engar endanlegar ákvarðanir ver- ið teknar enn sem komið er,“ sagði Jón Björnsson. Sæmilegt hjá togurum ÚA Sæmilegur afli hefur verið hjá togurum Útgerðarfélags Akur- eyringa að undanförnu, og hef- ur aflinn samanstaðið af þorsk, grálúðu og karfa. Sólbakur landaði 9. ágúst 100 tonnum þar sem meginuppistað- an var þorskur, tveimur dögum síðar landaði Kaldbakur 344 lest- um þar sem uppistaðan var grá- lúða og um svipað leyti landaði Svalbakur 264 lestum þar sem uppistaðan var karfi. Harðbakur landaði síðan 16. ágúst 273 tonn- um sem voru að mestu leyti þorsk- ur og grálúða og fyrir helgina landaði svo Sléttbakur rúmlega 200 tonnum og var þorskur uppi- staðan í þeim afla. • Húsiðá bryggjunni Það hefur vakið talsverða athygli að Drangur hinn nýji hefur sagt skilið við hluta yfir- byggingar sinnar og er hún á Torfunesbryggjunni þar sem skipið hefur aðstöðu á Akur- eyri. Nokkrir aðilar hafa vakið athygli á þessu við S&S og vilja fá að vita til hvers eigi að nota umrædda yfirbyggingu. Ekki er annað að sjá en um sé að ræða geymslu undir bíla eða annan varning á þilfari og er því sennilegt að yfirbygg- ingin fari á sinn stað áður en langt um líður. Hinsvegar kom hún sér vel á bryggjunnl á dögunum er skemmtiferða- skip eitt hafði viðkomu á Poll- inum. Þá þurftu farþegar að bíða í norðannepju eftir að komast út í skipið, og yfir- bygging Drangs þjónaði prýðilega sem skýli á meðan beðið var eftir bátum frá skip- inu. # Að kunna að spyrja Heldur betur virðist það hafa farið fyrir hjartað á einhverj- um á ritstjórn íslendings að fá ekki svör um það hjá Helga Bergs bæjarstjóra á Akureyri hver hallinn hafi orðið af Vor- vöku sem haldin var í bænum. Ekki hefur það verið til að bæta skapið að Dagur hafi fengið nokkrar vísbendingar um áætlaðan halla, án þess þó að nokkuð væri fullyrt í þeim efnum í grein Dags. í síðasta tbl. íslendingsferein- hver á ritstjórn íslendings hamförum og gefur í skyn að bæjarstjórinn mismuni biöð- unum viljandi. Ekki telur sá er þetta skrifar að svo sé, en hinsvegar læðist að honum sá grunur um að ekki sé sama hvernig embættismenn séu spurðir. Þá snýst málið öðru fremur um það hvort viðkom- andi á ritstjórn íslendings sé hæfur til þess að vera í hlut- verki spyrils, eða í hlutverki blaðamanns yf ir höfuð. Það er nefnilega stór munur á því og að stunda skítkast í garð „kol- lega“ sinna árið út og árið inn. # Haukdal kominn heim Fræg er sögnin af Gunnari á Hlíðarenda er hann sagði að fögur væri hlíðin og hann færi hvergi. Gunnar varsem kunn- ugt er nágranni Bergþórs- hvolsbóndans. Enn gerast tfðindi á þessum sögufrægu stöðum og núverandi Berg- þórshvolsbóndi á góðri leið með að verða þjóðsagnar- persóna. Bæði vegna deilna við klerkinn á næsta bæ og nú síðast vegna þess að hann hyggst heim í Heiðardalfnn. „Betri er brekkan og þangað vil ek,“ segir Haukdal og á við mannvitsbrekkurnar í Sjálf- stæðisflokknum. Haukdal er sem sagt kominn heim hættur að styðja Gunnar Thor og reyndar langt síðan hann hætti því. Hvað voru mennirn- ir að bisa við efnahagsráð- stafanir?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.