Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRl'MANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Framleiðsla á fóðurvörum Árið 1981 voru flutt inn rúmlega 60 þúsund tonn af fóðri fyrir búfé. Þar af var meira en helmingurinn fóðurblöndur úr fóðri sem hægt er að framleiða eða er jafnvel framleitt hér á landi. Megnið af afganginum var kornvara, einkum maís og bygg, sem ætti að vera hægt að framleiða hér á landi. Þetta kom fram í er- indi sem dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, hélt um möguleika í matvælaiðnaði og framtíð fóður- framleiðslu hér á landi á fjórðungsþingi Norð- lendinga fyrir nokkru. í erindi dr. Björns komu fram sláandi upplýs- ingar um það hversu illa við íslendingar nýt- um hráefni sem til leggjast. Hann sagði að á síðast liðnu ári hafi væntanlega verið fleygt allt að 40-50 þúsund tonnum af slógi, allt að 5 þúsund tonnum af grásleppu, 6 þúsund tonn- um af vambagor, 3 þúsund tonnum af blóði, 30 þúsund tonnum af mysu og þannig mætti lengi telja. Björn Dagbjartsson sagði að það væri mjög brýnt að leggja meiri áherslu á nýtingu þess- ara innlendu hráefna til fóðurbætisgerðar en hingað til hefur verið gert. Hann benti á að loð- dýrafóður yrði væntanlega notað í stórum stíl á næstunni, ef hugmyndir um 80 ný loðdýrabú yrðu að veruleika. Hráefnið í loðdýrafóður er að langmestu leyti úrgangur frá fiskvinnslu og slátrun. Björn leggur til að stofnað verði fóður- eldhús í samvinnu loðdýraræktenda, frysti húsa og sláturhúsa, sem þjóni eins stóru svæði og samgöngur leyfa. Því fyrr sem menn átti sig á þessu þeim mun betra, því þetta geti bókstaflega skipt sköpum fyrir þessa ungu búgrein, sem loðdýrarækt er hér á landi. Þá minnist Björn Dagbjartsson á fiskafóður og sagði: „Hingað til hefur fiskafóður tiltölu- lega lítið verið notað hér á landi af eðlilegum ástæðum, þar sem eiginlegt fiskeldi hefur varla komist af stað hér ennþá, aðeins seiða- rækt. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að á næstu árum verði þörf fyrir jafnvel þúsundir tonna af fóðri fyrir eldislax og silung. Það er mjög líklegt að það verði fljótt hagkvæmt að framleiða þetta fóður innanlands og ef skyn- semin fær að ráða þá aðeins á einum stað og jafnvel með erlendri þátttöku eða eftir keyptri uppskrift. Siglufjörður hefur ýmislegt upp á að bjóða í þessu sambandi, svo sem nægilegt húsrými, vélakost, vinnuafl og sumt af hráefn- unum, fiskimjöl, lýsi og rækjuúrgang. “ Um þetta mál sagði Björn Dagbjartsson að lokum: „Ég hef þá trú að það sé ekki spurning um það hvort fiskfóðursframleiðsla verður hafin hér á landi fyrir alvöru, heldur hvenær og hvar. “ Guðmundur Ðjarnason, alþingismaður: Einnig verði tekið tillit til stöðu iðnaðarins atvinnugreinar verði hart úti. Gengisskráning okkar hefur ávallt verið miðuð við afkomu sjávarútvegsins og iðnaðurinn því oft og einatt borið skarðan hlut frá borði. Nú blasir einmitt sú hætta við að lægra olíuverð til fiskiskipa og sérstök meðferð á fjármagnskostnaði útgerðarinn- ar þýði röskun á gengisskrán- ingu, nokkurs konar þorsk- gengi, sem verði mjög þungbært fyrir útflutningsiðnaðinn, sem síðar gæti haft mjög alvarleg áhrif á atvinnulífið, einkum hér á Akureyri, sem ekki má við neinum áföllum. Hér þurfum við þingmenn að vera vel á verði og gæta þess að einnig verði tekið tillit til stöðu iðnaðarins. Að sjálfsögðu hefði verið best að allt hefði þetta fylgst að í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar a dögunum og samræmis gætt milli hinna ein- stöku atvinnugreina. Þá hefði t.d. mátt laga stöðu iðnaðarins með lækkun launaskattsins, en um það náðist því miður ekki samstaða, enda verður það víst seint og trúlega aldrei sem öll vandamál verða leyst og þaðan af síður að það gerist í einum pakka. Ég harma þau vinnubrögð og þá óbilgirni sem fram kemur í af- stöðu fulltrúa LÍÚ og veit af samtölum mínum við ýmsa út- gerðarmenn í okkar kjördæmi að menn eru alls ekki á eitt sáttir og sumir mjög óánægðir. Sér- staklega er óskemmtilegt að Út- gerðarfélag Akureyringa skuli telja sig knúið til slíkra aðgerða í kjölfar umræðna um alvarlegar horfur í atvinnumálum á Akur- eyri og fundahalda þingmanna kjördæmisins með atvinnumála- nefnd og bæjaryfirvöldum. Von- andi er að samkomulag náist og viðunandi lausn fáist allra næstu daga því það er að sj álfsögðu öll- um ljóst hversu gífurlegan vanda það hefur í för með sér ef sjávarútvegurinn er lamaður. Guðmundur Bjarnason. Með efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar og ákvæðum í bráðabirgðalögum var að sjáif- sögðu tekið á vandamálum út- gerðarinnar, en einkum þó hvað varðaði uppsafnaðan vanda hjá togaraútgerðinni. Ljóst var að þrátt fyrir þessar aðgerðir var fiskiskipaflotinn enn rekinn með halia og að á því yrði að taka með öðrum ráðum. Allir voru sammála, einnig fulltrúar út- gerðarinnar, um að rekstrar- grundvöllur fengist ekki með því einu að hækka fiskverðið. Bilið væri of breitt og slík gífurleg hækkun fiskverðs, 30-40%, þýddi aðeins stóra gengisfell- ingu og nýja verðbólguhol- skeflu. Þaö sem þyrfti að gera væri að lækka rekstrarkostnað- inn og við það miða þær tillögur sem sjávarútvegsráðherra lagði fyrir og fékk samþykktar í ríkis- stjórninni. Hér er um að ræða lækkun olíukostnaðar og breytingar á fjármagnskostnaði. Þessar að- gerðir koma ölium fiskveiðiflot- anum til góða, ekki eingöngu togurunum, eins og bráða- birgðalögin gerðu einkum ráð fyrir. Staðreyndin er sú að báta- flotinn, einkum hér á norðaust- urhorninu, er mjög illa settur og verulega undir meðaltali, sem fyrst og fremst stafar af því hve afli hefur verið lélegur það sem af er árinu. Þetta var okkur þing- mönnum Framsóknarflokksins í kjördæminu vel ljóst og höfum við margsinnis minnt á þetta í viðræðum við sjávarútvegsráð- herra og þegar rætt hefur verið um vanda togaranna. Því fagna ég þeim skrefum sem nú á að stíga til að lækka rekstrarútgjöld fiskveiðflotans alls. Lækkun olíukostnaðarins kemur til með að hafa áhrif strax en breytingar á fjármagnskostn- aði er erfiðara að meta, en þær koma að sjálfsögðu einnig veru- lega til góða. Mikilsvert er í því sambandi að hraða aðgerðunum svo þær hafi meiri áhrif, t.d. varðandi breytingar vanskila- og skammtímalána í lán til lengri tíma, og mjög þýðingarmikið er að inn í þá skuldbreytingu komi einnig ýmsar viðskiptaskuldir en ekki aðeins vanskil í bönkum eða við olíufélögin. Þá er að lok- um í tillögum ráðherra gert ráð fyrir samráði við hagsmunaaðila um að mæta rekstrarvandanum á næsta ári og tel ég það mikil- vægt, því útilokað er að gera flotann út með tapi til frambúð- ar, þó ekki reynist unnt að lag- Guðmundur Bjarnason. færa stöðuna til fulls með þess- um aðgerðum, þegar vandinn er orðinn svo stór sem raun ber vitni. Því eru áframhaldandi við- ræður í leit að nýjum leiðum mjög þýðingarmiklar. En erfitt er að gera svo öllum líki og því miður blasir sú stað- reynd við, að þegar ein atvinnu- grein er tekin út úr og til sér- stakra aðgerða gripið hennar vegna, þá er hættan sú að starfs- skilyrði séu gerð mismunandi eða þeim raskað og aðrar Framkvæmdastjórinn finni orðum sínum stað í Degi 2. september er grein eftir Áskel Einarsson framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norðurlands. Greinin er hluti úr skýrslu er hann flutti á Fjórðungs- þingi á Sauðárkróki. Ástæða þess að ég sting niður penna eru skrif hans um mótun nýrra byggðastefnu, en þar segir Áskell m.a. „Það er búið að koma miklu óorði á byggðastefnuna svo- nefndu. Þetta má að mestu rekja til handabaksvinnubragða í Framkvæmdastofnun ríkisins, á kauphallarmarkaði hinna póli- tísku hrossakaupa." Ég las þetta oftar en einu sinni og velti því fyrir mér hvað fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga væri að fara og hver væri tilgangur slíkra skrifa. Eru það ekki einmitt svona skrif, án nokkurs rökstuðnings sem koma óorði á Framkvæmda- stofnun ríkisins og þá er þar starfa, ekki síst þegar þau eru sett fram af manni sem maður skildi ætla að væri marktækur. Ég hefi nú um tíma setið í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins og hlýt því að eiga hlut að þeirri ógeðfelldu starfsemi sem framkvæmdarstjórinn talar um. Það er trúlega farið fram á of mikið að framkvæmdastjóri Fjórðungssambanda Norðlend- inga finni orðum sínum stað. Stefán Guðmundsson alþingismaður 4-DÁGUR^- 21 .* septémber'1982 v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.