Dagur - 21.09.1982, Qupperneq 6
I
í.
t
I
ií
!<
Sigurður Baldursson stefnir til himins. Hann fór heldur harkalega í þessa torfæru, missti bílinn upp í loftið (ef svo má segja), og valt. Slapp með skrekkinn.
Ljósmyndir: KGA.
A skófludekkjum yfir allt
Þá var það „Hellumaðurinn",
Bergþór úr Fljótshlíðinni. Hægt,
rólega, hávaðalaust, læddist hann
upp barðið rétt eins og hann hefði
þann starfa dagsdaglega. Létti
villísinn með litlu vélinni brást
ekki.
Svona voru þeir misjafnir, fóru
misjafnlega að við að ná sama tak-
marki. Akureyringarnir áttu það
sammerkt að vera á bílum með
ógnar kraftmiklum vélum, þeir
gösluðust í torfærurnar, grófu
nærstadda áhorfendur næstum í
sandi og skít, og bílarnir öskruðu
svo að nágrennið nötraði. Þeir
sem komu að sunnan voru á létt-
um bílum, litlum, og voru ekki
eins hávaðasamir, gusuðu ekki
eins miklum leir. Tvær aðferðir,
það má deila um hvor sé vænlegri
til árangurs. Þó sakar ekki að líta
á frammistöðu „Hellumannsins"
til dæmis. Léttur bíll, lítil vél,
hann fór fremur rólega (að
minnsta kosti miðað við norðan-
mennina) og hávaðalítið, eins og
fyrr er getið um baráttu hans við
barðið. En hann náði langbestum
árangri og er öruggur íslands-
meistari. Hann er líka einstaklega
laginn og lipur ökumaður, nokk-
uð sem hefur mikið að segja í
keppni sem þessari.
Blaðamaður er ekki mikill bíla-
þekkjari og veit ekki muninn á
karbúrator og knastás (ekki að
vita nema það sé nákvæmlega það
sama). Því er erfitt fyrir mig að
gerast dómari í bílamálum, en ég
beiti því sem ég kann og skálda í
skörðin. Og það er einnig svo í
málum sem þessu, að myndir
segja meira en nokkur orð, og því
skulum við skoða þær.
Áður en hann geysist af stað rekur
hann upp öskur, sem er ekki ólíkt
Ijónsöskri. Svo gusar hann upp
möl og grjóti og sandi, rýkur með
grimmdarurri upp brekkuna án
þess að hika.
Áhorfendur klöppuðu.
Sá næsti horfir íhugandi upp
brekkuna, athugar aðstæður og
setur sig í startholurnar. Rýkur af
stað. Hann stoppar í miðri brekk-
unni, misreiknaði eitthvað, renn-
ur aftur niður. Upp fer hann í
annarri tilraun, með tilheyrandi
illindum í vélinni.
Og upp brekkuna tíndust þeir
allir, hver á eftir öðrum, hver með
sinn stíl, sumir með hávaða og
sandmokstri, aðrir rólega - næst-
um því læddust.
Fyrstu torfæruna fóru þeir ailir.
Númer tvö var öllu strembnari -
vígalegt moldarbarð. Siggi Bald.
fór fyrstur, prjónaði og lét illum
látum. Varð að gefast upp. Dundi
næstur, hægt og rólega, samt með
miklum hávaða eins og gefur að
skilja, lagði hann í barðið.
Upphófst, og hægt og rólega seig
hann á afturendann og rúllaði
yfrum, endaði með nefið í jörð og
spilaði upp hjólunum. Bensínið
fossaði úr geyminum, sjálfur brá
Dundi ekki svip, þar sem hann
hékk í öryggisbeltunum. Þeir
komu bílnum á réttan kjöl - og
hann hélt áfram keppni.
Kom sá og sigraði. Bergþór Guðjónsson - Hellumaðurinn - fer létt og lipurlega gegnum þúfurnar. Á Willys með 4 cyl Volvo vél með afgastúrbínu.
6 - DAGUR - 21. september 1982
- eða næstum allt - A torfærukeppni BA