Dagur - 28.09.1982, Page 3

Dagur - 28.09.1982, Page 3
Keilusíða 1-5. Leiguíbúða- nefnd afhendir 19 íbúðir í næsta mánuði munu íbúðir í ijölbýlishúsinu við Keilusíðu 1- 5 verða afhentar og flutt inn í þær. Hér er um að ræða 19 íbúðir, en það er Ieiguíbúða- nefnd Akureyrar sem staðið hefur að byggingu hússins. Einhver hluti íbúðanna mun verða seldur, en meirihluti þeirra mun þó verða leigður út. íbúðirn- ar eru í þremur stigahúsum, og eru fimm íbúðir í norðurenda hússins en sjö í hvoru hinna stiga- húsanna. Á jarðhæð allra stiga- húsanna eru íbúðir sem hannaðar eru sérstaklega með það fyrir aug- um að þar búi fatlað fólk, og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkar íbúðir eru hannaðar þannig á Ak- ureyri. Blaðamaður Dags skoðaði íbúðir hússins fyrr helgina, og er ljóst að ekkert hefur verið til spar- að að gera þær sem best úr garði. Hér er um að ræða tveggja og þriggja herbergja íbúðir og verða þær afhentar fullfrágengnar. Teppi eru á öllum gólfum, allar innréttingar eru vandaðar og skemmtilegar og lóð utanhúss verður skilað fullfrágenginni. Gróf kostnaðaráætlun hefur verið gerð varðandi söluverð þeirra íbúða sem seldar verða. Þar kemur fram að verð á tveggja herbergja íbúð er um 750 þúsund krónur, og þriggja herbergja um 1100 þúsund krónur. En það skal tekið frani að hér er um áætlað verð að ræða sem getur breyst, það getur hækkað eða lækkað. Nýi Drangur nýtist vel til þungaflutninga „Það hefur verið jafnvel meira að gera fyrir skipið en við gerð- um ráð fyrir í upphafi. Sérstak- lega nýtist það vel til hvers kon- ar þungaflutninga. Það á hins vegar eftir að sýna sig hvernig gengur í vetur,“ sagði Jón Steindórsson, framkvæmda- stjóri flóabátsins Drangs, en vetraráætlun Drangs hefst um miðjan næsta mánuð. Þá verða tvær ferðir á viku til fastra við- komustaða skipsins. Þar sem nýi Drangur býður upp á þungaflutninga og flutning á stórum stykkjum hefur verið mikið um aukaverkefni. Má nefna flutning á borum fyrir Orkustofnun frá Hrísey, til og frá Grímsey og í Flatey. Má segja að skipið hafi sérstaklega komið eyj- unum til góða. Þá flutti Drangur malbikunarvél fra Hafnarfirði til Húsavíkur og þaðan til Sauðár- króks og olíumöl frá Reykjavík til Patreksfjarðar og ísafjarðar. Þá tók aðeins 2 tíma að lesta 200 tonn og 3 tíma að losa allt það magn. í vetur verður allur flutningur í gámum. Nú er verið að leggja síð- ustu hönd á innréttingar í far- þegarými, sem tekur 25-30 manns. Nýi Drangur. Anægður viðskiptavinur er okkar viðmiðun. Þess vegna leggjum við áherslu á vandaðar vörur á viðráðanlegu verði. Haustvörurnar streyma inn Það eru ekki aðeins fínu fötin sem þú færð hjá okkur Kuldaúlpur Höfum fengið nýju framleiðsluna frá Duffys í kuldaúlpum. Gluggat j aldaefni Við kappkostum að eiga ávallt mikið úrval af gluggatjaldaefnum. Þess vegna átt þú erindi til okkar þegar þig vantar fyrir gluggana. Kvenkápur frá Gazella. Vandaðar og fallegar kápur. Ný snið - nýir litir. Eigum nokkrar ullarkápur frá Gazella á eldra verði. Við höfum fatnaðinn yst sem innst. Margir versla hvergi annars staðar - enda getur þú treyst á úrvalið hjá okkur. Nú þegar kólnandi fer bjóðum við t.d. frakka á frábæru verði. Herradeild. Það er þess virði að koma við í skódeildinni ef þú ert að athuga skófatnaðinn fyrir veturinn. Buxur Brandtex buxur á mjög góðu verði. Stærðir nr. 38-52. Draktir Fallegar og þægilegar draktir fjölbreyttu litaúrvali. Vefnaðarvörudeild. Flestir sem kaupa Combiflex biðja um meira, því með Combiflex raðhúsgögnunum má stöðugt bæta einingum inn í. Frábært verð og góðir greiðsluskilmálar. Komið við í Hrísalundi 5, neðri hæð. Ath.: Filmumóttaka Tökum á móti öllum filmum til framköllunar í sportvörudeildinni og á neðri hæð í Hrísalundi 5. 28. september 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.