Dagur - 28.09.1982, Page 4

Dagur - 28.09.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Þorskgengi og iðnaðurínn í grein sem Guðmundur Bjarnason, alþingis- maður, skrifaði í Dag meðan enn var ekki út- séð með deilu útvegsmanna og ríkisstjórnar- innar og skipin höfðu enn ekki látið úr höfn, fjallaði hann m.a. um þau áhrif sem aðgerðir til bjargar sjávarútveginum gætu haft á aðrar atvinnugreinar í landinu. Greinin bar heitið: Einnig verði tekið tillit til stöðu iðnaðarins, og í henni sagði Guðmundur Bjarnason m.a.: „En erfitt er að gera svo öllum líki og því miður blasir sú staðreynd við, að þegar ein atvinnugrein er tekin út úr og til sérstakra að- gerða gripið hennar vegna, þá er hættan sú að starfsskilyrði séu gerð mismunandi eða þeim raskað og aðrar atvinnugreinar verði hart úti. Gengisskráning okkar hefur ávallt verið mið- uð við afkomu sjávarútvegsins og iðnaðurinn því oft og einatt borið skarðan hlut frá borði. Nú blasir einmitt sú hætta við að lægra olíu- verð til fiskiskipa og sérstök meðferð á fjár- magnskostnaði útgerðarinnar þýði röskun á gengisskráningu, nokkurs konar þorskgengi, sem verði mjög þungbært fyrir útflutningsiðn- aðinn, sem síðar gæti haft mjög alvarleg áhrif á atvinnulífið, einkum hér á Akureyri, sem ekki má við neinum áföllum. Hér þurfum við þingmenn að vera vel á verði og gæta þess að einnig verði tekið tillit til stöðu iðnaðarins. Að sjálfsögðu hefði verið best að allt hefði þetta fylgst að í efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar á dögunum og sam- ræmis gætt milli hinna einstöku atvinnu- greina. Þá hefði t.d. mátt laga stöðu iðnaðar- ins með lækkun launaskattsins, en um það náðist því miður ekki samstaða, enda verður það víst seint og trúlega aldrei sem öll vanda- mál verða leyst og þaðan af síður að það gerist í einum pakka. Ég harma þau vinnubrögð og þá óbilgirni sem fram kemur í afstöðu fulltrúa LÍÚ og veit af samtölum mínum við ýmsa útgerðarmenn í okkar kjördæmi að menn eru alls ekki á eitt sáttir og sumir mjög óánægðir. Sérstaklega er óskemmtilegt að Útgerðarfélag Akureyringa skuli telja sig knúið til slíkra aðgerða í kjölfar umræðna um alvarlegar horfur í atvinnumál- um á Akureyri og fundahalda þingmanna kjör- dæmisins með atvinnumálanefnd og bæjaryf- irvöldum. Vonandi er að samkomulag náist og viðunandi lausn fáist allra næstu dag því það er að sjálfsögðu öllum ljóst hversu gífurlegan vanda það hefur í för með sér ef sjávarútveg- urinn er lamaður. “ Félag aldraðra áAkureyri stof nað á sunnudaginn Sunnudaginn 3. október n.k. verður haldinn stofnfundur Félags aldraðra á Akureyri. Fundurinn hefst klukkan 15 og er búist við fjölmenni. For- seti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þegið boð um að koma til fundarins og ávarpa hann, sömuleiðis Pétur Sig- urgeirsson biskup íslands og kona hans frú Sólveig Ás- geirsdóttir. Þá verður þing- mönnum kjördæmisins, fél- agsmálaráðherra og fulltrúum bæjarstjórnar Akureyrar boðið tU fundarins. Auk framsögu og fundar- starfa vegna sjálfrar félags- stofnunarinnar verða flutt at- riði í taU og tónum fundargest- um til skemmtunar og gleði. Þá verða reiddar fram léttar veitingar. Þeim sem ekki eiga hægt með að sækja fundinn af eigin rammleik býðst akstur til og frá fundinum. Upphaf þessa máls er það, að á fundi sínum 5. ágúst sl. ákvað félagsmálaráð Akureyrar að gangast fyrir stofnfundi samtaka aldraðra á Akureyri, ef áhugi reyndist fyrir stofnun slíks félags. Að nokkru var litið á þetta sem skerf félagsmálaráðs í tilefni af ári aldraðra, en þar fyrir utan hefur ráðið oft saknað vettvangs, þar sem unnt væri að ræða við aldraða um ýmsa þjón- ustu sem opinberir aðilar vilja veita þeim. Síðan í ágúst hefur síðan undirbúningsnefnd unnið að undirbúningi stofnunar sam- taka þessara. í nefndinni hafa setið: Erlingur Davíðsson, Júdit Jónbjörnsdóttir, Jón G. Sólnes, Ingibjörg Halldórsdótt- ir, Porleifur Agústsson, Guðrún Árnadóttir, Gestur Ólafsson og Steingrímur Eggertsson. Með nefndinni hafa unnið af hálfu félagsmálaráðs: Ingimar Eydal, Heiðrún Steingrímsdóttir, Helga Frímannsdóttir og Jón Björnsson, félagsmálastjóri. Á blaðamannafundi sem haldinn var af þeim sem að þessu máli standa kom m.a. fram að haldinn hafi verið undirbúnings- fundur þar sem mætt hafi yfir 40 manns. Benti það og ýmislegt annað til þess að áhugi væri mikill á stofnun félagsskapar aldraðra. Erlingur Davíðsson, rithöfundur, sagði á blaða- mannafundinum að þörfin fyrir þetta félag væri mikil, því menn teldu að þau skilyrði sem aldr- aðir byggju við í höfuðstað Norðurlands væru ekki nógu góð, bæði hvað varðaði fjár- hagslega og félagslega þætti. Nefnt hefur verið að úrbóta væri þörf í skattamálum aldraðra og þá hefur það verið áhyggjuefni margra hve aldrað fólk á Akur- eyri virðist vera einangrað. Þá væri ljóst að tvö dvalarheimili fullnægðu ekki eftirspurn enda væru nú um 260 manns á bið- lista. Júdit Jónbjörnsdóttirsem sæti á í undirbúningsnefnd gat þess að hún hafi sótt um fyrir þrem árum og væri nú orðin 98. á bið- listanum. Steingrímur Eggerts- son, sem einnig á sæti í undir- búningsnefndinni og einnig var á blaðamannafundinum sagði að þegar hann hafi sótt um í sumar hafi hann verið 273. í röðinni og ljóst að hann yrði orðinn roskinn þegar hann loks kæmist inn, en Steingrímur er 81 árs. Ræddu menn um það að hann mætti eiga von á því að komast að árið 1990. Varpað var fram þeirri spurn- ingu hvort mönnum fyndist sem um of væri reynt að ráðskast með aldraða án þess að þeir kæmu sjálfir nærri. Sagði Erl- ingur að það væri rétt og þetta félag hefði þann megintilgang að vera umsagnaraðili fyrir aldrað fólk gagnvart bæjarstjóm og ríkisvaldinu. Sagði hann að þeir sem stæðu að þessu ætluðu fél- aginu að verða það öflugu að ekki yrði gengið fram hjá því. Ætlunin væri að opna skrif- stofu sem liðsinnti öldraðum í réttindamálum og fleiru, t.d. vinnumiðlun. Þá kom einnig fram að félagið mun beita sér fyrir félagslífi og skemmtunum og hugsanlegt er að stofna í tengslum við félagið byggingar- samvinnufélag og ferðafélag. Jón Björnsson félagsmála- stjóri benti á að þar sem miðað væri við 60 ára aldurstakmark mætti búast við að félagið beitti sér fyrr ýmsum málum sem í dag teljast ekki beint til öldrunar- mála. Þannig væri hægt að vinna fram í tímann fyrirbyggjandi starf s.s. í húsnæðis- og atvinnu- málum. í drögum að lögum félagsins sem lögð verða fyrir á stofnfund- inum segir um hlutverk þess, að það eigi að vinna áð hagsmunum aldraðra, svo sem kynningu á réttinum og skyldum þeirra í samfélaginu, úrbótum í húsnæð- ismálum, atvinnumálum, félags- málum og fjármálum og að vera tengiliður milli hinna öldnu og þess opinbera og vera umsagn- araðili um málefni sem þá snerta. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri eða eftirlaunaaldri sé hann fyrr. Styrktarfélagar geta orðið einstaklingar og fyrirtæki. Ár- gjald félagsmanna verði 50 krónur. Á stofnfundinum verð- ur kosin bráðabirgðastjórn fram að aðalfundi þess á næsta ári. '4 -DAÖÍJb -Íéé.‘séj3ÍérTíbfer:1ð82

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.