Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 14. október 1982 113. tölublað Jón Sigurðarson hjá Iðnaðardeild Sambandsins: Flestar siðmenntaðar þjóðir mundu styrkja sinn iðnað — til að bregðast við gengisfellingu sænsku krónunnar „Þessi gengisfelling sænsku krónunnar um 16% hefiir veru- leg áhrif, sérflagi á skinnaiðn- aðinn. Hann á verulega pen- inga útistandandi í sænskum krónum, því stór hluti af okkar viðskiptum er í þeirri mynt. Tap vegna þessa nemur á þriðju milljón króna. Önnur áhrif eru þau að við eigum mikil viðskipti við Svíþjóð og höfum staðfest mikið af pöntunum í sænskum krónum. Við komurn til með að tapa verulega á þess- um viðskiptum, því markaðs- ástandið er ekki þannig að það gefi góðar vonir um að hægt verði að endursemja um verð. Auk þessara áhrifa mun gengis- fellingin skerða kaupmátt í Sviþjóð og erfiðara verður fyrir marga finnska kaupendur okk- ar að selja til Svíþjóðar, eins og þeir hafa gert,“ sagði Jón Sig- urðarson, aðstoðarmaður Iðn- aðardeildar Sambandsins í við- taU við Dag. „Þetta mun væntanlega jafnast út á svona 6-12 mánuðum en fyrst í stað verður þetta okkur ansi erfitt. Það má segja að það sé hægt að bregðast við þessu. Flest- ar siðmenntaðar þjóðir sem byggja á iðnaði mundu styrkja sinn iðnað til að komast í gegn um þetta, t.d. með gengisfellingu eða einhverjum öðrum aðgerðum. Finnarnir eru búnir að hjálpa sín- um iðnaði verulega, því þeir felldu gengið um rösklega 10% og frekari aðgerðir hafa verið ákveðnar. Á íslandi þar sem ríkir þorskgengi er ekki tekið nokkurt tillit til iðnaðarins, enda hefur seðlabankastjóri, Jóhannes Norðdal, látið hafa eftir sér að þetta sé nánast ekkert sem við flytjum út til Svíþjóðar. Ætli það sé nú ekki samt atvinna a.m.k. 60 manna sem byggir á útflutningi til Svíþjóðar frá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri. Þetta hefur reyndar fleiri áhrif en ég nefndi áðan, t.d. þau að inn- flutningur frá Svíþjóð á fatnaði mun aukast vegna þess að hann verður ódýrari eftir gengisfelling- una. Fyrirtæki í Reykjavík voru farin að loka eins og mönnum er kunnugt vegna þess að þau réðu ekki við samkeppnina frá Evrópu vegna lágs gengis Evrópumynta. Það er ekki vafi á því að þrýsting- urinn mun stóraukast núna og einmitt í gegn um Svíþjóð. Það sem við erum síðan logandi hræddir við er að danska krónan muni verða felld í kjölfar sænsku krónunnar og því trúa nú nánast allir og þá er fyrst orðið hættulegt með innflutninginn. Það er óhugur í þeim sem starfa í iðnaði vegna þess að þetta kem- ur í kjölfar þess að gengið var fals- að af ríkisstjórninni. Síðustu efnahagsaðgerðir voru gerðar eingöngu fyrir sjávarútveginn. Það leiðir af sér ranga gengis- skráningu sem nemur milli 4 og 5%. Það er ævinlega rokið upp til handa og fóta ef eitthvað hallar undan fæti hjá sjávarútveginum og auðvitað væri okkar staða betri ef við hefðum fengið sambærileg- ar ráðstafanir og sjávarútvegur- inn,“ sagði Jón Sigurðarson að lokum. Kjördæmisþing framsóknarmanna Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Húsavík um helgina. Þingið hefst á föstudag kl. 20 og því lýkur á laugardagskvöldið, en þá verð- ur árshátíð framsóknarmanna í kjördæminu á Hótel Húsavík. Búist er við um 100 fulltrúum á þingið. Mörg mikilsverð mál verða til umræðu, en e.t.v. ber hæst skoðanakönnun um fram- bjóðendur á lista Framsóknar- flokksins við næstu Alþingis- kosningar. Hinsvegar verður ekki tekin endanleg afstaða um skipan manna á listanum. Það verður gert á aukakjördæmis- þingi, sem á að halda innan 3ja vikna á Húsavík. Að sögn Egils Olgeirssonar, formanns kjörnefndar, er núver- andi prófkjörskerfi nýtt af nál- inni. Um helgina fer fram skoð- anakönnun og 12 efstu menn í því verða með í prófkjöri á aukakjör- dæmisþinginu, sem að lokum raðar sex efstu mönnum í efstu sæti listans. Að undanförnu hafa framsóknarmenn í kjördæminu valið menn til að fara á þessi tvö þing og það verður í valdi mikils fjölda framsóknarmanna hvernig listi þeirra verður skipaður. Egill sagði að þinghaldið færi annars fram á hefðbundinn hátt. Kjördæmismálanefnd mun skila áliti svo og landsmálanefnd og verða þessir tveir málaflokkar teknir til umræðu. Yfirleitt hefur verið eitt sérmál á kjördæmis- þingunum, en að þessu sinni verð- ur það skoðanakönnunin. Siglufjörður: Uppsögn Jóhanns var afturkölluð Forráðamenn Síldarverksmiðja ákvörðun tekin til þess að halda ríkisins á Siglufirði hafa afturkall- friðinn, eins og hann orðaði það. að uppsögn Jóhanns Möllers. Að Jón Reynir tók það fram að upp- sögn Jóns Reynis Magnússsonar, sagnir hinna tveggja yrðu ekki framkvæmdastjóra SR, var þessi afturkallaðar. Tveir brenndust í Slippstöðinni Tveir ungir menn brenndust talsvert er sprenging varð um borð í togaranum Sléttanesi sem er í byggingu hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Atburðurinn átti sér stað sl. þriðjudag og voru piltarnir að hefja vinnu með logskurðartækj- um um borð í togaranum. Skipti engum togum að talsverð spreng- ing átti sér stað og er talið að ástæðan sé leki frá gastæki. Mennirnir tveir voru með gler- augu og eyrnahlífar sem hlífðu þeim talsvert er sprengingin varð, en þeir brenndust allmikið á höfði og höndum. Sár þeirra voru þó ekki djúp, og má því segja að verr hefði getað farið. Jarðýta að störfum í Hafnarstræti. Mynd: -áþ. Göngugatan í Hafnarstræti: Komin upp úr Gert er ráð fyrir að malbikun Hafnarstrætis, frá Huld og norður að Ráðhústorgi, hefjist nk. laugardag. Að sögn Guð- mundar Guðlaugssonar, verk- fræðings hjá Akureyrarbæ, eru skipti á jarðvegi og lögnum vel á veg komin. Guðmundur sagðist gera ráð fyrir að umferð yrði hleypt á göngugötuna til- vonandi í vetur. „Það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það hvenær fram- kvæmdum lýkur, en verkið er komið vel á seinni hlutann," sagði Guðmundur. „Það er búið að skipta um lagnir suður að Huld, en eftir er að skipta um vatns- og skólplagnir frá Huld og suður að gatnamótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. Rafveitan er búin að endurnýja nær allar sínar lagnir og þar er búið að leggja hitaveitulagnir fyrir væntanlega hitun götunnar og allir brunnar eru komnir niður.“ Gert er ráð fyrir að næsta sumar verði lagt sandlag á malbikið, en ofan á það koma hellur. Undir þeim verða hitaveitupípur og með þeim á að vera hægt að halda göt- unni snjólausri. „Það má segja að við séum komnir upp úr sjó, þar sem yst í götunni var sjór í skurð- inum. Eftir því sem sunnar dregur verður verkið auðveldara."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.