Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 3
Frystigeymslur fullar „Það má segja að plásleysi hrjái okkur mjög hér í frysti- húsinu,“ sagði Aðalsteinn Gottskálkson, frystihússtjóri á Dalvík, er Dagur ræddi við hann leg þar, enn sem komið er. Það er óhætt að segja að það sé komið upp vandræðaástand hvað varðar freðfiskinn. Að öllu jöfnu erum við með fiskinn á brettum í frysti- klefunum en höfum upp á síðkast- ið orðið að taka til þess ráðs að handstafla til að fá betri nýtingu. En það er von á skipi í vikunni sem tekur fisk til Bandaríkjanna og vonandi gengur þetta þangað til,“ sagði Aðalsteinn. „Birgðasöfnun hefur verið mikil í freðfiski og liggur það aðallega í því að við erum með mikið af svokölluðum „Rússlands- fiski“ en sá samningur er fyrir löngu orðinn fullur. Okkur barst nýlega skeyti þar sem okkur var tilkynnt að fá og með 22. október væri bannað að framleiða karfa fyrir Rússlandsmarkað. Birgðahlutföllin hjá okkur eru þannig að 75% af birgðum í freð- fiski er fiskur fyrir Rússlands- markað. Við höfum ekki losnað við þennan fisk og þar af leiðandi eru frystigeymslur fullar. Það hef- ur enginn fiskur farið frá okkur á Rússlandsmarkað mjög lengi. Það má segja að birgðastaðan í freðfiski sé mjög erfið og svo þyngist alltaf birgðastaðan í skreið, enda engin hreyfing sjáan- Fréttir úr Stórabrekku, Fljótum 12. október Slátrun er hafin í Fljótum. Fall- þungi er góður og almennt gott hljóð í mönnum enda er veður gott. Á sama tímaí fyrra var allt fé komið á gjöf. Ég gæti trúað því að meðalfallþungi í Holts- hreppi væri eltki undir 16 kfló- um. Heyskapur gekk vel í Fljótum, en heyfengur var hinsvegar með minna móti. Á sumum stöðum er hann eflaust um þriðjungi minni en í meðalári. Þess voru dæmi að áburður væri ekki runninn af tún- um þegar þau voru slegin, en ástæðan er sú að sumarið var mjög þurrt. Fljótum í sumar voru sett 60 þúsund niðurgönguseiði í Flóká og ef allt gengur vel ætti að vera hægt að fá fyrstu fiskana næsta sumar. Hins- vegar hefur laxveiði dregist saman í Flóká og Fljótaá svo menn eru ekkert alltof bjartsýnir á að þessi fiskiræktartilraun geti tekist, en það er þó aldrei að vita. í sumar hefur verið unnið að haf- beitarstöð við Reykjarhól. Brátt verður hún tilbúin til að taka við klakfiski. Þess má að lokum geta að tvö refabú eru að rísa í sveitinni. Annað er á Laugalandi, en hitt á Minni-Reykjum. RP. 1 tL Nýkomið úrval af efnum í fatnað, gluggatjöld, sængurföt og sturtuhengi Einnig þvottapokar, handklæði, vaxdúkar o.m.fl. Jazzdansstudio Alice Glerárgötu 26 (áður Pallas) 9 vikna námskeið hefjast 20. október. ★ Unglingar, byrjendur, framhald. ★ Konur, byrjendur, framhald. ★ Sturtur ★ Sauna ★ Hressing ★ Vigtun og mæling fyrir þá sem vilja. Upplýsingar og innritun í síma 25590 frá kl. 6-8 e.h. Ath.: Afhending skírteina fer fram þriðjudaginn 19. október frá kl. 5-8 e.h. að Glerárgötu 26, (geng- ið inn að austan). TÆKNI ENDING ÞJÓNUSTA Frystikistur QLERÁRGÖTU 20 — AKUREYRI — SlMI 22233 TÆKNI • ENDING • ÞJÓNUSTA óskar að ráða vanan blaðamann. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist: Hermanni Sveinbjörnssyni, ritstjóra Dags, Strandgötu 31, pósthólf 58,600 Akureyri. FIMM NATTA HAUSTFERÐ TIL Beint þotuflug frá Akureyri (með viðkomu í fríhöfninni) Brottför: 9. nóvember-Heimkoma: 14. nóvember. Gisting: London Embassy Hotel, afbragðsstaðsetning, öll herbergi með baði og litasjónvarpi - Fararstjóri: Pétur Maack. Möguleikar á skoðunarferðuin, knattspyrnuleikjum, söngleikjum, leikhúsmiðum o.s.frv. FA-kjör: Útborgun kr. 2.500.- FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR 14. október 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.