Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 2
Félagsfundur Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni heldur almennan félagsfund þriöjudag- inn 19. október nk. að Hótel KEA kl. 20.30. Fundarefni: Tekin ákvörðun um þátttöku félagsins í vænt- anlegri byggingu verkalýðsfélaganna að Skipagötu 14. Stjórnin. Bændur - Verktakar Fjögurra tonna sturtu- vagnar á mjög hagstæðu verði. Aðeins kr. 35.650.- Véladeild KEA símar 21400 og 22997. Bakkahlíð: Fokheit einbýlishús ca. 231 fm, hæð og kjallari með innbyggðum bílskúr. Eign sem býður upp á mikia möguleika. Til afhendingar strax. Eignamiðstöðin Skipagötu 1 - sími 24606 Sölustjóri: Bjöm Kristjánsson. Heimasími: 21776. Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason. Handboltl KA - Afturelding föstudaginn 15. október kl. 20. Knattspyrnufólk Knattspyrnuráð Akureyrar verður með árlega verðlaunaafhendingu í Borgarbíói nk. laugar- dag 16. október kl. 14.00. Veitt verða verðlaun og viðurkenningar til hinna ýmsu flokka fyrir sigur í Akureyrarmóti. Einnig hljóta Knattspyrnumaður ársins á Akureyri og Markakóngur Akureyrar sín verðlaun. Hvetjum sem flesta til að mæta. KRA Blaðabingó Nýjar tölur. B-4 0-72 Bingó tilkynnist í síma 24818,21844, Jóhanes eða 21879,24563, Siguróli. Áður útdregnar tölur B-15, G-56, G-50, N-33, B-5, G-47, B-7, N-34, 0-71,1-22,1-27, G-59. Sporthúbid, HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 Ný verslun opnar á Akureyri Fyrir skömmu opnaði ný versl- un á Akureyri. Hún heitir Ak- urliljan og er til húsa í Hafnar- stræti 106 þar sem áður var verslunin Markaðurinn. Eig- andi verslunarinnar er Hrafn Hauksson, en verslunarstjóri er Guðrún Margrét Njálsdótt- ir. Að sögn Guðrúnar mun versl- unin sérhæfa sig í kjólum fyrir konur á öllum aldri og einnig í tískufatnaði. Fatnaðurinn kemur aðallega frá Evrópu, þó aðallega frá Hollandi og Englandi. „Við leggjum áherslu á skjóta og góða þjónustu. Ég vildi hvetja konur til að líta inn og sjá hvað er á boð- stólum," sagði Guðrún þegar Dagur leit við hjá henni og tók meðfylgjandi mynd. Bændaskólinn á Hólum gefur út afmælisrit - í tilefni af 100 ára afmæli skólans Hátíðarnefnd Bændaskólans á Hólum ákvað á fundi sínum 31. október 1981 að gefa út rit til að minnast hundrað ára afmælis skólans, og var Sölvi Sveinsson ráðinn til þess verks. Bókin kemur út um mánaðamót október/nóvember og verður 286 bls. að stærð, prýdd fast að hundraði mynda af ýmsu tagi. Meginefni bókarinnar skiptist í fjóra kafla, og gefur efnisyfirlit besta hugmynd um innihaldið. Fyrsti kafli heitir Þættir úr sögu Hólaskóla, og skiptist í þrennt. Páll Sigurðsson frá Lundi skrifar um bruna skólahússins á Hólum haustið 1926, Sölvi Sveinsson skrifar um Hólaskóla í hundrað ár og afmælishátíðina 4. júlí sl. Annar kafli heitir Skólalíf og þar er greint frá félagsstarfsemi og ýmsu er henni tengist, millifyrir- sagnir eru Fjárhættuspil og fyllirí, „Blóminn fagur kvenna klár“, Fáar stúlkur á staðnum, Hólar - Löngumýri, íþróttir, Ferð á sælu- viku 1922, Hólasveinar á sælu- viku, Þorrablót, Yrkingar, Einn dagur á Hólum 1938 o.fl. Þriðji kafli bókarinnarheitir Úr skólabiöðum, og þar eru birt sýn- ishorn úr blöðum nemenda, rit- gerðir, smásögur, ljóð, skrýtlur, hugleiðingar o.fl. Loks er þáttur undir fyrirsögn- inni í Hólaskóla, þar sem 12 menn minnast námsdvalar sinnar á Hólum. Þeir eru (útskriftarár innan sviga): Brynjólfur Eiríks- son frá Skatastöðum (1895), Eið- ur Guðmundsson á Þúfnavöllum (1906), Björn Jónsson í Bæ (1922), Jónas Pétursson á Lagar- felli (1932), Magnús H. Gíslason Frostastöðum (1934), Helgi Jón- asson Grænavatni (1942), Sig- rfður Ágústsdóttir Stóra-Kroppi (1951), dr. Stefán Aðalsteinsson frá Vaðbrekku (1951), Bjarni Böðvarsson Þinghól (1958), Pétur Ó. Helgason Hranastöðum (1967), Gunnþórunn Ingólfsdótt- ir Króki í Norðurárdal (1976) og Bjarni Stefán Konráðsson Frosta- stöðum (1982). Að auki eru í bókinni inngangs- kafli um búskap og samfélag og skrá um mannanöfn. Þeir sem hug hafa á að eignast bókina og ekki hafa þegar gerst áskrifendur, eru beðnir að skrifa til Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðár- króki, eða hafa símasamband. Verð bókarinnar til áskrifenda er 350 kr. að viðbættum sendingar- kostnaði. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Drottinn Guö, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreiö. í Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjufelli, Reykja- vík og Hljómveri, Akur- eyri. Til styrktar Orði dagsins Iðjufélagar Almennur félagsfundur verður haldinn að Varð- borg laugardaginn 16. október nk. kl. 2 e.h. Fundarefni: Húsbyggingamál félagsins. Önnur mál. Stjórn Iðju. Leiðrétting Villa kom fram í fyrirsögn um kennsluhúsnæði Menntaskólans á Akureyri í síðasta blaði. Þar var sagt að húsnæðið þyrfti að aukast um 5%, en greinilega kom hins vegar fram í fréttinni sjálfri að um 50% aukningu þyrfti að vera að ræða. Opið í hádeginu. Passamyndir. Tilbúnar strax. Enor^ÖLJr; mynol LJÓtMVN DASTOFA Slmi 96-22807 • Pósthðlf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri SÍMI 25566 Á söluskrá: Bakkahlíð: 6 herb. einbýllshús. Bílskúrs- réttur. Endurnýjað að hluta. Skipti á 4ra herb. eign koma til grelna. Steinahlíð: 5 herb. raðhús á tveimur hæð- um ásamt btlskúr, ca. 170 fm. Laust fljótlega. Kringlumýri: 6 herb. húseign, 5 herb. íbúð á efri hæð, á neðri hæð 1 herb., þvottahús og geymslur, sam- tals ca. 160 fm. Eign í ágætu standi. Fagurt útsýnl. Laus fljótlega. Einholt: Raðhús á tveimur hæðum 5-6 herb. ca. 140 f m. Laus fljótlega. Grenivellir: Fjögurra herb. íbúð í fimm íbúða húsl, rúmlega 90 fm. Ástand ágætt. Langahlíð: 4ra herb. raðhús með bílskúr. Ca. 130 fm. Eign f mjög góðu standi. Oddagata: Þriggja herb. risíbúð ca. 60 fm. sérinngangur. Þingvallastræti: 3ja herb. parhús, vesturendi, rúmlega 100 fm. Skiptl á 2ja~ 3ja herb. (búð á Brekkunni hugsanleg. lASTBGNA&fJ skimsalaSS NORfHIRIANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrífstofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. 2 - DAGUR -14. október 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.