Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 8
Þeir sem taka þátt í sýningunni eru t.f.v. Guðmundur Ármann, Kristinn G., Helgi Vilberg, Öm Ingi, Óli G., Einar Helgason og Aðalsteinn Vestmann, sem vantar á myndina. Mynd: KGA. Sjö myndlistamenn frá Akureyri: Ætla að seðja stór- reykjavíkursál i na Sjö listmálarar frá Akureyri opna samsýningu á Kjarvals- stöðum í Reykjavík á laugar- dag 16. október klukkan 15. Sýningin stendur til sunnudags- ins 31. október. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru Aðalsteinn Vestmann, Einar Helgason, Guðmundur Ármann, Helgi Vilberg, Kristinn G. Jó- hannsson, Óli G. Jóhannsson og Örn Ingi. Á sýningunni verða lið- lega 100 verk, stór og smá, unnin með akrýl, olíu og vatnslitum, blýanti, kolum og blandaðri tækni. „Sýningin er ákaflega fjölbreytt því á henni verður allt frá kúmen- brauðum upp í stóra sjálfsmynda- seríu og flest þar á milli. Þó hafa allir sýnendur sameiginlegt markmið, sem er að seðja stór- reykjavíkursálina," sögðu þeir Örn Ingi og Óli G. í viðtali við Dag og kímdu við. Þeir tóku fram að allt fólk norðan heiða sem ferð ætti um Reykjavík sýningardagana væri innilega velkomið á sýningu þeirra á Kjarvalsstöðum. Atómstöðinni vel tekið í sumar var hafist handa við byggingu nýs skóla að Sólgörð- um í Fljótum. Vonast er til að það takist að byggja húsið og Ijúka við það á þremur árum. I Sólgörðum er skóli fyrir Haga- neshrepp og Holtshrepp. Að sögn Reynis Pálssonar, fréttaritara Dags í Fljótum, stunda nú 20 börn nám í gamla skólahúsinu í Sólgörðum. „Við erum með gamlan og hrörlegan skóla, sem stenst ekki kröfur tírnans," sagði Reynir. Reynir gerði ekki ráð fyrir að nemendum fjölgaði í skólanum á næstu árum nema að til kæmi ný atvinnutækifæri í Fljótum. „Því miður er það þannig að fólki hefur frekar fækkað á þessum slóðum,“ sagði Reynir. „Mér finnst undirtektir hafa verið mjög góðar á þessum þremur sýningum sem búnar eru,“ sagði Þórey Aðalsteins- dóttir, gjaldkeri Leikfélags Ak- ureyrar í viðtali við Dag, en LA sýnir nú Atómstöðina í nýrrí leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Að sögn þeirra sem til þekkja er þessi leikgerð Bríetar mjög frábrugðin þeirri sem áður hefur verið sýnd í Reykjavík og gefin út á bók undir nafninu „Norðan- stúlkan". Er að sögn mjög fróð- legt að bera þessa leikgerð saman við þá fyrri og einnig saman við sögu Halldórs Laxness. Eins og áður sagði eru búnar þrjár sýningar. Þórey gat þess að aðsókn hefði mátt vera betri og vildi hún sérstaklega koma á framfæri hvatningu til íbúa nær- sveita Akureyrar að drífa sig í leikhúsið meðan veður og færð gerði það auðvelt. Nú er byrjað að æfa næsta verk, sem er nýtt barnaleikrit, „Siggi var úti“ eftir Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra. Nýr skóli í bygg- ingu í Fljótum Náttúrugripasafnið á Akureyri: Lokið skýrslu um áhrif stóriðju við Eyjaf jörð Starfsmenn Náttúrugripa- safnsins á Akureyrí eru nú að Ijúka við gerð skýrslu um áhrif stóriðju á náttúrufar við Eyja- fjörð. Nær könnunin allt frá Akureyri til Dalvíkur og er upp á um 200 blaðsíður. Helgi Hallgrímsson, for- stöðumaður safnsins, sagði í við- tali við Dag, að skýrslan væri gerð fyrir staðarvalsnefnd um orkufrekan iðnað og yrði gengið frá skýrslunni í hendur nefndar- innar um helgina. Hugmyndin er að gefa hana út. Helgi sagðist búast við því að ef alvara færðist í þetta mál yrði væntanlega gerð ítarlegri skýrsla og þá um afmarkaðra svæði. Hætta við að gefa út bók um verkalýðshreyfinguna „Þessi viðbrögð forlagsins sýna að það er ansi mikið rétt I þess- ari bók,“ sagði Guðmundur Sæmundsson, en á dögunum ákvað bókaforiagið Öm og Örlygur að hætta við útgáfu bókar um verkalýðshreyfíng- una, sem Guðmundur skrifaði. Bókin var komin langt í vinnslu og það var ekki fyrr en Örlygur Hálfdánarson las hana að þessi ákvörðun var tekin. Guðmundur sagðist hafa hug á að kaupa þau eintök, sem búið er að vinna, skipta um fyrstu próförk og láta ljúka við bókina svo hún geti komist sem fyrst á markað- inn. Hinsvegar hefur forlagið rétt á að liggja með bókina í tvo mán- uði, en þá fær Guðmundur hand- ritið til baka og verður að byrja upp á nýtt. Guðmundur sagðist ekki geta gefið ákveðna skýringu á ákvörðun forlagsins - aðra en þá að það óttaðist hefndaraðgerðir af hálfu afla innan verkalýðs- hreyfingarinnar, ef bókin yrði gefin út af Erni og Örlygi. # Valdimar stöðvaði Getur það verið að hann Valdimar Halldórsson hafi ekið yfir gangbraut á rauðu Ijósi? Svo virðist sem margir hafi spurt sig þessarar spurn- ingar eftir að hafa séð for- síðumynd Dags sl. þriðjudag. Á þeirri mynd sást vöruflutn- ingabíll frá KEA og mátti þar þekkja Valdimar Halldórsson á ferð. Einhverjir hringdu helm til Valdimars og ætluðu að skamma hann fyrir að aka yfir á rauða ijósinul tll að fyrir- byggja frekari misskllning skal það tekið fram að Valdi- mar stöðvaði bflinn meðan börnin gengu yf ir götuna. Satt best að segja þá er furðulegt að fólk skuli geta lesið annað út úr f réttinni. • Keypti 24 lítra Og svo var það húsráðandinn sem fór út í búð sl. mánudag og keypti 24 lítra af mjólk. Eftir því sem S&S kemst næst er búið að ákveða á því heimlli að hafa mjólkurgraut í hvert mál næstu daga. # Ennerdeilt á Þelamörk Svo sem flestum mun kunn- ugt hefur staðið yfir deila milli starfsmanna Þelamerkur- skóla. Á við um það mál eins og mörg önnur viðkvæm deilumál að sjaldan veldur efnn þá tveir deila. Deila þessi olli því að kennsla gat ekki hafist á réttum tíma. Enn er ekki um heilt gróið í samskipt- um starfsmanna skólans því nú er deilt um það hverjir skuli annast gæslustörf, en slík störf hafa gefið verulega launauppbót til viðbótar við kién kennaralaun. Það versta við þetta allt saman er að sjálfsögðu það að svona dell- ur hljóta að skaða þá sem síst skyldi, nefnilega nemendurna og kennsluna. En er það ekki ævinlega svo um dellur? • Æðri(?) menntun og kennaralaun Af því að minnst var á laun kemmara er ekki úr vegi að halda örlítið áfram. Þeir sem til kennarastarfa þekkja, beint eða óbeint, gera sér greln fyrir því að laun fyrir þessi störf eru ekki í neinu samræmi við þá ábyrgð sem á kennurum hvílir. Þeir sem kenna á efri (æðri?) menntunarstigum fá hærri laun en þeir sem kenna ungviðinu. Ef máliðerskoðað vlrðast Iftil rök llggja til þess að málum skuli þannig háttað. Uppeldisleg áhrif barna- og unglingakennara eru mikil og þvi er mikilvægt að vel takist til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.