Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1982, Blaðsíða 5
til að skemmta sér. Á víxlverkun þessara athafna byggist beinlínis hugtakið „skipulagssvæði". Áhríf ekki bundin við hreppsmörk - Fyrir skömmu skoraði bæjar- stjóm Akureyrar á að unnið væri að krafíi að rannsóknum á forsendum iðnaðar við Eyja- fjörð. Er svæðisskipulag ekki einmitt nauðsynleg forsenda slíkra rannsókna? - Jú og það er engum blöðum um það að fletta að komi til slíks iðnaðar þá hefur hann ekki ein- göngu áhrif á það sveitarfélag sem hann er í heldur allt ná- grennið. Þar að auki hefur hann í för með sér félagslegar og efna- hagslegar breytingar og tækni- legar beytingar. Eg vil leggja á það sérstaka áherslu að áhrif iðnaðarins eru ekki bundin við hreppamörk. Það er samasem merki á milli hagsmuna Akur- eyrar og annarra sveitarfélaga við fjörðinn. - Virðist ykkur sem starfið að skipulagsmálum á Akureyri að það ríki skilningur á þessu atriði meðal sveitarstjórnarmanna utan bæjarins? - Ég veit ekki betur en sá skilningur sé hvarvetna fyrir hendi. Það er starfandi sam- starfsnefnd um svæðisskipulag við Eyjafjörð og þau sveitarfé- lög sem ekki áttu fulltrúa í henni á síðasta kjörtímabili hafa sótt um aðild að henni í dag. Það tel ég að beri ljósan vott um að menn telji þetta nauðsynlegt mál og vilji leggja hreppapólitík á hilluna. Á síðasta kjörtímabili kaus samstarfsnefndin sér fram- kvæmdastjórn og hún auglýsti eftir starfsmanni í stöðu skipulagsstjóra. Umsóknar- fresturinn er nú útrunninn og hafa fjórir sótt um stöðuna. Framkvæmdastjórnin, sem kemur saman innan skamms, mun fjalla um þessar umsóknir og ráða mann í starfið. Skipu- lagsstjórinn verður starfsmaður samstarfsnefndarinnar og þá verður hægt að fara að vinna markvisst að svæðisskipulagi Eyjafjarðar. - Eins og við vitum þá befur ekki verið til svæðisskipulag fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Getur verið aðþað hafi orðið til þess að umrætt svæði hafi orðið á eftir öðmm landshlutum í atvinnu- legu tiUiti og O.? - Það er ekki gott að fullyrða um það en það má leiða að því líkur að ef svæðisskipulag hefði verið fyrir hendi, hefði ýmislegt litið öðruvísi út. M.ö.o. þeir hefðu beitt sér betur fyrir - því að fá atvinnufyrirtæki sem voru að lokum sett niður annars- staðar til að taka sér bólfestu við Eyjafjörð. - Ef við víkjum þá að skipu- lagsmálum á Akureyri þá lang- aði mig að spyrja þig um stöðu þeirra mála í dag. - Nýlega er búið að ganga frá deiliskipulagi miðbæjarins og nú er unnið að framkvæmd þess en eins og bæjarbúum er kunnugt er þar um að ræða gerð göngu- götu í Hafnarstræti. Nú er unnið að deiliskipulagi Giljahverfis sem er vestan við Hlíðarbraut. Ætlunin er að auglýsa lóðir í því hverfi eftir áramótin. Það er eftir að leysa mörg verkefni í sambandi við aðal- skipulag Akureyrar. Sem dæmi má nefna að ekici er tilfullunnið deiliskipulag af innbænum. Eftir er að endurskoða aðalskipulagið sem var gert árið 1971 og nær fram til ársins 1995. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að aðal- skipulagið sé tekið til endur- skoðunar á fimm ára fresti. Þessi endurskoðun er ákaflega brýn. Ég get t.d. nefnt að í aðalskipu- laginu er gert ráð fyrir að fólks- fjölgun á skipulagstímabilinu sé 1,4 til 1,8% á ári. Reynslan er hins vegar sú að fjölgunin er lið- lega 2% á ári. Þetta hefur ein- faldlega þýtt það að uppbygging bæjarins hefur verið mun hráð- ari en ráð var fyrir gert. Á sama tíma hefur rúmmetratala mann- virkja vaxið um nálega 4%. Akureyringar mega vel við una - Er Akureyri vel skipulagður bær? - Auðvitað eru alltaf ein- hverjir vankantar á skipulaginu og alltaf er það svo að menn koma fyrr auga á það sem betur mætti fara, en þegar á heildina er litið þá held ég að Akureyr- ingar megi vel við una. En það er stórt hagsmunamál fyrir bæjarbúa að það sé ekki unnið að gerð margra hverfa í einu. Þetta er m.a. fjárhagsleg spurning, en við uppbyggingu á hverfi er t.d. lagt í mikinn kostn- að við gatnagerð, lagnir o.fl. Ef við erum t.d. með tvö hálfbyggð hverfi þá hvílir tvöfaldur stofn- kostnaður á bæjarbúum en við getum ekki heldur neytt fólk til að byggja á lóðum sem því þykir slæmar á einn eða annan hátt. Menn treysta sér t.d. ekki til að byggja á lóðum þar sem djúpt er niður á fast. Það er spurning hvort hægt sé að gera slíkar lóðir aðlaðandi með einhverjum hætti þannig að menn séu fúsari til að byggja á þeim. - Hvað líður langur tími þar tíl Akureyringar sjá miðbæinn eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir? - Miðbærinn byggist ekki upp á skömmum tíma, en ég treysti mér ekki til að spá neinu um hvenær verkinu verður lokið. Miðbæjarskipulagið er ekki byggingaráætlun. það er fyrst og fremst leiðbeining um það hvernig miðbærinn á að verða. Þá megum við ekki gleyma lagningu vegar yfir Torfunefs- bryggjuna, en lagning hans er ein af frumforsendum þess að uppbygging miðbæjarins geti hafist fyrir alvöru. Hinsvegar veltur það á fjárframlögum og fleiru hvenær sá vegur verður tekinn í notkun. - Þegar kemur að skipulags- málum þá virðist mér að verk- efnin séu óþrjótandi. - Já, ég held að sé óhætt að fullyrða það. Við getum alltaf endurskoðað og bætt um betur. -áþ Stórleikur i korfunni Tvö taplaus llð í 1. deildinni í körfuknattleik, Þór og Hauk- ar úr Hafnarfirði, mætast í 1. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik á Akureyri um helg- ina. Þetta er þriðji leikur Þórs í mótinu, en um síðustu helgi vann liðið tvo auðvelda sigra gegn UMFG. Róðurinn verður án efa þyngri um helgina, því Haukarnir eru með „sputniklið“ í körfuboltanum um þessar mundir, lið sem margir spá sigri í 1. deild að þessu sinni. í liðinu er bandarískur blökkumaður sem er vel yfir 2 metra á hæð, Dakarsta Webster, og ungir og bráðskemmtilegir Ieikmenn við hlið hans. Þjálfari liðsins er Einar Bollason sem leiðir nú lærisveina sína gegn sínu gamla félagi Þór. Lið Þórs átti ágæta kafla í síðari leik sínum gegn UMFG um síðustu helgi. Nú verður áhersla lögð á að stöðva Webst- er undir körfunni, og einnig þarf að gefa Pálmari bakverði Hauka sérstakar gætur því hann er sagður með albestu bakvörðum í íslenskum körfuknattleik í dag. Vangaveltum um væntanleg úrslit verður sleppt hér. Leikur liðanna fer fram í Skemmunni kl. 14 á laugardag, og er vonast til þess í herbúðum Þórsara að Úr leik Þórs og UMFG um síðustu helgi. fólk fjölmenna í Skemmuna og styðji þannig við bakið á þeim í þessum tvísýna leik. Handknattleikur: KAgegn Aftur- eldingu Þór og Dalvík gegn Reyni Þrír leikir verða í handknattleik hérna á Akureyri um helgina. Á föstudagskvöld kl. 20.00 leika í íþróttaskemmunni KA og Áfturelding í annarri deild karla. Ef marka má stöðu lið- anna í deildinni ætti KA að geta unnið þennan leik. Síðasti heimaleikur liðsins var æsi- spennandi frá upphafi til enda, og því ættu áhorfendur að fjöl- menna og hvetja KA til sigurs. Strax að þeim leik loknum leikur Dalvík og Reynir Sandgerði í þriðju deild karla. Álaugardaginnkl. 14.00 leika síðan Þórsarar gegn Reyni Sandgerði í þriðju deild karla. Aðalfundur Knattspyrnu- deildar Þórs Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í Glerárskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Friðjón Jónsson verðnr í eldlínunni er KA mætir Aftureldingu. Hver veröur knatt- spyrnumaður Akureyrar? Knattspyrnuráð Akureyrar gengst fyrir verðlaunaafhend- ingu til sigurvegara í Akureyrar- móti hinna ýmsu flokka nk. laugardag 16. októberkl. 14.00 í Borgarbíói. Auk þess sem lýst verður kjöri Knattspyrnumanns ársins á Akureyri og Marka- kóngur hlýtur verðlaun. Allir þeir er unnu Akureyrar- móti með sínum liðum eru sér- staklega hvattir til að mæta, auk annarra er að sjálfsögðu eru velkomnir. Handboltinn hjá KA 6. flokkur karla: Mánud. kl. 17 íþróttaskemman. Laugard. kl. 9.30 íþróttaskemman. 2. og 3. flokkar karla: Mánud. kl. 21 íþróttaskemman. Miðvikud. kl. 21 íþróttaskemman. Laugard. kl. 10.15 íþróttaskemman. Mfl. karla: Mánud. kl. 19.30 íþróttaskemman. Miðvikud. kl. 19.20 íþróttaskemman. Fimmtud. kl. 21 íþróttaskemman. 5. flokkur karla: Miðvikud. kl. 17.45 íþröttaskemman. Sunnud. kl. 11 íþróttaskemman. 4. flokkur karla: Mánud. kl. 18.30 íþróttaskemman. Miðvikud. kl. 18.30 íþróttaskemman. 1. flokkur karla: Mánud. kl. 22 f þróttaskemmman. Kvennafl.: Mánud. kl. 17.45 íþróttaskemman. Sunnud. kl. 12 íþróttaskemman. 14. október 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.