Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 3
„Vomun að Víðförli eflist og dafhi eins og allar nýfæddar verart4 — segir Bernharður Guðmundsson um nýtt blað sem Skálholt gefur út og er prentað á Akureyri Víðförli er nafn á nýju blaði sem kemur út í fyrsta skipti um næstu helgi. Blaðið, sem er gefið út af Útgáfufélaginu Skálholt, verður helgað málefnum kirkjunar og á að koma út einu sinni í mánuði. Ritstjóri Víðförla er Bernharður Guðmundsson, fréttafulltúi Þjóðkirkjunnar. Öðrum þræði safnaðarblað Það telst ávallt til tíðinda þegar nýtt blað hefur göngu sína, ekki síst þegar stofnun á borð við Þjóðkirkjuna stendur að baki útgáfunnar. Þegar Bernharður var á ferð á Akureyri fyrr í vik- unni hitti Dagur hann að máli. í upphafi var Bernharður beðinn um að gera grein fyrir forsögu Víðförla. - Kirkjan hefur lengi óskað þess að eiga sitt eigið málgagn. Að vísu var gefið út Kirkjublað fyrir um 40 árum og núverandi biskup, séra Pétur Sigurgeirs- son, var ritstjóri þess, en kirkjan hefur ævinlega gert sér grein fyrir gildi hins ritaða máls og benda má á að það var Guð- brandur biskup á Hólum sem fyrstur prentaði biblíu og gaf út fyrir tæpum 400 árum. Þegar ég kom til starfa sem fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar hófum við út- gáfu fréttabréfs í fjölrituðu formi og nú hefur það orðið að ráði að efla þetta fréttabréf og færa í myndarlegri búning. Víðförli verður settur og prentaður á Akureyri vegna þess að hér er prýðileg prent- þjónusta en það er Dagsprent sem annast þann þátt. Samgöng- ur eru greiðar á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en þar að auki starfar hjá Dagsprenti Ársæll Ellertsson, sem á sæti í útgáfu- stjórn og mun hann verða okkur til ráðgjafar um prentverkið. Við gáfum út kynningarblað sem dreift var á prestastefnu og fékk góðar undirtektir og já- kvæða gagnrýni. Víðförla er öðrum þræði ætlað að verða safnaðarblað. Allmargir söfnuð- ir gefa út safnaðarblöð þrátt fyrir erfiðar aðstæður. í Víðförla verður söfnuðum boðið upp á að koma eigin efni á baksíðuna. Blaðið með þessar baksíður verður sérprentað fyrir viðkom- andi söfnuð. Ef söfnuður óskar ekki eftir þessari þjónustu fær hann blaðið með baksíðu þar sem eru að öllu jöfnu erlendar fréttir. Sem dæmi get ég nefnt að Glerársöfnuður hefur pantað eina baksíðu með eigin efni. Byrjum með þrjú þúsuiíd eintök í dag gefa um 25 söfnuðir út sín eigin safnaðarblöð. Sum koma út reglulega en þau eru afar mikils virði í safnaðarlífinu. Með því að bjóða upp á þessa þjónustu vonum við að enn fleiri söfnuðir geti komið sínu eigin efni á framfæri. Þetta blað á að koma út einu sinni í mánuði, við erum bjart- sýn og byrjum með þrjú þúsund eintök og vonum að Víðförli eflist og dafni eins og allar ný- fæddar verur. - Hver er tilgangurinn með blaðinu? - Hann er fyrst og fremst fréttamiðlun, hvað er að gerast innan kirkjunnar innanlands sem utan og litið á það sem gerist í þjóðlífinu út frá kristilegum viðhorfum. í fyrsta blaðinu t.d. verður tekið fyrir leikritið Garð- veislan sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Einnig verður fjallað um þróunarmál, mann- réttindamál og börnunum verð- ur ekki gleymt. Með öðrum orðum: Víðförli á að vera rödd kirkjunnar í samfélagsumræð- unni. - Hver gefur'olaðið út? - ÞaðerútgáfanSkálholtsem var stofnuð fyrr á þessu ári og er til húsa á Biskupsstofu. Skálholt gefur auk þess út ýmislegt þjón- ustuefni fyrir safnaðarstarf og hún gefur út nokkrar bækur sem koma út fyrir jólin. Síðast en ekki síst vil ég nefna kassettur með tali og tónum. Útgáfan Skálholt er mikið óskabarn. Undanfarin ár hafa okkur borist margar óskir um að meira kæmi út af kristilegu efni, bæði stuðn- ingsefni fyrir söfnuði landsins og rit með heppilegu lesefni af ýmsu tagi og það er einmitt það sem við erum að fara af stað með núna. - Ég hef ekki séð ykkurtvö síð- an ég kynnti ykkur í partíinu forðum daga. - Það má taka hann af gjörgæslu. Bemharð Guðmundsson fylgist með vinnunni við blaðið. Mynd: -áþ. Of hlédrægir fram til þessa - Við vonum að efnið komi sem víðast að af landinu því blaðinu er ekki síður ætlað það hlutverk að kynna það sem er að gerast hjá hinum ýmsu söfnuðum landsins. Slíkt efni getur gefið öðrum söfnuðum hugmynd um hvernig best sé að bera sig að í hinum ýmsu málum. - Er kirkjan að feta nýjar slóðir í áróðursmálum með þess- ari útgáfu? - Eg vona að orðið áróður sé notað þarna í jákvæðri merk- ingu. Kirkjan hefur fengið það frá Kristi sjálfum að fara út og kenna það sem hann boðar. Ef við köllum það áróður, þá vill hún nota þá miðla sem fyrir hendi eru að kynna sinn málstað, sinn boðskap. - Hafa kirkjunnar menn e.t.v. verið of hlédrægir þegar kemur að kynningu á málefnum kirkjunnar? - Já, það hafa þeir verið. Á umliðnum árum hefur of mikið um það að kirkjan hafi verið sett á ákveðna bása í þjóðfélaginu. Við sjáum það t.d. með kirkju- lega þætti í útvarpinu, en þar hafa þeir verið afmarkaðir. Nú er meira um það að þættir sem hafa að geyma trúarlegt ívaf séu inn í almennri dagskrá. Kirkjan hefur ákveðinn boðskap að flytja til manna og það þarf að finna farvegi til að koma þeim boðskap á framfæri. - Hvernig verður blaðinu dreift? - í gegnum söfnuði og eins geta menn gerst áskrifendur með því að hringja á Biskups- stofu eða í sóknarpresta. Einnig getur fólk gerst áskrifendur að Kirkjuritinu sem kemur út árs- fjórðungslega og er nú nær 50 ára. Efni þess er töluvert frá- brugðið því sem mun birtast í Víðförla, það kafar dýpra ef svo mætti að orði komast. Verða nú eigendur - ekki leigjendur Við viljum leggja áherslu á að efnið í Víðförla verði aðgengi- legt, að blaðið sé hlýlegt. í því verður t.d. barnaefni og sitthvað smálegt og ég held að fólki geti liðið vel við lestur þess. - Pað þarfvarla að spyrja þig hvort þú sért ekki ánægður að Víðförli sé nú um það bil að stíga fyrstu sporin. - Auðvitað er ég mjög ánægður með þessa þróun mála en ég vil taka það fram að t.d. hafa dagblöðin í Reykjavík ver- ið ákaflega opin fyrir efni frá okkur. Munurinn er sá að vera með sitt eigið málgagn eða fá inni hjá öðrum. Fram til þessa höfum við oft verið leigjendur, það er betra að vera eigandi og geta fjallað um hin ýmsu mál á þann hátt sem maður telur að beri að gera. - Hvernig á að fjármagna út- gáfuna? - Já, það er nú vandinn. Það að fjármagna blað er ekki það auðveldasta í tilverunni. En við vonum að söfnuðurnir kaupi ákveðið magn og dreifi því og blaðið selji sig sjálft með góðu lesefni. -áb. 15. október 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.