Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 12
—........BAUTINN - SMIÐJAN AUGLYSA:........... í Smiðju sunnudag í hádeginu, heitir og kaldir veisluréttir á hlaðborði. Verð kr. 180, frítt fyrir 6 ára og yngri, V2 verð fyrir 7-12 ára. Sunnudagskvöldið 17. og fimmtudagskvöldið 21. októberfá allir matargestir Smiðjunnar ávísun á miða í leikhúsið á sýningu LA á Atömstöðinni. oft j m Jm*. gömlum Mmmm Annar fannst sofandi 3. september. Um síðustu helgi varð gler einkum fyrir barðinu á órólegum mönnum. Brotnar voru rúður á tveim hæðum í Hafnarstræti 96 gler á bensíngeymi hjá Bifröst, 9 rúður í Skjaldborg og rúða í verslunarglugga Skemmunn- ar. Voru þar tveir ölvaðir að verki og brutu rúðurnar í átök- um sín á milli. Lögreglan faim annan þeirra sofandi og blæðandi og flutti á sjúkrahús. Lögreglan biður þá sem upplýsingar kunna að gefa um önnur rúðubrot að láta hana vita. Nýir framkvæmdastjórar 17. september. Ráðnir hafa verið tveir framkvæmda- stjórar að Slippstöðinni hf. á Akureyri, þeir Gunnar Ragn- ars og Hallgrímur Skaptason, en tekið er fram, að forstjóri sé sem áður Skapti Áskelsson. Hér mun um að ræða ráð- stöfun til skamms tíma. Slippstöðin á Akureyri hefur undanfarin ár búið sór aðstöðu til skipasmíða, þá full- komnustu hér á landi og hefur nú í smíðum tvö þúsund tonna strandferðaskip fyrir Skipaútgerð ríkisins. En fjár- hagserfiðleikar hafa ekki sneitt hjá garði þessa merka og nauðsynlega fyrirtækis ... Selur í heimsókn 24. september. Svo bar við á miðvikudagsmorguninn 17. september nú í haust að selur var skotinn í Eyjafjarðará hjá Hrísum í Saurbæjarhreppi, en það eru um 27 km frá sjó. Var þetta kópur 22 kg að þyngd. Ráðunautur Búnaðar- sambands Eyjafjarðar var á ferð ásamt búandmönnum að athuga ræktunaraðstöðu á bökkum Eyjafjarðarár, er þeir allt í einu sáu óvænta hreyfingu á ánni og hugðu að það myndi lax á ferðinni og ekki smávaxinn. En þá rak kobbi hausinn upp úr vatninu. Þar sem selir þykja óæskilegir í lax- og silungsveiðiám var ákveðið að skjóta sel þennan. Skaut Njáll Kristjánsson í Grænuhlíð hann með hagla- byssu. Og hvalur við Oddeyrartanga 8. október. Hvalur einn mikill synti inn á móts við Odd- eyrartanga sl. mánudagsmorgun og með honum kálfur. En þar sneru ferðalangarnir við og háir gufustrókar gáfu til kynna hvar þeir fóru á leið norður fjörðinn. „Þetta gæti verið svona 20 tonna hvalur," sagði sjómaður einn er á horfði og gerði blaðinu aðvart. Koparþjófar miklir 6. desember. íslendingar eru manna duglegastir að stela kopar svo sem fregnir herma og eru koparþjófnaðir ekki aðeins margir, heldur hafa koparþjófar verið furðu stórtækir, meðal annars stolið háspennulínu sem frægt er og sagað ótaldan fjölda skrúfublaða af bátum. Um síðustu helgi var vélbáturinn Stígandi eltur af varðskipi er bátur- inn var á leið í siglingu, því sá kvittur kom upp að þar myndi að finna stolinn kopar. Varðskipsmerin fundu þýfið og gerðu það upptækt en leyfðu bátnum síðan að halda áfram för sinni. Mun koparinn nú kominn í hendur réttra eigenda í Ólafsfirði. Fyrirtæki sem blómstrar 17. desember. Ríkisfyrirtæki það sem kennt er við tóbak og áfengi og skilar árlega hundruðum milljóna í ríkiskass- ann, hefur flutt í ný hús, notar tækni, hefur sagt upp veru- legum hluta starfsfólks, en býðst til að kosta þjálfun þess við önnur störf. Þá hefur þetta fyrirtæki í hyggju að flytja út brennivín í vaxandi mæli pg hugga aðrar þyrstar þjóðir. - .......................• - ' ................. Hann safhar pijón- merkjum og húfumerkj um Pils jr 1 úrvali Hæfilega síð fyrir augað Ʊ3Em,3&ss<5} Á sameiginlegri sýningu Félags frímerkjasafnara á Akureyri og Myntsafnarafélags íslands sem haldin var á Akureyri á dögun- um vakti talsverða athygli safn Páls A. Pálssonar en hann fæst við söfnun á íslenskum prjón- merkjum og húfumerkjum. Er greinilegt að Páll hefur lagt mikla rækt við að gera safn sitt sem best úr garði og var það mjög smekklega upp sett á sýn- ingunni. Okkur lék forvitni á að vita hvað byggi að baki slíkri söfnun og spurðum Pál fyrst hvenær hann hafí fyrst byrjað að safna hlutum sem þessum. „Ég var smápolli þegar ég byrjaði að fást við söfnun og var þá einnig með frímerki. Þetta lá síðan niðri um nokkurt skeið, áður en ég tók til við þetta af full- um krafti. Frímerkjasöfnuninni er ég hættur, þótt ég geti aldrei hentfrímerki.“ - Hvað eru prjónmerkin orðin mörg? „Eg á orðið hátt á sjöunda hundrað prjónmerkja en til gam- ans má geta þess að það hafa kom- ið út hérlendis 11-1200 prjón- merki. Merkin eignast ég aðallega á þann hátt að kaupa þau af stærri söfnurum og verslunum í Reykja- vík sem eru söfnurum innan handar í þessum efnum.“ - Hver voru fyrstu merkin sem þú eignaðist? „Ætki það hafi ekki verið merki íþróttafélaganna hér á Akureyri, KA og Þórs. Það er svo skemmti- legt með merki þessara félaga að þau hafa komið út í mörgum út- gáfum, KA-merkið t.d. í einum 10 gerðum og á ég 9 þeirra. Þórs- merkið hefur komið út í fimm út- gáfum og ég á fjögur þeirra. Þótl þetta séu merki félaga þá hafa þau tekið talsverðum breytingum og ég get nefnt sem dæmi að Þórs- merkið hefur ekki alltaf verið rautt, það hefur einnig verið svart, grænt og appelsínugult og hendin í merkinu sem heldur á hamrinum ýmist hvít eða bleik.“ - Hvað gefur söfnun sem þessi í aðra hönd? „Hún gefur eingöngu ánægju, því hér er ekki um verðmætasöfn- un að ræða. Þetta eru litlir skemmtilegir hlutir sem gaman er að dunda sér við. Þetta er fyrst og fremst tómstundastarf og tíman- um er ekki eytt í reiðileysi eða sjónvarpsgláp á meðan.“ - Páll safnar ekki einungis prjónmerkjum, heldur leggur hann líka stund á svokölluð húfu- og einkennismerki sem eru þá oft- ast merki hinna ýmsu félaga og félagasamtaka. „Það eru tvö eða þrjú ár síðan ég fór að fást við þessa söfnun og hún hefur gengið ágætlega. Ef maður getur sýnt fram á að merk- in eigi ekki að misnota, heldur setja þau í safn, þá er ijianni nær undantekningarlaust vel tekið og það er vissulega gaman að fást við þetta. Ég held að ég eigi núorðið á milli 60 og 70 slík merki.“ - Það er greinilegt að Páll er safnari sem tekur söfnun sína alvarlega. Hann sagði enda að þetta væri mjög skemmtilegt tóm- stundargaman og sýningin á dög- unum var ekki hvað síst haldin til þess að reyna að glæða áhuga al- mennings á þessari tómstunda- iðju að hans sögn. „Ég veit að það eru til prjón- merki og húfumerki í heimahús- um hjá fólki sem ekkert hirðir um þau, þetta liggur í krukkum og dollum. Ég hefði mjög mikinn áhuga á að komast í samband við sem flesta sem eiga eitthvað slíkt,“ sagði Páll. - Þess má að lokum geta að vit- að er um á Akureyri og í ná- grannasveitarfélögunum fólk sem fæst við söfnun á hinum ýmsu hlutum. Má í því sambandi nefna söfnun á skíðum, könnum, vasa- hnífum, steinum, tréverkfærum, skothylkjum, vindlamerkjum, spilum, flöskum og flöskumerkj- um, póstkortum og lengi mætti áfram telja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.