Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 7
'iFrá vinstri: Jóhann Valdimar, Heiðdís Norðfjörð og Jón Norðfjörð. níög viö þessi ljóð hans Kristjáns, «5£m voru hljóðrituð og gefin út á öpjötu. Þetta kom sjálfri mér á nóvart, en síðan hef ég gert mörg nwg“ h, - Hvað umþín eigin ritstörf? „Það hafa komið tvær litlar llþarnabækur út eftir mig. Sú fyrri L!beitir Ævintýri frá annarri stjörnu sem kom út 1977 og Bjössi og hvolpurinn hans kom út í fyrra. Hjá bókaforlagi í Reykjavík ligg- ur handrit eftir mig og mun sú bók annaðhvort kom út fyrir jól eða á næsta ári. Sú bók mun heita Strákurinn sem vildi eignast tunglið. Ég hef skrifað fleiri sögur og þýtt nokkrar. Sumar af sögun- um mínum hafa birst í Helgar- Degi og aðrar í útvarpinu.“ - Hvort er skemmtilegra - að skrifa bœkur fyrir börn eða semja lög? „Því er erfitt að svara, ég hef gaman af hvoru tveggja og vil helst ekki gera upp á miíli. - Hafið þið Kristján starfað meira saman eftir að Píla pína var frá? „Þetta samstarf var upphafið á góðum kynnum okkar Kristjáns sem hafa haldist æ síðan. Ég hef gert lög við fleiri ljóð eftir hann, ljóð fyrir fullorðna og Ijóð fyrir böm ef svo mætti að orði komast.“ - Er önnur plata með lögum eftirþig að koma á markaðinn? „Það er ekki ómögulegt. Nóg er til af lögum á hana, en þau mál eru í athugun og ég get lítið sagt um það í dag.“ - Þinn boðskapur íhnotskurn? „Að allir geti í raun og veru lif- að saman í sátt og samlyndi, séu glaðir og ánægðir og reyni eftir megni að smita út frá sér. Ég trúi því að heimurinn gæti verið betri „Kurteisi og tillitssemi eru eðlisþættir, kostir sem ég kann best við í fari hvers og eins. “ - Hvað kanntu best við í fari þeirra sem verða á vegi þínum? „Kurteisi og tillitssemi eru eðl- isþættir, kostir sem ég kann best við í fari hvers og eins.“ - Þegar ég hlusta á þig í barna■ timanum finnst mér stundum að þú gerir hvað þú getir til að upp- frœða börnin og segja þeim hvað sé rétt og rangt. Ertu predikari í eðli þínu? „Ef ég sest mður til að skrifa eitthvað þá vil ég helst hafa ein- hvern góðan boðskap í því sem frá mér kemur. Kannski er ég innst inni dálítill predikari, ég veit það ekki.“ ef allir legðust á eitt að vera ánægðir. Það vantar ánægju í ver- öldina, tímarnir sem við lifum á eru varhugaverðir, börnin eiga erfitt hlutverk fyrir höndum þegar þau vaxa úr grasi. En það er erfitt að gera grein fyrir því sem ég er að reyna að koma á framfæri í fáum orðum. Fátt er ungu fólki og bömum mikil- vægara en að hafa nóg að starfa, iðjuleysi leiðir ekkert gott af sér. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alltaf nóg fyrir stafni, bæði á heimilinu og utan þess. Hins veg- ar gæti ég engan veginn sinnt öllu því sem ég geri ef ekki kæmi til af- skaplega gott samstarf innan fjöl- skyldunnar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft gæti ég ekki starfað í Skjaldarvík, séð um útvarpsþætti eða samið lög ef það væri ekki fyrir hendi.“ Ég vil hvetja karla og konur. . . - Mig langar til að ræða um þá þróun sem hefur átt sér stað í út- varpsmálum á Akureyri. „Já, hún er ánægjuleg. Við höf- um fengið ágæta og vel hæfa menn til starfa og mikil aukning verður nú á norðlensku útvarpsefni. Það er mikils virði fyrir okkur að hafa fengið til forustu svo reyndan útvarpsmann, sem Jónas Jónasson er. Hann hefur nú þegar unnið mikið og verið „á fartinni" um allt Norðurland að koma upp tengiliðum og finna fólk, sem vill og getur starfað fyrir útvarpið. - Heldur þú að t.d. Akureyr- ingar kunni að meta það sem Jón- as hefur verið að gera? „Ég þekki enga góða Akureyr- inga sem ekki kunna að meta það. En Jónas er ekki einn, ég vil minna á að með honum starfa tveir afbragðs tæknimenn, þeir Björn Sigmundsson og Árni Jó- hannsson. Hlutverk tæknimanns- ins má ekki vanmeta, hann er nokkurs konar leikmyndasmiður jafnframt því sem hann er tækni- Ljósm: áþ. maður. Þá skemmir það ekki að umræddir tæknimenn eru báðir miklir smekkmenn á íslenskt mál. Jónas, Björn og Árni hafa gert mikið og ég vænti þess að framtíð- in sýni það og sanni að þeir hafi unnið brautryðjendastarf. Ég vildi líka hvetja karla og konur sem telja sig eiga erindi í útvarpið að gefa sig fram. Ég veit að það er fjöldinn allur af fólki sem hefur ýmislegt fram að færa og þetta fólk á hiklaust að gefa sig fram. - Eftir að hafa spjallað við þig Heiðdís, þá sýnist mér á öllu að þú hafir nóg að gera. Mig langaði því að lokum að spyrja þig hvort þú teldir að konur eigi jafna mögu- leika og karlar á að komast áfram í lífsbaráttunni, hvort karlarnir kúgi þœr eins og oft er haldið fram. „Ég tel að í dag eigi konur jafna möguleika á við karla að komast áfram í lífsbaráttunni, en að sjálf- sögðu eru enn til fordómar sem við verðum að berjast gegn. í stjórnmálum gætir áhrifa kvenna æ meir, en það byggist vit- anlega á þeim sjálfum hve langt þær ná á því sviði. Að mínu viti eru konur nú ekki kúgaðar af körlum og ég er á þeirri skoðun að karlar og konur geti og eigi að vinna saman.“ EHi- iub.í öiv ÖE.Í ÍZt'A 15. október 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.