Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 6
„Ég hugsa að ég sé svolítið rómantísk, “ sagði Heiðdís Norðfjörð og horfði á loftmynd af Akureyri. „Þetta kemur e. t. v. fram íþvíað ég hefyndi afljóðum, fallegri tónlist, en annars hefég áhuga á öllu sem lifir og hrœrist. Þessa stundina veit égfátt betra en að setja niður og hlusta á James Galway, sem er flautuleikari. “ Eg trúi ekki öðru en flestir, efekki allir hér á landi, hafi heyrt minnst á Heiðdísi Norðfjörð sem um langt skeið hefur stjórnað barnatímum í útvarpi, samið lög við kvœði, ogsamið barnabœkur. Píla pína, sem Kristján frá Djúpalœ/c skapaði, náði mikilli hylli meðal barna og fullorðinna, en Heiðdís samdi lög við Ijóðin hennar Pílu pínu og mér er til efs að nokkur mús sé jafn vel þekkt hér á landi. Heiðdís ólst upp á Akureyri og hefur búið þar alla tíð síðan. Hún minntist þess að á æskuárunum í Ægisgötunni, lék hún í leikritum sem þau krakkarnir í götunni sömdu, en aðalleikararnir, auk Heiðdísar, voru tvíburasysturnar Hildur og Svala Eiðsdœtur og systir þeirra Björk, en þœr eru nú allar ráðsettar frúrfyrir sunnan og Lilja Magnúsdóttir sem enn býr við Ægisgötuna. „Mér hefur alltafþótt vœnt um Oddeyrina, hún erfalleg, “ sagði Heiðdís, „en nú bý ég ásamt eiginmanni mínum og tveimur sonum efst á Brekkunni. Elsti sonurinn er giftur ogfarinn að heiman til náms við Háskólann í Reykjavík. “ Undanfarin ár hefur Heiðdís unnið hjúkrunar- og stjórnunarstörf í Skjaldarvík. Það lá því beint við að spyrja hana fyrst um hvernig vœri búið að öldruðu fólki á íslandi í dag. Félag aldraðra: Lofsvert framtak „Þau mál eru í stöðugri framför, enda hugsar fólk miklu meira um aldrað fólk í dag en áður fyrr. Þar að auki held ég að fólk sé allt af vilja gert til að búa í haginn fyrir eldri borgarana. Ef við tölum ein- ungis um Akureyri þá tel ég að hér hafi verið gert stórt átak í mái- efnum aldraðra. Um þessar mundir er verið að koma upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Systraseli. Á vegum bæjarfélags- ins eru rekin tvö öldrunarheimili og það er sífellt verið að endur- bæta þau. Ég vil líka minna á að hér er heimilishjálp, heimahjúkr- un, sem er mjög lofsvert framtak." - Nú er fyrirhugað að stofna félag aldraðra. Hvað finnstþér um það? „Mér líst afskaplega vel á það félag. Ástæðan er einfaldlega sú að hingað til hefur þetta aldraða fólk ekki verið mikið spurt, en á þessum vettvangi fær það tækifæri til að láta í ljós sitt álit. Það eru mun meiri líkur á að það verði hlustað á álit margra, að það fái aðstoð í þeim málum sem liggja þeim á hjarta. Verkefnin á þessu sviði eru óteljandi. Ef við lítum á húsnæð- ismálin þá tel ég að fólk þurfi að geta valið milli þess að búa í ein- staklingsherbergi á dvalarheimili og lítilli íbúð. Þarfirnar eru mis- jafnar, en aðalatriðið er að fólk geti valið.“ - Hvernig heldur þú að íbúum á dvalarheimilinu í Skjaldarvík finnist að vera í hópi aldraðra á ís- landi? „Ég er ekki viss um að það sé gott að miða við Skjaldarvík því þar eru margir sem eru veikir, geta ekki notið ævikvöldsins sem skyldi. En jákvætt hugarfar er mjög mikils virði fyrir hvern og einn.“ Þroskandi að umgangast fólk - Víkjum þá talinu að börnum. Þú sérð um þátt fyrir krakka í út- varpinu. Hvernig stóð á því að þú tókst það starfað þér? „Upphafið er það að skömmu eftir áramótin 1979/80 hringdi Gunnvör Braga í mig, en Gunn- vör Braga sér um dagskrárefni Heiðdís Nordtjörö á sKnlstofu sinni í Hraungerði 8. fyrir börn í Ríkisútvarpinu, og bað mig um að taka að mér barna- tíma. Eg féllst á að reyna og fyrsti barnatíminn var jafnframt fyrsta dagskráin sem var gerð í hljóð- húsinu við Norðurgötu. Ég hafði ekki nokkra trú á að ég gæti ann- ast þennan starfa og sagði Gunn- vöru það í símtalinu. En síðan er ég búin að gera nærri því 60 barnatíma. Skömmu síðar komu inn í dag- skrárgerðina Ingibjörg Nanna Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Gréta Ólafsdóttir og Dómhildur Sigurðardóttir. 1 dag sjáum við Gréta og Dómhildur um barna- tímann, erum sinn mánuðinn hver. Það er ákaflega skemmtilegt að vinna að gerð barnatíma. Starfið gefur möguleika á að kynnast börnum og þeirra áhugamálum. Ég reyni t.d. að hitta krakka og spyrja þau um hvað þau vilji heyra, einnig hef ég oft fengið þau til að koma og lesa upp, syngia eða til þess að rabba við þau. Ég hef líka farið í skólana og hitt börnin. í því sambandi minnist ég þess að hafa farið í Hrafnagils- skóla, í Stórutjarnaskóla og í skóla á Akureyri. Krakkar úr Hrísey hafa komið í heimsókn og svona mætti lengi telja upp. Þáð er ákaflega þroskandi að umgang- ast börnin, maður yngist allur upp.“ - / fyrsta þœttinum þínum var Björgvin Júníusson tœknimaður. Var ekki gott að vinna með honum? „Jú, hann var einstaklega góð- ur samstarfsmaður. Við misstum mikið þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram. Fyrsti þátturifin minn bar yfirskriftina: Góða mamma gefðu mér. Ég var níeð krakka sem spiluðu og sungu þennan gamla húsgang. Kristfn Sigfúsdóttir, húsmæðrakennari, kom í heimsókn og hún sagði börnunum frá því hvað væri höllt fyrir þau að borða. Ég las sögu sem ég hafði þýtt, en sagan fjall- aði um litla stúlku sem vildi bara borða sultu. Sagan hét Amalía sultustelpa. En ég man að ég var svo skelkuð þegar þátturinn kom í útvarpinu að ég ætlaði varla að þora að hlusta á hann! Þetta kom mér sjálfri á óvart - Þú hefur ekki aðeins náð til barna með aðstoð útvarpsins, þess er skemmst að minnast að þú samdir lög við texta Kristjáns frá Djúpalœk um hana Pílu pínu. „Lögin urðu til einn góan veðurdag, en í fyrsta skipti sem ég gerði lag var um 1960 þannig að þú sérð að lögin um hana Pílu pínu eru ekki þau fyrstu. Síðan leið og beið. Árið 1978 sýndi Kristján frá Djúpalæk mér hand- rit að sögu sem hann hafði skrifað. Þetta var músin góða hún Píla pína. í handritinu voru nokk- ur kvæði og alveg óvart urðu til 6 - DAGUR—15. október 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.