Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 11
Páll Jóhannesson og undirleikari hans, Jónas lngímundarson. Tónlelkar Páls I Borgarbíó Páll Jóhannesson, tenórsöngv- ari, heldur þrenna tónleika á næstunni. Hinir fyrstu verða laugardaginn 16. október nk. kl. 17.00 í Borgarbíói á Akur- eyri, sunnudaginn 17. október kl. 21.00 ■ félagsheimilinu Mið- garði, Varmahlíð og sunnudag- inn 24. október kl. 17.00 í sal Hamrahlíðarskóla í Reykjavík. Píanóleikari er Jónas Ingi- mundarson. Þetta eru fyrstu opinberu tón- leikar Páls Jóhannessonar. Hann er fæddur og alinn upp á Akureyri og þar hóf hann söngnám hjá Sig- urði Demenz Franzsyni, söng- kennara. Síðan stundaði hann nám við Söngskólann í Reykjavík og var Magnús Jónsson, óperu- söngvari, aðalkennari hans þar. Páll stundar nú nám við tónlistar- skólann í Fiorenzuola D’Arda á Ítalíu, hjá hinni mikilhæfu óperu- söngkonu professor Eugenia Ratti. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Eyþór Stefánsson, Pergolesi, F. Ciléa, Scarlatti, Verdi og Donizetti. Gítartóiileikar Símon ívarsson og Siegfríed Kobilza gítarleikarar hafa verið á hljómleikaferðalagi um landið að undanförnu, og munu um helgina leika á þremur stöðum á Norður- landi. Þeir verða með tónleika í Ak- ureyrarkirkju kl. 20.30 í kvöld, í Siglufjarðarkirkju kl. 16 á morg- un og í Safnahúsinu á Sauðár- króki kl. 16 á sunnudag. Á efnisskránni er mjög at- hyglisverð spönsk klassisk tón- list og flamenco og er ætlunin að sýna fram á þá möguleika, sem hljóðfærið hefur upp á að bjóða, t.d. ýmis tækniatriði, sem ekki allir hafa yfir að ráða, eins og tónleikagestir þeirra félaga frá 1979 muna sjálfsagt eftir. Símon ívarsson er allflestum íslending- um vel kunnur í gegnum margar tónleikaferðir um landið. Hann stundaði gítarnám hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar - en þar kennir hann nú - og síðar við Tónlistarháskólann í Vínar- borg. Siegfried stundaði einnig nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg, en hann er ekki með öllu óþekktur hér á landi, eins og áður hefur komið fram. Hann hefur sem aðalstarf að leika á tónleikum víða um lönd og hef- ur nú þegar skapað sér fastan sess sem þekkt nafn. Á efnisskránni hjá þeim félög- um er éins og áður segir spönsk tónlist, klassisk og flamenco, þ.á.m'. verk eftir I. Albéniz, M. de Falla og J. Ibert. Vefiiaðarsýnliig í Amtsbókasafiimu Nú stendur yfir í Amtsbóka- safninu á Akureyri vefnaðar- sýning á vegum Iðnaðardeild- ar Sambandsins og fyrirtækis- ins Epal hf. í Reykjavík. Markmiðið með sýningunni er að kynna almenningi fram- leiðsluvörur Iðnaðardeildarinn- ar á þessu sviði og að skapa áhuga meðal íslenskra hönn- uða á að hanna fyrir iðnaðarfyr- irtæki. Hér er um yfirlitssýningu að ræða, en auk þess sem eldri framleiðsla er sýnd eru þrjú ný áklæði á sýningunni sem eru kynnt í fyrsta skipti hérlendis en hafa fengið góðar móttökur er- lendis þar sem þau hafa verið sýnd. Þá eru á sýningunni áklæði og gluggatjöld sem hönnuð eru og framleidd í sömu litum og auk þess værðarvoðir sem eru í sömu litum. Samvinna Gefjunar og Epals hf. hófst árið 1976, þegar sam- starf Gefjunar og Kvadrat a/s í Danmörku hófst. Kvadrat er eitt þekktasta fyrirtæki á Norður- löndum sem selur áklæði og gluggatjöld. Epal hefur haft einkaumboð fyrir Kvadrat hér á landi frá upphafi. Kvadrat hefur lagt metnað sinn í að bjóða við- skiptavinum sínum vel hannað- ar vörur og hefur fengið ýmis verðlaun fyrir. Samstarf Gefjunar og Kvad- rats byggist á samvinnu um að þróa og markaðssetja vörur sem Kvadrat hannar en Gefjun fram- leiðir. Árangurinn af þessu sam- starfi er hluti af þeirri sýningu sem hér um ræðir en auk þess eru sýndar vörur sem Gefjun hefur sjálf fengið innlenda og er- lenda hönnuði til að hanna. Þáttur Epals er fyrst og fremst fólginn í því að kynna og selja þann hluta framleiðslu Gefjunar sem hannaður er af Kvadrat. Sýningin í Amtsbókasafninu er opin frá kl. 13-19 á virkum dög- um og kl. 10-16 á laugardögum. Sýningunni lýkur 22. október. Skák tíl stuðn- íngs firam- boði Fríðriks Skákmenn - Skákáhugafólk! í tilefni af fjársöfnun sem nú fer fram um land allt til stuðnings kosningabaráttu Friðriks Ólafs- sonar, sem nú leitar eftir endur- kjöri sem forseti Alþjóðaskák- sambandsins, hefur Skákfélag Akureyrar ákveðið að efna til sérstaks Friðriksmóts, sunnu- daginn 17. október kl. 14.00 í skákheimilinu Strandgötu 19. Tefld verður hraðskák og þátttökugjöld nokkru hærri en tíðkast: 50 kr. fyrir fullorðna og 25 kr. fyrir unglinga. Áhorfend- ur og aðrir gestir munu einnig eiga þess kost að leggja fram fé til styrktar Friðriki. Allt sem inn kemur á mótinu, þátttökugjöld og frjáls framlög, mun renna beint í Friðrikssjóð. Allir velunnarar skákíþróttar- innar eru hvattir til þess að mæta. Skákfélag Akureyrar. íþróttír ii m helgína Fyrsti íþróttaviðburðurinn á Akureyri um helgina verður leikur KA og Aftureldingar í 2. deild handknattleiksins í Skemmunni annað kvöld kl. 20. Eftir slaka byrjun KA í mótinu vann liðið tvo útisigra gegn tveimur af bestu liðum deildar- innar um síðustu helgi, og er sig- urstranglegra liðið annað kvöld. Að loknum þessum leik eigast svo við Dalvík og Reynir frá Sandgerði í 3. deild. - Reynis- menn mæta svo í Skemmuna aftur á laugardag kl. 14 og leika þá gegn Þór. Körfubolti Einn leikur verður í Skemmunni um helgina, viðureign Þórs og Hauka í 1. deild. Bæði liðin eru taplaus í deildinni, og má búast við fjörugri viðureign þar sem ekkert verður gefið eftir. Þór sigraði UMFG tvívegis um síð- ustu helgi, og Haukarnir hafa „afgreitt“ UMFG álíka mun fyrr í mótinu. Leikur liðanna á morgun hefst kl. 15.30. Aðalfundur ÆSK Um næstu helgi verður 21. aðal- fundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti haldinn á Akureyri. Hefst fundurinn í kapellu Akureyrarkirkju kl. 13 laugardaginn 16. október og honum lýkur með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 14 á sunnudag. Aðalmál fundarins verður Fjölskyldan og helgihald kirkj- unnar. Munu bæði lærðir og leikir flytja framsöguerindi um þetta mál, en síðan munu hópar starfa og loks verða almennar umræður. Setu á aðalfundi ÆSK eiga allir þjónandi prestar í Hólastifti auk leikmanna úr hverju presta- kalli, sem starfa við barna- og unglingastarf kirkjunnar og ým- issa fleiri sem eru í nefndum á vegum sambandsins. Vefrarstarfið að hefjast Tónlistarfélag Akureyrar er einnig eru þeir velkomnir sem nú að heQa vetrarstarfið og gerast vilja áskrifendur að tón- heldur nú aðalfund sinn á leikum vetrarins. morgun, laugardaginn 16. Á aðalfundi verðurfjallað um október, kl. 17.00 í sal Tón- fyrirhugaða tónleika og aðra listarskólans á Akureyri, þætti í starfi félagsins. Hafnarstræti 81. Verulegur afsláttur er veittur Félagar eru allir þeir sem af veröi aðgöngumiða ef keypt keyptu fasta áskriftarmiða að er f°st áskrift. tönleikum félagsins á sl. vetri og Leikhúsmiði f kaupbæti Þeir sem snæða í Smiðjunni á Akureyri á sunnudag og á fhpmtudag í næstu viku munu fá óvæma uppbót á veislumat- inn sem boðið verður upp á. Forráðamenn Smiðjunnar hafa ákveðið að allir þeir sem verða matargestir hjá þeim um- rædda daga fái ávísun á að- göngumiða á sýningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu „Atóm- stöðin“ sem Leikfélagið sýnir um þessar mundir við miklar vinsældir, og verður að telja lík- legt að tilvonandi matargestir Smiðjunnar þessa daga kunni vel að meta. Þá bjóða forráðamenn Smiðj- unnar gestum sínum í hádegi á sunnudag heita og kalda veislu- rétti á hlaðborði. Verðið er 180 krónur, hálft verð fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. 15. október 1982 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.