Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 15.10.1982, Blaðsíða 8
Örn Gústafsson LEIKLIST Uppfærsla LA á Atómstöðinm Eftir sýningu Leikfélags Akur- eyrar á Atómstöð Halldórs Lax- ness síðastliðið sunnudags- kvöld, flaug ég skyndilega 25 ár aftur í tímann, til bernskunnar og þeirra minninga, sem oftast liggja rykfallnar í innstu hugar- fylgsnum. Það hefur löngum verið sagt, að með hernáminu í sejnni heimsstyrjöldinni hafi íslend- ingar lært „menningu". Sagt er að við höfum breyst úr bænda- þjóð í velferðarríki á örskömm- um tíma, með tilheyrandi vaxta- verkjum og timburmönnum. Sjálfur tilheyri ég kynslóðinni, sem í heiminn var borin á þeim umbrotatímum sem höfundui velur leikritinu stað. Hversu vel man maður ekk' eftir kaldastríðstímanum og skammaryrðunum „kommún- isti“ og „kapitaiisti“. Einhvern veginn virtist mér þegar ég lít til baka að það hafi verið miklu skarpari andstæður ríkjandi á milli stétta þá en nú er. Þá geyst- ust eldrauðir ofurhugar um og voru að berjast fyrir alræði ör- eiganna byggjandi æskulýðshall- ir, nýkomnir úr pílagrímsferð- um til Moskvu, á meðan vatns- greiddir heildsalasynirnir fóru til útlanda, að ná betri tökum á tungu og siðum „vestrænnar menningar“. Af hvílíkri glöggsýni og fram- sýni er ekki Atómstöðin rituð þegar iitið er til nútímans, og hann borinn saman við sviðs- myndina seint á fjórða áratugn- um sem við áhorfandanum blasir. Eða hefur okkur ef til vill ekki miðað neitt götuna fram eftir síðan þetta verk var ritað? Höfundurinn fjallar í verkinu um sömu vandamál og við fáumst við enn þann dag í dag, enda þótt nöfnin sem notuð eru í leiknum kunni að vera önnur en nú eru í tísku. Nú heitir vöggu- stofan í leikritinu „barnaheim- ili“, táldregna vinnustúlkan „Félag einstæðra foreldra", og barátta Uglu fyrir mannréttind- um sínum og skoðunum heitir nú „kvennaframboð“. Leikritið fjallar um mannlegt eðli, breiskleika mannsins og til- finningar og síðast en ekki síst um freistinguna og spillinguna, sem svo auðvelt er að falla í, ef fólk uggir ekki að sér. Leikgerð LA og sviðsmynd er í senn ein- föld og skýr. Áhersla er lögð á textann og innihald hans, sem fær áhorfandann til að skyggnast örlítið dýpra. Stéttaandstæður eru túlkaðar á einfaldan hátt með andstæðum gamals otto- mans og kamínu annars vegar og Chesterfield sófasetts og krist- alsvasa hins vegar. Leikritið fell- ur aldrei niður, þökk sé kænlegri beitingu ljósabúnaðar, sem segir meira en mörg orð. Athygli áhorfandans er haldið allan tímann. Um frammistöðu leikara skal ekki fjölyrt. Þeir skiluðu allir hlutverkum sínum með sóma. Sunna Borg var svo sannfærandi í hlutverki frú Árdal, að ég mun grennslast frekar fyrir um hvort hún hafi skrökvað að mér um æsku sína, uppvöxt og uppruna. Frá sýningu LA. Alténd vona ég að hún geri mér ekki þann fjára, að láta sjá sig á almannafæri í framtíðinni öðru- vísi en uppáklædda. Bjarni Ingvarsson „Landa- ljómi“ lék sitt litla hlutverk á sannfærandi hátt. Ég fékk á til- finninguna að hann væri aiveg kominn að því að kasta upp og væri mjög hætt kominn af drykkju. Maður bara vonar að hann festist ekki í þessu hlut- verki. Guðbjörg Thoroddssen er með sveitalegustu sveitastelpum sem ég hef séð á sviði. Mér er ekki örgrannt um að ég hafi fundið keitulyktina kitla við nasavængina þegar best lét. Ekki fannst mér örla á jómfrú Ragnheiði í þetta skiptið. Sem sagt. Það eina sem mér fannst verulega neikvætt við sýninguna var að sjá ekki fullset- inn bekk áhorfenda á þriðju sýn- ingu þessa verks. Ég trúi því trauðla, að Norðlendingar sjái ekki ástæðu til þess að fara í leik- hús þegar boðið er upp á slíka kvöldskemmtun. Til þeirra, sem hafa hugsað sér að kaupa „helg- arpakka“ suður á næstunni í leikhúsferð, vil ég einungis segja þetta: „Látið ekki framhjá ykkur fara þrælgóða leikhúsferð hér á Akureyri, því þá leitið þið langt yfir skammt.“ Ég þakka kærlega fyrir mig. Akureyri, 12.10. 1982. Öm Gústafsson. Ætli við reynum ekld að nýta trésmiðma til fulls Rætt við Jón Odgeir Guðmundsson um platta sem KFUM og K gáfu út Jón Oddgeir með plattann. Einhvern næstu daga munu félagar í KFUM&K ganga í hús á Akureyri og bjóða fólki „platta“ sem á er rituð bænin Faðirvor. Að sjálfsögðu eru félogin að afla sér fjár - þau festu kaup á hluta af verslun- armiðstöðinni við Sunnuhlíð og ætla að hafa félagsheimili sitt þar í framtíðinni. Jón Oddgeir Guðmundsson er einn þeirra sem standa í for- svari fyrir KFUM og Dagur ræddi við hann fyrir skömmu. - Ætlun okkar er að ganga í hús á Akureyri og bjóða þennan platta til sölu. Einnig verður hann seldur í Hljómveri og Véla- og raftækjasölunni. Þessi platti er gefinn út til fjáröflunar vegna húsbyggingar við Sunnu- hlíð 12. Um þessar mundir er okkar hluti hússins tilbúinn undir tréverk. Þegar plássið er tilbúið verður þarna félagsheim- ili okkar. - Hvernig er ykkar húsnæð- ismálum háttað í dag? - Við eigum ekkert húsnæði. Til langs tíma höfum við fengið inni í Kristniboðshúsinu Zion, í Glerárskóla og Lundarskóla. Mestur hluti starfsins hefur ver- ið í Zion. Ástæða þess að við erum að flytja úteftir er ekki sú að það sé verið að ýta okkur úr umræddum húsum, þvert á móti - okkur langar einfaldlega í eig- ið húsnæði. - Hvenær verður húsnæðið tilbúið? - Það er erfitt að segja nokk- uð til um það. Þetta kostar háar fjárhæðir og það er erfitt að segja fyrirfram um það hvernig fjáröflun gengur. Minn draumur er þó sá að húsnæðið geti orðið tilbúið eftir eitt og hálft ár. Fram til þessa hefur vinnan einkum legið í fjársöfnun, en ein helsta leiðin hefur verið útgáfa á aug- lýsingablöðum. Fram til þessa höfum við gefið út þrjú blöð á jafn mörgum árum, auk þess höfum við gefið út jólakort, staðið fyrir hlutaveltum og svona mætti lengi telja. í stuttu máli má segja að við höfum farið hinar ólíklegustu leiðir og að sjálfsögðu má ekki gleyma frjálsum framlögum frá sjálfum félögunum. - Nánar um framkvæmdirn- ar. - Já um þessar mundir á að fara að hlaða milliveggi og við erum búnir að ráða múrara. Auðvitað munum við aðstoða hann eftir megni, en síðan byrj- ar timburverkið. Sem betur fer eigum við fjóra smiði í KFUM og ætli við reynum ekki að nýta þá til hins ýtrasta. - Er mikill áhugi fyrir kristi- legu starfi á Akureyri? - Já ég tel að svo sé. Innan KFUM og KFUK eru um 400 börn og unglingar. Unglinga- starfið t.d. er gróskumikið. Ég held að það séu rösklega 40 ung- lingar á aldrinum 13 til 16 ára innan þessara félaga. Þessirung- lingar koma saman einu sinni í viku. Sömu sögu er að segja um yngri meðlimina. - Hvað voru gefnir út margir plattar? - Alls voru gefin út 300 ein- tök og ég vona að þau hverfi fljótt. Verðið er kr. 250 fyrir hvert stykki. Þessir plattar voru framleiddir hjá Gler & postulín í Kópavogi, en Bernharð Stein- grímsson, auglýsingateiknari á Akureyri, hannaði plattann. -áþ. 8 - DÁGUR - i 5. október 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.